Morgunblaðið - 24.05.2002, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 59
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
TVÍBURAR
Afmælisbörn dagsins:
Þú tekur mikinn þátt í fé-
lagslífi, hefur ákveðnar
skoðanir og vilt hafa áhrif.
Þú hikar þó ekki við að
skipta um skoðun ef nýjar
upplýsingar breyta stöð-
unni. Árið verður ánægju-
legt og félagslífið betra.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú kannt að þurfa að bíða eftir
póstinum í dag, sem er
gremjulegt. Það mun ýmislegt
reyna á þolinmæði þína í dag.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Fjárhagslegar byrðar valda
þér talsverðum áhyggjum í
dag. En reyndu að hugsa ekki
um heildarmyndina heldur
taktu eitt skref í einu.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Fortíðin gerir vart við sig með
ákveðnum hætti og þú gerir
þér grein fyrir að afleiðingar
fylgja ávallt gjörðum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Ákvörðun eða dómur stjórn-
valds hefur áhrif á fjölskyldu
þína eða eignir þínar. Gættu
þess að afla nákvæmra upp-
lýsinga áður en þú grípur til
aðgerða.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Kær vinur er reiðubúinn að
styðja við bakið á þér í dag.
Það er alltaf gott að vita að
maður stendur ekki einn þeg-
ar maður þarf virkilega á
stuðningi að halda.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú skalt taka þér tíma til að
íhuga framtíðaráform þín.
Stefnir þú í rétta átt eða hefur
þú sætt þig við stefnumótun
einhvers annars?
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Samskipti við tengdafólk
kunna að vera stirð um þessar
mundir. Það er erfitt að skipu-
leggja líf sitt í samræmi við
eigin óskir þegar maður reyn-
ir á sama tíma að gera öllum
öðrum til hæfis.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Sé farið fram á að þú leggir
krafta þína og fjármuni í þágu
einhvers skalt þú hafa þá hluti
á hreinu og gæta þess að ekk-
ert fari á milli mála.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það er sagt að velgengni sé
besta hefndin. Gættu þess að
líta vel út því þú munt hitta
gamla kærustu eða kærasta
þar sem þú átt síst von á því.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú ætlar að fá þínu framgegnt
í vinnunni í dag. Þú ættir að
hugsa þig tvisvar um því nú er
ekki rétti tíminn til að standa
uppi í hárinu á yfirmanninum.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Í dag byggist upp spenna í
rómantísku sambandi. Öll
sambönd lenda í ölduróti því
leið sannrar ástar er aldrei
auðveld.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú gætir lent í valdabaráttu
heima hjá þér við fjölskyldu-
meðlim, hugsanlega foreldri.
Reyndu að leita málamiðlana
og sýndu mótherjanum virð-
ingu til að varðveita eininguna
í fjölskyldunni.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Árnað heilla
50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 24. maí,
er fimmtug Erla Guðjóns-
dóttir, Sviðholtsvör 3,
Bessastaðahreppi. Eigin-
maður hennar er Þorgeir
Magnússon. Í tilefni dagsins
bjóða þau vini og ættingja
velkomna í afmælishóf í há-
tíðarsal íþróttahúss Bessa-
staðahrepps við Breiðumýri
klukkan 17.30 í kvöld.
50 ÁRA afmæli. 13. maísl. varð fimmtugur
Ólafur Einarsson, Torfa-
stöðum, Biskupstungum. Af
því tilefni ætlar fjölskylda
hans að halda honum veislu
á Torfastöðum kl. 20 laug-
ardagskvöldið 25. maí. Vinir,
ættingjar og sveitungar eru
hjartanlega velkomnir.
TROMP sagnhafa í sex spöð-
um minna svolítið á peninga í
sovéthagkerfinu sáluga – það
er nóg af þeim, en ekkert til
að kaupa.
Norður
♠ KG9754
♥ 1043
♦ K3
♣K6
Suður
♠ ÁD10863
♥ ÁD2
♦ Á5
♣Á9
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 spaði
Pass 4 spaðar Pass 6 spaðar
Pass Pass Pass
Öll trompin nema tvistur-
inn eru til staðar, en speg-
ilskiptingin gerir það að
verkum að ekkert er hægt að
trompa. Hvernig myndi les-
andinn spila með tígulgosa
út?
Það væri sterkur leikur að
byrja á því að aftrompa mót-
herjana. Að því loknu eru
slagirnir teknir á láglitina og
hjarta spilað. En það er ein-
mitt hjartaíferðin, sem allt
snýst um. Á að svína drottn-
ingunni? Taka fyrst á ásinn
og spila svo að drottning-
unni? Spila litlu að tíunni?
Eða eitthvað annað?
Norður
♠ KD9754
♥ 1043
♦ K3
♣K6
Vestur Austur
♠ 2 ♠ --
♥ K5 ♥ G9876
♦ G10964 ♦ D872
♣D10875 ♣G432
Suður
♠ ÁG10863
♥ ÁD2
♦ Á5
♣Á9
Síðastnefndi kosturinn er
hinn rétti – eitthvað annað.
Besta íferðin er að spila tí-
unni úr borði með því hug-
arfari að láta hana fara yfir
til vesturs. Ef gosinn er í
vestur er spilinu þar með lok-
ið, en ef austur kemur með
gosann, er tekið með ÁS,
blindum spilað inn á tromp
og hjarta spilað að drottning-
unni.
