Vísir - 20.08.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 20.08.1980, Blaðsíða 4
Miftvikudagur 20. ágúst 1980 Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða rafvirkja til verkstjórnar við línuvinnu með aðsetri í Ólafsvík Nánari upplýsingar hjá Rafmagnsveitum rikisins, Laugavegi 118, Reykjavik HugræktarskóU Sigvalda Hjálmarssonar Gnoðarvogi 82 Reykjavík Sími 3-29-00 ' Athygliæfingar/ hugkyrrð, andardráttaræfingar, hvíldariðkun, almenn hugrækt og hugleiðing. Næsta námskeið hefst 6. sept. Innritun alla virka daga frá kl. 11.00. .V.'.V.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.1 v^ í BtLALEI GA Skeifunni 17, Simar 81390 . AVA\%W."..W.,AV.%ViWWWl.WA íbúð óskast Óska eftir að taka ó leigu íbúð í 6 mánuði frá og með 1. okt. Helst í Breiðholti. Uppl. í síma 71518 Smurbrauðstofan BvJORIMINN Njálsgötu 49 — Sími 15105 t Hjartkær systir mín Kathleen Pearson 14 Archerfield Road Liverpool 18 er látin. John M. Pearson. Hvenær býöst Gierek brööurleg hjálp frá Moskvu? Pólskur verkalýöur hefur i hundruö þúsunda tali risiö upp i skipulagöri og árangursrikri kjarabaráttu gegn stjórninni I Varsjá. Hlýtur þaö aö vera hús- bændunum i Kreml æriö áhyggju- efni, enda sækir illa aö þeim ein- mitt nú meö Afghanistanátökin enn i algleymi. Pólskir flokksforkólfar hafa stigiö fram til þess aö reyna aö róa alþýöuna og friöa gall- höröustu verkfallssinna. Þaö er veifaö þjóöfánanum og höföaö til ættjaröarástar og þjóöarmetnaö- ar. Lofaö er ákveönum kjarabót- um og kannski meiri en efni eru til. Umfram allt er þó reynt aö dylja það, aö verkföllin geti veriö af pólitiskum toga spunnin og þaö sé ekki fyrstog fremst vöruskort- ur i verslunum og kjötverö, sem risiö er gegn, heldur fullt eins stjórnkerfiö og stjórnarstefnan. Ópólitískt en samt pólitískt 1 öðru oröinu fullyrti aöstoöar- forsætisráöherra Póllands á fundi meö erlendum frettamönnum i Varsjá, aö verkföllin væru ekki pólitlsk. í hinu orðinu sá hann ástæöu til þess aö taka þaö sér- staklega fram verkfallsmönnum til áheyrnar — og svo þeim sem lögöu viö hlustirnar, þótt fjær væru — aö verkföllin mundu ekki leiöa til neinnar grundvallar póli- tiskra breytinga. Edward Gierek, arftaki Gómulka, sem hrökklaöist ein- mitt úr embætti eftir eina verk- falls — og óeiröaölduna í Póllandi , hefur áöur varaö landsmenn sina viö þvi, aö verkföll geti einungisaukiö vandamálin. Hann áréttaöi i útvarpsræöu i fyrra- kvöld, aö kröfur verkfallsmanna um stjórnarfarsbreytingar séu algerlega óaögengilegar. Þaö voru kröfurnar um aukiö mál- frelsi, prentfrelsi, rétt til stofn- unar óháöra verkalýössamtaka (sem sé ekki undir stjórn pólska kommúnistaflokksins). Þaö er tvisýnt, hvort hann beindi þessum oröum sinum frek- ar til verkalýösins eöa tii hlust- enda i Moskvu, sem hann kviöir aö séu farnir aö ókyrrast. Augnaráö Stóra bróöur hvilir þungt á „félögunum” i Varsjá, svo undan brennur. Fordæmin kenna mönnum, aö vænta má „bróöurlegrar hjálpar” Brezhnevs og Rauöa hersins, ef hann telur „félagana” ekki þess umkomna aö valda vandanum einir. — Sá kviöi er farinn aö skina I gegn hjá pólsku leiötogun- um. Yfirmaöur hinnar rikisreknu fréttastofu Póllands, Miroslaw Wojciechowski, sagöi viö frétta- menn I byrgjun júlí: „Vinir Pól- lands hafa oröiö áhyggjur af ástandinu. — Þróunin er vatn á myllu óvina Póllands.” Gierek sagöi sjálfur i útvarps- ræðu sinni i fyrrakvöld: „Þaö eru takmörk, sem viö getum ekki fariö út fyrir.” — Menn þóttust skilja, aö hann ætti ekki einungis viö þær skoröur, sem ástandiö I efnahagslifinu setti launahækk- unum og niðurgreiðslum á mat- vöru. Gierek sagöi nefnilega i sömu andránni, aö Pólland gæti þvi aöeins haldiö sjálfstæöi, aö þaö væri sosialistarlki. Silkihanskar Tilsýndar séö hafa yfirvöld i Póllandi verið furöu umburöar- lynd