Morgunblaðið - 24.05.2002, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 24.05.2002, Qupperneq 50
UMRÆÐAN 50 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝAFSTAÐIN er endurskoðun úthlutun- arreglna Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. Stúdentar hafa beðið í ofvæni eftir niðurstöð- um þeirrar endurskoð- unar þar sem um er að ræða helsta hagsmuna- mál margra stúdenta. Afnám tekjuteng- ingar við maka Fyrst ber að fagna því að tekjutenging við maka var afnumin en baráttan fyrir því hefur nú staðið yfir í fleiri ár. Í kjölfar Öryrkjadóms- ins margumtalaða kærði Stúdenta- ráð, undir forystu Röskvu, tekju- tengingu við maka hjá LÍN og hefur málið verið í farvegi síðan. Ánægju- legt er að loksins skuli meirihluti stjórnar LÍN taka undir málstað námsmanna um frelsi einstaklinga til menntunar án tillits til fjárhags- stöðu maka. Einnig ber að fagna því að komið var til móts við námsmenn erlendis, einstæða foreldra með sameiginlegt forræði og að reglur um hámarksnámslengd voru rýmk- aðar. Grunnframfærslan stendur í stað Grunnframfærslan hækkaði úr 69.500 kr. í 75.500 kr. eða um 8,6%. Þetta geta varla talist annað en von- brigði þar sem þessi hækkun rétt heldur í við verðlagsþróun síðastlið- ins árs. Þessu til stuðnings má nefna að í greinargerð sem fulltrúar náms- mannahreyfinganna settu fram í endurskoðunarferlinu kemur skýrt fram að hækkun í 75.500 kr. sem nú er orðin raunin, væri eingöngu leið- rétting í samræmi við verðhækkanir liðins árs. Hér er því ekki um raun- hækkun grunnframfærslunnar að ræða, sem er þó mjög aðkallandi, heldur stendur grunnframfærslan í stað miðað við verðlagsþróun. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir nýjan meirihluta Stúdentaráðs sem fór mikinn í síðustu kosningabaráttu í gagnrýni sinni á árangur í lána- sjóðsmálum undanfarinna ára. Þar var beitt mikilli talnaleikfimi og það sama er upp á teningnum núna þeg- ar meirihlutinn kynnir afrakstur sinn í baráttunni fyrir hærri náms- lánum. Sagt er að hækkun grunn- framfærslunnar sé sú hæsta hingað til. Meirihlutinn getur þess þó ekki Vegið að framfærslu stúdenta Sæunn Stefánsdóttir Stúdentar Til að fólk geti helgað sig námi að fullu þarf að hækka námslánin, segja Sæunn Stefánsdóttir og Eiríkur Gíslason, þannig að þau dugi fyrir framfærslu. Eiríkur Gíslason Á HEIMASÍÐU Atl- antsskipa í Kópavogi er tíunduð speki Stefáns Kjærnested fram- kvæmdastjóra um samkeppni. Hann bendir sérstaklega á að sú sátt sem skapast hefur um áætlunarsigl- ingar á vegum ís- lenskra fyrirtækja um að kjör skipverja skuli vera byggð á íslenskum kjarasamningum, hafi einkum verið gerð til að koma í veg fyrir sam- keppni. Framkvæmda- stjórn virðist líta svo á að undirboð í launa- kjörum manna efli kjör íslenskra neytenda, geri vöruverð í landinu ódýrara og sé jafnvel til hagsbóta fyrir íslenska farmenn. Þessi viska á þá væntanlega eftir að leiða til þess að skrifstofufólk Atl- antsskipa verði flutt inn frá Indlandi eða Filippseyjum og starfi á þarlend- um kjörum við að sinna íslenskum innflytjendum sem væntanlega fengju hagstæð flutningakjör með Atlantsskipum. Það verður gaman að sjá hvað Verzlunarmannafélag Reykjavíkur ætti eftir að segja um þá „samkeppni“. Í nágrannalöndum okkar eru rétt- indi verkalýðshreyfing- arinnar til að tryggja almenn kjör á vinnu- markaði tryggð – enda er það í fullu samræmi við reglur alþjóðasátt- mála SÞ, það að bind- ast frjálsum samtökum til að gæta hagsmuna fólks, bæði sértækt og almennt. Í einstökum löndum hafa þessi rétt- indi launafólks hins vegar verið skert og það verulega, t.d. á Ís- landi. Þá sýnist manni á stundum að óviðun- andi starfsemi fyrir- tækja á borð við Atl- antsskip séu tryggð í „lögum“ en ekki barátta fólks fyrir virðingu fyrir löngu viðteknum leikreglum á vinnu- markaði. Þetta nýtir Atlantsskip sér. Lög eru mannanna verk, deilur um lögmæti algengt tilefni