Morgunblaðið - 24.05.2002, Side 38
MINNINGAR
38 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
É
g held að þær skoð-
anakannanir vegna
borgarstjórnar-
kosninganna í
Reykjavík, sem birt-
ust á þriðjudag, hljóti að hafa kom-
ið ansi mörgum í opna skjöldu. Af
samtölum mínum við fólk dagana
áður en könnunin var gerð sýndist
mér sem ansi margir sjálfstæð-
ismenn teldu góðar líkur á að þeim
tækist að brúa bilið, á meðan R-
listafólk var allt annað en sigur-
visst. Svona geta veður skipast
fljótt í lofti.
Eðlilegt er að spurt sé hvað
valdi þessari sveiflu núna aftur til
Reykjavíkurlistans. Hefur maður
heyrt í því
sambandi að
mörgum hafi
þótt Geir H.
Haarde fjár-
málaráðherra
og Björn
Bjarnason,
borgarstjóraefni Sjálfstæðis-
flokksins, ganga of hart fram í máli
sem varðar viljayfirlýsingu sem
Reykjavíkurlistinn gerði við Jón
Kristjánsson heilbrigðisráðherra
um byggingu hjúkrunarheimilis
fyrir aldraða.
Sjálfur er ég ekki frá því að á
síðustu dögum hafi margir þeirra,
sem kusu R-listann 1994 og 1998,
en sem nú voru hálfvolgir í stuðn-
ingi sínum, loks gert upp hug sinn
um að veita listanum áfram braut-
argengi. Ástæðan er líklega harðn-
andi kosningabarátta sem olli því
að allar markalínur urðu skýrari.
Kosningabaráttan fór á sínum
tíma bærilega af stað, að mínu
mati. Bæði R-listinn og Sjálfstæð-
isflokkurinn stilltu upp frambæri-
legu fólki á lista sína og mér sýnd-
ist öll ástæða til að ætla, að kosn-
ingarnar yrðu skemmtilegar.
Ég var sérstaklega ánægður
með að sjá jafnaldra mína, Gísla
Martein Baldursson og Dag Egg-
ertsson, í framboði í kosningunum,
fannst sem nýir tímar færu í hönd í
íslenskum stjórnmálum. Kom það
m.a. til af því að fyrstu viðureignir
þeirra félaga gáfu tilefni til að
halda, að kosningabaráttan yrði
„uppbyggileg, á jákvæðum nótum,
í þágu Reykjavíkur fremur en
listanna sjálfra“, eins og Hallgrím-
ur Helgason komst að orði í pistli á
Skjá einum.
Sjálfur fór ég fram á það í Við-
horfi hér í Morgunblaðinu 14. febr-
úar og 15. mars að menn spýttu
ekki um of í lófana í kosningabar-
áttunni, að menn gengju ekki fram
af sér í herskáum árásum hvorir á
aðra.
Kunnugir sögðu mér vissulega
að vera ekki svona barnalegur,
auðvitað yrði fast skotið, öðruvísi
væri ekki hægt að haga slag sem
þessum. Ég þrjóskaðist samt við
og vonaði það besta.
Sem lið í viðleitni minni til að
hlusta grannt á málflutning fram-
bjóðenda fór ég á tvo kosninga-
fundi í síðustu viku. Á miðvikudegi
fór ég á fund í Háskólanum, sem
skipulagður var af stjórnmála-
fræðiskor HÍ, og mættu þar full-
trúar fimm framboða. Þessi fund-
ur verður ekki lengi í minnum
hafður – kannski einna helst fyrir
þá stund, er frambjóðandi Húman-
istaflokksins gekk á dyr.
Að öðru leyti hjökkuðu menn
þar í sama farinu, brigslyrði gengu
á víxl og mér sýndist að svo köldu
andaði milli borgarstjórans, Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur, og
leiðtoga sjálfstæðismanna, Björns
Bjarnasonar, að þau vildu helst
ekki vera í sama herbergi.
