Morgunblaðið - 02.06.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Mig langar að skrifa
nokkur orð til minning-
ar um Jón J. Kjerúlf,
en þegar rætt er um
Jón, sem ég og fleiri
kölluðum ætíð frænda, jafnvel þótt
ekki væri um beinan skyldleika að
ræða, er konan hans Þorbjörg ekki
langt undan. Ég varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að fá að kynnast þeim
hjónum á árunum 1960 til 1967 er
þau bjuggu á Húsum í Fljótsdal, en
þá var ég í sveit hjá þeim í 5 sumur.
Ég var nú bara barn á þeim árum en
þessi sumur austur í Fljótsdal eru
mér ákaflega minnisstæð, ekki síst
vegna þeirra hjóna. Það ríkti ætíð
mjög mikill kærleikur í milli þeirra
og þau gáfu mjög mikið af sér.
Aldrei heyrði ég þeim hjónum
verða sundurorða þann tíma sem ég
dvaldi hjá þeim. Frændi hafði mikið
jafnaðargeð og var ætíð ljúfur og
góður og gott til hans að koma. Hann
gat verið þrjóskur og fastur á sínu,
en það held ég eftir á að hyggja að
hafi verið mjög nauðsynlegt fyrir
JÓN JÖRGENSSON
KJERÚLF
✝ Jón JörgenssonKjerúlf fæddist
8. september 1906 í
Brekkugerði í Fljóts-
dal. Hann lést á dval-
arheimili aldraðra í
Kirkjuhvoli á Hvols-
velli 15. maí síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Ásólfs-
skálakirkju 24. maí.
hann, því hvernig hefði
annars verið hægt að
búa fjárbúi í afskekktri
sveit sem Fljótsdalur-
inn var á þeim árum er
hann bjó þar. Frændi
var mikill búmaður og
ég held að ekki sé á
neinn hallað þótt ég
haldi því fram að fjár-
gleggri maður hafi
varla verið til, hann
þekkti rollur úr mikilli
fjarlægð og gat sagt til
frá hvaða bæ þær voru.
Frændi lagði mikið upp
úr fjárstofninum sínum
og átti alltaf góða hrúta. Hann átti
marga verðlaunahrúta og það var
honum mikið kappsmál að rækta sitt
sauðfé. Til merkis um kærleika
þeirra hjóna er að hann kallaði konu
sína aldrei annað en „Blíða mín“ og
hún kallaði hann alltaf Frænda. Þau
voru miklir höfðingjar heim að sækja
og var oft gestkvæmt hjá þeim, alltaf
gat Þorbjörg galdrað fram veislu án
fyrirvara er gesti bar að. Þau tóku að
sér og ólu önn fyrir þeim sem minna
máttu sín, það var alltaf pláss hjá
þeim, þarna komu menn sem dvöld-
ust árum saman hjá þeim og nutu
góðs atlætis.
Frændi var mjög ljóðelskur mað-
ur og kunni reiðinnar býsn af ljóðum
og stökum sem hann hafði afar gam-
an af að fara með, hann orti einnig
mikið af ljóðum og til merkis um það
kom út eftir hann ljóðabókin Tíbrá
árið 1997. Ég get fullyrt að honum
leið aldrei betur en þegar hann var
úti á engi eða í lækjarbakka með orf
og ljá og vasapela í rassvasanum, þá
söng hann og fór með kveðskap.
Hann hafði kæk, en hann var sá að
hann blikkaði mikið augunum og sér-
lega er hann hafði eitthvað spaugi-
legt á vörum en þá brosti hann eins
og honum einum var lagið og þá hreif
hann alla með sér.
Ég man ekki eftir honum nema í
góðu skapi. Hann hafði gaman af
hestum og átti oft gæðinga en hann
notaði þá ekki mikið nema til smala-
mennsku og þá var líka eins gott að
kláranir stæðu sig þar sem göngurn-
ar tóku 9 daga og var um öræfi að
fara. Þetta reyndi bæði á menn og
hesta, en einnig hunda en Frændi
átti ætíð góða smalahunda.
Mér er minnisstæðust manngæsk-
an og góðvildin sem alltaf var til
staðar og mér hefur oft orðið hugsað
til þess hvort fegurðin í Fljótsdaln-
um hafi átt þar þátt en trúað gæti ég
því.
Eftir að þau hjónin fluttu suður í
Holt undir Eyjafjöllum til dóttur
sinnar og tengdasonar fór mjög vel
um þau en Þorbjörg lést 1975 og var
það mikill missir fyrir Frænda.
