Morgunblaðið - 24.05.2002, Síða 39

Morgunblaðið - 24.05.2002, Síða 39
aður afi, því hann bjó yfir þeim eig- inleika að þeir, sem kynntust honum, fundu hlýju hans og virðingu, sem hann bar fyrir öðrum. Hann blandaði geði við eldri sem yngri, fór með Sindrafélögum í hestaferðir, sótti mannamót og skemmtanir og fór með ljóð, flest frumort, um vorið og sigurmátt hins góða í lífinu. Andlit hans bar með sér innri gleði hans gagnvart öllu sem lifir. Þar var bros, en einnig stað- festa. Já, – hann gat verið fastur fyr- ir og ákveðinn og þá vann hann sér ávallt tíma með pontunni sinni, þannig að engin orð féllu, sem gætu sært aðra. Þegar hann fyrir sex árum fór á dvalarheimili aldraðra á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli var hann einnig kallaður afi þar af starfsfólki og íbúum. Það lýsti ljúflyndi hans og því viðmóti sem aðrir báru til hans. Þar naut hann góðrar umönnunar, sem þakk- að er fyrir. Kallið kom án fyrirvara með vor- komunni eins og hann lýsti í mörgum vorljóðum sínum, t.d. þessu: Ó vor. Það er komið, ég veit það og finn það vitjar mín heim í dalinn minn. Það gefur lífinu þrótt og þor. Það er komið. Ó vor. Það vekur mér ávallt seiðmagn í sál ef sé ég himin við brún. Sjá ægitign háfjalla, himinsins vídd, þá heilögu lífsins rún. Vorið er komið, ég veit það og finn, það vitjar mín inn í huga minn og helgar starfið þreki og þor. Það er komið, mitt vor. Vorið hans kom með kalli Drottins og orðum hans: „Ég lifi og þér mun- uð lifa.“ Ég kveð afa í Holti með þakklæti og virðingu fyrir allt það sem hann gaf mér og börnunum mín- um. Ljúflyndi hans var kunnugt öll- um mönnum. Friður Guðs umlyki hann og varðveiti. Halldór Gunnarsson. Mig langar með fátæklegum orð- um að minnast þín, elsku afi minn, þegar þú ert horfinn á vit feðra þinna eftir langa og viðburðaríka ævi. Margt kemur upp í huga mér nú þegar ég sest niður með penna í hönd og ætla að reyna að senda þér kveðjubréf, vísurnar sem þú kenndir mér eru mér dýrmætur fjársjóður. Þú ræddir við mig um setningu sem ég gleymi ekki: Treystu engum svo vel að þú treystir ekki sjálfum þér betur. Stundirnar sem við áttum saman eru mér ógleymanlegar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Það er komið að leiðarlokum, afi minn, og ég kveð þig með virðingu og þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér, og ég óska þér Guðs blessunar í landi ljóss og friðar. Öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Þinn Ágúst Þór Ólafsson. Það er öllum hollt að kynnast lífs- háttum þjóðar sinnar á sem breið- ustum grunni. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að kynnast sveitalífinu á fyrri hluta sjöunda ára- tugsins hjá Jóni og Þorbjörgu á Hús- um í Fljótsdal. Það var eitt að kynn- ast atvinnuháttum þess tíma án rafmagns og nútímalífsþæginda og hitt að kynnast svo frábærum ein- staklingum eins og þau hjón voru og öll þeirra fjölskylda, mér verður orða vant til að lýsa þeim sæmdarhjónum að Húsum. Það var mikill harmur fyrir alla sem þekktu Þorbjörgu, þá ljúfu og elskulegu konu sem lést fyrir aldur fram úr sjúkdómi 1975 og var það Frænda, eins og hann var alltaf kall- aður í Fljótsdal, mikið áfall, sem ég tel að hann lýsi best sjálfur. Ég lít þig bak við bládimm fjöllin, Blíð