Morgunblaðið - 24.05.2002, Side 11

Morgunblaðið - 24.05.2002, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 11 BÆRING Cecilsson, vélstjóri frá Grundar- firði, er látinn, 79 ára að aldri. Hann andaðist á St. Fransiskusspítalan- um í Stykkishólmi á hvítasunnudag, 19. maí. Bæring fæddist 24. mars árið 1923 á Búð- um í Eyrarsveit og fluttist rúmlega tvítug- ur í Grafarnes, nú Grundarfjörð. Hann hóf sjómennsku 14 ára gamall með bróður sín- um Soffaníasi Cecils- syni, en hóf síðar vinnu í landi. Hann var vél- stjóri í Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar og setti síðar á stofn eigið véla- verkstæði. Á starfsferli sínum stundaði hann ljósmyndun og mynda- tökur, m.a. fyrir Sjón- varpið og Morgunblað- ið. Bæring var næst- elstur fimm systkina og er sá yngsti þeirra, Páll, á lífi. Bæring var ókvænt- ur og barnlaus. Andlát BÆRING CECILSSON PRENTUN á kjörseðlinum í borgar- stjórnarkosningum í Reykjavík á laugardaginn er að ljúka. Eins og sjá má eru sex flokkar í framboði; A-listi Höfuðborgarsamtakanna, D-listi Sjálfstæðisflokksins, F-listi Frjáls- lyndra og óháðra, H-listi Húmanista- flokksins, R-listi Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs og loks Æ-listi Vinstri hægri snú. Í 58. gr. laga um kosningar til sveit- arstjórna stendur: „Kjósandi greiðir atkvæði við bundnar hlutfallskosn- ingar á þann hátt að hann markar með ritblýi kross á kjörseðilinn fyrir framan bókstaf þess lista sem hann vill kjósa af þeim sem í kjöri eru. Vilji kjósandi breyta nafnaröð á lista þeim er hann kýs setur hann tölustafinn 1 fyrir framan það nafn er hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir fram- an það nafn sem hann vill hafa annað í röðinni, töluna 3 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa það þriðja o.s.frv., að svo miklu leyti sem hann vill breyta til.“ Kjörseð- illinn í Reykjavík JÓN Steinar Gunnlaugsson, for- maður yfirkjörstjórnar í Reykja- víkurkjördæmi norður, segir mjög mikilvægt að fulltrúum stjórnmála- flokka sé heimilt að hafa eftirlit með framkvæmd kosninga í kjör- deildum og skrá hverjir taka þátt í kosningum. R-listinn hefur óskað eftir áliti Persónuverndar hvað þetta varðar, auk fimm einstak- linga, en ólíklegt er talið að Per- sónuvernd nái að skila áliti sínu hvað þetta varðar fyrir kjördag. Jón Steinar segir ákvæði í kosn- ingalögum, sem heimila þetta eft- irlit, mjög mikilvæg í öllum lýð- ræðisríkjum. Þannig sé t.d. hægt að fylgjast með því að kosninga- þátttaka sé í samræmi við kjör- skrá. Á alþjóðlegum vettvangi séu sendir eftirlitsmenn til að hafa eft- irlit með framkvæmd kosninga í ríkjum sem eru skammt á veg komin í lýðræðisþróun og segir Jón Steinar verkefni þeirra ekki síst að tryggja að kosningaþátt- taka sé í samræmi við kjörskrá, menn kjósi ekki tvisvar eða misfar- ið sé með kosningaþátttöku. „Þetta ákvæði kosningalaganna er mjög þýðingarmikið réttarör- yggisákvæði. Kannski eru Íslend- ingar orðnir svo miklir þrælar rík- isins að þeir telji að það sé fullnægjandi að fela handhöfum ríkisvaldsins eftirlit með því að kosningaþátttaka sé í lagi,“ segir Jón Steinar. Hann segir mikilvægt að þeim sem hafi ríkustu hags- muna að gæta sé tryggður réttur til að hafa eftirlit með kosningum og kosningaþátttöku. Jón Steinar segir að yfirkjör- stjórnir beri ábyrgð á framkvæmd kosninga og að kosningar fari fram í samræmi við kosningalög. Per- sónuvernd hafi ekkert boðvald yfir