Hann var mikil barnagæla og mikill
Afi eins og hann var alltaf kallaður
eftir að hann fluttist suður. Börnum
hans og tengdabörnum ásamt barna-
börum sendi ég mínar hugheilustu
samúðarkveðjur.
Ég vil að lokum þakka fyrir við-
kynninguna við fólkið á Húsum í
Fljótsdal, það gerði mig að betri
manni og fyrir það verð ég ævinlega
þakklátur.
Kær kveðja,
Sigþór Hákonarson.
Fáein fátækleg
kveðjuorð færi ég á
blað við fráfall hennar
Unnar Bjarklind, sem
ég hafði af svo kær
kynni fyrir margt
löngu. Harmsefni var mér fráfall
svo ágætrar konu á bezta aldri, en
ég vissi að hún hafði lengi barizt
hetjulegri baráttu við vágest þann
sem svo alltof marga að velli leggur.
Unnur var starfsmaður Alþingis
þegar ég var þar vistráðinn og hún
annaðist þá alls konar vélritun og
þar með skjalafrágang, ómetanleg
aðstoð þeim sem þóttust ekki hafa
til þess tíma að ganga sómasamlega
frá svo mörgu sem að kallaði á
hverri tíð. Það má ekki gleymast
hversu mikilsverðu hlutverki hið
góða starfsfólk Alþingis gegndi og
gegnir ugglaust enn og þakklátum
huga renni ég oft til þessa tíma og
þá ekki sízt til þess góða fólks er
þar vann á vettvangi.
Frænka hennar Sigríður Bjark-
lind var úti á skrifstofunni, hinn
ómissandi bakhjarl þeim sem
óreyndur var á málasviði og minnist
ég hennar með sérstöku þakklæti
og svo var hún Unnur mín úti í
Þórshamri með sína aðstöðu, alltaf
reiðubúin til að lesa misvel skrifuð
og misgáfuleg handrit frá minni
hendi, alltaf broshýr og elskuleg,
alltaf jafnfljót til, alltaf jafnrösk að
skila til baka, allt jafnvel gert svo
ekki þurfti um að bæta.
Það komu margir með handrit sín
í Þórshamar á þessum árum og
annríki oft ótrúlega mikið enda
mörg önnur störf þar sem þurfti
hendi til að taka og nær alltaf lá öll-
um á. Þær stöllur Unnur og Fríða
Proppé voru alltaf jafnviðbragðs-
fljótar og ekki var síður mikils um
vert af hve mikilli samvizkusemi
öllu var skilað heilu í höfn og svo
UNNUR
BJARKLIND
✝ Unnur Bjarklindfæddist í Reykja-
vík 22. mars 1951.
Hún lést á gjör-
gæsludeild Landspít-
ala við Hringbraut
16. maí síðastliðinn
og var útför gerð frá
Fossvogskirkju 27.
maí.
komu aðrar þar til
skjalanna með sömu
aðalsmerkin.
Ég minnist þess að
einu sinni skömmu fyr-
ir kosningar varð ég
fullseinn fyrir með
bæði minnisatriði,
blaðagreinar tvær og
ræðukorn og ekki var
þetta nú fagurlega
skrifað í flýtinum, en
ég kom við hjá Unni á
leiðinni út á flugvöll og
bað hana sem bezt lið-
sinnis og svo skyldi
hún senda mér þetta
heim á Reyðarfjörð. Þessu var tekið
með sömu elskuseminni og birtu í
brosinu og eitthvað var ég að stúss-
ast þarna smástund, en um leið og
ég fór út úr dyrunum í Þórshamri
kallaði Unnur á mig og rétti mér
minnisatriðin fullfrágengin. Daginn
eftir kom hitt allt til mín austur
með hvatningarkveðju hennar sem
ég gleymi aldrei, svo mikil hlýja og
einlægni sem henni fylgdi, dýrmæt
mér í erfiðri og krefjandi baráttu.
Unnur var greind kona, hún var
hógvær, allt að því hlédræg, fíngerð
kona, brosmild og hlý í viðmóti og
bauð af sér einkar góðan þokka. Ég
hitti hana einstaka sinnum á síðari
árum og alltaf var það jafnágætt,
samt var hennar hlýja bros og
vermandi viðmótið og það fékk ég
að heyra frá starfsfélaga hennar í
fyrra að á þeim vinnustað hefði hún
reynzt sami ljúfi starfskrafturinn og
á Alþingi áður, velvirk og vandvirk.
Ég hlýt að færa hlýjar þakkir við
leiðarlok og undir það veit ég svo
margir taka sem hún Unnur vann
fyrir á sinni tíð. Ég sendi öllu henn-
ar fólki einlægar samúðarkveðjur.
