Morgunblaðið - 02.06.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 27
HANN var náinn vinur Pic-
assos, hann er einn frægasti
stríðsljósmyndari allra tíma,
hann er að nálgast nírætt og komst í heimsfrétt-
irnar á síðasta ári fyrir að móðga mesta ljósmynd-
ara tuttugustu aldar. David Douglas Duncan tók
myndir af Henri Cartier-Bresson og gaf þær út á
bók í Ameríku. Cartier-Bresson, sem er á tíræð-
isaldri, hótaði öllu illu og bókin fékkst ekki gefin út í
Evrópu. Duncan skilur ekkert í látunum en kippir
sér ekkert upp við þau; segist hafa upplifað aðra
hluti og ógnvænlegri á viðburðaríkum ferli.
Við David Douglas Duncan hittumst á árlegri há-
tíð helgaðri fréttaljósmyndun í Suður-Frakklandi.
Hann segist hafa gaman af að hitta kollega og sjá
hvað þeir eru að mynda; það er líka stutt fyrir hann
að fara því hann er búsettur í Frakklandi. Duncan
hefur gefið út á annan tug bóka en viðbrögðin við
þeirri nýju, um Cartier-Bresson, hafa verið ólík því
sem hann á að venjast; átökin í deilu þeirra líkjast
ekki þeim styrjöldum sem hann hefur kynnst.
„Ég hef gaman af að sýna fólki þessa bók og fá
viðbrögð við henni,“ seg-
ir Duncan. „Ég er að
hylla Cartier-Bresson í
henni, það er engin ill-
kvittni af minni hálfu.“
Það sem gerðist var
eitthvað á þessa leið:
Tímaritið Vanity Fair
fékk Cartier-Bresson,
sem þá var 92 ára gam-
all, til að taka portrett af
gömlum ljósmyndurum
– sem reyndar voru allir
nokkrum árum yngri en
sá sem myndaði. Einn
þeirra var David Dougl-
as Duncan, en þeir Cart-
ier-Bresson höfðu verið
góðir kunningjar allt frá
því þeir kynntust við
frelsun Parísar árið
1944. Cartier-Bresson
myndaði Duncan í Pic-
asso-safninu í París og á
eftir settust þeir niður í
garði safnsins og fengu sér kaffi. Þá setti
Duncan svarthvíta filmu í myndavél konu
sinnar og myndaði Cartier-Bresson þar
sem hann sat við borðið; tók heila filmu, 36
myndir. Þegar Duncan fór síðan að skoða
myndirnar fékk hann þá hugmynd að gefa
alla myndaröðina út á bók og kalla hana
Faceless – The Most Famous Photograph-
er in the World. Cartier-Bresson leyfði
aldrei að teknar væru af sér myndir; hann
sagði að sem götuljósmyndari yrði hann að
vera óþekktur. En fyrir nokkrum misser-
um gaf eiginkona hans, Martine Franck, út
litla bók með myndum af karlinum og þar
með var hann orðinn opinber. En ekki fyrir
alla.
„Myndirnar voru teknar á fimm mínút-
um,“ segir Duncan. „Hvorugur okkar sagði
orð. Hann bara stillti sér upp, á sumum með
Leicuna. Af minni hálfu var þetta hylling á mynd-
um ótrúlega hæfileikaríks manns.
Það kom mér á óvart að heyra viðbrögð Cartier-
Bressons þegar ég sendi honum línu og sagði að
mig langaði til að gefa myndirnar út. Það voru tóm-
ar hótanir úr hans herbúðum.“
Cartier-Bresson var einn stofnenda Magnum-
ljósmyndarasamsteypunnar og þeir hótuðu for-
leggjara Duncans í Evrópu öllu illu ef hann gæfi
bókina út í óþökk Cartier-Bressons. Þrýstingurinn
varð til þess að bókin hefur einungis verið gefin út í
Bandaríkjunum.
