Morgunblaðið - 24.05.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.05.2002, Qupperneq 14
AKUREYRI 14 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ sími 462 2900 Útskriftaruglur fyrir MA og VMA Blómin í bænum Framangreind jörð er nú til sölu. Hér er um að ræða um 40 ha ræktað land. Húsakostur á jörðinni er góður. Íbúðarhús er forsteypt á einni hæð ásamt bílskúr, samt. um 232 fm, byggt árið 1985. Fjós 346 fm (breytt í mjög gott hesthús f. ca 65 hesta) og hlaða, um 340 fm, hvorutveggja byggt 1970. Auk þess er viðbygging við fjós 34 fm, geymsla 66 fm og gamalt íbúðarhús sem mögulegt er að endurnýja. Jörðin er án kvóta. Fjarlægð frá Akureyri um 19 km. Góður skóli við Hrafnagil stutt frá. Upplýsingar hjá Fasteignasölunni Eignakjöri ehf., Akureyri, sími 462 6441. TIL SÖLU JÖRÐIN MÖÐRUFELL Í EYJAFJARÐARSVEIT NEMENDUR í Menntasmiðju unga fólksins lögðu lokahönd á vegglistaverk sem þau hönn- uðu og unnu saman að undir handleiðslu Joris Rademaker myndlistarkennara. Vegglistaverkið er málað á vegg milli Ket- ilhúss og Listasafnsins en með því að setja þessi kraftmiklu ungmenni varanlegt mark sitt á Akureyri og leggja sitt af mörkum til að fegra bæinn. Menntasmiðja unga fólksins er námstilboð fyrir fólk á aldrinum 17 til u.þ.b. 26 ára, á vegum Menntasmiðjunnar á Ak- ureyri, og hafa u.þ.b. 13 manns verið við nám þar síðan 16. janúar sl. Námið er svokallað lífsleikninám, í anda hugmyndafræði norrænu lýðháskólanna, þar sem fléttað er saman sjálfsstyrkingu, hag- nýtum fögum og skapandi fögum.Mennta- smiðja unga fólksins er tilraunaverkefni á vegum Menntasmiðjunnar á Akureyri. Helstu samstarfsaðilar eru fjölskyldudeild Akureyrarbæjar og Svæðisvinnumiðlun Norð- urlands eystra. Næsta námsönn í Menntasmiðju unga fólks- ins hefst í janúar 2003. Vegglistaverkið mun blasa við vegfarendum um Grófargil. Morgunblaðið/Margrét Þóra Glaðbeittir að loknu góðu dagsverki; Finnur, Siggi og Gummi. List unga fólksins í Menntasmiðju Einkadans verði bannaður BÆJARRÁÐ Akureyrar lagði í gær til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á Lögreglusamþykkt Akur- eyrar í þá veru að einkadans verði bannaður á næturklúbbum. Gert er ráð fyrir að á veitingastað með reglubundna starfsemi þar sem heimilt er að sýna nektardans, verði lagt bann við hvers konar einkasýn- ingum og dansi. „Dansatriði skulu einungis fara fram á einu afmörkuðu svæði í veitingasal þar sem tryggt er að fjarlægð milli dansara og áhorf- enda sé a.m.k. 4 metrar. Dönsurum er óheimilt að fara um á meðal áhorf- enda,“ segir í tillögunni. Borðstemmn- ingar í Samlaginu TVÆR myndlistakonur, Anna Sigga og Hadda, opna sýningu á þremur borðstemmningum í innra rými Sam- lagsins á morgun, laugardaginn 25. maí, kl. 11. Það sem lagt verður á borð er stellið Mamma Mia, fyrir pasta- rétt, Madam Butterfly, fyrir sushi, og að sjálfsögðu Hnallþóra, fyrir íslenskt kaffiborð. Stemmningarnar eru á handofnum borðmottum úr hör ásamt servíettum og gestabókum. Sýningin er opin alla daga kl. 14- 18, laugardaga 11-16. Lokað er á mánudögum. Sýningin stendur til sunnudagsins 2. júní. Karrí og djass VINSTRI grænir bjóða vegfarend- um um göngugötuna í Hafnarstræti upp á kraftmikið karrí og grillað grænmeti eftir hádegi í dag, föstu- dag. Djasstríóið Hrafnaspark leikur kl. 16 við kosningamiðstöðina Græna húsið og kl. 17 mætir skúringakonan á svæðið og fremur hreingjörning. Þá verður opið fram eftir kvöldi með tónlist og upplestri. Námskeið um líkamstjónarétt NÁMSKEIÐ um líkamstjónarétt verður haldið á vegum símenntunar Háskólans á Akureyri dagana 31. maí og 1. júní. Kennari á námskeið- inu er Viðar Már Matthíasson pró- fessor við lagadeild HÍ. Námskeiðið er ætlað lögfræðingum og þeim sem starfa hjá vátryggingafélögunum við líkamstjónamál. Á námskeiðinu verður farið ítarlega yfir líkams- tjónarétt, sem er sérstakur hluti skaðabótaréttar. Upplýsingar og skráning er á skrifstofu RHA. Uppskeruhátíð UPPSKERUHÁTÍÐ yngri flokka handknattleiksdeildar KA verður haldin í KA-heimilinu á morgun, laug- ardaginn 25. maí, og hefst hún kl. 11.30. Veittar verða viðurkenningar, farið í leiki og einnig verður grillað. