Morgunblaðið - 24.05.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
DAGUR náttúruverndarsvæða í
Evrópu er í dag, 24. maí. Hann
var ákveðinn af Sambandi evr-
ópskra þjóðgarða og annarra
náttúruverndar svæða (EUROP-
ARC Federation) árið 1999. Dag-
urinn var valinn til að minnast
þeirra tímamóta þegar níu fyrstu
þjóðgarðar álfunnar voru stofn-
aðir í Svíþjóð 24. maí 1909.
„Markmið dags náttúruvernd-
arsvæða í Evrópu er að efla
kynningu á náttúruvernd-
arsvæðum í álfunni með það að
leiðarljósi að vekja áhuga al-
mennings á friðlýstum svæðum
og þeirri vinnu sem fram fer inn-
an þeirra í þágu náttúruverndar
og útivistar,“ segir Guðríður Þor-
varðardóttir, sviðsstjóri hjá Nátt-
úruvernd ríkisins. „Víðsvegar í
Evrópu er í tilefni dagsins dag-
skrá innan náttúruverndarsvæða
og í næsta nágrenni þeirra þar
sem áhersla er lögð á fegurð, sér-
kenni og menningararf viðkom-
andi svæðis. Lögð er áhersla á
nauðsyn þess að friðlýsa svæði í
Evrópu, bæði fyrir þá sem þar
búa í dag og fyrir íbúa framtíð-
arinnar.
Þema dags náttúruvernd-
arsvæða í Evrópu árið 2002 er
sjálfbær ferðaþjónusta á nátt-
úruverndarsvæðum Evrópu undir
fyrirsögninni Friðlýst svæði,
ábyrgð og möguleikar ferðaþjón-
ustunnar. Njótum og verndum til
framtíðar.“
Þrír þjóðgarðar hafa verið
stofnaðir hér á landi með stoð í
lög um náttúruvernd og heyra
undir Náttúruvernd ríkisins, en
þeir eru: Þjóðgarðurinn í Skafta-
felli stofnaður árið 1967, að flat-
armáli 1600 km², Þjóðgarðurinn í
Jökulsárgljúfrum stofnaður árið
1973, að flatarmáli 120 km² og
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull sem
stofnaður var á síðastliðnu sumri,
að flatarmáli 170 km². Þjóðgarð-
urinn á Þingvöllum var stofnaður
með sérlögum árið 1928 og fer
sérstök nefnd, Þingvallanefnd,
með stjórnun hans.
„Tilgangurinn með stofnun
þjóðgarða er að vernda stór
svæði og vistkerfi þeirra auk
menningarminja sem þar kunna
að finnast,“ segir Guðríður. „Um
er að ræða svæði sem ekki hafa
orðið fyrir miklu raski vegna um-
svifa mannsins og þar sem gróð-
ur, dýralíf og jarðmyndanir hafa
sérstakt vísindalegt, fræðslu eða
útivistargildi. Þjóðgarðar eru
þjóðareign og er öllum frjálst að
ganga um þá. Til að tryggja
verndun náttúrufars og menning-
arminja eru gestir hvattir til að
fylgja merktum gönguleiðum og
fara að tilmælum starfsmanna
þjóðgarðanna.“ Í þjóðgörðunum
starfa þjóðgarðsverðir allt árið
og yfir sumarmánuðina starfa
þar landverðir við fræðslu, upp-
lýsingagjöf, eftirlit og umhirðu.
Í þjóðgörðunum er boðið upp á
dagskrá fyrir gesti svo sem
gönguferðir, kvöldrölt og barna-
stundir. „Gestir þjóðgarðanna eru
hvattir til að kynna sér þá dag-
skrá sem í boði er yfir sum-
armánuðina og þá þjónustu sem
þar er í boði og í næsta nágrenni
þeirra.“
Dagur náttúru-
verndarsvæða
í Evrópu
Hátíðardagur náttúrunnar
Morgunblaðið/RAX
Búið er að opna upplýsingamiðstöð Þjóðgarðsins í Skaftafelli þetta sumarið, en hann var stofnaður árið 1967.
ÁRLEG fjáröflun SÁÁ með álfasölu
hófst í gær með því að Davíð Odds-
son, forsætisráðherra, keypti álf af
Sunnevu Guðmundsdóttur, sem er
sautján ára og ein af þúsund sölu-
mönnum álfsins sem verða á ferðinni
um allt land nú um kosningahelgina.
