Morgunblaðið - 02.06.2002, Page 34

Morgunblaðið - 02.06.2002, Page 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMFYLKINGIN hlaut mikilvæga traustsyfirlýsingu í kosningunum sem fóru fram fyrir sléttri viku. Traust landsmanna á hinum unga flokki jafn- aðarmanna birtist í að næstum þriðji hver kjósandi greiddi Sam- fylkingunni atkvæði í þeim sextán sveitar- félögum þar sem hún bauð fram eigin S-lista. Fylgi hennar í þeim nam 31,6 % atkvæða. Fylgi Samfylkingarinn- ar í þingkosningunum 1999 var 26,8%. Sam- fylkingin vann því mikilvægan sókn- arsigur í kosningunum á laugardag- inn. Næststærsti flokkurinn Til samanburðar reyndist fylgi Framsóknar vera 23,4% í þeim sveit- arfélögum þar sem hún bauð fram eigin lista. Úrslitin sýndu svart á hvítu, að gott gengi í skoðanakönn- unum á miðju kjörtímabili þýðir ekki sjálfkrafa fylgi í kosningum. Vinstri- grænir, sem misserum saman hafa siglt hátt í skoðanakönnunum, fengu aðeins 6,6% atkvæða í þeim sveitar- félögum sem þeir buðu fram í. Það var skiljanlega órafjarri væntingum flokksins. Fylgi Samfylkingarinnar á laugar- daginn, 31,6 % atkvæða, leiðir af- dráttarlaust í ljós, að hún er næst- stærsti flokkur landsins. Að því leyti hnigu úrslit kosninganna í sama far- veg og skoðanakannan- ir sem síðasta misserið hafa verið fram- kvæmdar af vönduðum stofnunum. Þar hefur birst hæg en örugg sókn Samfylkingarinn- ar. Nokkrar undanfarn- ar kannanir hafa sýnt 26–28% fylgi flokksins í Reykjavík, 25% í Reykjaneskjördæmi og um 20% annars staðar. Kosningarnar á laug- ardaginn sýndu því með afgerandi hætti að Samfylkingin er næst- stærsta stjórnmálaaflið bæði í landsmálum og í sveitarstjórnum. 80 bæjarfulltrúar Sigurinn sem Samfylkingin vann í kosningunum birtist mjög skýrt í þeim mikla fjölda bæjarfulltrúa sem flokkurinn á nú víðs vegar um landið. Sumir urðu til fyrir tilstilli hreinna S-lista Samfylkingarinnar. Aðrir voru meðal þeirra þungavigtarmanna sem Samfylkingin lagði til í sameig- inleg framboð. Þar ber vitaskuld Reykjavík hæst en auk þeirra má nefna Vopnafjörð, Húsavík, Ólafs- fjörð, Bolungarvík, Voga svo nokkur slík séu nefnd. Í sextán sveitarfélögum voru hreinir Samfylkingarlistar bornir fram. Mér reiknast til að í þeim hafi Samfylkingin fengið samtals kosna um 45 bæjarfulltrúa. Þetta er vösk sveit og fjölmenn. Til samanburðar má nefna, að vinstri-grænir fengu að- eins 4 fulltrúa í þeim sveitarfélögum þar sem þeir buðu fram hreina VG lista. Fráleitt er þarmeð sögð öll sagan um hinn nýja styrk Samfylkingarinn- ar á sveitarstjórnarstiginu. Mjög margir samfylkingarmenn voru kosnir í bæjarstjórnir af sameiginleg- um listum. Þegar þeir eru taldir fjölg- ar flokksbundnum samfylkingar- mönnum í bæjarstjórnum landsins í að minnsta kosti 80 fulltrúa. Úrslitin fela því í sér gríðarleg og jákvæð umskipti fyrir Samfylk- inguna. Hún er með ótvíræðum hætti orðin næststærsti stjórnmálaflokk- urinn og á mjög marga fulltrúa í sveitarstjórnum landsins. Þessi breytt staða Samfylkingarinnar birt- ist í því að þessa dagana er hún í óða önn að mynda meirihluta í mörgum bæjarfélögum. Hafnarfjörður og Siglufjörður Utan Reykjavíkur fólust stærstu tíðindi kosninganna í sögulegum sigri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Hún náði sex bæjarfulltrúum, og hlaut hreinan meirihluta, þrátt fyrir mjög góða kosningu sjálfstæðis- manna í bænum. Stórsigur Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirði er líklegur til að koma í veg fyrir að hafnfirsku til- rauninni, sem Sjálfstæðisflokkurinn framkvæmdi með því að innleiða einkavæðingu í grunnskólann í Hafn- arfirði, verði haldið áfram annars staðar þar sem sjálfstæðismenn náðu meirihluta. Pólitískar afleiðingar verða því að líkindum mestar vegna úrslitanna í Hafnarfirði. Á öllu suðvesturhorninu er staða Samfylkingarinnar nú mjög góð. Hún fékk 33,1% í Reykjanesbæ, 43% í Grindavík, framboð sem flokkurinn studdi og lagði til burðarása í náðu 57,5% í Vogunum og 42,5% í Sand- gerði. Í Kópavogi fékk Samfylkingin 28,3%, og 32,4% á Akranesi. Á Norðurlandi er Samfylkingin einnig í öflugri sókn víða. Framboð á hennar vegum hlaut hreinan meiri- hluta á Siglufirði. Fyrir flesta aðra en innvígða samfylkingarmenn voru það óvænt tíðindi. Mikil áhersla á