Morgunblaðið - 24.05.2002, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 24.05.2002, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 63 betra en nýtt Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 10. Sýnd kl. 10.20. „Fylgist með á www.borgarbio.is“ 1/2kvikmyndir.is kvikmyndir.com DV Stærsta bíóupplifun ársins er hafin Sýnd kl. 5, 8 og 11. B. i. 10. 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com  Sánd  SV Mbl Sýnd kl. 5.30. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 6. Vit 379. 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti Sýnd kl. 10.40. B. i. 16. kvikmyndir.is 1/2kvikmyndir.is ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 8. Vit 380. Sýnd kl. 6, 8 og 10. KJÓSUM ALI G Frumsýning Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. 421 -1170 1/2kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com  Sánd  SV Mbl Sýnd kl. 6. B. i. 10. Sýnd kl. 8 og 10.30. B. i. 10. Sýnd kl. 6, 8,10 og 12 á miðnætti. KJÓSUM ALI G Frumsýning SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is Miðasala opnar kl. 15.30 5 hágæða bíósalir 1/2 kvikmyndir.is 1/2 RadioX kvikmyndir.com DV Sánd Sýnd kl. 5, 6, 8, 9 og Powersýningar kl. 11 og 12. B. i. 10. kl. 4, 7 og 10. Stærsta bíóupplifun ársins er hafin Sýnd kl. 4. Íslenskt tal. Sýnd kl. 4, 5, 7, 8, 10 og 11. B. i. 10. Yfir 40.000 áhorfendur! 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com  Tímaritið Sánd  SV Mbl Power- sýning kl. 11 og 12 i l. Yfir 34.0 00 áhor fend ur Yfir 20.000 áhorfendur á sjö dögum!  kvikmyndir.is  MBL Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16 ára Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Forsýnd laugardag og sunnudag kl. 8. FORSALA HAFIN Spennutryllir ársins með óskarsverðlauna- hafanum Jodie Foster. 2 vikur á toppnum í Bandaríkjunum! Yfir 40.000 áhorfendur! 1/2 kvikmyndir.is 1/2 RadioX kvikmyndir.comDV Sánd Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B.i 10. Stærsta bíóupplifun ársins er hafin Sýnd kl. 5, 8 og Powersýning kl. 11. 1/2 kvikmyndir.is 1/2 kvikmyndir.com Tímaritið Sánd  SV Mbl Powersýning kl. 11. Á stærsta THX tjaldi lan dsins www.laugarasbio.is SEM fyrr hefur Kvikmyndasjóður Ís- lands verið með útibú á Kvik- myndahátíðinni í Cannes í því skyni að vekja athygli á íslenskum kvik- myndum og aðstoða við sölu og mark- aðssetningu þeirra. Þorfinnur Óm- arsson framkvæmdastjóri og sam- starfsfólk hafa undanfarin ár deilt skrifstofu með dönsku, sænsku og norsku kvikmyndastofnununum og í ár, líkt og undanfarin ár, hefur verið erilsamt þar og margir kaupendur sýnt verkum íslenskra kvikmynda- gerðarmanna áhuga. Þó verður að segjast að íslensk kvikmyndagerð er heldur fyrirferðarminni í Cannes en oft áður. Aðeins ein mynd, Regína, var sýnd á formlegum markaðssýn- ingum en nokkrar aðrar voru sýndar á lokuðum sýningum eða á mynd- bandi. Það var nýmæli er Regína var tekin bæði á íslensku og ensku og var enska útgáfan frumsýnd í Cannes, á þremur sýningum, sem mæltust vel fyrir að sögn Þorfinns. „Þetta er vissulega sérstök mynd en hún er að- gengileg samt og dæmisaga sem gæti gerst hvar sem er.