Fundur sem ég sótti á fimmtu-
degi á efri hæð Kaffi Reykjavíkur
var sýnu verri. Til hans höfðu ung-
liðar úr R og D boðað og þó að
mæting væri þar talsvert betri,
var hið sama uppi á teningnum –
flestir fundargesta, ef ekki allir,
tilheyrðu „klappliði“ framboðanna,
en mættu ekki sem forvitnir kjós-
endur, sem ættu eftir að gera upp
hug sinn.
Kannski var það með þessa vitn-
eskju í huga sem fulltrúar fram-
boðanna, Björn Bjarnason og Gísli
Marteinn Baldursson frá D-lista,
og Steinunn Valdís Óskarsdóttir
og Dagur Eggertsson frá R-lista,
leyfðu sér að sýna jafnmikla hörku
og raun bar vitni. Í stuttu máli
sagt voru allar ræður, sem við
þetta tækifæri voru fluttar, upp-
fullar af nöpuryrðum í garð and-
stæðingsins. Ég gekk af fundi,
ósáttur við gang mála, hugsandi
með sjálfum mér: verða stjórnmál
að vera svona?
Ég ætla sem minnst að fjölyrða
um þau mál, sem hvað mest hafa
verið rædd í kosningabaráttunni.
Slíkt væri ekki við hæfi á þessum
vettvangi, svo skömmu fyrir kjör-
dag. En jú, það hefur verið tekist á
um Geldinganes, skuldastöðu
borgarinnar, skipulagsmál, mið-
borgina, dvalarheimili fyrir aldr-
aða og sitthvað fleira.
Það vill bara verða þannig, þeg-
ar frambjóðendur eru farnir að
spúa eldi og brennisteini í átt að
hver öðrum, að maður einfaldlega
hættir að hlusta.
Þó eru engin þeirra mála, sem
hér voru nefnd, þess eðlis að menn
þurfi að ganga svo af göflunum í
sandkassaslagnum.
Kosningabarátta sjálfstæðis-
manna hefur verið með þeim hætti
að halda mætti að okkur Reykvík-
ingum væri voðinn vís ef R-listinn
sæti áfram við völd; en að sama
skapi hafa forsvarsmenn R-lista
lagt ofurkapp á að sannfæra borg-
arana um hættuna sem felst í því
að veita Sjálfstæðisflokknum
brautargengi (því þá verði hann
við völd bæði í landsstjórninni og í
höfuðborginni). Bæði sjónarmiðin
eru jafnveruleikafirrt, að mínu
mati.
Menn spyrja að leikslokum og
það er of snemmt að kveða upp úr
um að þetta sé búið í borginni, nið-
urstaðan sé ljós. Hins vegar finnst
mér að við sem búum í borginni
getum verið alveg róleg, þegar við
vöknum á sunnudagsmorgun,
hvort sem sjálfstæðismenn sigra
eða Reykjavíkurlistafólk.
Það skiptir vissulega máli hver
vinnur – en ekki svo að líf og dauði
liggi við. Sjálfur veit ég á þessu
stigi málsins hvað ég ætla að
kjósa, en ég mun alveg rólegur una
hinni lýðræðislegu niðurstöðu, þó
að hún verði e.t.v. ekki á þann veg
sem ég helst kysi.
Flautað til
leiksloka
Í stuttu máli sagt voru allar ræður, sem
við þetta tækifæri voru fluttar, uppfullar
af nöpuryrðum í garð andstæðinganna.
Ég gekk af fundi, ósáttur við gang mála,
hugsandi með sjálfum mér: verða
stjórnmál að vera svona?
VIÐHORF
Eftir Davíð
Loga
Sigurðsson
david@mbl.is
✝ Jón JörgenssonKjerúlf fæddist
8. september 1906 í
Brekkugerði í Fljóts-
dal. Hann lést á dval-
arheimili aldraðra
að Kirkjuhvoli á
Hvolsvelli 15. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Jörgen Eiríksson
Kjerúlf frá Arnheið-
arstöðum og Elísa-
bet Jónsdóttir frá
Brekkugerði. Hann
ólst upp hjá móður-
ömmu sinni Mar-
gréti Sveinsdóttur frá Bessastöð-
um, þar sem foreldrar hans
bjuggu fyrst og var hann þriðji
elstur í hópi 11 systkina, þeirra Ei-
ríks, Margrétar, Sigurðar, Sigríð-
ar, Jóhönnu, Guðrúnar Droplaug-
ar, Huldu, Unu, Herdísar og
Regínu. Eftirlifandi eru: Guðrún
ur, Ívar Aðalsteinsson, Jón Þór,
sambýliskona Anna Margrét John-
son og Stefanía, sambýlismaður
Robin Ruunke. 2) Margrét, f. 11.9.