Þessi íferð dekkar kónginn
í austur, gosann í vestur OG
kóng annan í vestur. Sú litla
viðbót gerir gæfumuninn
eins og legan er í þessu spili.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
1. d4 e6 2. g3 f5 3. Bg2 d5 4.
c4 Rf6 5. Rh3 Be7 6. Rd2
O-O 7. O-O Rc6 8. cxd5 exd5
9. Rf3 Re4 10. Rf4 Bf6 11. h4
Kh8 12. b3 Dd6 13. Bb2 Be6
14. Hc1 Hae8 15. e3 Bf7 16.
Hc2 Hg8 17.
Dc1 Hc8 18. Ba3
Dd7 19. Db2
De8 20. He1
Rd8 21. Bh3 g6
22. Dc1 c6 23.
Hee2 Hc7 24.
De1 h6 25. Rd3
Be6 26. Rfe5 g5
27. hxg5 hxg5
28. f3 Bxe5 29.
Rxe5 Rf6 30.
Hh2 Hh7 31. Bf1
Hgg7 32.
Hxh7+ Hxh7
33. Hh2 Hxh2
34. Kxh2 g4
Staðan kom
upp á Reykja-
víkurskákmótinu sem lauk í
mars. Mikhail Ivanov
(2.446) hafði hvítt gegn Þor-
steini Þorsteinssyni (2.332).
35. Be7! Rd7 36. fxg4 fxg4
37. Df2 Kg7 38. Bh4 Rxe5
39. Df6+ Kg8 40. dxe5 Rf7
41. Bd3 Dc8 42. Dg6+ Kf8
43. Bf6 Ke8 44. Bf5 og
svartur gafst upp.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
LJÓÐABROT
ÆTTI ÉG HÖRPU
Ætti ég hörpu hljóma-þýða,
hreina, mjúka gígjustrengi,
til þín mundu lög mín líða,
leita þín, er einn ég gengi.
Viltu, þegar vorið blíða
vefur rósir kvölddögginni,
koma til mín, kvæði hlýða,
kveðja mig í hinzta sinni.
Lífið allt má léttar falla,
ljósið vaka í hugsun minni,
ef ég má þig aðeins kalla
yndið mitt í fjarlægðinni.
Innsta þrá í óska-höllum
á svo margt í skauti sínu.
Ég vildi geta vafið öllum
vorylnum að hjarta þínu.
Friðrik Hansen
Boulder School of massage therapy Co USA www.isholf.is/eirikurs/
Nudd- og sólbaðsstofan Fínar línur
Skúlagötu 10, sími 562 9717
Bestu og ódýrustu 10 tíma ljósakortin
á aðeins 3.200 kr. + heitur pottur og sauna
Allir gamlir og nýir viðskiptavinir velkomnir í mfr., „unwinding“,
slökunarnudd, djúpvefjanudd, sjúkranudd, triggerpunkta meðferð, íþróttanudd.
Eiríkur Sverrisson, C.M.T.
NÝBAKAÐIR FORELDRAR!
Næsta námskeið fyrir
foreldra barna á fyrsta ári.
AÐ NJÓTA
FORELDRAHLUTVERKSINS
hefst í safnaðarheimili Kársnessóknar,
Borgum, fimmtudaginn
30. maí kl. 19.30-22.00.
Upplýsingar og skráning
hjá Herthu í síma 860 5966, hertha@mi.is,
og hjá Kristínu í síma 865 7970,
kristingud@isl.is - alla daga.
Íþróttafræði - heilsuþjálfun
Fjarnám, 30 einingar
Viðbótarnám til B.S.-gráðu fyrir íþróttakennara,
íþrótta- og heilsuþjálfara.
Fyrsta staðbundna lotan er á Laugarvatni 15.-17. ágúst.
Íþróttakennarar, notið tækifærið og bætið við
menntun ykkar!
Umsóknarfrestur er til 1. júní. Sjá nánar á www.khi.is
Nýbýlavegi 12, Kópavogi,
sími 554 4433.
Mikið úrval af blússum
og síðum pilsum
Verð áður 5.995
Suðurlandsbraut
Sími 533 3109
Opið
mán.-fös. kl. 12-18
laugardaga kl. 10-16
Dömusandalar
Verð nú
2.995
St. 36-41
Litur: Beige
Með morgunkaffinu
Ég er með stöðugan klukknahljóm
fyrir eyrunum, læknir.
WILFRIED er þýskur frí-
merkjasafnari sem óskar
eftir íslenskum pennavinum
með möguleg skipti í huga.
Wilfried Lindenhahn,
Goldberg 10,
07616 Bürgel,
Þýskalandi.
MARJA, sem er frá Hol-
landi, óskar eftir íslenskum
pennavini. Hún safnar ís-
lenskum frímerkjum sem
hún notar við kennslu.
Marja van der Knaap,
Jupiterstraat 2,
3204 BG Spijkenisse,
Netherlands.
HANNA, sem er 11 ára
sænsk stúlka, óskar eftir ís-
lenskum pennavini. Hann
hefur áhuga á hesta-
mennsku.
Hanna Andersson,
Klass 5A,
Hulanskolan,
44380 Lerum,
Sweden.
HIROKA er 23 ára japönsk
stúlka sem hefur áhuga á að
eignast íslenska pennavini.
Hún skrifar á ensku.
Hiroka Ohnohara,
2-19 Mihaimi tubo-cho,
Shimohoseki-Shi,
Yamasuchi-ken,
750-00-55,
Japan.
Pennavinir