mín góð. Nú er ég einn og yrki til þín ástarljóð. Þú varst mitt ljós, mín leiðarstjarna, líf og trú. Mér gáfu alla gleði og sorgir guð og þú. (Jón J. Kjerúlf.) Þetta er eitt erindi úr ljóðinu „Þú“, en Frændi var góður hagyrð- ingur og lýstu ljóð hans honum vel og er auðvelt að lesa út úr þeim að þar fór góður, ljúfur og trúaður mað- ur. Ég lít á það sem forréttindi að hafa fengið að kynnast Frænda og vera undir hans umsjá nokkur sum- ur, þessi tími er mér einna að minn- isstæðastur frá æskuárunum og hafa vafalaust mótað mig mikið. Frændi var sérstakur ljúflingur, rólegur og hugsandi, mjög hlýr og gætinn í kringum viðkvæmar sálir en samt fastur fyrir ef átti á hans hlut að ganga. Frændi var mikill húmoristi og fór kannski ekki alltaf mikið fyrir honum í fjölmenni en þegar hann sagði eitthvað var á hann hlustað því víst var að eitthvað smellið kom frá honum. Jón á Húsum var höfðingi af Guðs náð, höfðingi með stórt hjarta, heilbrigða og fallega hugsun og kom fram sem slíkur. Frændi var glöggur og góður fjárbóndi og einnig átti hann ágæta hesta enda voru þeir lengst af í hans búskap þarfasti þjón- inn, og þá ekki síst þar sem afréttir þeirra Fljótsdælinga eru mjög stór og eingöngu smalað á hestum. Það var „Afa“ eins og hann var kallaður eftir hann flutti til dóttur sinnar og tengdasonar að Holti undir Eyja- fjöllum mikil lífsfylling að geta þar haldið áfram að búa með sínar ær og hesta lengur en flestum hlotnast og um leið að vera nálægt flestum börn- um og barnabörnunum sínum. Þar sem Jón var kallaður „Frændi“ fyrir austan og „Afi“ undir Eyjafjöllunum segir meira um manninn sem hann hafði að geyma en öll þau lýsingar- orð sem ég kann. Guð gaf Frænda fleiri ár en okkur flestum í þessum heimi og það sem meira var góða heilsu, ferska og heilbrigða hugsun fram á síðasta dag. Ég kveð Frænda með trega og söknuði en veit að hann er sáttur, kominn í hlýjan faðm Blíðu sinnar, eða eins og hann segir í ljóði sínu: Þá kólna tekur, kvölda fer, ég kem til þín. Ég fel þig drottni dags og nætur, dísin mín. Nú fölur máninn merlar grundu milt og rótt. Megi guð þér gefa ávallt góða nótt. (Jón J. Kjerúlf.) Gunna, Magga, Jóna, Alla og fjöl- skyldur við Guðrún sendum ykkur hlýar samúðarkveðjur. Við vitum að þið eigið fallegar og góðar minningar um elskulegan og góðan faðir, tengdafaðir, afa og langaafa sem mun deyfa söknuðinn. Eiríkur Ólafsson. uður okkar er mikill og margar hugs- anir fara um hugann á stuttum tíma. Leiðir okkar Gulla lágu fyrst saman þegar ég fluttist austan af landi til Kópavogs árið 1957, en feður okkar Gulla voru náskyldir og einnig höfðu mamma hans og pabbi minn verið saman í sveit. Við Gulli urðum strax miklir félagar og þegar skólagöngu og skyldunámi lauk fórum við að stunda ýmislegt ævintýralegt. Eftir að við fengum ökuskírteini áttum við saman margar stundir í fögru og stilltu veðri við veiðar í Kleifarvatni, Hlíðarvatni og Djúpavatni. Gulli hóf snemma störf hjá pabba sínum hjá Olís í Garðabæ og ráku þeir stöðina saman í mörg ár. Eignaðist Gulli þar ófáa vini og félaga enda var hann einstaklega geðgóður og blíður við alla þá sem hann hafði samskipti við. Fyrstu ferðalög okkar Gulla til fjalla hófust 1966 en þá fórum við í Þórsmörk og árið eftir fórum við ásamt