Morgunblaðið - 24.05.2002, Síða 64

Morgunblaðið - 24.05.2002, Síða 64
64 FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit nr. 370.  kvikmyndir.is  MBL Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 358. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.12 ára. Vit 375. 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti Sýnd kl. 4 og 6. Vit 379. FRUMSÝNING ALI G INDAHOUSE Hasartryllir ársins. Sýnd kl. 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 377. kvikmyndir.is ÓHT Rás 2 Sýnd á klukkustundarfresti. Kl. 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11 og 12. Vit 382. Sýnd kl. 6 og 9. Sýnd í lúxus kl. 7 og 10. B. i. 16. Vit 380. J I M C A R R E Y T H E M A J E S T I C 1/2kvikmyndir.is KJÓSUM ALI G 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  Sánd Sýnd kl. 7.30 og 10.15. B. i. 16. HK DV HJ Mbl JOHN Q. Sýnd kl. 5. B.i.12 Sýnd kl. 8 og 10.15. FRUMSÝNING ALI G INDAHOUSE KJÓSUM ALI G Hér er hinn nýkrýndi Ósk- arsverðlaunahafi Denzel Washington kominn með nýjan smell. Hér leikur hann JOHN Q, föður sem tekur málin í sínar hendur þegar sonur hans þarf á nýju hjarta að halda og öll sund virðast lokuð. Sýnd kl. 5. MULLHOLLAND DRIVE Sýnd kl. 5 og 9. B. i. 16. Kvikmyndir.com „Snilld“ HK DV Hér kemur útgáfa sem hefur aldrei sést áður. Meistaraverk Francis Ford Coppola er hér með fullkomnað. 52 mín. lengri en upprunalega útgáfan. Einstök bíóupplifun. Sýnd kl. 8 og 10.15.  ÓHT Rás 2 1/2HK DV HL Mbl Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6, 8, 10 og 12 á miðnætti. 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  Sánd Treystu mér Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 12 mánudaginn 27. maí! Blaðaukinn Sumarferðir 2002 kemur út 1. júní Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111 eða netfang: augl@mbl.is KOLLEGI minn á Fréttablaðinu sendi Moby dóm um þessa plötu í formi opins bréfs. Skondið þar sem ég hafði einmitt hripað niður fáeinar línur sem ég ætlaði að birta Moby á op- inberum vettvangi. Þær eru á þessa leið: „Kæri Moby. Ég hefi verið að hlusta á nýju plötuna þína undanfarið og ég er bara vel sáttur. Jú, vissulega eru hérna lög sem voru greinilega tekin upp um leið og Play var gerð. Og ég ætla síst að álasa þér fyrir að henda þeim inn á þennan grip, allt eru þetta skotheldar smíðar sem eiga vel skilið að ná til fleiri eyrna en þinna. En ég heyri líka að þú skreytir gripinn með annars konar lögum, t.a.m. er fyrsta lagið frábært, skemmtilegur óður til níunda áratugar hárblásarapopps. Svo ertu með svalt hipp-hopplag þarna og „Sleep Alone“ er flott og einkennileg rólyndisstemma. Ég er heldur ekki frá því að þú sért heldur angurværari og jafnvel persónulegri hér en síðast. Ég er nú svo einfaldur, Moby minn, að ég bara hreinlega trúi því ekki að þú hafir sett aðra Play plötu á markaðinn til að maka krókinn. Ég stend fastar en fótunum á því að þú hafir einfaldlega verið að ljúka þessu farsæla „auglýsingatæknó“ skeiði þínu með þessari plötu. P.S. Ég bíð spenntur eftir næstu plötu. Og ég veit að eitthvað allt ann- að verður uppi á teningnum þá.“  Tónlist Moby á góðri leið Moby 18 Playground Play – annar hluti. Eða hvað? Arnar Eggert Thoroddsen RÉTTARHÖLDUM í máli leikkonunnar Winona Ryder, sem kærð hefur verið fyrir búðarhnupl, var frestað á ný í gær. Dómstóll í Kaliforníu frestaði rétt- arhöldunum til 3. júní og þá verður skorið úr um hvort Ryder skuli mæta fyrir rétt. Lögmaður leikkonunnar fór fram á að málinu yrði frestað þar sem hann þyrfti á sama tíma að mæta fyrir annan skjólstæð- ing sinn fyrir rétt í morðmáli. Málinu hefur verið frestað nokkrum sinnum frá því Ryder var handtekin í desember. Ryder var ekki viðstödd þegar dómari samþykkti frestunina í dag. Hún var handtekin 12. desember fyrir meintan stuld á fatnaði að and- virði 4.800 dollara í verslun Saks í Bev- erly Hills. Þá segir lögregla að Ryder hafi haft í vörslu sinni verkjalyfið ox- ycodone, sem inniheldur efni skylt morfíni, sem hún hefði ekki fengið fyr- ir framvísun lyfseðils. Hún segist saklaus af ákærunum. Ryder hefur hent gaman að málinu og birtist á forsíðu tímaritsins W íklædd stuttermabol með áletruninni „Frelsum Winonu“. Réttarhöldum í máli Winonu Ryder frestað enn á ný Frelsum Winonu! Reuters Winona íklædd bolnum fræga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.