Morgunblaðið - 02.06.2002, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 02.06.2002, Qupperneq 36
SKOÐUN 36 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er stríð milli Ísraela og Palestínu- manna með tortímingu og manndrápum sem upp vekja reiði og for- dæmingu út um heim svo sem eðlilegt er. Ísr- aelar hafa hernaðar- lega yfirburði og því er vart við öðru að búast en yfir þá komi drýgst- ur hluti mótmæla og gagnrýni. Svokallaðir „haukar“ sem nú eru oddvitar Ísraels hafa fyrr og síðar vísað gagnrýni frá sér á þeim forsendum, að hún byggði á gömlu og nýju gyðingahatri sem löng hefð er fyrir, ekki síst í Evrópu. Því miður er nú svo komið að sá sem með fylgist neyðist til að spyrja sig hvort þeir hafi ekki alltof mikið til síns máls. Rétt er að slá því föstu strax, að það er eðlilegt og sjálfsagt að gagn- rýna Sharon, Netjanahu og fleiri slíka sem lengst af hafa sem minnst viljað af réttindum Palestínuaraba vita. Og þá er ærin ástæða til að taka mark einmitt á þeim sem næstir eru vettvangi: andstæðingum stefnu Sharons meðal Ísraela sjálfra. Það er ekki síst rétt að leggja eyru við röksemdum þeirra sem hafa árum saman haldið uppi gagnrýni á það sem verst hefur verið í stefnu ráða- manna í Ísrael: á landtökubyggðir. Sem þeir telja allt í senn: ofríki gagn- vart Palestínumönnum og hættuleg- ar ísraelsku samfélagi sjálfu í bráð og lengd. Og hlusta á menn eins og rithöfundinn Amos Oz sem segir í sem stystu máli: Hvorki Ísraelar né Palestínumenn eru á förum. Það er aðeins einn kostur til annar en alls- herjar uppgjör með miklu blóðbaði: skipta landinu. Stofna Palestínuríki – um leið og öryggi Ísraels og til- veruréttur er tryggður. Og til að eitthvað jákvætt gerist verður að gera kröfur um tilslakanir bæði til Ísraela, Palestínumanna og hins ar- abíska heims sem þeir eru hluti af. Við mætti bæta: skilningur og af- skipti umheimsins skipta hér líka máli. Og þá ber nauðsyn til að menn falli ekki í þá freistingu að veita ein- hverjum málsaðila fyrirvaralausan stuðning og taka í einu og öllu undir hans túlkun mála. Friðarsinnar og sjálfsmorðsárásir Það finnst einmitt mörgum frið- arsinnum í Ísrael að nú sé gert. Þeim finnst til dæmis, sem og mörgum gyðingum víða um lönd, bæði undarlegt og ískyggilegt þegar hver Palestínumaður sem deyr er í fjölmiðl- um úti um heim meiri- háttar stríðsglæpur meðan þeir Ísraelar sem farast í sjálfs- morðsárásum eru af- skrifaðir sem einskon- ar minniháttar slys í göfugri þjóðfrelsisbar- áttu. Eins þótt þeir séu 20 einstaklingar úr stórfjölskyldu sem kom saman til páskamáltíð- ar. Í nýlegu samtali við danskan fréttaritara segja nokkrir ísraelskir andstæðing- ar Sharons sem svo: Ef ekki væru sjálfsmorðsárásirnar þá væru miljón manns komnir út á göturnar til að andmæla Sharon. En nú getum við ekki einu sinni lagt til að hernáminu verði tafarlaust aflétt, vegna þess að þá mundu hermdarverkamenn telja sig hafa unnið sigur. Og þeir mundu ekki hætta sjálfsmorðssprengingum að heldur – því að baki þeim standa menn sem ekki vilja neinskonar sam- komulag við Ísrael um nokkurn skapaðan hlut. Hér er vikið að því sem margir átta sig ekki á. Það er misskilningur að sjálfsmorðsárásirnar séu framdar af örvæntingarfullum unglingum sem hafa ákveðið „að taka nokkra gyðinga með sér“ með heimatilbún- um sprengjum. Þær eru undirbúnar af sérfróðum mönnum og skipulagð- ar af samtökum á borð við Hamas og Al Aqsa, sem kannast vel við þær og eru stolt af þeim. Slík hermdarverk eru heldur ekki