fleirum norður fyrir Hofsjökul til Siglufjarðar og Akureyrar og áfram um Hólafjall, Sprengisand í Jökulheima og Breiðbak í Land- mannalaugar, allt í einni ferð. Þegar Gulli eignaðist nýjan Ford Bronco 1968 hófst tímabil hjá honum sem segja mætti að væri efni í heila bók, slík voru ævintýrin. Alltaf var hann jafnhress og kátur sama hvað gekk á. Við Gulli áttum saman gamlan Dodge Weapon með húsi fyrir 10 manns og á þeim bíl fórum við margar ferðir í Þórsmörk og mætti segja að við höfum verið fastagestir þar upp úr 1970. Gulli var einnig meðeigandi í snjóbíl sem við gerðum út í mörg ár og eigum enn og fór hann margar minnisstæðar ferðir á honum. Gulli var virkur félagi í Björgunarsveitinni Stefni í Kópavogi og í gegnum hana áttum við samstarf, hann í Kópavogi og ég í Reykjavík. Starfaði hann þar með mörgum af sínum bestu vinum og ég veit að hans er sárt saknað. Þrátt fyrir óteljandi ferðalög og ævintýri og mikla skemmtun var Gulli alltaf tilbúinn að leggja af stað á nýjan leik, hann var óþreytandi og ávallt til. Þar sem Gulli var, var alltaf gaman því hann var hrókur alls fagn- aðar, sagði brandara og smá stríðni var aldrei langt undan en alltaf í góðu, því Gulli var mikill öðlingur. Mörg kvöld og nætur unnum við saman að bílaviðgerðum, en hann var liðtækur í viðgerðum enda vann hann við það á bílaverkstæði í Kópavogi og var að hugsa um að læra bifvélavirkj- un en þótti samt fagið að lokum ekki eftirsóknarvert. Oft kom það fyrir að Gulli hlustaði á erfiðleika sem aðrir glímdu við í lífinu og var hann góður hlustandi og lagði til ráð sem dugðu til að leysa vandamálin. Já, mikill missir er að Gulla þótt með árunum hafi samskiptin verið með öðrum hætti en hér á árum áður þegar leiðir okkar lágu saman daga og nætur. Alltaf var Gulli sami góði vinurinn og félaginn þegar við höfðum sam- band og rifjuðum upp gamla tíma. Ég vona að við hittumst á ný á öðr- um stað til að hlæja og gleðjast þó að- með öðrum brag verði. Elsku Bogga, Addi, aðstandendur og vinir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Engelhart Björnsson. Skjótt skipast veður í lofti. Á ljúfum vordegi, þegar við getum farið að vera bjartsýn á að sumarið sé í nánd, fæ ég þá harmafregn að vinur minni Gulli sé dáinn. Dáinn – farinn – vinur minn í 30 ár. Ótrúlegt og svo erfitt að sætta sig við að þetta sé raunverulegt. Ég var svo lánsöm að kynnast Gulla á áttunda áratugnum og átti alla tíð síðan einlæga vináttu hans, sem aldrei féll skuggi á. Naut takmarka- lausrar hjálpsemi hans, – gleðinnar og gæsku sem hann var svo örlátur á. Svo ótalmargar eru ljúfar minning- ar mínar frá samverustundum okkar á þessum árum, að ekki verða þær tí- undaðar hér í þessum línum, en eru og verða mér gnægtabrunnur hug- ans, um heila og einlæga vináttu, tryggð, gleði og sólskinsstundir. Veit ég að þannig eru líka minn- ingar dóttur minnar, Stebbu, um Gulla, allt frá bernsku hennar til full- orðinsára. Í mörg ár starfaði Gulli á bensín- stöð Olís í Garðabæ sem faðir hans rak um árabil. Veit ég að margir minnast þaðan lipurðar og ljúf- mennsku þeirra feðga, Dóra og Gulla. Ekki spillti það að hitta Gulla í Álf- tröðinni, opna vaskahúsdyrnar og segja hæ. Þá birtist Bogga móðir hans fagnandi og spurði gjarnan: „Ætlarðu að hitta strákinn? – Komdu í eldhúskrókinn og fáðu þér kaffi- sopa.