Morgunblaðið - 24.05.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.05.2002, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. líkur á að Alcoa reisti álver á Íslandi. Af máli hans og aðstoðarmanna sem voru með honum í för, og Morgunblaðið ræddi við, mátti ráða nokkra bjartsýni á að niðurstaða Alcoa í júlí nk. yrði já- kvæð. „Litum á þetta sem gullið tækifæri“ Spurður um ástæður þess að Alcoa sýndi álversframkvæmdum á Íslandi áhuga minnti Pizzey á að fyrirtækið væri hið stærsta á sviði áliðnaðar í heiminum með framleiðslugetu upp á 4 milljónir tonna af áli á ári. Fyrirtækið vildi halda sínum hlut á markaðnum og væri ávallt áhugasamt um að fjölga ál- verum. Pizzey sagði þau áform sem hafa verið uppi um byggingu álvers í Reyðarfirði falla algjörlega að hug- myndum og aðferðafræði Alcoa. „Við litum á þetta sem gullið tækifæri til að víkka út okkar framleiðslu á hrááli,“ sagði Pizzey. Alcoa hefur ekki áður sýnt jafnmik- inn áhuga á framkvæmdum á Íslandi og nú en eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa runnið inn í Alcoa er Alumax sem fyrir nokkrum árum tók þátt í und- irbúningi álvers á Keilisnesi í svoköll- uðu Atlantsál-verkefni. Pizzey sagðist viðurkenna að fyrirtækinu hefði ekki verið fullkunnugt um þá möguleika sem buðust hér í byggingu álvers sem fengi raforku frá va Kárahnjúkavir heldur ekki v irbúningsvinnu „Kannski er hafa ekki sko fyrir alvöru en skapast tækif framtíðinni. E komumst við a á ferðinni sem ingi með öðrum Hydro – innsk að fresta sínu mjög ánægðir þetta verkefni, Fram kom í að Alcoa vær kvæmdir víða hefði verið ák ingu nýs álver aukningu á álfr þyrfti Alcoa að tonna framleið um markaðshl þyrfti fyrirtæ leiðslugetu sín flest tækifæri s „Skuldb að vinn Pizzey sagði viðtökur ísle heimamanna á Aðstoðarforstjóri Alcoa um þá viðræ Friðrik Soph „Teljum að það verði af verk- efninu“ Samkvæmt viðbótarsamkomulagi við Alcoa stefnir fyrirtækið að því að reisa á eigin reikning 320 þúsund tonna álver í Reyðarfirði í einum áfanga, sem talið er að kosti um 100 milljarða króna. Talsmenn Alcoa eru mjög jákvæðir í garð verkefnisins. FULLTRÚAR Alcoa og Fjár-festingarstofunnar – orku-sviðs undirrituðu í gær sam-komulag um áframhald viðræðna um möguleika á byggingu ál- vers í Reyðarfirði. Í sameiginlegri til- kynningu kemur fram að mikil vinna hafi átt sér stað undanfarnar vikur og ekkert hafi komið þar fram sem gefi tilefni til að ætla að samningar geti ekki tekist um byggingu álversins. Al- coa hefur uppi áform um að reisa 320 þúsund tonna álver í einum áfanga, og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins er áætlaður kostnaður við það um 100 milljarðar króna. Viðræðuáætlun var upphaflega und- irrituð 19. apríl sl. og samkvæmt þeirri viðbót sem undirrituð var í gær er gert ráð fyrir að áætlunin gildi til 18. júlí nk. Þá munu aðilar taka ákvörðun um hvort haldið verði áfram með verkefnið og undirrituð verði formleg viljayfirlýs- ing um samningaviðræður. Verði nið- urstaðan jákvæð mun Landsvirkjun ráðast í undirbúningsframkvæmdir í sumar ef samkomulag um hlutdeild kostnaðar næst við Alcoa. G. John Pizzey, aðstoðarforstjóri Al- coa, sem er Ástrali að uppruna, sagði á fundi með blaðamönnum í gær að und- irritun lokinni í höfuðstöðvum Lands- virkjunar að eins og vinnu þeirra hefði verið háttað til þessa þá væru ágætar „VIÐ erum mjög ánægð með hversu mikill áhugi Alcoa virðist vera á því að halda þessu verki áfram,“ sagði Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, er Morg- unblaðið leitaði viðbragða hans. „Það liggur þó ljóst fyrir að verk- inu seinkar eitthvað frá því sem upphaflegar áætlanir í viðræðum við Reyðarál gerðu ráð fyrir. Það liggur ekki fyrir á þessari stundu að farið verði í framkvæmdir á virkj- unarsvæðinu í sumar,“ sagði for- stjórinn ennfremur. Hann sagði það þó verða kannað á næstu vikum hvort hugsanlega megi semja við Alcoa um að ráðist