Morgunblaðið - 02.06.2002, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 02.06.2002, Qupperneq 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMFYLKINGIN hlaut mikilvæga traustsyfirlýsingu í kosningunum sem fóru fram fyrir sléttri viku. Traust landsmanna á hinum unga flokki jafn- aðarmanna birtist í að næstum þriðji hver kjósandi greiddi Sam- fylkingunni atkvæði í þeim sextán sveitar- félögum þar sem hún bauð fram eigin S-lista. Fylgi hennar í þeim nam 31,6 % atkvæða. Fylgi Samfylkingarinn- ar í þingkosningunum 1999 var 26,8%. Sam- fylkingin vann því mikilvægan sókn- arsigur í kosningunum á laugardag- inn. Næststærsti flokkurinn Til samanburðar reyndist fylgi Framsóknar vera 23,4% í þeim sveit- arfélögum þar sem hún bauð fram eigin lista. Úrslitin sýndu svart á hvítu, að gott gengi í skoðanakönn- unum á miðju kjörtímabili þýðir ekki sjálfkrafa fylgi í kosningum. Vinstri- grænir, sem misserum saman hafa siglt hátt í skoðanakönnunum, fengu aðeins 6,6% atkvæða í þeim sveitar- félögum sem þeir buðu fram í. Það var skiljanlega órafjarri væntingum flokksins. Fylgi Samfylkingarinnar á laugar- daginn, 31,6 % atkvæða, leiðir af- dráttarlaust í ljós, að hún er næst- stærsti flokkur landsins. Að því leyti hnigu úrslit kosninganna í sama far- veg og skoðanakannan- ir sem síðasta misserið hafa verið fram- kvæmdar af vönduðum stofnunum. Þar hefur birst hæg en örugg sókn Samfylkingarinn- ar. Nokkrar undanfarn- ar kannanir hafa sýnt 26–28% fylgi flokksins í Reykjavík, 25% í Reykjaneskjördæmi og um 20% annars staðar. Kosningarnar á laug- ardaginn sýndu því með afgerandi hætti að Samfylkingin er næst- stærsta stjórnmálaaflið bæði í landsmálum og í sveitarstjórnum. 80 bæjarfulltrúar Sigurinn sem Samfylkingin vann í kosningunum birtist mjög skýrt í þeim mikla fjölda bæjarfulltrúa sem flokkurinn á nú víðs vegar um landið. Sumir urðu til fyrir tilstilli hreinna S-lista Samfylkingarinnar. Aðrir voru meðal þeirra þungavigtarmanna sem Samfylkingin lagði til í sameig- inleg framboð. Þar ber vitaskuld Reykjavík hæst en auk þeirra má nefna Vopnafjörð, Húsavík, Ólafs- fjörð, Bolungarvík, Voga svo nokkur slík séu nefnd. Í sextán sveitarfélögum voru hreinir Samfylkingarlistar bornir fram. Mér reiknast til að í þeim hafi Samfylkingin fengið samtals kosna um 45 bæjarfulltrúa. Þetta er vösk sveit og fjölmenn. Til samanburðar má nefna, að vinstri-grænir fengu að- eins 4 fulltrúa í þeim sveitarfélögum þar sem þeir buðu fram hreina VG lista. Fráleitt er þarmeð sögð öll sagan um hinn nýja styrk Samfylkingarinn- ar á sveitarstjórnarstiginu. Mjög margir samfylkingarmenn voru kosnir í bæjarstjórnir af sameiginleg- um listum. Þegar þeir eru taldir fjölg- ar flokksbundnum samfylkingar- mönnum í bæjarstjórnum landsins í að minnsta kosti 80 fulltrúa. Úrslitin fela því í sér gríðarleg og jákvæð umskipti fyrir Samfylk- inguna. Hún er með ótvíræðum hætti orðin næststærsti stjórnmálaflokk- urinn og á mjög marga fulltrúa í sveitarstjórnum landsins. Þessi breytt staða Samfylkingarinnar birt- ist í því að þessa dagana er hún í óða önn að mynda meirihluta í mörgum bæjarfélögum. Hafnarfjörður og Siglufjörður Utan Reykjavíkur fólust stærstu tíðindi kosninganna í sögulegum sigri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Hún náði sex bæjarfulltrúum, og hlaut hreinan meirihluta, þrátt fyrir mjög góða kosningu sjálfstæðis- manna í bænum. Stórsigur Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirði er líklegur til að koma í veg fyrir að hafnfirsku til- rauninni, sem Sjálfstæðisflokkurinn framkvæmdi með því að innleiða einkavæðingu í grunnskólann í Hafn- arfirði, verði haldið áfram annars staðar þar sem sjálfstæðismenn náðu meirihluta. Pólitískar afleiðingar verða því að líkindum mestar vegna úrslitanna í Hafnarfirði. Á öllu suðvesturhorninu er staða Samfylkingarinnar nú mjög góð. Hún fékk 33,1% í Reykjanesbæ, 43% í Grindavík, framboð sem flokkurinn studdi og lagði til burðarása í náðu 57,5% í Vogunum og 42,5% í Sand- gerði. Í Kópavogi fékk Samfylkingin 28,3%, og 32,4% á Akranesi. Á Norðurlandi er Samfylkingin einnig í öflugri sókn víða. Framboð á hennar vegum hlaut hreinan meiri- hluta á Siglufirði. Fyrir flesta aðra en innvígða samfylkingarmenn voru það óvænt tíðindi. Mikil