„Það er spaugilegt að myndstjóri Vanity Fair
hætti meira að segja við að hafa myndina af mér í
greininni. Cartier-Bresson batt enda á gamla vin-
áttu okkar. Þetta eru einfaldar myndir og mér
finnst sjálfsagt að fólk sjái þær; mér finnst hann
vera áhugaverðari á þeim myndum þar sem hann
er ekki með myndavélina í höndunum.“
Við Duncan förum í gönguferð og heimsækjum
sali þar sem verið er að sýna ljósmyndir frá átökum
í Kákasusfjöllum og víðar. „Hér er mikið af frá-
bæru efni í myndum,“ segir Duncan, „en kannski of
mikið af tragík og óhugnaði. Ég vildi gjarnan sjá
fleiri myndasögur með hamingju og léttleika. Það
er erfitt að nota myndavél til að segja sögu en það
er auðvelt að nota myndavél við að segja stríðs-
fréttir. Stríð er það auðveldasta sem þú getur
myndað; alls staðar eru særðir, drama, sorg …
Maður þarf bara að vita hvernig stríð eru háð, kom-
ast nálægt átökunum og vera heppinn. Þegar stríð
bresta á fara allir þessir ljósmyndarar af stað og
vilja ná MYNDINNI. Það er auðvelt. En að fylgj-
ast með lífi fólks og gera heildstæða sögu, það er
erfitt en gefur ljósmyndaranum svo miklu meira.“
Hann segir að þrátt fyrir að hann sé hvað þekkt-
astur fyrir stríðsmyndir hafi stríðsljósmyndun ver-
ið atvinna fyrir sér, ekki áhugamál. „Ég var í Japan
að mynda listmuni þegar Kóreustríðið braust út og
þess vegna var ég beðinn að fara þangað.“ Hann
segir ekki frá annarri slíkri tilviljun, en árið 1954
átti Duncan að fara til Indókína en þar sem Robert
Capa – þekktasti stríðsljósmyndari aldarinnar –
var þá staddur í Japan, og nær átökunum, var hann
sendur í staðinn og átti ekki afturkvæmt því hann
steig á jarðsprengju.
Duncan segir lífið hafa verið auðveldara fyrir
ljósmyndara hér áður fyrr. „Ég var í tíu ár hjá
LIFE-tímaritinu og við vorum heppnir því þá var
ekkert sjónvarp. Nú hafa allir séð atburðina í sjón-
varpsstöðvunum; við ljósmyndarar þurfum að gera
mjög óvenjulegar sögur til að grípa athyglina. En
samt er þessi urmull góðra ljósmyndara á ferðinni í
dag og allir vilja verða nýr Cartier-Bresson, Eisen-
stadt, James Nachtway – eða Douglas Duncan!“
Fimm af bókum Duncans hafa verið helgaðar
Pablo Picasso; persónulegar bækur sem sýna lista-
manninn í starfi og leik síðustu sautján árin sem
hann lifði. Duncan varð náinn vinur Picassos og
Jacqueline eiginkonu hans.
„Ég var ekki málari, ekki listfræðingur heldur
bara ljósmyndari og Picasso gat verið alveg af-
slappaður gagnvart mér,“ segir hann. „Picasso var
alltaf í vinnustofunni og fór lítið en hann var forvit-
inn um heiminn og vildi spjalla. Ég var alltaf á ferð-
inni, í Rússlandi, í Palestínu, fór víða um Asíu, og
þegar ég sneri heim til Frakklands heimsótti ég
hann og sagði honum sögur. Við vinir hans vorum
eins konar loftnet; við fluttum honum sögur. Það
var Capa sem sagði mér að fara í heimsókn og í
þeirri fyrstu tók Picasso á móti mér sitjandi í bað-
karinu. Þá tók ég fyrstu myndirnar.
Picasso horfði alltaf á mann þegar við töluðum
saman. Og það var svo furðulegt en hann blikkaði
aldrei augunum. Af þeim þúsundum mynda sem ég
á af honum blikkar hann aðeins á einni. Claude son-
ur hans kom skyndilega inn og honum brá. Aðrir
menn eru síblikkandi.
Picasso skildi hvað ég var að gera með öllum
þessum myndum, hann vissi að með tímanum yrði
þetta yrði merkileg heimild. Hann elskaði að bera
saman myndir. Ég gaf honum oft prent og hann lék
sér að sumum þeirra, málaði á þau, og ég myndaði
það allt saman.“
Duncan ljómar allur þegar hann rifjar upp þá
tíma sem hann eyddi með Picasso, enda er hann þá
að tala um sitt helsta áhugamál. „Listin hefur alltaf
verið mitt uppáhald. Eftir heimsstyrjöldina eyddi
ég fimm árum í Asíu en þegar ég kom til Þýska-
lands árið 1951 gat ég keypt mér miðaldalistaverk
fyrir nánast ekki neitt. Þannig keypti ég til dæmis
árið 1954 verk eftir El Greco á Spáni fyrir 5.000
dali. Það var mikill peningur fyrir mig þá en er í dag
bara brotabrot af verðmæti myndarinnar.“
Eftir Einar Fal
Ingólfsson
DUNCAN umkringdur aðdáendum sem allir eru meðal kunnustu ljósmyndara
samtímans: Nick Knight, Christopher Morris og James Nachtaway.
Morgunblaðið/Einar Falur
Í stríði við Cartier-Bresson
en Picasso blikkaði aldrei
OPNA úr bókinni Viva Picasso, mynd af starandi augum
listamannsins, eftir David Douglas Duncan.