“ Já, það var eins hjá foreldrum hans, alltaf var ég velkomin og alltaf tekið með hlýju eins og hjá Gulla sjálf- um. Hann átti ekki langt að sækja gæskuna. Síðastliðin ár héldu Gulli og Bogga heimili í sama húsi í Álftröð 7 í Kópa- vogi. Vandfundin held ég að sé meiri umhyggja og ástúð milli mæðgina en hjá þeim var. Mikill og sár harmur er því kveðinn að móður hans, sem sér nú fyrirvaralaust á eftir syni sínum og hjálparhellu. Ég votta henni, Arnari bróður hans og Margréti, bræðrabörnunum og fjölskyldunni allri mína dýpstu sam- úð. Ég vona að sorgin og sársaukinn í huga okkar allra megi með tímanum þoka fyrir minningum um son, bróður og vin, sem alltaf var til staðar, reiðubúinn að rétta hjálparhönd og gleðja. Blessuð sé minning Guðlaugs Hall- dórssonar. Kristín Jóna Halldórsdóttir. Við fráfall Gulla er stórt skarð höggvið í þann stóra vinahóp sem ég kynntist árið ’73. Hún er ljóslifandi í minningunni nóttin sem ég hitti Gulla fyrst í Hátúninu hjá Möggu. Hann settist á stólarminn hjá mér þessi stóri maður og fór að „hjala“ við mig. Þessa nótt urðum við vinir og höfum verið það síðan. Næstu árin brallaði þessi hópur margt saman. Öll böllin í Sigtúni og Klúbbnum, bíóferðirnar á fimmtudags- og sunnudagskvöldum og á sumrin var farið í Þórsmerkur- ferðir, oft helgi eftir helgi. Á rúntinn kvöld eftir kvöld og ansi oft á bílnum hans Gulla. Alltaf til í að sækja mann – ekkert mál hjá þessum góða vini mínum. Þegar þessi hópur fór að stofna heimili fækkaði ferðunum en alltaf hélst samt þessi góða vinátta og allir fylgdust með hvernig gekk hjá hinum. Síðustu ferðina fórum við fjög- ur úr hópnum með Gulla í september síðastliðnum í sumarbústað Olís sem Gulli útvegaði og erum við þakklát fyrir þá ferð. Þar var talað um að Gulli kæmi með okkur í Þórsmörk í sumar og gamlir tímar rifjaðir upp, en nú er hann vinur okkar farinn í aðra og lengri ferð. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Að lokum viljum við Siggi þakka þér fyrir allt og kveðjum þig, kæri vinur, þar til við hittumst aftur. Ætt- ingjum og vinum Gulla vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum þeim Guðs blessunar. Hvíl í friði, félagi. Elísa og Sigurður (Lísa og Siggi). Já, þannig endar lífsins sólskinssaga. Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannski á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhorni. (Tómas Guðm.) Laugardagurinn 18. maí var líklega einn sólríkasti og heitasti dagur sem komið hafði á þessu ári. Flestir í sum- arskapi og vissir um að nú væri sum- arið örugglega komið, þegar dökkt ský birtist í formi tilkynningar um að Guðlaugur Halldórsson starfsfélagi minn hefði látist í umferðarslysi þá um daginn. Mann setur hljóðan og hugsar með sér hversu mikið geti breyst á einu andartaki. Kvöldið fyrir slysið hitt- umst við nokkrir starfsfélagarnir og áttum góða stund saman. Ekki áttum við von á að sú stund yrði eins konar kveðjustund. Ég kynntist Gulla fyrst á gömlu bensínstöðinni í Lyngholti í Garðabæ, þar sem hann vann hjá pabba sínum. Seinna varð Gulli svo verslunarstjóri á nýju stöðinni sem var reist rétt hjá þeirri gömlu. Samstarf okkar Gulla byrjaði þegar hann kom til vinnu á Sundalager OLÍS. Gulli var frábær félagi og góður samstarfsmaður. Hann var góður gestur hér á þessari jörð en nú er hann farinn á vit ann- arra ævintýra. Það er alltaf sárt að sjá á eftir góðu fólki, því eigingirni lífsins kann ekki að meta góðvild dauðans. Við hjá Sundalager munum sárt sakna Gulla vinar okkar og geymum með okkur minningu um þann ljúfa mann sem hann hafði að geyma. Vott- um við fjölskyldu hans okkar innileg- ustu samúð. