Morgunblaðið - 24.05.2002, Page 16
SUÐURNES
16 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
HIÐ árlega Hvítasunnumót SJÓVE
var haldið um síðustu helgi. Að
þessu sinni var mikið lagt undir
vegna 40 ára afmælis Sjóstanga-
veiðifélags Vestmannaeyja, SJÓVE.
Eins og oft áður var veðurfar rysjótt
um hvítasunnuhelgina og fór svo að
engir bátar fóru á sjó á laugardeg-
inum og var þá ákveðið að keppn-
isdagurinn að þessu sinni væri ein-
ungis sunnudagurinn. Farið var
óvenju snemma á sjó eða kl. 04.00 og
var veðrið þá þokkalegt, en þegar
leið á morguninn tók aftur að hvessa
og þegar bátarnir komu í land kl.
13.00 var komin austan bræla. Þrátt
fyrir það fengu nokkrir þolanlegan
afla. Aflahæsta sveit kvenna var
skipuð þeim Guðrúnu Snæbjörns-
dóttur, Sigríði Kjartansdóttur,
Maríu Þórarinsdóttur og Katrínu
Gísladóttur og fengu þær samtals
489,3 kg. Aflahæsta sveit karla var
skipuð Arnþóri Sigurðssyni, Jóhann-
esi Sigurðssyni, Auðni Stefánssyni
og Árna Karli Ingasyni og veiddu
þeir samtals 637,1 kg. Aflahæsta
konan var Guðrún Snæbjörnsdóttir
með 219,350 kg og aflahæsti karlinn
Stefán B. Sigurðsson með 267,6 kg.
Alls tóku á milli 60-70 manns þátt í
mótinu á 14 bátum. Aflahæsti bát-
urinn var Víkurröst með 605,4 kg og
skipstjóri var Haraldur Hannesson.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Hvítasunnumót
í sjóstöng
Vestmannaeyjar
SLÁTURFÉLAG Austurlands hef-
ur keypt dilkasláturhúsin á Fossvöll-
um og Breiðdalsvík af Kaupfélagi
Héraðsbúa og verða húsin afhent 1.
júní nk. Þá hefur Sláturfélagið jafn-
framt tekið á leigu stórgripaslátur-
hús KHB á Egilsstöðum með að-
stöðu til kjötvinnslu, og er sá samn-
ingur til þriggja ára.
Sigurjón Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Sláturfélagsins, segir
kaupsamningana jafngilda hóflegri
leigu fyrir slíkar eignir í um það bil
þrjú ár. Húsin nálgast úreldingu
vegna aldurs, auk þess sem verulegt
óhagræði fylgir því að slátra búfé á
þrem stöðum á félagssvæðinu og
geyma síðan kjötið í frysti á allt að
fjórum stöðum. Því er mikilvægt að
huga að því að byggja nýtt sláturhús
miðsvæðis í fjórðungnum.
Reiknað er með að slátrað verði
um það bil fimmtíu og fimm þúsund
fjár á vegum félagsins í haust.
Tvö dilkaslátur-
hús á Austurlandi
skipta um eiganda
Egilsstaðir
STARFSFÓLK Íslandspósts fór í
sína árlegu vorgöngu um síðustu
helgi. Að þessu sinni var gengið ofan
af Hellisheiði og komið niður Ham-
arinn. Þaðan var gengið í gegnum
vesturhluta Hveragerðis að Fossflöt
í Lystigarðinum. Þegar þangað kom
var göngufólkinu boðið upp á grill-
mat. Þátttakendur voru 240 manns
að þessu sinni. Gangan hófst kl. 10.30
og komu fyrstu göngugarparnir á
leiðarenda rétt fyrir kl. 14.00. Leið-
sögumaður ferðarinnar var Björn
Pálsson héraðsskjalavörður. Starfs-
fólk Íslandspósts hefur farið í vor-
göngur í nokkur ár og eru alltaf nýir
staðir skoðaðir í hvert sinn.
Íslandspóstur –
gönguferð
Göngufólkið að koma í gegnum
„Drullusundið“ inn í miðju bæj-
arins.
Hveragerði
Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir
VERIÐ er að leggja lokahönd á
deiliskipulag vegna framtíðar Hafn-
argötunnar í Keflavík, aðal verslun-
argötu bæjarins, en samkvæmt nú-
verandi skipulagsáætlun er gert ráð
fyrir að aðal miðbæjarstarfsemi
Reykjanesbæjar. Verslunarsvæðið
við Samkaup verður minnkað og
hluti þess tekin undir íbúðarbyggð
en þar verður þó áfram gert ráð fyrir
stórverslunum.
