Vísir - 09.09.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 09.09.1980, Blaðsíða 23
VÍSIR Þriöjudagur 9. september 1980 útvarpið kl. 21.45 „Hamraðu lárnið” Ný útvarpssaga eftir Saul Bellow t gær hófst lestur sögunnar „Hamraðu járnið” eftir Saul Bellow, í þýðingu Arna Blandon. Visir hafði samband við Arna og bað hann að segja litið eitt frá sögunni og höfundi hennar. „Sagan fjallar um tilfinninga- vandamál fólks. Hún lýsir sólar- hring i lífi manns, sem er að þvi kominn að brotna saman. Hann er nýlega skilinn við konuna sina og nær ekki sambandi við föður sinn. Hann er mjög einmana og er nálægt hugsuninni um sjálfs- morð. Hann hgusar til baka og inn i þær hugsanir fléttast ýmsar persónur- svo sem faðir hans. eiginkonan fyrrverandi og um boðsmaður, sem hafði lofað að koma honum áfram i Holly- wood. Einnig kemur við sögu maður, sem segist vera sálfræð- ingur. Aðalsöguhetjan ánetjast þessum sálfræðingi vegna tungu- lipurðar hans. Manninum er lýst sem mjög einföldum og einlægum og jafnvel of viðkvæmum fyrir þjóðfélagið.” Soul Bellow fékk Nóbelsverð- launin árið 1976 og þá ekki sist fyrir þessa bók. Hennar var alveg sérstaklega getið i ræðu sænsku akademiunnar. Arnisagöi, að still Bellows væri alveg sérstakur og mjög erfitt væri að þýða sögur hans og f rauninni væri ekki hægt að birta bækur hans á prenti i þýðingum. Soul Bellow væri i mun að vera frumlegur og hver bók væri eins og langur erfiður still. Soul Bellow er Gyðingur og siðasta bók hans heitir einmitt „To Jerusalem and back” og i henni eru æviminningabrot og lýsingar á ástandinu i ísrael. „Þessi saga „Hamraðu járnið” er litil perla og miklu styttri en allar aðrar sögur Bellows og still- inn er ákaflega meitlaður.” AB Arni Blandon hefur þýtt söguna „Hamraðu járnið” eftir Nóbels- verðlaunahafann Soul Bellow. 1 kvöld les hann annan lestur sög- unnar. Sjónvarp ki. 20.35 Tommi og Jennl Það eru ekki bara litlu börnin sem hafa ánægju af að horfa á þá félaga Tomma og Jenna. Störu börnin sitja mörg hver alveg jafn- spennt og bíða eftir að þeir birtist á skjánum. Eins og sjá má þa þessari mynd, þá er kötturinn Tommi óþreytandi að reyna aö plata krilið hann Jenna og koma honum f klipu. En yfirleitt verður honum ekki kápan úr þvl klæöinu og Jenni er fljótur að forða sér. Við sjáum svo til hvaða brögðum þeir félagar beita f þættinum sin- um I kvöld. AD útvarp Þriðjudagur 9. september 11.15 Morguntónleikar Nýja fllharmóniusveitin leikur „Les Paladins”, forleik eftir J e a n - P h i 1 i p p e Rameau: Raymond Lepp- ard stj. / Blásarasveitin I Lundúnum leikur Sinfóniu nr. 1 i Es-dúr og nr. 2 í B-dúr fyrir blásturshljóöfæri eftir Johann 'Christian Bach, Jack Brymer stj. / Her- mann Baumann leikur með Konserthljómsveitinni I Amsterdam Hornkonsert I Es-dúr eftir Francesco Antonio Rosetti, Jaap Schröder stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. A frivaktinni Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Móri” eftir Einar H. KvaranÆvar R. Kvaran les (2). 15.00 Tónleikasyrpa Tönlist úr ýmsum áttum og lög leikin á ýmis hljóðfæri. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 1615. Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar óskar Ingólfsson leikur „Rotund- um” einleiksverk fyrir klarínettu eftir Snorra S. Birgisson / Kjell Bækkelund og Robert Levin leika Tilbrigði i es-moll op. 2 fyrir tvö pianó eftir Christian Sinding / Elly Ameling syngur lög úr „Itölsku ljóðabókinni” eftir Hugo Wolf, Dalton Baldwin leikur á pfanó. 17.20 Sagan „Barnaeyjan” eftir P.C. Jersild Guðrún Bachmann þýddi. Leifur Hauksson les (20). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilky nningar. 19.35 Um fisksöiu og framkvæmdir islenskra fyrirtækja I Bandarikjun- um. Páll Heiðar Jónsson tekur saman þáttinn og ræðir m.a. við Guðjón B. Ólafsson forstjóra. Lesari: Páll Þorsteinsson. 20.10 Frá Tónlistarhátlðinni f Prag 1979 Sinfóniuhljóm- sveitin í Prag leikur Hljóm- sveitarstjóri: Okko Kamu. Einleikari: Frédéric Lodéon. a. „La Bagarre” eftir Bohuslav Martinu b. Seilókonsert f h-moll op 104 eftir Antonln Dvorák. c Sinfónia nr. 1 i e-moll op. 39 eftir Jean Sibelius. 21.45 Ú t va r ps s a ga n : „Hamraöu járniö” eftir Saul Bellow Arni Blandon les þýöingu sina (2). 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Úr Austfjarðaþokunni Vilhjálmur Einarsson skólameistari á Egilssööum ræður við Berg Hallgrims- son forstjóra á Fáskrúðs- firði. 