Morgunblaðið - 02.06.2002, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 29
Félagsþjónustan í Reykjavík veitir í samvinnu við
Félagsráðgjöf Háskóla Íslands námsstyrki fyrir skólaárið
2002–2003. Styrkirnir eru eingöngu veittir karlmönnum
sem stefna að löggiltu starfsréttindanámi í félagsráðgjöf
og sem hafa lokið a.m.k. eins árs námi á háskólastigi.
Styrkurinn er kenndur við Þóri Kr. Þórðarson,
prófessor og fyrrum borgarfulltrúa, sem var
brautryðjandi nútíma félagsþjónustu í Reykjavík.
Markmið styrkveitingarinnar er að fá fleiri karla
til ráðgjafarstarfa hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík
og stuðla að jafnrétti undir formerkjum jákvæðrar
mismununar, sem felur í sér að ef hallað er á annað
kynið sé réttlætanlegt að grípa til tímabundinna
aðgerða til að jafna kynjahlutfall í ákveðnum stéttum
og atvinnugreinum.
Styrkveitingin er jafnframt hluti samstarfs
Félagsþjónustunnar við Félagsráðgjöf Háskóla
Íslands, en það samstarf felur m.a. í sér starfsþjálfun
félagsráðgjafarnema, rannsóknarsamstarf og kostun
tímabundinnar lektorsstöðu í félagsráðgjöf.
Umsækjendur þurfa að leggja fram skriflega umsókn
þar sem eftirfarandi atriði koma fram:
Nafn, kennitala, heimilisfang og fjölskylduaðstæður.
Upplýsingar um starfs- og námsferil.
Stutt ritgerð með hugmyndum umsækjanda um
félagsráðgjöf og mikilvægi þess að karlmenn
laðist að greininni.
Það skilyrði fylgir úthlutun styrksins að styrkþegi
skuldbindi sig til starfa hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík
í a.m.k. eitt ár eftir að starfsréttindanámi lýkur.
Umsóknarfrestur er til 10. júní nk. Umsóknum skal
skila til skrifstofu félagsmálastjóra, Síðumúla 39, 108
Reykjavík (tölvupóstfang: felags@fel.rvk.is). Sérstök
úthlutunarnefnd, skipuð fulltrúum Félagsþjónustunnar
í Reykjavík og Félagráðgjafar Háskóla Íslands, velur
væntanlega styrkþega úr hópi umsækjenda.
Styrkir til háskólanáms fyrir karla
Félagsmálastjórinn í Reykjavík.
K
O
R
T
E
R
Á hluthafafundi Búnaðarbanka Íslands hf., sem haldinn var þann 16. febrúar
2002, var samþykktur samruni Gildingar fjárfestingafélags ehf. við Búnaðarbanka
Íslands hf. Samþykkt var að hlutafé yrði aukið að nafnverði allt að 799.664.020 kr.
með útgáfu nýrra hluta. Hluthafar féllu frá forgangsrétti sínum til hlutafjár-
aukningarinnar, en veittu hluthöfum Gildingar, öðrum en Búnaðarbankanum
forgangsrétt til að skrá sig fyrir hinum nýju hlutum. Áskrifendum var veitt heimild
til að greiða fyrir hina nýju hluti með hlutum í Gildingu fjárfestingafélagi ehf.
Verðbréfaþing Íslands hf. hefur þann 28. febrúar 2002 skráð hlutafjárhækkun í
Búnaðarbanka Íslands hf., samtals að nafnverði 799.664.020 kr. á Aðallista
Verðbréfaþings Íslands hf. í samræmi við lög og reglur Verðbréfaþings Íslands hf.
Hlutabréfin voru ekki boðin í almennri sölu.
Skráningarlýsingu, sem og önnur gögn sem vísað er í, má nálgast hjá
Búnaðarbankanum Verðbréfum, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík.
Skráningarlýsingu má einnig nálgast á heimasíðu Búnaðarbankans www.bi.is
Skráningarlýsing vegna hlutafjárhækkunar
í Búnaðarbanka Íslands hf.
þann 28. febrúar 2002
Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Sími: 525-6060. Fax: 525-6099.
Aðili að Verðbréfaþingi Íslands.