1944, gift Halldóri Gunnarssyni,
Holti. Börn þeirra eru: Gunnar
Bjarnar, Þorbjörg, Björn, eigin-
kona Þóra Jónsdóttir, Svava, Sig-
ríður Harpa, Margrét Halldóra og
Jóna Hlíf. 3) Jóna Sigríður Kjerúlf,
f. 8.10. 1946, gift Árna Oddsteins-
syni, Vík. Börn þeirra eru: Guðrún
Sólveig Kjerúlf, eiginmaður Kon-
ráð Karl Sigurðsson og Oddsteinn
Heiðar, sambýliskona Sigurborg
Ír Óladóttir. 4) Aðalbjörg J. Jó-
hannessen, f. 15.5. 1953, gift Jögv-
an Jóhannessen í Funningi í Fær-
eyjum. Barnabarnabörn Jóns og
Þorbjargar eru 11, talin í þessari
aldursröð: Andri Ívarsson, Hall-
dór Már Kristmundsson, Sigurður
Max Jónsson, Þorbjörg Ída Ívars-
dóttir, Margrét Guðbrandsdóttir,
Emma Líf Jónsdóttir, Hekla Kjer-
úlf Konráðsdóttir, Áróra Líf Kjer-
úlf, Logi Björnsson, Ísak Kjerúlf
Konráðsson og Birta Björnsdóttir.
Útför Jóns fer fram frá Ásólfs-
skálakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Droplaug, Hulda og
Regína. Jón var gagn-
fræðingur frá Eiða-
skóla 1927. Hann
kvæntist Þorbjörgu
Metúsalemsdóttur
Kjérulf 1935 og hófu
þau þá búskap að
Hreiðarstöðum í Fell-
um. 1943 fluttu þau að
Húsum í Fljótsdal þar
sem þau bjuggu til
1971 en þá fluttu þau
til dóttur sinnar og
tengdasonar í Holti
undir Eyjafjöllum og
voru þar í búskap með
þeim. Þorbjörg andaðist 1975. Jón
dvaldi síðustu sex árin á dvalar-
heimili aldraðra að Kirkjuhvoli.
Hann gaf út ljóðabókina Tíbrá,
sem kom út 1997.
Börn Þorbjargar og Jóns eru: 1)
Guðrún Kjerúlf, f. 6.10. 1939. Börn
hennar eru: Kristín, sambýlismað-
Íslenskur bóndi er kvaddur, bóndi
sem barðist harðri lífsbaráttu á fyrri
hluta síðustu aldar, bóndi sem
byggði upp húsin sín og ræktaði
jörðina með eigin höndum í orðsins
fyllstu merkingu. Ræktaði upp sinn
fjárstofn af innsæi og smalaði haust
eftir haust vesturöræfin á gæðingum
sínum með hundinum, sem hann tal-
aði við. Á efri árum flutti hann til
dóttur sinnar og var þar afi. Það nafn
fylgdi honum síðan: Afi í Holti.
Þar kynntist ég tengdaföður mín-
um og mannkostum hans. Hann gaf
hverri stund sinn eigin tíma, morgn-
aði sig, handlék pontuna sína, hlust-
aði fremur en að tala, hlustaði á veð-
urspána og hlustaði á barnabörnin
og unglingana á heimilinu. Tók þau
yngri með sér í gegningar á veturna
og við vor- og sumarannir voru þau
með honum, bæði í vinnu og leik. Á
haustin vann hann við sláturhús-
störf, þar sem hann var einnig kall-
JÓN JÖRGENSSON
KJERÚLF
✝ Guðlaugur ErlingHalldórsson
fæddist í Kópavogi 2.