verði í einhver verk til undirbúnings svo sem vega- gerð og lagningu rafmagns eins og fram komi í samkomulaginu. Friðrik sagði aðspurður að Landsvirkjun gæti ekki útvegað rafmagn í álver Alcoa fyrr en árið 2007 sem er ívið síðar en ráðgert var ef tímaáætlun Noral-verkefn- isins hefði verið fylgt. Friðrik Sophusson Ánægður með áhuga Alcoa VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðarráðherra átti í gærmor un fund með John Pizzey, aðstoðarforstjóra Alcoa, og fleiri fulltrúum fyrirtækisins ásamt Halldóri Ásgrímssyni utanrík isráðherra. Hún var glöð í bragði er hún tók á móti blaðaman og ljósmyndara Morgunblaðsins í ráðuneyti sínu, enda sagði hún samkomulagið um áframhaldandi viðræður við Alcoa ge tilefni til bjartsýni. Það væri jákvætt skref í átt til þess að álv í Reyðarfirði loksins risi en hún ítrekaði að málið væri alls ek komið í höfn. Valgerður sagði að Alcoa þyrfti lengri tíma til að skoða alla þætti málsins, enda væri verkefnið stórt ef ráðast ætti í bygg ingu 320 þúsund tonna álvers í einum áfanga eins og væru up áform um. „Við færumst nær og nær því markmiði okkar að hefja ál- vers- og virkjanaframkvæmdir á Austurlandi, enda erum við komin það langt með málið af hálfu íslenskra stjórnvalda að e itt yrði að snúa til baka. Eftir fundinn með fulltrúum Alcoa g ég mér grein fyrir því að þeir vilja klára málið á þessum sjö v um. Þá yrði tekin ákvörðun sem mér sýnist líklegt að verði mjög jákvæð,“ sagði Valgerður. Hún sagði að 320 þúsund tonna álver væri að mörgu leyti betri kostur en hefur verið uppi á borðum hjá Reyðaráli. Þan þyrfti t.d. ekki að flytja orku austur af Kröflusvæðinu. Aðspu Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðh Tilefni til bjartsýni Á GÖTUNNI Á fundi, sem Geðhjálp efndi til ífyrradag með frambjóðendumþriggja framboða í Reykjavík kom fram að nokkrir tugir manna eru á götunni í höfuðborginni. Björk Vilhelmsdóttir, fulltrúi Reykjavíkurlistans, sagði aðspurð að um 60 manns væru á götunni núna. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, fulltrúi Sjálf- stæðisflokks, upplýsti að fyrir 8 árum hefðu um 250 manns verið á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði en nú væru þeir 635. Gera má ráð fyrir að í nærliggjandi sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sé einhver hópur fólks á götunni. Þetta er auðvitað gersamlega óvið- unandi ástand. Í því velmegunar- og velferðarþjóðfélagi, sem okkur Íslend- ingum hefur tekizt að byggja upp á rúmlega 100 árum – og teljumst nú í hópi ríkustu þjóða heims – er ekki hægt að una því að nokkur einstakling- ur sé á götunni. Það er alveg ljóst að það hefur ekki verið tekið á þessum vanda af nægi- legri festu. Með þeim orðum er ekki gert lítið úr því sem gert hefur verið og það er heldur ekki gert lítið úr þeim vanda sem við er að etja. Það er hins vegar ekki hægt að búa við þetta ástand. Í umræðum á fundi Geðhjálpar kom fram að töluverður hópur þeirra sem eru á götunni er fólk sem á við geð- sjúkdóma að stríða. Getum við Íslend- ingar verið þekktir fyrir að horfa upp á svipað ástand og Bandaríkjamenn voru fordæmdir fyrir víða um heim fyrir rúmum áratug þegar geðsjúkt fólk ráf- aði um götur stórborganna þar án nokkurrar umönnunar? Auðvitað ekki. Umræðurnar í kosningabaráttunni nú hafa orðið til þess að beina athygl- inni að húsnæðisvanda stórs hóps fólks. Verst eru þeir staddir sem eru á götunni en margir aðrir eru illa stadd- ir. Það hlýtur að vera eðlileg og sann- gjörn krafa til borgaryfirvalda í Reykjavík og bæjarstjórna í nálægum sveitarfélögum að þessi vandi verði úr sögunni á skömmum tíma. Það verður að vera forgangsverkefni að tryggja að enginn Íslendingur búi við þær að- stæður að vera á götunni. Þótt deilt sé um margt í okkar landi má ganga út frá því sem vísu að um þessa kröfu sé alger samstaða og þetta mál er hafið yfir alla flokkadrætti. ÁNÆGJULEG SINNASKIPTI Ánægjuleg sinnaskipti