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ STJÓRN Fasteigna Akureyrar- bæjar hefur hafnað þeim kaup- tilboðum sem bárust í húseignirn- ar við Þórsstíg 2 og 4. Eitt tilboð barst í báðar eignirnar og tvö til- boð í Þórsstíg 2. Gatnagerð Akureyrarbæjar var til húsa við Þórsstíg 2 en þar er um að ræða 400 fermetra iðnaðar- húsnæði. Starfsemi Ako-Plastos var til húsa að Þórsstíg 4 en það húsnæði eignuðust Akureyrarbær og Byggðastofnun á uppboði á síð- asta ári. Um er að ræða 3.800 fer- metra iðnaðar- og skrifstofuhús. Fasteignafélag Höldurs ehf. bauð 160 milljónir króna í báðar eignirnar, sem yrði greitt með eignarhlut Höldurs ehf. í Hafn- arstræti 97 á Akureyri en þar er um að ræða 3., 4. og 5. hæð húss- ins, sem er í útleigu. Tilboðinu var hafnað. Fasteignafélag Höldurs bauð 20 milljónir króna í Þórsstíg 2 en einnig barst annað tilboð frá einstaklingum í eignina upp á 4 milljónir króna. Stjórn Fasteigna Akureyrarbæj- ar telur ekki rétt að selja Þórsstíg 2 fyrr en kaupandi hefur fengist að Þórsstíg 4 og hafnaði því báðum tilboðunum. Morgunblaðið/Kristján Húseignir við Þórsstíg sem Akureyrarbær og Byggðastofnun vilja selja. Bragginn til hægri verður hins vegar fjarlægður í sumar. Tilboðum í Þórs- stíg 2 og 4 hafnað FYRSTA skemmtiferðaskip sum- arsins kemur til hafnar á Akureyri snemma í fyrramálið, á laugar- dagsmorgun. Skipið, Black Prince, kemur að Oddeyrarbryggju á bilinu frá kl. 7.30 til 8 fyrir hádegi og mun bæjarstjóri, Kristján Þór Júlíusson, taka við landfestum. Alls eru 36 skemmtiferðaskip væntanleg til Akureyrar í sumar. Heildarstærð þeirra er 803.664 brúttótonn og er það um 14% aukning frá fyrra sumri. Gert er ráð fyrir að farþegar verði um 20 þúsund talsins, en í fyrra voru far- þegarnir rúmlega 17.500 á 28 skip- um. Farþegarnir voru frá 44 þjóð- um, Þjóðverjar fjölmennastir, rúmlega 8 þúsund, og þá komu tæplega 4 þúsund Bretar með skemmtiferðaskipum til Akureyrar á liðnu sumri. Langstærsta skipið sem leggst að bryggju Stærsta skipið sem kemur í sumar er A’rosa blu, en það er 70.285 brúttótonn og 245 metra langt og hét áður Crown Princess. Unnið hefur verið við dýpkun Odd- eyrarbryggju og er þess vænst að skipið leggist að bryggjunni þegar það kemur, fyrst 7. júlí og svo aft- ur 21. júlí. Ef svo fer verður það langstærsta skip sem komið hefur að bryggju á Akureyri. Af því tilefni munu félagar í Lúðrasveit Akureyrar leika fyrir gesti skipsins við fyrri komu þess. Þá er vonast til að einhverjir far- þeganna muni tefla á Hafnarskák- móti sem efnt verður til í sam- vinnu Skákfélags Akureyrar og Akureyrarhafnar 21. júlí. Karlakór Akureyrar mun svo syngja fyrir farþega Deutschland, sem kemur 7. ágúst, og Kvennakór Akureyrar syngur fyrir farþega á Rotterdam, sem er síðasta skipið sem hingað kemur í sumar, 19. ágúst. Þó nokkur skip afbókuðu komur sínar til Akureyrar í sumar í kjöl- far hryðjuverkaárásanna á Banda- ríkin 11. september á síðasta ári, en Bandaríkjamenn hafa eftir þann atburð verið tregari til að ferðast. Talið er að skipakomur hefðu orðið um 42 til 44 alls í sum- ar hefðu afbókanir vegna árásanna ekki komið til. Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur á morgun Um 20 þúsund farþegar á 36 skipum í sumar ÁGÆT aflabrögð hafa verið hjá smábátasjómönnum á Akureyri að undanförnu, að sögn Bergsteins Garðarssonar á Hafbjörgu EA. Hann sagði menn aðallega stunda handfæra- og línuveiðar um þessar mundir og væri stutt að fara eftir fiskinum. Bergsteinn sagði að nokk- uð væri af síld í firðinum, skammt fyrir utan Sandgerðisbót en menn væru ekki að reyna við hana nú, þar sem nóg væri til af frosinni beitu. Hann sagði að fyrr í haust hefði loðnan komið inn fjörðinn og varð hennar vart alveg syðst á Pollinum. Bergsteinn kom með um 200 kg af þorski til hafnar, ásamt félaga sínum Jóni Sigurðssyni og voru þeir bara nokkuð sáttir með aflann. Morgunblaðið/Kristján Bergsteinn Garðarsson, t.h., landaði um 200 kílóum af þorski í Sandgerðisbót í gær. Ágæt afla- brögð hjá smábátum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.