Morgunblaðið - 24.05.2002, Síða 60
FÓLK Í FRÉTTUM
60 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Valentínusardagur
hellisbúans
(The Caveman’s Valentine)
Spennumynd
Bandaríkin, 2001. Myndform VHS. (105
mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn:
Kasi Lemmons. Aðalhlutverk: Samuel L.
Jackson, Ann Magnuson og Anthony
Michael Hall.
INNRI veröld og tilvera þeirra
sem þjást af illvígum geðsjúkdóm-
um hefur löngum verið kvikmynda-
gerðarmönnum
áleitið viðfangs-
efni, ekki síst
vegna þeirrar
merkingarfræði-
legu andstæðu
sem hún skapar
við heimssýnina
sem mótar hegðun
og hugsun þeirra sem heilbrigðir
teljast. Myndin sem hér um ræðir
á sér stað á mörkunum sem að-
skilja veröld hinna sjúku og heil-
brigðu og lýsir tilraunum heimilis-
leysingjans Romulusar (Samuel L.
Jackson), sem haldinn er geðklofa,
við að rannsaka dularfullt morð
sem reynist honum nátengt af
ýmsum ástæðum. Til að ná árangri
þarf hann að skilja á milli rang-
hugmynda og raunverulegra vís-
bendinga en sér einnig og skynjar
ýmislegt sem fer fram hjá opinber-
um yfirvöldum. Áður en langt um
líður er hann kominn á ógnvekj-
andi slóð þar sem setið er um líf
hans. Samuel L. Jackson tekst hér
á við erfitt hlutverk og ferst það
vel úr hendi, fléttan er haganlega
smíðuð en það er þó innri tog-
streita sjúkrar aðalhetjunnar sem
verður burðarás myndarinnar og
gefur framvindunni átakanlega
þyngd. Heiða Jóhannsdóttir
Myndbönd
Útkall
einbúans
Elding á himnum
(Lightning: Fire from the Sky)
Spennumynd
Bandaríkin, 2001. Góðar stundir VHS.
(91 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn: David
Gianicola. Aðalhlutverk: John Schneider,
Jesse Eisenberg, Michael Greene og
Stacy Keach.
ERIC Dobbs á sér óvenjulegt
áhugamál af unglingi að vera, en
um langt skeið hefur veðurfræðin
átt hug hans allan.
Heima við hefur
hann komið sér
upp frumstæðri
veðurathugunar-
stöð og með aðstoð
Netsins fylgist
hann grannt með
sérkennilegum
veðrabrigðum í
nánd við heimabæ-
inn. Faðir hans sem er lögreglu-
stjóri sýnir þessu grúski drengsins
lítinn skilning og veitir aðvörunum
hans um óvenjulega stormaþróun í
næsta nágrenni litla athygli…
Framvinda þessarar kvikmyndar
er tvímælalaust allt of kunnugleg til
að vekja spennu sem slík. Hins veg-
ar lumar hún á ýmsum ítarlegum
(og vonandi sönnum) staðreyndum
um eldingaveður, sem fá mann til
að þakka fyrir að slík veðrabrigði
eru fremur óalgeng hér á landi.
Heiða Jóhannsdóttir
Þrumur og
eldingar
BROADWAY: Ungfrú Ísland.
CAFÉ AMSTERDAM: Tríóið Úlrik
spilar.
CAFÉ CATALÍNA: Hljómsveitin
Ari Jóns og Hilmar Sverrisson spila.
DÚSSA-BAR, Borgarnesi: Gleði-
gjafinn Ingimar.
GAUKUR Á STÖNG: Buttercup
spilar.
GULLÖLDIN: Stórsveit Ásgeirs
Páls skemmtir.
HÓTEL MÝVATN, Mývatni: KK
með tónleika.
HÖFÐABORG, Hofsósi: Á móti
sól, DJ Þröstur 3000 og ljósálfurinn
Geir glæsimenni.
KAFFI REYKJAVÍK: Ný Dönsk
spilar.