Hagnaðurinn af álfasölunni fer til að
styrkja meðferðardeild fyrir 14–19
ára unglinga, en á síðasta ári komu
tæplega 300 ungmenni á þeim aldri í
meðferð hjá SÁÁ.
Morgunblaðið/Þorkell
Álfasala SÁÁ um helgina
ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra segir að útskýringar Bos
Fernholms, formanns Alþjóðahval-
veiðiráðsins, séu fráleitar. „Auðvit-
að þarf maðurinn einhvern veginn
að réttlæta framgöngu sína, en
það sem hann segir er rangt,“ seg-
ir Árni.
Fernholm sagði, í Morgun-
blaðinu í gær, að hið nýja aðild-
arskjal sem Íslendingar lögðu
fram hafi efnislega falið í sér sömu
fyrirvara og áður. Árni segir það
vera rangt.
Hann segir að Íslendingar hafi
rétt til að fá inngöngu í ráðið með
fyrirvörum. „Aðrir hafa gert það.
Þessi málsmeðferð í fyrra hafði
aldrei verið viðhöfð hjá ráðinu áð-
ur og ekki heldur sú sem við urð-
um vitni að núna,“ segir hann.
Fyrirvarar algengir
Árni segir að það sé beinlínis al-
gengt að þjóðir fari inn með fyr-
irvara. „Við höfum gert það annars
staðar, án málsmeðferðar sem
þessarar, og það hafa aðrar þjóðir
gert í þessum samtökum. Flestar
þjóðir hafa einhvers konar fyrir-
vara við stofnsamninga þeirra al-
þjóðlegu stofnana sem þær eru að-
ilar að.“
Árni segir að ekki sé gert ráð
fyrir, í samþykktum ráðsins, að
aðild þjóða að Alþjóðahvalveiði-
ráðinu sé háð samþykkt aðildar-
ríkja. „Í flestum samtökum er því
þannig farið. Ef fyrirvarinn er
ekki í andstöðu við yfirlýst mark-
mið ráðsins er engin ástæða til að
fjalla um hann sérstaklega. Mark-
mið Alþjóðahvalveiðiráðsins er að
stuðla að sjálfbærum hvalveiðum,
ekki að stöðva hvalveiðar. Fyrir-
varinn er því ekki í andstöðu við
það og þar af leiðandi var ekki
ástæða til þessarar málsmeðferð-
ar,“ segir Árni, „auk þess sem fyr-
irvarinn er ekki við samninginn
sjálfan, heldur viðauka.“
Ástæðulaust að banna
veiðar frumbyggja
Aðspurður segir Árni ástæðu-
laust hjá ráðinu að endurnýja ekki
hvalveiðileyfi til frumbyggjaþjóða í
Bandaríkjunum og Rússlandi.
„Auðvitað felst tvískinningur í því
hjá Bandaríkjamönnum að vilja
leyfa þessar veiðar en banna okk-
ar, en þeir sem stunda veiðarnar
og stuðningsmenn þeirra eru þó
þeir innan Bandaríkjanna sem
hafa stutt okkur og skilið málstað
okkar. Því finnst mér ástæðulaust
að láta óreiðuna innan ráðsins
bitna á þeim. Rússar hafa líka
stutt okkur mjög vel og enginn tví-
skinnungur hefur verið fyrir hendi
hjá þeim. Ég sé enga ástæðu til að
amast við hvalveiðum frumbyggja
þeirra, svo lengi sem stofnarnir
eru í því ástandi að það sé forsvar-
anlegt,“ segir Árni M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra segir staðhæf-
ingar Bos Fernholms rangar
Fyrirvararnir
ekki þeir
sömu og áður
Sýknaður
af ákæru
um kyn-
ferðisbrot
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík-
ur sýknaði í gær karlmann af
ákæru um kynferðisbrot, en
hann var sakaður um að hafa
afklætt unga konu að neðan-
verðu, sleikt og sett fingur inn í
kynfæri hennar, á meðan þann-
ig var ástatt fyrir henni að hún
gat ekki spornað við verknaðin-
um sökum ölvunar og svefndr-
unga.