23.00 A hljóöbergi. Umsjónar- maður: Björn Th. Björns- son listfræðingur. „The Jamestown Saga”, Sagan um fyrstu tilraunir hvitra manna til nýlendustofn- unar I Virginiu 1606. Lesar- ar: Nigel Davenport, Susan Engel, Julian Glover, Dudley Jones og Brian Os- borne. Sagnfræðingurinn Philip L. Balbour tók dagskrána saman og er þul- ur. 23.50 fréttir. Dagskrárlok. sjónvaip Þriðjudagur 9. september 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dag- skrá 20.35 Tommi og Jenni 20.40 Dýröardagar kvik- myndanna. Sjónhverfinga- mennirnir. Þýöandi Jón O. Edwald. 21.15 Sýkn eöa sekur? Broddborgarar. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 22.00 Umheimurinnþáttur um erlenda viöburði og málefni. 22.50 Dagskrárlok. Stuðningsblað dr. Gunnars Thoroddsens hefur tekið að sér að stjórna garnagaulinu í tslendingum. Hefur ekki gengið á öðru meira i heimi rauðvíns- pressunnar undanfarið en smakki og samanburði á ostum, en mataræðinu lauk siðan með þvi að borin var fram fimm þús- und manna hnallþóra i lok karnivals i iþróttahöll, sem alveg var borin ofurliði af neytendasiðu Dagblaðsins, þannig að landsmenn vissu ekki betur en neytendasiðan væri helsta „spögelse” á Heimiiinu 80, sem var nafn á auglýsinga- sýningu, sem nú er nýlokið. Sýningunni lauk raunar á fimm ára afmæli rauðvinspress- unnar, sem stendur nú fyrir einhverri mestu smakk-tið, sem yfir landið hefur gengið. Eru jafnframt auglýstar matarferö- ir til útlanda undir forustu yfir- smakkara þjóðarinnar, rit- stjóra rauðvínspressunnar. Hefur ekki I annan tima orðið annað eins tilstand út af mat slðan ágætur afi ritstjórans, Jónas Kristjánsson, læknir, vildi af heilsufa rsástæöum koma þjóðinni til að borða grænmeti. Eftir hann stendur heilsuhæli Náttúrulækninga- félags tslands i Hveragerði, og efast enginn um hollustu þess fæðis, sem þar er neytt. öðru máli gegnir um fæðuna, sem afastrákurinn er að troða f tslendinga. Þar þykja sverar steikur jafnt og fimm þúsund manna hnallþórur hið mesta hnossgæti, að óslepptu rauð- vini, en ekkert af þessu taldi af- inn til mannamatar. Eins og Jesús Kristur mettaði ritstjóri rauðvlnspressunnar á sjöunda þúsund manns meö fimm þúsund manna tertú. Ætti raunar að virkja ritsjórann I þágu rlkisstjórnar dr. Gunnars Thoroddsens, vegna þess að á veröbólugtimum skiptir miklu, að menn geti borðað meira fyrir minna. Má raunar draga þá ályktunaf þvi hvað tertan entist handa mörgum, að neytenda- siða rauðvinspressunnar kunni vel til verka um fyrirsögn og sparnað i heimilishaldi. Enda skal ekki dregið i efa, að vel er að henni staðið, þótt undarlegt sé að frjálst og óháð dagblað skuli ekki hafa öðru meira að sinna á sviði landsmála en smakki og tertuáti, þegar þaö loks kemst á alminlega auglýsingasýningu. Maður hefði haldið aö rauðvinspressan kynni að vilja hafa einhver áhrif á almenn mál f landinu. Svo virðist ekki vera. Og er þá ekki annað en taka þvi, að út skuli gefið dagblað, sem lætur sig fyrst og fremst varða meltingarvegi þjóðarinnar. Eðlilegt er aö Dagblaðið minnist nú fimm ára afmælis slns. Eigi að meta stöðu þess I dag situr fyrst og fremst eftir nokkur þreyta yfir eltingarleik blaösins við margvlslegan fá- fengileika. En þessi fáfengileiki viröist borga sig. Dagblaöið viröist hafa efni á þvf að stækka um þessar mundir, eöa svo boðar ritstjórnin. Að þvi leyti hefur sú stefna tekist aö vera nokkurs konar and-blað. Víst má margt aö öörum blöðum finna, sem hér koma út, og hefur staöa þeirra og fastheldni ekki átt svo lftinn þátt I þvf að efla Dagblaðið i sölu. Hins vegar skilja þessi fimm ár f sögu biaðsins bókstaflega ekk- ert marktækt eftir. Þaö hefur ekki haft þau áhrif, sem kaup- endur þess og stuöningsmenn dreymir eflaust um. Tertuveisl- an er aftur á móti nokkur vitnis- burður um á hvaða vettvangi blaðið hefur yfirburði. Hún er nokkurt aðhlátursefni þeirra, sem telja sig standa I alvarlegri blaðaútgáfu. En hún er aftur á móti ekkert aðhlátursefni þegar að því kemur aö telja upp úr kassanum. Kassi Dagblaðsins stendur vel, um það bera marg- vísleg umsvif vitni. Og haldi fólk enn.að blaðiö sé frjálst og ó- háð, þá hlýtur það aö byggjast frekar á frelsi til aö smakka og óhæðif tertustærðum en þaö sé frjálst og óháð um þau efni, sem skiptir mannllf I þessu landi ein- hverju máli. Engu að siöur er á- stæða til aö óska Dagblaðinu til hamingju með genginn veg. Um lifdaga þess fer eins og um ann- an hégóma. Þeir fylgja aldar- hætti og bindast þvi átakaleysi, sem aimenningi er svo kært, einkum þegar von er á tertu. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.