ágúst 1947. Hann lést
18. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Halldór Gíslason, f. 8.
júní 1914, d. 26. des-
ember 1995, og Sig-
urborg Jakobsdóttir,
f. 18. apríl 1921. Bróð-
ir Guðlaugs er Arnar
Viðar Halldórsson, f.
25. júní 1942, og er
hann kvæntur Mar-
gréti Valtýsdóttur, f.
4. nóvember 1937, og
eiga þau þrjú börn. Þau eru: Valdís
sem er gift Guðmundi Hrafnkels-
syni og eiga þau tvo syni, Halldór
sem er kvæntur Borghildi Sigurð-
ardóttur og eiga þau tvær dætur,
og Sigurborg sem býr með Helga
Ólafssyni og eiga þau einn son.
Guðlaugur stund-
aði nám í bifvéla-
virkjun við Iðnskól-
ann í Reykjavík og
starfaði um fjögurra
ára skeið á bifreiða-
verkstæði Braga Sig-
urjónssonar í Kópa-
vogi. Mestallan hluta
ævi sinnar starfaði
Guðlaugur hjá Olíu-
verslun Íslands, fyrst
við afgreiðslustörf en
síðar sem verslunar-
stjóri hjá Olís í
Garðabæ. Síðustu ár
starfaði Guðlaugur á
lager Olís. Guðlaugur var virkur
félagi í Slysavarnafélaginu Stefni í
Kópavogi og starfaði með því í
fjöldamörg ár.
Útför Guðlaugs fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Gulli frændi er dáinn. Þó að þetta
sé staðreynd eigum við mjög erfitt
með að trúa henni. Það er erfitt að
ímynda sér hvernig það verður að
sitja í eldhúsinu hjá ömmu án þess að
Gulli komi labbandi niður stigann til
að heilsa upp á gestina, eða að sitja
inni í stofu hjá henni að horfa á sjón-
varpið án þess að Gulli sitji í stólnum í
horninu.
Gulli var yngri bróðir pabba.
Fyrsta minningin um Álftröðina er sú
að þegar við krakkarnir komum í
heimsókn var fyrst farið inn í her-
bergi til afa þar sem hann gaukaði að
okkur nammi og síðan var haldið inn í
herbergið til Gulla frænda þar sem
hann átti mikið plötusafn, allavega
finnst manni það í minningunni. Okk-
ar uppáhaldslög voru Hæ Stína stuð
með Stuðmönnum og svo smáskífa
með Middle of the Road og laginu
Chirpy, Chirpy, Cheep, Cheep. En nú
eru þeir báðir farnir og við vitum að
þeir sitja saman einhvers staðar og
stýra okkur og styrkja í framtíðinni.
Gulli var afar hjálpsamur maður.
Við minnumst ekki annars en að hann
hafi alltaf sagt „já, ekkert mál“ við
öllu sem hann var beðinn um. Oft var
það nú tengt bílaviðgerðum og eru
þær ófáar samverustundirnar sem við
áttum með honum í bílskúrnum á Álf-
tröðinni, fyrst með pabba þegar Gulli
var að laga bílinn hans og síðar þegar
hann hjálpaði okkur krökkunum með
okkar eigin bíla.
Við litum alltaf upp til Gulla, hann
átti alltaf einhverja svakalega jeppa
og fátt var skemmtilegra á þessum
árum en að fara í bíltúr með honum.
Þannig fórum við líka margar ferðir
með honum í bústaðinn á Laugarvatni
veturinn 78–79 þegar hann var í
byggingu. Okkur fannst líka svaka-
lega merkilegt að hann var í Björg-
unarsveitinni í Kópavogi, það var allt-
af viss stemning að fara að kaupa
jólatréð af honum eða að bíða eftir
gamlárskvöldi til að sjá hvernig hann
ætlaði að toppa árið áður í sprengj-
umálum. Aldrei klikkaði hann á flug-
eldunum og er víst að margir krakkar
í nágrenninu öfunduðu okkur af flug-
eldasýningunum hans Gulla.