“ Þorfinnur segir myndina markaðssetta sem barna- og fjölskyldumynd. Hún hafi byrjað hátíðaflakk sitt í Berlín, í einni stærstu og eftirsóknarverðustu barnamyndakeppni sem til er og nú taki fjöldi annarra hátíða við. Auk Regínu var Fálkar, nýjasta mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, sýnd í fyrsta sinn að viðstöddum áhorfendum, á lokaðri sýningu á mið- vikudag og hefur myndin þegar verið seld mjög víða. Útlit er fyrir að hún og aðrar væntanlegar myndir; Nói al- bínói Dags Kára Péturssonar, Hafið eftir Baltasar Kormák og Maður eins og ég, svo einhverjar séu nefndar, muni herja á kvikmyndahátíðir í haust en þá er helsta vertíð kvik- myndahátíða að sögn Þorfinns og nefndi hann sem dæmi að hátíðirnar í Locarno og Edinborg færu fram í ágúst, í Feneyjum og Toronto í byrj- un september og í San Sebastian í lok september. „Þetta eru allt svokallað- ar A-hátíðir og það sem við erum að gera hér, ásamt söluátakinu, er að reyna koma væntanlegum myndum inn á þessar hátíðir,“ segir Þorfinnur. Hann segir að vel gangi með sölu á öllum þessum myndum, sérstaklega Hafinu, en stórt skref hafi verið tekið í átt að alheimsdreifingu er hið öfluga franska dreifingarfyrirtæki Flach Pyramide keypti söluréttinn á mynd- inni en fyrirtækið hefur einnig tryggt sér réttinn á einum 10 myndum sem eru sýndar á formlegri dagskrá hátíð- arinnar. Hafið hefur þegar verið seld til vel á þriðja tug landa að sögn Þor- finns, og það áður en nokkur hefur séð hana, sem Þorfinnur leyfir sér að fullyrða að sé einsdæmi fyrir íslenska mynd. „Ástæðan fyrir þessum mikla áhuga á mynd Baltasars er án efa vel- gengni 101 Reykjavík sem var sýnd víðar en flestar aðrar íslenkar myndir og þótti spennandi af frumburði að vera. Verðlaunin, sem handritið að Hafinu fékk á Sundance-hátíðinni, er síðan viss gæðastimpill sem auðveld- ar alltaf söluna.“ Þorfinnur segir það vissulega hafa verið ákveðin vonbrigði að myndin hafi ekki komist inn í aðalkeppnina eins og fagblöðin Screen Internation- al og The Hollywood Reporter höfðu spáð. „Svarið um hvort hún kæmist inn var dregið fram á síðasta dag sem segir manni að hún hafi verið ansi ná- lægt því að detta inn. Sölufyrirtækin gáfu heldur ekki kost á myndinni öðruvísi en í keppni því til þess að hún sé gjaldgeng í aðrar af stóru keppn- unum þarf hún að vera frumsýnd þar og má ekki hafa verið sýnd á öðrum sambærilegum hátíðum“. Mávahlátur eftir Ágúst Guðmunds- son kemur ekki við sögu Cann- es-hátíðarinnar í ár því þegar hefur verið ákveðið að hún verði frumsýnd formlega á alheimsmarkaði á Alþjóð- legu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í júlí. Gemsar (erlenda heitið er Made in Iceland) og Reykjavik Guesthouse – rent a bike hafa einnig verið kynntar á Cannes. Það er síðan af Þorfinni sjálfum að frétta að hann hefur verið endurkjör- inn í stjórn European Film Promot- ion en það eru samtök 21 Evrópu- lands sem miða að því að kynna og gera veg evrópskrar kvikmyndagerð- ar sem mestan og að leiða saman kvikmyndagerðarfólk og framleið- endur frá ýmsum löndum. Sérstök áhersla er lögð á að ryðja braut ungra og upprennandi kvikmyndagerðar- manna en eitt stærsta verkið, sem samtökin standa fyrir, er Shooting Stars-átakið á Berlínarhátíðinni sem kemur á framfæri efnilegum leikur- um en Hilmir Snær Guðnason, Ingv- ar E. Sigurðsson og Margrét Vil- hjálmsdóttir hafa komið þar við sögu. Kvikmyndasjóður kynnir íslenska kvikmyndagerð í Cannes Hafið hugann dregur Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þorfinnur ásamt Ingu Sólnes, skrifstofustjóra Kvikmyndasjóðs, við íslenska borðið á skrifstofu Skandinavian Films í Cannes. Cannes. Morgunblaðið. skarpi@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.