virðast hafaorðið hjá ráðamönnum hvað varðar rýmkun réttar til húsaleigu- bóta. Fram kom í fréttum Morgun- blaðsins í lok apríl og byrjun þessa mánaðar að húsaleigubætur væru ekki greiddar þeim, sem leigja ein- stök herbergi en ekki íbúðir. Þetta hefur enn aukið á fjárhagsvanda ým- issa tekjulágra einstaklinga og stuðl- að að því að þeir festist í fátækt- argildru. Í forystugrein Morgunblaðsins 3. maí var hvatt til þess að gerð yrði breyting á húsaleigubótakerfinu til að koma til móts við hópinn, sem um ræðir. Þá hafði m.a. komið fram að sjálfstæðismenn í borgarstjórn studdu að gerð yrði breyting, en Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórn- ar, taldi slíkt hins vegar myndu stuðla að því að festa óviðunandi leiguhúsnæði í sessi. Af hálfu Páls Péturssonar félagsmálaráðherra kom fram að ekki væri vilji af hans hálfu til að breyta húsaleigubótakerfinu og studdi hann þá afstöðu svipuðum rök- um og Helgi Hjörvar tilgreindi. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði hins vegar í yfirlýsingu hér í blaðinu að hann teldi að húsaleigubætur ættu að flytjast alfarið til sveitarfélaga og þau gætu þá ráðið því sjálf hversu langt þau gengju í þessu efni, innan lögboðins heildarramma. Á fundi Geðhjálpar með frambjóð- endum til borgarstjórnarkosning- anna í fyrradag kom fram að Reykja- víkurlistinn hefur skipt um stefnu í málinu, en Björk Vilhelmsdóttir, sem skipar 6. sæti listans, sagði þar að þarfir fólks fyrir húsnæði væru mis- munandi og þeir sem hefðu þörf fyrir herbergi ættu að sjálfsögðu að fá húsaleigubætur. Margir skjólstæð- ingar Geðhjálpar eru einmitt í þeirri aðstöðu að leigja stök herbergi og mynda stóran hluta þess hóps, sem þannig háttar til um. Á fundinum kom aukinheldur fram að samráðsnefnd ríkisins og Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga hyggst taka fyrir hvort borga skuli húsa- leigubætur þegar um leigu á her- bergjum er að ræða. Þetta hlýtur einnig að þýða að stefnubreyting hafi orðið af hálfu félagsmálaráðherra, því að fulltrúi hans er formaður nefndarinnar. Vonandi verður þessu máli fljótt ráðið til lykta, því að neyð þess fólks, sem um ræðir, er oft mikil. ÞEGAR NEYÐIN ER STÆRST Átakanlegt var að heyra lýsingu föð-ur, sem tók til máls á kosninga- fundi Geðhjálpar með frambjóðendum þriggja stærstu framboðanna í Reykja- vík á miðvikudag, af þrautagöngu eins sona sinna, sem var sjúkdómsgreindur geðklofa afbrotamaður með ofsóknar- ívafi, en samt metinn sakhæfur. Frá- sögn mannsins birtist í Morgunblaðinu í gær: „Síðan hefur hann verið í afplánun á Litla-Hrauni, Sogni, Gunnarsholti og víðar og nú síðast í Byrginu. Sonur minn er nú búinn að brenna allar brýr að baki sér með erfiðri hegðun og ofbeldisverk- um og nú er svo komið að enginn í kerf- inu vill af honum vita eða hýsa hann. Fjölskylda hans er langþreytt og hrædd og viss um að það er aðeins tímaspurs- mál hvenær hann vinnur eitthvert voða- verk sem aldrei verður bætt. Nú er son- ur minn á götunni og kann ekkert á lífið utan fangelsismúranna en innan þeirra hefur hann dvalið að meira eða minna leyti undanfarin tólf ár. Hann hefur engan lækni, hefur ekki fengið viðeigandi geðlyf mánuðum sam- an og ekki heldur meðferð. Hann þekkir engan nema samfanga og fíkla og kann ekki almennar umgengnisreglur eða mannasiði og hefur engan félagslegan þroska til að takast á við lífið. Enginn vill sjá hann, enginn vill fá hann. Hvert er hægt að leita þegar búið er að leita alls staðar.“ Frambjóðendurnir á fundinum sögðu allir að í slíkum málum þyrftu að vera til úrræði. Staðreyndin er hins vegar sú að sum mál eru svo erfið að kerfi okkar ræður ekki við þau og það þýðir að þeir einstaklingar, sem mest þurfa á hjálp að halda, fá enga björg. Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst, segir orðtækið. Það á ekki við í þessu tilfelli og það er óafsakanlegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.