gagnvart verkfallsmönnum, eftir þvi sem búist er viö austan- tjalds. Svo viröist, sem verkfalls- rétturinn hafi veriö viöurkenndur aö nýju, sem I reyndinni hefur ekki veriðviö liöi, þar sem stjórn- ir öreigaflokksins sitja. Verka- lýöur um allt land hefur gripið til verkfalla, án þess aö gripiö hafi veriö til lögregluvaldsins nema i litlum mæli. Einn og einn verkfallsforkóifur handtekinn, en sleppt eftir aöeins örfáar klukku- stundir. Silkihönskunum hefur veriö beitt og lofaö úrbótum i matvælaskortinum og einhverj- um launahækkunum. Þarna veldur þó meiru um óöryggi stjómarinnar fremur en aö hún sé orðin svona frjálslynd- ari i afstööu til sllkra „skemmdarverka í framleiöslu- iðnaðinum”, eins og verkfallsaö- geröir eru annars kallaöar i sósialistarikjunum. En Pólverjar eru aö þessu leyti sérstæöari en hinar austantjaldsþjóöirnar. Þeir hafa t.d. komiö i kring manna- skiptum á toppnum meö verk- falls- og mótmælaaögeröum, eins og þegar Gómulka vék fyrir námaverkamanninum fyrrver- andi, Edward Gierek. I Póllandi hefur veriö nokkuö athafnasöm andófshreyfing, sem stendur þorra almennings nær, en hefur verið reyndin meö andófsmenn i öörum Austur-Evrópulöndum. Fyrst og fremst eru þaö þó bág kjörin, sem hefur veriö óánægju- kveikja iönverkalýösins—lág laun og sihækkandi verölag á nauðsynjum. Hafa þó stjórnvöld veitt óhemju fé til niöurgreiðslu á matvörum. Efnahagsörðugleikar Niöurgreiöslurnar hafa komiö efnahagsmálunum i algjöra Finnur Gierek heitan andardrátt rússneska bjarnarins aftan á hálsinum á sér. ringulreiö. Hækkandi oliuverö hefur ekki bætt úr. Kjötverös- hækkunin var vegna ákvörðunar um aö draga úr niöurgreiöslum meö þvi laginu, aö hætta aö bjóöa kjöt til sölu i rikisverslunum, en þaö eru þær sem bjóöa upp á niöurgreiddar vörur. Edward Gierek hratt I fram- kvæmd djarfari og stjórhuga áætlun um að færa iönaö Póllands til nútimalegri vegar. Til þess aö fjármagna það framtak var stofnað til umtalsveröa skulda viö kapitalistarikin i vestri þegar „þiöustefnan” opnaöi dyr til þess. Framleiösla hinna nýju verk- smiðja, sem skyldi veröa sam- keppnishæfari á alþjóðlegum mörkuöum, og aukinn útflutning- ur átti aö standa straum af vöxt- um og afborgunum þessara lána. — Þetta gekk þó ekki eins og ætlast var til. Útflutningstekjurn- ar af nýju framleiöslunni hafa brugðist vonum, en reikningarnir af lánunum láta hinsvegar ekki á sér standa. Rikisreksturinn í Póllándi hef- ur ekki veriö sérdeilis afkasta- mikill. Tilraunir til umbóta kafna i skrifstofubákninu, og menn þreytast á aö berja höfðinu viö steininn. Sá hugsunarháttur er rikjandi hjá rikisfyrirtækjum tii hópa: „Mér er hjartans sama.” —Aö þessu var vikiö I leiöara i hinu áhrifarika flokksmálgagni „polityka” hinn 5. júli, þar sem þvi var slegiö föstu, aö eina leiöin út úr efnahagsógöngunum, væri að hverfa aftur frá miöstýrðum áætlanabúskapnum. Meö öörum oröum sagt: Að snúa baki viö Sovétfyrirmyndinni. Þaö var splunkunýtt vers viö sálminn, sem stjórnvöld syngja annars jafnan um aö auka veröi framleiösluna og hver og einn aö leggja haröar aö sér. Viöbrögöin hjá verkfallsmönnum i Gdansk viö útvarpsræöu Giereks voru lika: „Þetta er sama gamla tugg- an, og við höldum áfram verkföll- unum.” Slik harka verkfailsmanna er likleg til að ofbjóöa þolinmæöi Varsjárstjórnarinnar, enda spuröist í gær til liössafnaöar vopnaös lögregluliös á Gdansk- svæöinu. Silkihanskatökin, sem voru stjórninni ekki of geöfelld, veröa ótrúlega til langframa, enda viöbúið aö hvern næsta dag hringi Moskusiminn og hinum meginn veröi spurt: „Vantar ykkur bróðurlega hjálp, félagar?” Pólsk yfirvöld hafa reynt aö friðmæiast viö verkfallsmenn til þess aö hleypa ekki öllu upp I óeiröir og búöarhnupl, eins og 1970. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.