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm.) Fyrir hönd starfsmanna Sundalag- ers OLÍS, Hilmar Sverrisson. Mig langar með örfáum orðum að minnast Gulla, eins og hann var kall- aður, með hlýhug, en hann lést langt um aldur fram af slysförum. Ég hitti Gulla fyrst þegar við strák- arnir gengum til liðs við Slysavarna- sveitina Stefni í Kópavogi. það geisl- aði af honum og það tók okkur ekki langan tíma að hænast að honum. Þegar til hans var leitað rétti hann fram hjálparhönd óhikað og vildi allt fyrir alla gera. Ég man eftir því þegar við fórum til leitar að fólki í Bláfjöllum í aftakaveðri einu sinni sem oftar, en þegar átti að fara til baka var ógjörn- ingur að koma jeppunum keðjulaus- um þar sem hálkan var orðin mjög mikil. Brugðið var á það ráð að hringja í Gulla þar sem hann var í bænum vegna afmælis, hann hélt það nú að hann gæti bjargað þessu en þegar okkur fór að lengja eftir honum kom hann gangandi með keðjurnar á öxlinni, jeppinn hans hafði nefnilega farið út af. Ég get ekki annað en minnst með brosi á vör þeirra stunda sem við áttum með honum eins og þegar slysavarnasveitin hélt á Ing- ólfshöfða til að gera við neyðarskýlið eða ferðirnar upp í Þórsmörk. Já, það var ekki leiðinlegt að hafa Gulla með sér enda sóttumst við eftir því, hann var einn af okkur. Ég kveð Gulla með virðingu og þakka fyrir góð kynni. Blessuð sé minning hans. Ég sendi fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Friðþjófur Eysteinsson. Kveðja frá Stefnisfélögum Okkur setti hljóða gömlu félagana úr Björgunarsveitinni Stefni í Kópa- vogi þegar okkur barst sú harma- fregn að félagi okkar til margra ára, Guðlaugur Halldórsson, væri látinn. Með Gulla, eins og hann var ávallt kallaður, er genginn góður og vand- aður drengur. Það var í kringum 1970 sem okkur barst liðstyrkur Gulla. Fljótlega settist Gulli í stjórn sveitar- innar og gegndi flest árin starfi gjald- kera, sem hann sinnti af kostgæfni og alúð svo af bar. Það var sama hvað þurfti að gera, alltaf var Gulli mættur meðal fyrstu manna. Það var því mik- ill fengur fyrir okkar litla félagsskap að hafa mann sem Gulla innan okkar raða, hann var vel kynntur og vinsæll hvar sem hann kom. Þessir eiginleik- ar hans nýttust þessum félagsskap okkar afar vel þegar semja þurfti um kaup á ýmsum búnaði fyrir sveitina. Þó svo að flestir okkar hafi hætt af- skiptum að störfum sveitarinnar upp úr 1987 hélst vinskapurinn áfram. Nú hefur verið höggvið stórt skarð í vinahópinn þegar Gulli kveður okkur svo snögglega, langt um aldur fram. Minning um góðan dreng mun lifa með okkur um ókomin ár. Við sendum Sigurborgu móður Gulla, Arnari bróður hans og fjöl- skyldu okkar innilegustu samúðar- kveðjur á sorgarstund. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 39

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.