Ekki lögfull sönnun
Í dómnum segir að konan
hafi verið mjög ölvuð umrætt
kvöld. Hún hafi munað at-
burðarásina slitrótt þar til hún
vaknaði á heimili mannsins er
hann viðhafði þá háttsemi sem
ákært var fyrir. Aðeins þau tvö
séu til frásagnar um það sem
gerðist. Vitnisburður konunn-
ar, gegn eindreginni neitun
mannsins, sé ekki lögfull sönn-
un. Annar vitnisburður sem
rakinn er í dómnum eða önnur
gögn málsins séu ekki til þess
fallin, að áliti dómsins, að styðja
vitnisburð hennar á þann hátt
að unnt hafi verið að leggja
hann til grundvallar niðurstöðu
málsins.
Héraðsdómararnir Guðjón
St. Marteinsson, Sigríður
Ólafsdóttir og Valtýr Sigurðs-
son, kváðu upp dóminn. Guðrún
Sesselja Arnardóttir, flutti
málið f.h. ríkissaksóknara.
Helgi Jóhannesson, hrl., var til
varnar og Helga Leifsdóttir,
hdl., var réttargæslumaður
konunnar.
SALMONELLUSMIT greinist enn
á 8 svínabúum á Suður- og Suðvest-
urlandi, að sögn Sigurðar Arnar
Hanssonar, aðstoðaryfirdýralæknis.
Þegar verst lét síðastliðinn vetur
voru 11 svínabú smituð af salmon-
ellu. Sigurður Örn segir við Morg-
unblaðið að varnaraðgerðir embætt-
isins að undanförnu hafi verið að
skila sér í þá átt að færri stroksýni
af skrokkum svínanna greinist já-
kvæð í sláturhúsunum.
„Okkar aðgerðir miða að því að
tryggja að mengaðar afurðir fari
ekki á markað og uppræta smitleiðir
á sjálfum búunum. Sérstakar að-
gerðir eru í gangi á búunum til að
verjast smiti og uppræta það.
Vinnubrögð hafa einnig verið yfir-
farin og bætt á sláturhúsunum þar
sem því hefur verið komið við,“ segir
Sigurður Örn.
Embætti yfirdýralæknis hefur
gefið þá kosti að greinist stroksýni
jákvæð þá þurfi annað hvort að
farga svínunum eða að meðhöndla
kjötið á sérstakan hátt þannig að
salmonellan drepist. Sigurður Örn
segir að svínabændur hafi valið fyrri
kostinn, þ.e. að setja sýkt kjöt ekki á
markað. Svínabúin teljast ekki hafa
losnað við salmonellusmit fyrr en
endurteknar sýnatökur benda á
annað.
Beðið eftir skýrslu
sænsks sérfræðings
Ekki liggur fyrir endanleg skýr-
ing á smitleiðum salmonellunnar en
grunur hefur einkum beinst að fóðr-
inu. Sigurður Örn segir sterkar vís-
bendingar hafa bent til þess. Fyrir
tilstilli Aðfangaeftirlitsins og emb-
ættis yfirdýralæknis var sænskur
sérfræðingur í eftirliti með smiti í
fóðri nýlega fenginn til landsins. Um
var að ræða yfirmann fóðurdeildar
sænsku dýralækningastofnunarinn-
ar. Að lokinni þessari heimsókn var
honum ætlað að skila skýrslu með
tillögum um eftirlit og úrbætur.
Salmonellusmit greinist
enn á átta svínabúum
Slasaður Spánverji
sóttur á haf út
Fyrst talið
að þrír
væru látnir
ÆSTUR spænskur skipverji á skut-
togaranum Pescaberbes Dos var svo
illa talandi á ensku að fyrstu upplýs-
ingar, sem Landhelgisgæslan fékk í
gærmorgun, voru þær að þrír skip-
verjar væru mjög alvarlega slasaðir
eða jafnvel látnir.
Við eftirgrennslan kom í ljós að
einn skipverji var slasaður á öxl og
olnboga.
Slysið varð um klukkan 10 í gær-
morgun þegar dráttartaug slitnaði
milli spænska togarans og olíuskips-
ins Kyndils. Landhelgisgæslan hafði
samband við varnarliðið og óskaði
eftir þyrlu til að sækja hinn slasaða.
Tvær björgunarþyrlur fóru í loftið
um kl. 12:44 og var búin að hífa hinn
slasaða um borð kl. 14:40.