yfirkjörstjórnum. Hann segir að Persónuvernd gæti haft eitthvað um það að segja komi í ljós að um- boðsmenn framboðanna misnoti þessar upplýsingar eftir kosningar, en það komi kosningaframkvæmd- inni ekkert við. „Þetta er réttarör- yggisatriði og það væri mjög at- hugavert að mínu áliti ef menn ætluðu að afnema það úr lögum, en ef það stæði til yrði að gera það á Alþingi. Persónuvernd getur ekk- ert haft um það að segja,“ segir Jón Steinar. Hann segir að um þessa fram- kvæmd hafi verið algjört sam- komulag milli fulltrúa allra stjórn- málaflokka marga áratugi aftur í tímann. Í dag nýti færri sér þann rétt að fylgjast með í kjördeildum en áður, en hann trúi því ekki að það hafi breytt áliti manna á því hvernig skýra eigi lögin að þessu leyti. Þýðingarmik- ið réttarör- yggisákvæði Jón Steinar Gunnlaugsson um eftirlit framboða í kjördeildum eldra sem njóti sérkjara. Verði að líta svo á að þessi framkvæmd sé skýlaust brot á jafnræð- isreglu stjórnsýslulaga og er þess krafist að framangreindu gjaldskrár- og styrkjakerfi verði tafarlaust komið í lögmætt horf. Skrifuðu leikskólum, borgarlögmanni, ráðuneyti og umboðsmanni Eftir bréfaskipti foreldranna við Leikskóla Reykjavíkur sem hófust í febrúar 2000, borg- arlögmann og félagsmálaráðuneytið, sem ekki leiddu til neinna breytinga af hálfu borgarinnar, vísuðu þau málinu til umboðsmanns Alþingis, sem fór fram á upplýsingar frá Reykjavíkur- REYKJAVÍKURBORG hefur hafnað bóta- kröfu reykvískra foreldra barns á leikskóla- aldri, að upphæð rúmlega 120 þúsund kr. auk vaxta og kostnaðar, vegna meintrar mismun- unar við styrkveitingar til einkarekinna leik- skóla. Samþykkt hefur verið í borgarráði að samræma styrkveitingar vegna barna á einka- reknum leikskólum við styrkveitingar sam- kvæmt gjaldskrá leikskóla Reykjavíkurborgar frá 1. maí síðastliðnum í framhaldi af kvörtun hjónanna. Í erindi sem hjónin sendu Reykjavíkurborg á vordögum ársins 2000 kemur fram að veiting styrkja til einkarekinna leikskóla sé ekki í hlut- fallslegu samræmi við þá gjaldskrá sem í gildi hafi verið hjá leikskólum Reykjavíkurborgar. Er á það bent, að í þeim tilvikum þar sem annað foreldri er í námi njóti þeir foreldrar sem hafi börn sín á einkareknum leikskólum engra sér- stakra styrkja umfram það sem almennt gerist öfugt við það sem sé hjá þeim foreldrum sem hafi börn sín á leikskólum Reykjavíkurborgar. Þar njóti sami hópur um það bil 28% afsláttar frá almennri gjaldskrá og í þessu felist skýr mismunun milli þessara aðila. Þá felist einnig í þessu mismunum gagnvart öðrum hópum for- borg í febrúar 2001 og aftur í júlí sama ár. Áður en embætti umboðsmanns hafði lokið málinu skrifaði Reykjavíkurborg umboðsmanni í des- ember 2001 þar sem fram kemur að farið hafi verið yfir sjónarmið kvartenda og sé niðurstað- an sú, að þau gefi tilefni til breytinga á fyr- irkomulagi styrkveitinga til einkarekinna leik- skóla. Í greinargerð með tillögu borgarstjóra kemur fram að talið sé að breytingin kosti 10 milljónir króna ári. Breytingarnar tóku gildi 1. maí síðastliðinn eftir samþykkt borgarráðs 9. apríl. Í framhaldi af því er bótakrafa foreldranna gerð og kemur fram að breytingarnar feli í sér viðurkenningu Reykjavíkurborgar á að misræmi hafi verið til staðar og kvörtunin því réttmæt. Sé mismun- unin ólögmæt og beri Reykjavíkurborg ótví- ræða bótaskyldu gagnvart viðkomandi vegna þess tjóns sem þau hafi orðið fyrir vegna mis- mununarinnar undanfarin