Þar fór hin ágætasta kona góðra
eðliskosta.
Blessuð sé hennar mæta minning.
Helgi Seljan.
Við vorum báðar fæddar í
Reykjavík en kynntumst í Ólafsvík
innan við 10 ára aldur. Þau kynni
voru stutt en eftirminnileg og
tengdu okkur saman síðar á ævinni.
Við vorum í sveit eins og það var
kallað í þá daga. Báðar hjá góðu
fólki en ekki sömu fjölskyldu þótt
þær tengdust fjölskylduböndum.
Við undum okkur við leik fyrstu
dagana en svo fannst okkur komið
nóg og vildum heim. En barnshug-
urinn er fljóthuga því ekki fannst
okkur ástæða til að nefna það við
þetta góð fólk sem við vorum hjá að
við værum með heimþrá heldur
skipulögðum flótta. Við vorum í
marga daga að undirbúa hann, söfn-
uðum mat og snyrtivörum sem við
töldum nauðsynlegt að hafa með í
ferðina. Við sannfærðum hvor aðra
um að ferðin væri aðeins yfir fjallið
og kannski mundum við komast til
Þingvalla því þar var víst voða gam-
an að vera. Við lögðum af stað og
gengum strax er við komum út úr
Ólafsvík upp á fjallið eins og við
kölluðum það. Þá voru höfuðborg-
arstelpurnar orðnar þreyttar því
gangan var ansi löng fyrir barns-
fætur. Við ætluðum aðeins að hvíla
okkur því það var farið að rökkva
er upp var komið. En lengra kom-
umst við ekki því skelfing hafði
gripið um sig í Ólafsvík er uppgötv-
aðist að við vorum horfnar og mikil
leit gerð þar og fundumst við seint
um kvöldið. Hvorug okkar mundi
hvað gerðist eftir þennan flótta
okkar en trúlega vorum við skildar
að. Það næsta er ég heyri um Unni
var er faðir minn var á Alþingi að
hann segir við mig: Strokustelpan,
vinkona þín, vinnur á Alþingi. Úps,
það sat enn í föður mínum eftir öll
þessi ár, en síðan sagði hann mér að
hún væri alveg einstök í starfi sínu
þar.
Leiðir okkar lágu saman aftur er
hún fór að vinna hjá Vinnumiðlun
Reykjavíkurborgar en ég vann hjá
Eflingu – stéttarfélagi. Þessi ljúfa
og elskulega stúlka sem leysti úr
hvers manns vanda ef hún gat með
elskulegu brosi og fordómalaus með
öllu. Það er erfitt starf að vinna á
Vinnumiðlun og reyna að leysa úr
vanda fólks sem er örvæntingarfullt
og hrætt vegna atvinnuleysis, en
þar var Unnur fremst á meðal jafn-
ingja.
Minningar okkar frá barnsaldri
eru fullar af sólskini og gleði, sagði
Unnur við mig fyrir stuttu, og það
er með sanni. En minningar mínar
um Unni eru fullar af sólskini jafnt í
dag sem á æskuárum okkar. Bless-
uð sé minning Unnar vinkonu minn-
ar, það voru forréttindi að eiga
hana sem vin.
Sólveig
Guðmundsdóttir.
Elsku amma Lilja.
Nú ertu farin og mig
langar til að kveðja þig
með nokkrum orðum.
Ég man reyndar
ekki eftir því þegar ég
hitti þig fyrst, þegar
pabbi minn og Sóley, dóttir þín,
kynntust, ég var ekki nema rúmlega
tveggja ára en ég man að ég hef alltaf
kallað þig ömmu Lilju.
Alltaf þegar ég kom suður reyndi
ég að heimsækja ykkur Hrein sem
oftast, stundum bara til að segja
„hæ“ og „bæ“ sem voru oft alltof
stuttar heimsóknir.
Þér þótti samt alltaf gaman þegar
einhver kíkti í heimsókn til þín á dag-
inn, sérstaklega ef Hreinn var að
vinna.
Það er mjög skrýtið að hugsa núna
að ég fari ekki í heimsókn til þín næst
þegar ég kem til Reykjavíkur og
plata þig til að spá í einn bolla fyrir
mig, mér fannst það alltaf svo gaman
og trúði reyndar öllu sem kom upp úr
honum! Það var alltaf svo gott að
koma til þín, þú hefur frá því ég man
eftir mér tekið okkur Einari bróður
sem einum af barnabörnunum þínum
LILJA SIGRÍÐUR
GUÐLAUGSDÓTTIR
✝ Lilja SigríðurGuðlaugsdóttir
fæddist á Siglufirði
17. júlí 1923. Hún
lést 13. maí síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá
Kópavogskirkju 22.
maí.
og okkur fannst mjög
vænt um það.