áhersla á starf flokksins í bænum, og geysiötull sigl- firskur þingmaður flokksins gerðu hins vegar að verkum að hreinn meirihluti á Siglufirði var talinn raunhæft markmið. Það gekk eftir. Á Ólafsfirði vannst líka meirihluti af lista, sem Samfylkingin lagði þunga- vigtarmenn til. Sameinaður listi vinstri manna, með öflugum fulltrúum Samfylking- arinnar, hélt meirihluta sínum á Húsavík. Samfylkingin var sömuleið- is sterk á sameinuðum lista sem vann meirihluta á Vopnafirði. Í Fjarðar- byggð náði Fjarðarlistinn, náskyldur ættingi Samfylkingarinnar, ekki að halda hreinum meirihluta að þessu sinni. Án efa verður hann þó ráðandi í þeim meirihluta sem veður myndað- ur í bæjarstjórn Fjarðarbyggðar. Samfylkingin mun ekki liggja á liði sínu til að hreinn meirihluti Fjarðar- listans vinnist aftur í næstu kosning- um. Umskipti á Suðurlandi Hinn nýi styrkur Samfylkingar- innar birtist líka með glæsilegum hætti í stóru sveitarfélögunum á Suð- urlandi. Þar hafa orðið alger um- skipti. Sókn Samfylkingarinnar felldi meirihluta í Vestmannaeyjum, Ár- borg, og Hveragerði. Þegar þetta er ritað er útlit fyrir að Samfylkingin gæti myndað meirihluta í fjórum stærstu sveitarfélögunum í kjör- dæminu. Í Árborg varð pólitískur jarð- skjálfti. Sterkir frambjóðendur, sterk málefni og vel útfærð barátta færði flokknum 14% sveiflu. Hann stökk úr 26% í 40%. Samfylkingin er nú langstærsti stjórnmálaflokkurinn í Árborg. Í Hveragerði urðu líka gagnger umskipti. Samfylkingin stórjók fylgi sitt og hlaut 26,4% at- kvæða. Þar er þegar búið að mynda meirihluta með atbeina flokksins. Í Vestmannaeyjum féll meirihluti sjálfstæðismanna. Þar réð mestu að Vestmannaeyjalistinn, sem þingmað- ur Samfylkingarinnar leiddi, hélt þremur bæjarfulltrúum, þrátt fyrir að Framsókn hefði klofið sig frá list- anum fyrir kosningarnar. Samfylk- ingin réð þannig úrslitum um niður- stöðuna í Eyjum. Sigurinn í Reykjavík Stórsigur Reykjavíkurlistans var mjög mikilvægur fyrir Samfylk- inguna. Ein leið stjórnmálaflokka til valda í íslenskum stjórnmálum liggur um borgarstjórn Reykjavíkur. Það skýrir hina gríðarlegu áherslu Sjálf- stæðisflokksins á að vinna borgina. Samfylkingin hefur lagt til bæði burðarása og þverbita í Reykjavík- urlistann. Borgarstjórinn, sem er einn öflugasti stjórnmálamaður landsins í dag, kemur úr röðum Sam- fylkingarinnar. Hún á langmestan þátt í sigri hans, og án persónulegra yfirburða Ingibjargar Sólrúnar er óvíst um niðurstöðuna. Það er heldur ekkert leyndarmál að borgarstjórn Reykjavíkur tengjast upprennandi stjórnmálamenn á vegum Samfylk- ingarinnar, sem seta í borgarstjórn mun bæði þroska og efla til átaka á öðrum vettvangi þegar fram í sækir. Sigur okkar í Reykjavík var satt að segja aldrei í hættu. Þegar Björn Bjarnason og aðrir reyna að sjá vatnaskil í kosningabaráttunni í kringum einstaka atburði gleyma þeir að skoða kosningabaráttu R-listans. Hún var háð af fjárhags- legum vanefnum, miðað við for- dæmalausan fjáraustur sjálfstæðis- manna. Kosningabaráttan var skipulögð á þeim forsendum. Frá upphafi var gert ráð fyrir að bæði fjárhagslegu og starfslegu atgervi baráttunnar yrði einhent á síðustu 7– 10 dagana. Þá fyrst var Stóra-Berta dregin fram og látin skjóta. Það dugði. Styrkleikapróf Morgunblaðsins Á kosningadaginn sagði í leiðara Morgunblaðsins að kosningarnar væru styrkleikamæling fyrir flokk- ana. Samfylkingin væri að fara í fyrstu sveitarstjórnarkosningarnar frá því flokkurinn varð til. Útkoma hennar og sameiginlegra framboða á vinstri vængnum, þ.m.t. Reykjavík- urlistans, myndi ráða miklu „um þann byr sem Samfylkingin fær fyrir þingkosningarnar“. Leiðarahöfundur tók sérstaklega fram, að fyrir vinstri- græna væri mikilvægt að „fá góða út- komu þar sem þeir bjóða fram eigin lista, til að staðfesta að það fylgi, sem flokkurinn hefur mælst með í skoð- anakönnunum á landsvísu, sé til í raunveruleikanum.“ Þessi greining Morgunblaðsins á laugardaginn var hárrétt. Niðurstaða kosninganna hlaut að verða styrk- SÆTIR SIGRAR SAM- FYLKINGARINNAR Össur Skarphéðinsson Úrslitin sýndu svart á hvítu, segir Össur Skarphéðinsson, að gott gengi í skoðanakönn- unum á miðju kjör- tímabili þýðir ekki sjálf- krafa fylgi í kosningum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.