átaka. Ætli Stefán telji t.d. að útfærsla landhelginnar á sínum tíma hafi ekki verið til að koma í veg fyrir eðlilega samkeppni í fiskveiðum á Norður- Atlantshafi? Og voru ekki allar að- gerðir Landhelgisgæslu Íslands stimplaðar kolólöglegar af Bretum? Það er ekki úr vegi að benda Stef- áni á að samkeppni sem byggist á fé- lagslegum undirboðum hefur aldrei talist „samkeppni“ á vinnumarkaði. Það ríkir um það víðtæk sátt á flest- um vinnumörkuðum Vesturlanda að allir aðilar í atvinnurekstri skuli sitja við sama borð í þessum efnum. Hins vegar eru alltaf til einstaka aðilar sem reyna að starfa á forsendum sem eru á skjön við þessar leikregl- ur. Slík fyrirtæki lítur verkalýðs- hreyfingin gjarnan á sem heldur vafasama útgerð á vinnumarkaðn- um. Sama á við um flesta þá atvinnu- rekendur sem fara að leikreglunum. Stefán Kjærnested gefur í skyn að það væri til mikilla hagsbóta fyrir ís- lenska sjómenn að Atlantsskip geti flutt inn ódýrari sjómenn – sem síð- an gerðu íslenska sjómenn atvinnu- lausa. Í hverju fælist hagur íslenskra farmanna, Stefán? Samkeppnishug- myndir Atlantsskipa Jónas Garðarsson Samkeppni Lög eru mannanna verk, segir Jónas Garðarsson, deilur um lögmæti algengt tilefni átaka. Höfundur er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Í GÆR dreifði R- listinn kosningapésa í hús í Grafarvogi sem er uppfullur af margs konar ósannindum og rangfærslum. Í þess- um kosningapésa eru hrein og klár ósannindi um mig. Þar segir að borgarfulltrúinn Vil- hjálmur Þ. Vilhjálms- son hafi lagt kapp á að ljúka skipulagi Lands- símalóðarinnar sem fyrst og með sem allra mestu byggingar- magni. Ég hef einu sinni rætt þetta mál í stuttu persónulegu spjalli við Árna Þór Sigurðsson, formann skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur, vegna kvartana um ótrúlega mikinn seinagang í meðferð málsins, bæði eigendum lóðarinnar og íbúum til verulegra óþæginda. Fullyrðingar um að ég hafi hvatt til að lóðin yrði byggð með sem allra mestu byggingarmagni eru hrein ósannindi. Ég hef verið borgar- fulltrúi í 20 ár og aldrei fyrr upplifað eins sóða- leg vinnubrögð og fram koma í þessum kosn- ingapésa. Það síðasta sem ég átti von á var að rétt fyrir kjördag væri dreift í hús algjör- um ósannindum um mig. Tímasetningin miðaðist augljóslega við að ég hefði ekki ráðrúm til að svara þessu á sama vettvangi. Það er kaldhæðnislegt að þessum ósannindum sé dreift í það hverfi sem ég, sem þáverandi formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur, hafði forgöngu um að skipuleggja og síðan í öll þau ár sem ég hef setið í borgarstjórn stutt af alefli uppbygg- ingu í hverfinu. Stjórnmálaafl sem viðhefur slík vinnubrögð, sem fram koma í þess- um kosningapésa R-listans, á ekki skilið traust kjósenda. Persónulegum árásum svarað Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er borgarfulltrúi. Reykjavík Ég hef verið borgar- fulltrúi í 20 ár, segir Vil- hjálmur Þ. Vilhjálms- son, og aldrei fyrr upplifað eins sóðaleg vinnubrögð og fram koma í þessum kosningapésa. SÍÐASTLIÐNA mánuði hefur verið um- ræða um matarolíur og þá ekki síst innihald olífuolíu á svokölluðum PAH-efnasamböndum. PAH eða polycyclic aromatic hydrocarbons myndast við ófullkom- inn bruna á lífrænum efnum. PAH-efni finn- ast til dæmis í grilluðu og reyktu kjöti og fiski og jafnframt í landbún- aðarafurðum svo sem kornmeti og grænmeti, sem framleidd eru í umhverfi þar sem iðn- aðar- og umferðar- mengun er í miklum mæli. Vitað er um fjölda mismunandi PAH-efna. Efnin eru ekki bráðhættuleg en geta valdið heilsutjóni með mikilli neyslu yfir langan tíma, t.d. geta nokkur þeirra aukið líkurnar á krabbameini. Samkvæmt tilmælum Evrópu- sambandsins á gildi eins þessara efna, nánar tiltekið benz-a-pyrene ekki að vera yfir 5 míkrógrömm á lítra af matarolíu. Tillaga hefur verið lögð fram í vísindanefnd sambands- ins um að lækka viðmiðunarmörkin niður í 2 