starf flokksins í bænum, og geysiötull sigl- firskur þingmaður flokksins gerðu hins vegar að verkum að hreinn meirihluti á Siglufirði var talinn raunhæft markmið. Það gekk eftir. Á Ólafsfirði vannst líka meirihluti af lista, sem Samfylkingin lagði þunga- vigtarmenn til. Sameinaður listi vinstri manna, með öflugum fulltrúum Samfylking- arinnar, hélt meirihluta sínum á Húsavík. Samfylkingin var sömuleið- is sterk á sameinuðum lista sem vann meirihluta á Vopnafirði. Í Fjarðar- byggð náði Fjarðarlistinn, náskyldur ættingi Samfylkingarinnar, ekki að halda hreinum meirihluta að þessu sinni. Án efa verður hann þó ráðandi í þeim meirihluta sem veður myndað- ur í bæjarstjórn Fjarðarbyggðar. Samfylkingin mun ekki liggja á liði sínu til að hreinn meirihluti Fjarðar- listans vinnist aftur í næstu kosning- um. Umskipti á Suðurlandi Hinn nýi styrkur Samfylkingar- innar birtist líka með glæsilegum hætti í stóru sveitarfélögunum á Suð- urlandi. Þar hafa orðið alger um- skipti. Sókn Samfylkingarinnar felldi meirihluta í Vestmannaeyjum, Ár- borg, og Hveragerði. Þegar þetta er ritað er útlit fyrir að Samfylkingin gæti myndað meirihluta í fjórum stærstu sveitarfélögunum í kjör- dæminu. Í Árborg varð pólitískur jarð- skjálfti. Sterkir frambjóðendur, sterk málefni og vel útfærð barátta færði flokknum 14% sveiflu. Hann stökk úr 26% í 40%. Samfylkingin er nú langstærsti stjórnmálaflokkurinn í Árborg. Í Hveragerði urðu líka gagnger umskipti. Samfylkingin stórjók fylgi sitt og hlaut 26,4% at- kvæða. Þar er þegar búið að mynda meirihluta með atbeina flokksins. Í Vestmannaeyjum féll meirihluti sjálfstæðismanna. Þar réð mestu að Vestmannaeyjalistinn, sem þingmað- ur Samfylkingarinnar leiddi, hélt þremur bæjarfulltrúum, þrátt fyrir að Framsókn hefði klofið sig frá list- anum fyrir kosningarnar. Samfylk- ingin réð þannig úrslitum um niður- stöðuna í Eyjum. Sigurinn í Reykjavík Stórsigur Reykjavíkurlistans var mjög mikilvægur fyrir Samfylk- inguna. Ein leið stjórnmálaflokka til valda í íslenskum stjórnmálum liggur um borgarstjórn Reykjavíkur. Það skýrir hina gríðarlegu áherslu Sjálf- stæðisflokksins á að vinna borgina. Samfylkingin hefur lagt til bæði burðarása og þverbita í Reykjavík- urlistann. Borgarstjórinn, sem er einn öflugasti stjórnmálamaður landsins í dag, kemur úr röðum Sam- fylkingarinnar. Hún á langmestan þátt í sigri hans, og án persónulegra yfirburða Ingibjargar Sólrúnar er óvíst um niðurstöðuna. Það er heldur ekkert leyndarmál að borgarstjórn Reykjavíkur tengjast upprennandi stjórnmálamenn á vegum Samfylk- ingarinnar, sem seta í borgarstjórn mun bæði þroska og efla til átaka á öðrum vettvangi þegar fram í sækir. Sigur okkar í Reykjavík var satt að segja aldrei í hættu. Þegar Björn Bjarnason og aðrir reyna að sjá vatnaskil í kosningabaráttunni í kringum einstaka atburði gleyma þeir að skoða kosningabaráttu R-listans. Hún var háð af fjárhags- legum vanefnum, miðað við for- dæmalausan fjáraustur sjálfstæðis- manna. Kosningabaráttan var skipulögð á þeim forsendum. Frá upphafi var gert ráð fyrir að bæði fjárhagslegu og starfslegu atgervi baráttunnar yrði einhent á síðustu 7– 10 dagana. Þá fyrst var Stóra-Berta dregin fram og látin skjóta. Það dugði. Styrkleikapróf Morgunblaðsins Á kosningadaginn sagði í leiðara Morgunblaðsins að kosningarnar væru styrkleikamæling fyrir flokk- ana. Samfylkingin væri að fara í fyrstu sveitarstjórnarkosningarnar frá því flokkurinn varð til. Útkoma hennar og sameiginlegra framboða á vinstri vængnum, þ.m.t. Reykjavík- urlistans, myndi ráða miklu „um þann byr sem Samfylkingin fær fyrir þingkosningarnar“. Leiðarahöfundur tók sérstaklega fram, að fyrir vinstri- græna væri mikilvægt að „fá góða út- komu þar sem þeir bjóða fram eigin lista, til að staðfesta að það fylgi, sem flokkurinn hefur mælst með í skoð- anakönnunum á landsvísu, sé til í raunveruleikanum.“ Þessi greining Morgunblaðsins á laugardaginn var hárrétt. Niðurstaða kosninganna hlaut að verða styrk- SÆTIR SIGRAR SAM- FYLKINGARINNAR Össur Skarphéðinsson Úrslitin sýndu svart á hvítu, segir Össur Skarphéðinsson, að gott gengi í skoðanakönn- unum á miðju kjör- tímabili þýðir ekki sjálf- krafa fylgi í kosningum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.