Austurstræti 5, 155 Reykjavík, kt. 490169-1219.
HÁDEGISTÓNLEIKAR Lista-
hátíðar í Hafnarhúsinu hafa gengið
vel, og aðsókn góð. Sú var einnig
raunin á fimmtudag, þegar Eydís
Franzdóttir lék þrjú einleiksverk, Via
di gelata eftir Ríkharð H. Friðriks-
son, Ortus eftir Atla Heimi Sveinsson
og ásjónur kvöldsins eftir Elínu
Gunnlaugsdóttur. Aðeins verk Atla
hefur heyrst áður, þá á erlendri
grund, þannig að öll voru verkin að
heyrast í fyrsta sinn hér á landi. Það
er því talsverð þrekraun hjá Eydísi
að bjóða upp á slíkt á einum litlum há-
degistónleikum. Verkin þrjú voru
ákaflega ólík. Ríkharður samdi sitt
verk í Siena á Ítalíu árið 1990. Það er
kannski best hægt að lýsa verkinu
sem léttri glettu. Þriggja tóna skali
lítillar þríundar ólmast við að brjótast
úr eigin viðjum og tekst um stund-
arsakir með útúrdúrum í ýmsar áttir.
Skemmtilegt verk þótt það léti lítið
yfir sér.
Verk Atla Heimis var burðarás
tónleikanna, Ortus, eða fæðing, sam-
ið 1991 fyrir sænska óbóleikarann
Helenu Jahren. Atli skipar verkinu í
flokk með hugleiðsluverkum sínum;
þar er þekktast sellóeinleiksverkið
Úr ríki þagnarinnar.
Verk Atla reyndist kynngimagnað,
þar sem hver taug tilfinngaskalans
var þanin í stórbrotinni „fæðingu“
tónlistarinnar. Niðurlag verksins var
sérstaklega áhrifamikið, þar sem tón-
listin smám saman fjaraði út og hljóð-
færaleikarinn hvarf sjónum tónleika-
gesta. Hvenær er verkið búið?
Hvenær er fæðingu mannsins lokið,
áður en hann hverfur inn í mann-
mergð hins svokallaða veruleika?
Þetta var sterkt og áhrifamikið verk.
Ásjónur kvöldsins var lokaverk
tónleikanna, eftir Elínu Gunnlaugs-
dóttur, samið undir áhrifum frá sam-
nefndu ljóði eftir Óskar Árna Ósk-
arsson. Sex þættir verksins eru
tónbirtingar sumra þeirra mynda
sem Óskar Árni dregur upp í ljóðinu.
Ólíkt glettu Ríkharðar og innhverfu
drama Atla Heimis var verk Elínar
ljóðrænt og jafnvel myndrænt. Tón-
rænn tröppugangur í kaflanum um
Bláu kjallaratröppurnar, og tvíhljóm-
andi óbó í Hljómi munnhörpunnar. Í
lokaþættinum, Í myrku laufi og í
dauflýstum rúðum, tókust á tvö stef,
– það dauflýsta falleg útfærsla á stef-
broti úr þjóðlaginu Ljósið kemur
langt og mjótt. Fínt verk hjá Elínu.
Eydís Franzdóttir var í miklum
ham á hádegistónleikunum á fimmtu-
dag. Hvert verk var fallega mótað af
næmri tilfinningu hennar fyrir stíl og
karakter. Leikur hennar í verki Atla
Heimis var ekkert minna en stór-
fenglegur í þeim gríðarlegu hamför-
um sem þar voru. Þetta voru góðir
tónleikar og hálftíma matarhléi vel
varið í upplifun sem þessa.
Kynngimögnuð fæðing
TÓNLIST
Einleikstónleikar
Eydís Franzdóttir óbóleikari lék þrjú ís-
lensk verk, Via di gelata eftir Ríkharð H.
Friðriksson, Ortus eftir Atla Heimi
Sveinsson og ásjónur kvöldsins eftir El-
ínu Gunnlaugsdóttur. Þetta var Íslands-
frumflutningur allra verkanna.
Fimmtudag kl. 12.30.
LISTASAFN REYKJAVÍKUR
Bergþóra Jónsdóttir