míkrógrömm á lítra. Fregn- ir af því að olífuolía unnin úr hrati gæti innihaldið mikið magn af PAH- efni bárust fyrst í fyrrasumar. Var þá um að ræða hratolíu frá Spáni. Grikklandi og Ítalíu. Einnig bárust fregnir af því að PAH-efni hefðu greinst í jómfrúarolíu í Noregi. Holl- ustuvernd ríkisins hefur fylgt til- mælum Evrópusambansins frá því í september sl. og hefur sent sýni af matarolíum utan til greiningar. Inn- an sambandsins er síaukin áhersla lögð á að framleiðendur ábyrgist gæði framleiðslunar og að eftirlits- stofnanir veiti þeim aðhald, en fjallað var nánar um þessi málefni á Neyt- endasíðum Morgunblaðsins 12. mars sl. Ólífuolía er flokkuð í þrennt, í fyrsta lagi er kaldpressuð jómfrúr- olía sem unnin er með því að merja olífur milli valsa og pressa olíuna úr maukinu. Í öðru lagi er 100% olífu- olía, sem fæst úr annarri pressu á sömu olífum og í þriðja lagi er hrat- olía, sem unnin er úr hratinu sem eft- ir verður. Þegar olía er unnin úr hrati þarf að nota mikinn hita og leysiefni og við þessa meðhöndlun geta PAH-efni myndast. Aðrar gerð- ir olífuolíu, það er aðrar en hratolía, eiga ekki að innihalda PAH-efni. Vinnsluaðferðin sem notuð er til að vinna ólífuolíu úr hrati er ekki notuð við framleiðslu á öðrum tegundum matarolíu eins og til dæmis sólblóma-, soja-, raps- (canola), maís- (korn) og vínberja- steinaolíu. Það er því engin ástæða til að ótt- ast að þessar olíuteg- undir innihaldi PAH- efni. Enginn vafi er á að matarolía er hluti af heilnæmu fæði, en með því að velja mjúka fitu í stað harðrar verður lækkun á blóðfitu. Mat- arolía hefur jafnframt ýmis önnur heilnæm áhrif á heilsuna. Því er mælt með að nota mat- arolíu við matargerð og í bakstri. Það getur hins vegar verið erfitt að velja rétta tegund fyrir rétta notkun. Matarolíur hafa mismunandi eigin- leika bæði með tilliti til fitusýrusam- setningar og þar með áhrif á blóðfitu og jafnframt hitaþol, lit og ekki síst bragð. Til dæmis sækjast sumir eftir ákveðnu bragði sem olífuolían gefur á meðan aðrir vilja frekar olíu með hlutlausara bragð, t.d. sólblómaolíu. Þegar breytt er úr smjöri eða smjör- líki í uppskrift er reglan sú að 0,9 dl af matarolíu koma í staðinn fyrir 100 g af smjöri eða smjörlíki. Þegar steikt er upp úr matarolíu er mik- ilvægt að passa að matarolían ofhitni ekki. Matarolía breytir ekki um lit við upphitun eins og smjör og smjör- líki og því er nauðsynlegt að stilla ekki hitann of hátt. Ólífuolía og jarð- hnetuolía henta mjög vel til steiking- ar þar eð innihald þeirra af einómett- uðum fitusýrum er hátt og því hitaþolið mikið. Heilsunnar vegna er það hins veg- ar skynsamlegt að einnig nota mat- arolíur með hærra hlutfall af fjöl- ómettuðum fitusýrum, t.d. sól- blóma-, soja- eða maísolíu. Margt bendir til þess að bestu áhrifin á blóðfitu frá matarolíu fáist með jöfnu hlutfalli af ein- og fjölómettuðum fitusýrum. Þá er um tvennt að velja; að nota mismunandi tegundir við mismunandi tækifæri, t.d. olífuolíu til steikingar og sólblómaolíu við bakstur, marineringar o.fl. eða að nota olíutegund sem sameinar holl- ustuáhrif þessara mismunandi olíu- tegunda, þ.e. olífuolíunnar og sól- blómaolíunnar án þess að hún innihaldi olífuolíu, en hún heitir Isio 4. Fitusýrusamsetningin í Isio 4 tryggir heilnæm áhrif á heilsuna og fjölbreytta notkunareiginleika en þessi fitusýrusamsetning gerir það jafnframt að verkum að olían hentar við alla matargerð auk þess sem Isio 4 matarolían er svo til bragðlaus. Við val á matarolíu er skynsam- legt að hafa mörg atriði í huga, hlut- fall ein- og fjölómettaðra fitusýra, notkunareiginleika, hugsanlegt inni- hald af PAH-efnum í olífuolíu og verð svo eitthvað sé nefnt. Matarolíur og PAH-efni Birgit Eriksen Olíur Enginn vafi er á því, segir Birgit Eriksen, að matarolía er hluti af heilnæmu fæði. Höfundur er næringarfræðingur á Landspítala.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.