Áætlað er að færa fjöruna fjær
Hafnargötunni með landfyllingu og
að gerður verði nýr vegur með sjón-
um (Ægisgötu) en særok hefur lengi
verið vandamál við götuna. Þeirri
framkvæmd er einnig ætlað að taka
gegnumakstur og alla þungaumferð
af Hafnargötunni. Þá er fyrirhugað
að breikka gangstéttir og fjölga bíla-
stæðum við götuna. Gatan verður
gerð vistvænni með gróðri, setbekkj-
um, lægri lýsingu og listaverkum.
Áætlað er að yfirbragð götunnar, frá
Duustorgi að gatnamótum við Vík-
urbraut verði eitthvað í líkingu við
Laugaveg og Skólavörðustíg í
Reykjavík. Lauslega áætlað mun
verkið kosta 350–400 milljónir, auk
kostnaðar við áðurnefnda fyllingu og
gerð Ægisgötu og er ráðgert að
verkið hefjist á næsta ári og verði
unnið á tveimur árum. Kom það fram
í máli Viðars Más Aðalsteinssonar,
forstöðumanns umhverfis- og tækni-
sviðs Reykjanesbæjar, en það stóð
fyrir morgunverðarfundi sl. föstu-
dag um framtíð Hafnargötunnar og
framtíðarsýn verslunar og þjónustu í
bænum, ásamt Markaðs-, atvinnu-
og menningarsviði Reykjanesbæjar
(MOA).
Boðið upp á stöðumat
Helga Sigrún Harðardóttir, at-
vinnuráðgjafi hjá MOA, kynnti ný
verkefni er varða verslun og þjón-
ustu sérstaklega sem fyrirhugað er
að hrinda í framkvæmd í samvinnu
við norræna aðila. „Markmið þessa
norræna samvinnuverkefnis (NBU)
er að efla innviði verslunar og þjón-
ustu með námskeiðahaldi fyrir
stjórnendur og starfsfólk og ýmsum
greiningum á starfsemi fyrirtækj-
anna auk samvinnu við verslunar- og
þjónustufyrirtæki í þátttökubæjun-
um. Verkefnið verður unnið á þrem-
ur árum, að danskri fyrirmynd, með
Dönum, Norðmönnum og Svíum en
verið er að bíða eftir svörum frá Nor-
ræna iðnaðarsjóðnum sem gefið hef-
ur vilyrði fyrir því að styrkja verk-
efnið með myndarlegu fjárframlagi,“
sagði Helga Sigrún í samtali við
Morgunblaðið.
Hjá Helgu Sigrúnu fengust einnig
þær upplýsingar að með haustinu
stæði til að bjóða upp á hagnýt við-
mið í gæðastjórnun, Benchmarking-
úttektir, en með þeim hætti er gerð
greining á starfsemi fyrirtækja og
niðurstöðurnar bornar saman við
annars vegar önnur fyrirtæki og
hins vegar líkan sem byggt er á há-
marks árangri. „Upplýsingarnar
sem nást með slíkum úttektum gefa
stjórnendum færi á að styrkja stöðu
fyrirtækjanna sé þess þörf. Þessar
úttektir mun MOA geta boðið með-
alstórum þjónustufyrirtækjum en að
undirbúningi stöðumatsins stendur,
auk MOA, Impra, þjónustumiðstöð
frumkvöðla og fyrirtækja hjá Iðn-
tæknistofnun.“
Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hót-
els Keflavíkur, kynnti á fundinum
stofnun kaupmannasamtaka í
Reykjanesbæ og tilkynnti jafnfram
að hótelið og Sparisjóðurinn í Kefla-
vík hefðu nú þegar lagt fram 200
þúsund króna sjóð til styrktar sam-
tökunum. Steinþór óskaði eftir að
kaupmenn tilnefndu einn fulltrúa inn
í kaupmannasamtökin og síðar á
fundinum var Róbert Svavarsson,
kaupmaður í Bústoð, kjörinn með
lófataki.
Þá sögðu Þór Gunnarsson, verk-
fræðingur frá Verkfræðistofunni
Hniti, og Viðar Páll Þorgrímsson,
kaupmaður í Tösku- og hanskabúð-
inni frá reynslu sinni við uppbygg-
ingu miðborgar Reykjavíkur og því
raski sem óneytanlega fylgir slíku
fyrir kaupmenn. Viðar stappaði stál-
inu í kaupmenn við og í nálægð við
Hafnargötuna vegna fyrirhugaðra
framkvæmda þar, en rúmlega 60
manns sóttu fundinn. Líflegar um-
ræður spunnust og voru menn al-
mennt jákvæðir í garð framkvæmd-
anna og líta framtíð verslunar og
þjónustu í Reykjanesbæ björtum
augum.