tæplega tvö ár. Í bréfi Reykjavíkurborgar til foreldranna af þessu tilefni kemur fram að lagaskyldur sveit- arfélaga varðandi rekstur leikskóla verði ekki yfirfærðar á einkarekna leikskóla. Sveitarfélög- um sé í sjálfsvald sett hvort og hversu háa rekstrarstyrki þau greiði til einkarekinna leik- skóla og hafi sömu fjárhæðirnar verið greiddar til allra einkarekinna leikskóla. Aðstaða einka- rekinna leikskóla sé allt önnur en leikskóla á vegum sveitarfélaga. Til að mynda ráði for- svarsmenn einkaskóla hverjir eru í viðskiptum hjá þeim og þar með gildi ekki jafnræðisreglur um innritun barna, auk þess sem þeir ráði alfar- ið allri fjármálalegri stjórnun sinna skóla. Sveit- arfélagi hljóti að vera heimilt að bæta úthlut- unarreglur sínar og gera þær málefnalegri án þess að með því stofnist sjálfstæður grundvöllur til greiðslu skaðabóta vegna þeirra breytinga. Foreldrarnir hyggjast fara með málið fyrir dómstóla. Reglum um styrkveitingar vegna barna á einkareknum leikskólum breytt Bótakröfu for- eldra hafnað SAMKVÆMT könnun, sem Talna- könnun gerði fyrir vefsvæðið heimur.is í fyrrakvöld, nær Sjálf- stæðisflokkurinn meirihluta í Mos- fellsbæ, fengi 55% atkvæða, Fram- sóknarflokkurinn tæplega 22% og G-listi Samfylkingar og Vinstri grænna tæplega 23%. Verði úrslit sveitarstjórnarkosninganna á laug- ardag í þessa veru myndi það þýða hreinan meirihluta fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Miðað við þessa niðurstöðu fengi Sjálfstæðisflokkurinn 4 menn kjörna af 7 í bæjarstjórn, G-listinn 2 menn og Framsóknarflokkurinn 1. Mjótt er á mununum milli ann- ars manns Framsóknarflokksins og annars manns G-lista. Við síð- ustu kosningar fengu sjálfstæðis- menn 3 menn kjörna, framsókn- armenn 2 og G-listinn 2 og mynd- uðu tveir þeir síðastnefndu meiri- hluta. Skoðanakönnun í Mosfellsbæ Sjálfstæðisflokkur fengi meirihluta FÉLAGIÐ Sinnisbati í Færeyjum verður 20 ára á þessu ári og verður afmælishátíð félagsins haldin í Þórshöfn nú um helgina. Héðni Unnsteinssyni, verkefnisstjóra Geðræktar, og Elínu Ebbu Ás- mundsdóttur, yfirmanns iðjuþjálf- unar geðsviðs Landspítala há- skólasjúkrahúss, hefur verið boðið að vera við hátíðarhöldin og er ætl- unin að fræða hátíðargesti um starfsemi Geðræktar og hug- myndafræðina, sem liggur að baki. Hátíðin hefst á morgunverðar- fundi með Högna Johanssen, land- lækni Færeyja og fulltrúm fær- eyskra geðlækna, hjúkrunarfræð- inga og sálfræðinga. Rætt verður um heilsueflingu og forvarnir á geðheilbrigðissviði, sem Geðrækt sérhæfir sig í. Kynningunni verður fylgt eftir með almennum um- ræðum um lýðheilsu, áhrifaþætti heilsu og samspil félags- og heil- brigðiskerfisins. Frekari um- ræðum og fundarhöldum verður haldið áfram eftir hádegi, auk þess sem dagskráin færist meira yfir á léttu nóturnar en boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði. Afmælishá- tíðinni lýkur síðan með hátíðar- kvöldverði. Starfsemi Geð- ræktar kynnt í Færeyjum AÐGENGI fatlaðra verður tryggt á öllum kjörstöðum við borgarstjórn- arkosningar á laugardaginn. Eiríkur Tómasson, formaður yfirkjörstjórn- ar í Reykjavík, segir að fatlaðir ættu því að geta kosið á sínum hverfis- kjörstað. „Ef þeir vilja fá nánari upp- lýsingar um hvar þeir eiga að koma að geta þeir haft samband við við- komandi hverfiskjörstjórn áður en þeir koma á kjörstað,“ segir hann. Fatlaðir geta kosið á öllum kjörstöðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.