Morgunblaðið - 24.05.2002, Síða 61
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 61
Fyrrverandi
barnastjarnan
Macaulay Culk-
in er sagður
vera að slá sér
upp með leik-
konunni Milu
Kunis sem ís-
lenskir sjón-
varpsáhorfend-
ur ættu að
kannast við úr
sjónvarpsþátt-
unum That 70’s
show, en þar fer hún með hlutverk
hinnar ráðríku Jackie.
Culkin, sem er þekktastur fyrir
hlutverk sitt í Home Alone-mynd-
unum, hefur greint frá því að hann
þjáist af alvarlegri víðáttufælni,
en hann sigraðist þó nýlega á
henni og átti rómantíska kvöld-
stund með Kun-
is á veitingastað
í New York þar
sem til þeirra
sást.
Leikarinn,
sem er 21 árs og
fráskilinn, segir
það hafa tekið
sig fimm tíma
að safna hug-
rekki til að fara
á staðinn. „Mér
finnst skelfilega
erfitt að fara út. Það tekur mig um
tvo tíma að safna kjarki og segja:
Allt í lagi, það er kominn tími til að
fara í búðina,“ segir hann.
Culkin undirbýr sig nú undir að
leika kynskiptinginn og morðingj-
ann Michael Alig í myndinni
Party Monster.
Fimm tíma
undirbúningur
Macaulay
Culkin
Mila
Kunis
ÞESSIR ELDHRESSU krakkar úr
þriðja bekk Ölduselsskóla sóttu
Morgunblaðið heim á dögunum í
fylgd kennara sinna.
Krakkarnir höfðu áður verið
að vinna verkefni sem bar yf-
irskriftina Dagblöð í skólum og
var heimsóknin liður í því að
kynna sér starfsemi dagblaða.
Gestirnir vou mjög áhugasamir
og spurðu ýmissa spurninga sem
við koma útgáfu og uppbyggingu
blaðsins.
Hver veit nema þarna séu á
ferðinni blaðamenn framtíð-
arinnar.
Morgunblaðið/Ásdís
3. HS: Arnór Gunnar, Atli
Freyr, Atli Þór, Einar, Elín
Birta, Gíslína, Guðríður, Hrafn,
Ingileif, Ingunn, Kara, Karól-
ína, Kristín Líf, Ólöf, Paulina,
Símon Smári, Unnur Rún og
Þórður Kári.
3. ÞÓ: Aðalbjörg, Alma Dóra,
Bjarney Rósa, Daníel, Davíð
Örn, Eva Brá, Hlynur Freyr,
Hlynur, Jónas, Kolbeinn Tumi,
Nanna, Óskar Óli, Óttar, Perla
Ósk, Sigurður, Sólveig, Sverrir,
Tómas Þór og Þóra Margrét.
Blaðamenn
framtíðarinnar?
3. BÁ: Aníta Rut, Áslaug, Birkir,
Eyrún, Hafliði, Helgi, Júlíus,
Katrín Birna, Linda Björk, Mar-
grét, Óskar, Sandra Dís, Sigur-
laug, Stefán, Steinunn Bóel,
Tómas, Viktor, Þengill, Þórdís
Anna og Þórdís Erla.
Nemendur Ölduselsskóla heimsækja Morgunblaðið