nýmæli. Sprengju- kast á gyðingabyggðir í Palestínu var stundað óspart á fjórða áratugn- um þegar í landinu fjölgaði flótta- mönnum undan ofsóknum Hitlers, og sprengjukast og tímasprengjur sem komið var fyrir hér og þar kost- uðu um 1300 Ísraela lífið á fyrstu ár- um ríkisins. Það sem er nýtt er að til- ræðismennirnir farist sjálfir – og það eru nýmæli sem víðar segja til sín, samanber árás Al Quedamanna á New York í september í fyrra. Þjóðarmorð? En þá er það ótalið sem flestum gyðingum í Ísrael og um heim allan, hvort þeir eru trúaðir eða vantrúað- ir, gagnrýnir á stjórnvöld í Ísrael eða samherjar þeirra, finnst bera með ótvíræðum hætti vitni um endur- komu öflugra fordóma og haturs í garð gyðinga. Og það er sú árátta sem mikið ber á í mótmælaaðgerðum og í fjölmiðlum í Evrópu, að líkja því mannfalli sem Palestínumenn verða fyrir við þjóðarmorð og bera það saman við útrýmingarherferð nas- ista sem kostaði sex miljónir gyðinga lífið. Þetta er mikill söngur og öfl- ugur og reyndar ótrúlegur. Það er líklega heimskulegt að telja lík: langflestir þeirra sem falla í stríði eru með nokkrum hætti fórn- arlömb glæps. En hvað um það – þjóðarmorð er eitt og manndráp í stríði er annað. Þjóðarmorð er fram- ið þegar í orði og verki er gengið fram í að drepa hvert mannsbarn af tiltekinni þjóð. Tölur um mannfall í um 20 mánaða átökum nú eru um 500 Ísraelar og 1.500 Palestínumenn að því er mér sýnist. Til að kalla slíkt mannfall þjóðarmorð þarf mjög und- arlegt ímyndunarafl. Því er heldur ekki að heilsa að Palestínumenn séu vopnlaust fólk, þótt þeir hafi ekki þungavopn. Það hefur víða verið bar- ist í byggðum þeirra. Vopnaðar sveitir veittu harða mótspyrnu í Jen- ínbúðunum þar sem Ísraelar töldu að mikill hluti sjálfsmorðsárásanna væri skipulagður. Atburðir í Jenín eru reyndar dæmigerðir um það sem hér um ræðir: meðan á þeim stóð voru mörg orð og stór höfð um að þar færu fram svívirðileg fjöldamorð, útrýming á fólki í stórum stíl, gott ef ekki sam- bærileg við örlög gyðingahverfisins í Varsjá á dögum nasista. Þegar upp er staðið kemur svo í ljós að áliti Mannréttindasamtakanna Human Rights Watch að þar hafi fallið 48 Palestínumenn og 23 ísraelskir her- menn. Engar vísbendingar finnist um að „Ísraelsher hafi fjarlægt lík úr búðunum og grafið í fjöldagröfum“. Ekkert bendi til þess að „mörg hundruð óbreyttir borgarar hafi fall- ið“. ( sbr Morgunblaðið 21. maí sl.) GYÐINGAHATUR OG GAGNRÝNI Á ÍSRAEL Árni Bergmann Tölur um mannfall í um 20 mánaða átökum nú eru um 500 Ísraelar og 1.500 Palestínumenn að því er mér sýnist, skrifar Árni Bergmann. Til að kalla slíkt mannfall þjóðarmorð þarf mjög undarlegt ímyndunarafl. Það skiptir ekki máli. grenningarkremið Silhouette er alltaf lausnin • Ertu með of stóra húð? • Ertu með appelsínuhúð? • Ertu með slappa húð eftir megrun eða meðgöngu? 20% kynningarafsláttur ...ferskir vindar í umhirðu húðar Það eina sem þú þarft að gera er að bera það á þig. Silhouette vinnur líka á undirhöku, styrkir háls og stinnir slappan maga og upphandleggi. mánudaginn 3. júní Lyf og heilsu, Melhaga. Þriðjudaginn 4. júní Lyf og heilsu, Firði. Fimmtudaginn 6. júní Lyf og heilsu, Mosfellsbæ. Föstudaginn 7. júní Lyf og heilsu, Háteigsveg. Föstudaginn 7. júní Lyf og heilsu, Glerárt. Akureyri. Fríða verður með kynningar og ráðgjöf frá kl. 13-15 Þátttaka í happdrætti Krabbameinsfélagsins er stuðningur við mikilvægt forvarnastarf Dregið 17. júní Veittu stuðning - vertu með!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.