Gulli vann nánast alla sína tíð hjá
afa í Lyngholti (Olís í Garðabæ) og
síðar þegar Olíuverslunin tók sjálf yf-
ir reksturinn þá var hann verslunar-
stjóri yfir staðnum. Þarna stigum við
okkar fyrstu skref úti á atvinnumark-
aðnum. Við vorum ung að árum þegar
við byrjuðum að vinna á bensínstöð-
inni, en það skipti Gulla ekki máli, frá
fyrsta degi kom hann fram við okkur
sem jafningja. Það var líka þannig
þegar við vorum að dandalast í kring-
um hann í æsku, aldrei fundum við
fyrir því að við værum fyrir honum á
nokkurn hátt. Þó að nokkur ár séu lið-
in síðan hann flutti sig um set innan
Olís og hætti í Garðabænum þá vitum
við að margir af gömlu kúnnunum
hans sjá nú á eftir góðum kunningja.
Gulli var mikill dellukarl. Ef það
kom á markaðinn eitthvert smellið
tæki þá gat maður verið viss um að
Gulli keypti það innan tíðar. Hann átti
t.d. mikið safn af útvörpum sem litu út
eins og bjórdósir, síma sem leit út eins
og hamborgari og svo mætti lengi
telja. Þegar hann fór að fara í Kan-
aríferðirnar sínar kom hann t.d. alltaf
með hávaðasöm leikföng handa börn-
unum okkar, okkur foreldrunum til
mismikillar gleði. Það var því ekki að
undra að krakkarnir okkar féllu fyrir
Gulla á alveg sama hátt og við höfðum
gert 20–30 árum áður. Það fyrsta sem
þau spurðu yfirleitt um þegar við
komum á Álftröðina: Hva, er Gulli
heima? Hvar er Gulli? Já, það er ljóst
að Gulla verður víða saknað.
Elsku amma og elsku pabbi, megi
guð styrkja ykkur og okkur öll á þess-
ari sorgarstundu. Minningin um góð-
an mann og okkar uppáhaldsfrænda
mun lifa með okkur öllum.
Valdís, Halldór og Sigurborg.
Efst í huga mínum, eftir að ná-
frændi minn, hann Gulli, lézt í bílslysi
sl. laugardag, var hversu mikið góð-
menni hann var alla tíð og þakklæti
fyrir að hafa fengið að kynnast honum
eins vel og raunin var.
Við vorum ekki háir í loftinu þegar
við byrjuðum að leika okkur saman og
gerðum það reyndar oft á fullorðins-
árum, en á annan hátt en þegar við
vorum yngri. Síðast áttum við mjög
ánægjulegar stundir saman á Kanarí-
eyjum, en þar leið Gulla afskaplega
vel í góðra vina hópi.
Margir áttu Gulla að vini og margir
leituðu ráða hjá honum. Gulli vann
lengst af hjá Olís í Garðabæ, þar sem
margir kynntust honum.
Segja má að hann hafi í gegnum
tíðina átt hlut að því að koma nokkr-
um pörum saman, ekki hvað sízt í
kringum mörg ferðalög vina hans í
Þórsmörk.
Hjálpsamari maður er vandfund-
inn – alltaf var hægt að leita hjálpar
hjá honum, hvenær sem var.
Það er erfitt að horfa á eftir slíkum
dreng, minningarnar hrannast upp,
en þær verða ekki allar skráðar hér,
þær geymir maður ævilangt.
Guð geymi minninguna um góðan
dreng.
Ég og fjölskylda mín sendum
Boggu, Adda, Grétu og börnum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Kristján G. Bergþórsson.
Laugardagurinn 18. maí er bjartur
og sólríkur dagur, við nokkrir ferða-
félagar erum að grilla og slappa af,
nýkomnir af Snæfellsjökli, þegar okk-
ur berst sú sorgarfregn að Gulli
frændi hafi farist í bílslysi á Reykja-
nesbraut.
Guðlaugur Halldórsson, vinur,
frændi og ferðafélagi, er dáinn. Sökn-
GUÐLAUGUR
HALLDÓRSSON