Eftir að ég eignaðist
hana Söru Sif reyndi ég
alltaf að koma með
hana sem oftast og
leyfa ykkur að hittast
og leyfa þér að sjá hvað
hún var orðin stór og
dugleg stelpa. Þér
fannst líka ofsalega
gaman að henni og
henni þótti svo vænt
um Lilju langömmu.
Hún skilur samt ekki í
dag, þegar ég hef reynt
að útskýra fyrir henni
hvar þú ert núna, og af hverju. En
hún er nú bara 3 ára og spyr oft um
þig, þá reyni ég bara að svara henni
eins vel og ég get.
Mér hafði aldrei dottið í hug þegar
við Sara komum suður í janúar og
hittum þig að það yrði síðasta skiptið
sem við myndum sjá þig. Ég ætlaði
alltaf að koma suður í maí og biðja
þig um að kíkja í bolla fyrir mig,
svona rétt fyrir sumarið.
En ég vissi ekki að ég ætti eftir að
fara suður í maí til þess að kveðja þig
í hinsta sinn.
Elsku amma Lilja, ég vona að þér
líði vel þar sem þú ert núna og lítir til
með okkur sem sitjum eftir með sorg
í hjarta.
Ég þakka fyrir samverustundirn-
ar sem við Sara fengum að eiga með
þér.
Guð geymi þig og varðveiti.
S. Rósa Eiríksdóttir.
Elskuleg æskuvin-
kona mín Hólmfríður
er látin. Hún var alltaf
kölluð Dilla af okkur
krökkunum og flestum
í þá tíð, er við vorum að
alast upp. Mæður okkar voru bestu
vinkonur ættaðar frá Langanesi, en
fluttu báðar til Akureyrar og giftust
þar. Þau vinabönd slitnuðu aldrei
meðan báðar lifðu og var alltaf mikill
samgangur á milli heimila okkar. Við
Dilla vorum bestu vinkonur fram eft-
ir aldri og fengum að gista hjá hvor
annarri ef vel var beðið um. Það var
mikið farið í lystigarðinn á sumrin og
á ég margar skemmtilegar minning-
ar þaðan. Þá voru það báðar fjöl-
skyldur með 8–10 börn, teppi og
nesti og vorum við allan eftirmiðdag-
inn þar við leik og nutum þess að
vera innan um öll þessi tré í alls kon-
ar leikjum.
Pabbi Dillu var þekktur ljósmynd-
ari í bænum, Guðmundur Trjámann,
sem flestir Akureyringar könnuðust
HÓLMFRÍÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Hólmfríður Guð-mundsdóttir
(Dilla) fæddist á Ak-
ureyri 7. febrúar
1931. Hún lést á líkn-
ardeild Landspítala
18. apríl síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Kópavogs-
kirkju 30. apríl.
við, en hann tók ófáar
myndir af okkur og vin-
sælasti staðurinn að
raða okkur upp á var
við styttu Matthíasar,
því það voru margar
tröppur að sjálfri stytt-
unni sem gott var að
raða okkur á. Þá fannst
okkur lífið endalaust
sumar og sólskin. Við
Dilla áttum bú úti á
,,klöppum“ en það er
þar sem Helgi magri og
Þórunn Hyrna standa
nú. Þá áttu þau Dilla
heima yst úti í Brekku-
götu og ég í 21, svo þá var stutt á
milli okkar. Það var mikill drullu-
kökubakstur og gleði mikil ef brotn-
aði diskur eða bolli, því það fór allt í
búskap okkar Dillu. Við fórum sam-
an í „Smábarnaskóla Kristfinns“
sem þekktur var þá á Akureyri, við
vorum þá 5 ára, enda jafn gamlar.
Mæður okkar fóru með okkur í
fyrsta sinn og stóðu aftast í kennslu-
stofunni meðan kennarinn kannaði
hvað þessi börn vissu eða við hverju
hann mátti búast. Spyr hann þá okk-
ur hvort við vitum hvað 5+5 séu mik-
ið. Var grafarþögn í bekknum og
mæðurnar ósáttar við gáfur barna
sinna. Þegar allt í einu mjó rödd
hrópaði; ,,Hundrað!“ og tuttugu
börn hrópuðu á eftir ,,Hundrað!“.
Kennarinn hló, en mæður okkar
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í
tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/
sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, – eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Frágangur afmælis-
og minningargreina