Miklar skipulagsbreytingar fyrirhugaðar á Hafnargötu
Vistvænt yfirbragð
miðbæjarins
Hafnargatan í Keflavík verður með vistvænu yfirbragði, hellulögð með
trjágróðri. Teikningin er frá gatnamótunum við Tjarnargötu en þar er
gert ráð fyrir hringtorgi, eins og á flestum gatnamótum.
Keflavík
HALLDÓRA M. Baldursdóttir er í
efsta sæti framboðslista V-lista
áhugafólks um velferð Vatnsleysu-
strandarhrepps. Er þetta þriðji list-
inn í hreppnum en áður hefur verið
sagt frá frambjóðendum H-lista og
T-lista.
Tildrög framboðsins eru þau að
nokkrar konur komu saman til að
ræða þá stöðu sem upp var komin í
hreppspólitíkinni en þær töldu ekki
útlit fyrir að kona næði kjöri í
hreppsnefnd á þeim listum sem
komnir voru fram. Þótti þeim það
óviðunandi staða og ákváðu að leggja
fram nýjan lista með konu í fyrsta
sæti. „Við viljum nýta reynslu og
krafta kvenna til jafns við karla í
þágu samfélagsins alls og jafnframt
að konur og karlar deili sem jafnast
með sér ábyrgð á því samfélagi sem
við búum í,“ segir í yfirlýsingu
listans.
Listinn er þannig skipaður: 1.
Halldóra M. Baldursdóttir, aðstoð-
armaður gæðastjóra Orkuveitu
Reykjavíkur, 2. Hörður Harðarson
framkvæmdastjóri, 3. Hrafn Helga-
son, vélvirki og nemi, 4. Hrafnhildur
Ýr Hafsteinsdóttir nemi, 5. Krist-
björg D. Þorbjarnardóttir fram-
kvæmdastjóri, 6. Jón Dofri Baldurs-
son verkstjóri, 7. Ásta Björk
Marteinsdótir verslunarmaður, 8.
Bergur B. Álfþórsson iðnverkamað-
ur, 9. María Kristín Gunnarsdóttir,
starfsmaður Nesbús, og 10. Lárus K.
Lárusson iðnverkamaður.
Konur
á þriðja
listanum
Vatnsleysustrandarhreppur
F-LISTINN í Garði heldur grill-
skemmtun á Garðskaga föstudaginn
24. maí kl. 19. Boðið verður uppá ým-
is skemmtiatriði og leikir verða fyrir
börnin. Ávörp verða flutt. Frambjóð-
endur F-listans sjá um að grilla fyrir
gesti. Kosningakaffi verður svo allan
kjördag í samkomuhúsinu.
Grill á
Garðskaga
Garður
VARNARLIÐSMENN bjóða til ár-
legrar vorhátíðar á Keflavíkurflug-
velli laugardaginn 25. maí. Hátíðin er
með „karnivalsniði“ og fer fram í
stóra flugskýlinu næst vatnstanki
vallarins frá klukkan ellefu að morgni
til fjögur síðdegis.
Fjölbreytt skemmtun fyrir alla
fjölskylduna verður í boði, lifandi tón-
list, þrautir, leikir, matur og hressing
og sýningar af ýmsu tagi, og björg-
unarþyrla og annar búnaður varnar-
liðsins verður til sýnis á svæðinu.
Aðgangur er ókeypis og eru allir
velkomnir, segir í fréttatilkynningu
frá varnarliðinu. Umferð er um
Grænáshlið ofan Njarðvíkur. Gestir
eru vinsamlega beðnir að hafa ekki
með sér hunda.
Vorhátíð hjá
varnarliðinu
Keflavíkurflugvöllur
Sýning á
handverki
aldraðra
SÝNING á handverki eldri borgara í
Reykjanesbæ verður opnuð sunnu-
daginn 26. maí nk. klukkan 14 í Sel-
inu, Vallarbraut 4 í Njarðvík.
Á sýningunni verður margt fal-
legra muna, að því er segir í frétta-
tilkynningu frá starfsmönnum tóm-
stundastarfs, því eldri borgarar í
Reykjanesbæ eru ekki sagðir sitja
auðum höndum heldur starfa af krafti
við ýmiss konar handverk, t.d. út-
skurð, glerlist, leirmótun, keramik-
málun, alla almenna handavinnu,
silkimálun, íkona- og servíettu-
myndagerð. Við opnun sýningarinnar
eru allir eldri borgarar boðnir vel-
komnir sem og þeir sem áhuga hafa á
málefnum eldri borgara. Sýningin
stendur til og með 31. maí og er opin í
Selinu frá kl. 13 til 18.
Reykjanesbær