Vísir - 09.09.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 09.09.1980, Blaðsíða 1
 ~ ) o m Þriöjudagur 9. september 1980/ 213. tbl. 70. árg. Olafur Ragnar ræðst harkalega á Flugleiðir: „AUGLÍSINCABRELLA SEM BYGGÐ ER A FOLSUNUM 99 „Þessi skýrsla Flug- leiða er ómerkileg aug- lýsingabrella og fyrir- tækið er miklu nær því að vera gjaldþrota en að það eigi þessa 13 milljaröa sem Sigurður Helgason segir það eiga", sagði Ólafur Ragnar Grimsson, alþingismaður, i morg- un um skýrslu Flug- leiða til samgönguráð- herra varðandi fjár- hagsstöðu Flugleiða og greint er frá á bls. 3 i blaðinu i dag. Olafur Ragnar sagði.að allur flugvélakostur fyrirtækisins væri allt of hátt metinn i skýrslunni. Það munaði mest um matiö á DC-8 vélunum sem væri mörgum milljöröum of hátt og það að í skýrslunni væri DC-10 talin eign fyrirtækisins en hinir löggiltu bandarisku endur- skoöendur Flugleiöasamsteyp- unnar neiti þvi alfarið.að Flug- leiðir eigi DC-10 flugvélina. Skyrsla þessara endurskoöenda hafi ekki verið kynnt al- menningi á íslandi. Þá taldi Ólafur Ragnar,að nýja Boeing- vélin væri metin að minnsta kosti tveimur milljörðum of hátt og sama gilti um fasteignir Flugleiða hér. „Þessi skyrsla er bara enn eitt skrefið i' þeirri löngu sögu blekkinga sem Flugleiðir hafa matreitt hér heima fyrir og min skoðunersú aöstjórnvöld getiá engan hátt tekið mark á henni", sagði Olafur Ragnar. Hann sagðist telja að rikið ætti nú að gripa i taumana og krefjast upplýsinga, sem gerði stjtírn- völdum kleift aö meta það hvort fyrirtækiö væri ekki fallítt. Rekstraráætlun endurskoðenda hér væri eingöngu byggð á for- sendumsem Siguröur Heigason hefði gefið. Olafur Ragnar taldi, að nú væri komið aö þeirri spurningu hvort stjórnendur fyrirtækis sem gæfu stjórnvöldum falskar upplýsingar, ættu ekki að fara frá. Forráðamenn Flugleiöa voru á fundi i morgun og tókst þvi ekki að fá svör þeirra viö þess- um fullyrðingum Olafs Ragnars Grimssonar, sem lengi hefur haldið uppi gagnrýni á forsvarsmenn fyrirtækisins. -SG Fyrsta loðnan til Siglufjarðar Fyrsta loðnan barst til Siglu- fjarðar um eittleytið I gærdag. Það var Sæbjörgin frá Vest- mannaeyjum sem kom með 500 tonn. Að sögn Hauks Brynjólfssonar, skipstjóra, fékk hann aflann um 250 milur norð-austur af Siglu- firði, Grænlandsmegin við mið- linuna. Veöur var óhagstætt til veiða og þurfti átta köst til að ná inn 500 tonnum. Hann telur að ekki sé mikil loöna á þessu svæði, enfáir bátar ættu þó að geta haft nóg fyrir sig. Allt er klárt til að hef ja bræðslu á Siglufirði og er nú beðið eftir meiri afla. Löndunin gekk vel i gær. K.M.Siglufirði/-ATA ðlæti í miðbænum árviss viðburOur Ölæti og mannsöfnuður ung- linga f miöbænum er árviss við- burður og á sér alltaf stað á haustin um það leyti sem skól- arnir byrja. Aö sögn þeirra er starfa að æskulýðsmálum má að einhverju leyti um kenna aör stöðuleysi.en að auki stuðlar góða veðriö að þvl að krökkunum finnst eftirsóknarverðara að hitt- ast úti undir beru lofti og eru þvi atburðirnir skiljanlegir I ljósi þess. Sjá nánar viötöl á bls. 22. —Sv.G. Loðnu landað úr Sæbjörgu á Siglufirði. — Visismynd: Kristján Möller, Siglufirði Vísir gerir verðkönnun f matvðruverslunum á Akureyri: VÖRUVERÐ ER NÁNAST ÞAÐ SAMA HJÁ KEA OG HAGKAUP Vi'sir hefur gert verðkönnun I fjórum helstu matvöruverslunum Akureyrar. Niðurstaöa könn- unarinnarreyndist sú, að heildar- verö varanna i könnuninni var nánast það sama hjá Vörumark- aði KEA og Hagkaup, en nokkru hærra hjá hinum verslununum tveimur. Það var GIsli Sigurgeirsson, blaöamaður VIsis á Akureyri, sem framkvæmdi könnunina, en sem grunn notaði hann sömu vörutegundir og í verðkönnunum þeim, sem Visir framkvæmdi á siöasta ári I Reykjavik. Gerð er grein fy rir niðurstöðum verðkönnunarinnar á Akureyri i opnu Visis i dag. innbrot 10-12 ðra drengja Þrir drengir, á aldrinum 10-12 ára.hafa viðurkenntaðildaö inn- brotum I Reykjavlk að undan- förnu og er mál þeirra nú til at- hugunar hjá Rannsóknarlögreglu rfkisins. Lögreglan kom upp um dreng- ina nú um helgina, en þá höfðu þeir brotist inn I hús við Skipholt og stolið úr verslun og tannlækna- stofu og unnið skemmdarverk á dyrabiinaði hússins. Drengirnir viöurkenndu einnig innbrot I Pennann við Hallarmúla, en grunur leikur á, að þeir hafi eitt- hvaö fleira á samviskunni. —Sv.G. ísland á drldgemótl: INNBYRTU 60 STIG í ÞREM UMFERDUM Ungu bridgemennirnir islensku á Evrópumótinu I Israel tóku glæsilegan endasprett.þegar þeir sigruðu andstæðinga sina I siðustu þrem umferöunum alla með hámarksvinningi og fengu samtals 60 stig. Rifu þeir sig þar með úr tiunda sætinu, sem islenska sveitin var komin i, og alla leið upp i sjötta sæti meö alls 164 stig. Noregur hrifsaði Evrópu- meistaratitilinn úr höndum Spánar i siðustu umferðunum og fékk alls 202 stig. Spánn varð I ööru sæti. Frakkland i þriðja sæti, Þýskaland I fjóröa og Svlþjóð i fimmta sæti. —GP. Innbrot í bíla Brotist var inn i tvo bila I nótt og stoliö ur þeim útvarps- og segulbandstækjum. Að sögn lög- reglunnar liöur varla sú nótt, að ekki sé brotist inn i bila og þvi i'ull ástæða til að vara fólk við inn- brotum af þessu tagi. —Sv.G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.