KRINGLUKRÁIN: Hljómsveitin
Léttir sprettir heldur uppi fjörinu
langt fram á nótt.
NIKKABAR, Hraunbergi 4:
Mæðusöngvasveit Reykjavíkur leik-
ur og syngur.
O’BRIENS, Laugavegi 73: Dú-
ettinn Mogadon.
PLAYERS-SPORT BAR, Kópa-
vogi: Sixties spilar. Línudans á
undan.
SPOTLIGHT: DJ-Cesar í búrinu.
20 ára aldurstakmark .
STAPINN, Keflavík: SSSÓL
VIÐ POLLINN, Akureyri: Hljóm-
sveitin Ljósbrá.
VÍDALÍN: Miðnes spilar.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Nýjar
línur
á
nýjum stað
undirfataverslun
Síðumúla 3-5DILBERT
mbl.is
alltaf á þriðjudögumÍÞRÓTTIR
MISTÖK urðu í dálkinum Í dag
sem birtur var í gær. Þannig er
mál með vexti að sveitarnafn
SSSólar kom í stað hljómsveitar-
innar Á móti sól. Það tilkynnist því
hér með að Á móti sól leikur í
Höfðaborg, Hofsósi í kvöld, föstu-
dagskvöld, ásamt DJ Þresti 3000
og ljósálfinum Geir glæsimenni.
Aldurstakmark er 16 ár og er ball-
ið liður í átakinu „Björgum sveita-
böllunum“. Sætaferðir víða af
Norðurlandi og einnig frá BSÍ,
Reykjavík. Þá leikur Á móti sól á
Hótel Valaskjálf á laugardags-
kvöldið ásamt DJ Þresti 3000 og
Geir glæsimenni.
SSSól verða hins vegar í Stap-
anum, Keflavík, í kvöld en á Gauki
á Stöng, laugardagskvöldið. Beðist
er velvirðingar á þessum mistök-
um.
Leiðrétting
Golfkúlur 3 stk. í pakka
aðeins 850 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is
!
#
"# $%&"' (()"
(()"*$'+
(()" ', - (()"
'. (()"
!
..
/012
!
..$%&"'
', !
(() ' !
$%&"'
3
'
$4) " KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel
Leikgerð: Guðrún Vilmundard. og Hilmar Jónss.
Í kvöld kl 20 - UPPSELT
Fö 31. maí kl 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 1. júní kl 20 - LAUS SÆTI
BOÐORÐIN 9 eftir Ólaf Hauk Símonarson
Su 26. maí kl 20 - Næst síðasta sýning
Tilboð í maí kr. 1.800
Su 2. júní kl 20 - SÍÐASTA SÝNING
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Lau 25. maí kl 20 - AUKASÝNING
AND BJÖRK OF COURSE ...
e. Þorvald Þorsteinsson
Su 26.maí kl 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 1. júní kl 20 - LAUS SÆTI
FYRST ER AÐ FÆÐAST e. Line Knutzon
Lau 25. maí kl 20 - AUKASÝNING
ATH: síðasta sinn
PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler
Su 26. maí kl 16 - Ath. breyttan sýn.tíma
Fi 30. maí kl 20 - LAUS SÆTI
ATH: Síðustu sýningar í Reykjavík
SUMARGESTIR e. Maxim Gorki
Nemendaleikhús Listaháskólans og LR
Þri 28. maí kl 20
Mi 29. maí kl 20
Lau 1. júní kl 15
Su 2. júní kl 15
Ath: AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR
JÓN GNARR
Fö 31. maí kl 20 - LAUS SÆTI
Ath. Afsláttur sé greitt með MasterCard
GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt
Í kvöld kl 20 - NOKKUR SÆTI
Lau 25. maí kl 20 - Næst síðasta sinn
Fö 31. maí kl 20 - Síðasta sinn
Ath. Sýningum lýkur í maí
Stóra svið
Nýja sviðið
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Litla sviðið
3. hæðin
!"
#$% & "
567 8.
&"3
8 9', ' ' ..
#)#@ +
8
# )
@
5
A3
)
-
>
8