Morgunblaðið - 02.06.2002, Side 40

Morgunblaðið - 02.06.2002, Side 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK  Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít                                         ! " #$ %  &!'( $   !  $$! $ $! '# %  )$  %$ $ #! *+' " ,!$$%%$ +'-!$ ,!$$%%$ *!$!*+$ ' *!$!*!$!*+$"                                              !"#$"         %% &%  ' %  '  ( () *#% % (   () (   ' () %                                         ! " # !  $%   #& !#   #& $ " "$$%  " ! #& %'()  $% *   #&  %$% &'  ')! ✝ Guðmundur Þor-grímsson fæddist á Selnesi á Breið- dalsvík 21. septem- ber 1917. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu á Hornafirði 27. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Oddný Þórunn Erlendsdótt- ir húsfreyja, f. 16.12. 1897, d. 29.3. 1987, og Þorgrímur Guð- mundsson trésmiður, f. 1.8. 1883, d. 11.1. 1956. Þau Oddný og Þorgrímur bjuggu á Selnesi á Breiðdalsvík. Eignuðust þau 14 börn og var Guðmundur annar í röðinni, elst var Guðrún Helga, f. 14.9. 1916, d. 22.12. 1916, Helgi, f. 21.11. 1918, d. 17.10. 1983, Sigríður, f. 15.12. 1919, d. 14.2. 1921, Sigfús, f. 8.12. 1921, Erling- ur, f. 5.2. 1923, d. 9.2. 1946, Val- 10.2. 1948, hann var kvæntur Guð- nýju Kristjánsdóttur og eiga þau tvö börn. Þorgrímur er í sambúð með Auði Sigurðardóttur og á hún fjögur börn. 4) Sædís, f. 24.2. 1950, gift Andrési Á.Þ. Guðmundssyni og eiga þau þrjá syni og eitt barna- barn. 5) Reynir, f. 13.7. 1951, kvæntur Sigríði Lárusdóttur og eiga þau sex börn og fjögur barna- börn. Guðmundur ólst upp í foreldra- húsum, hann stundaði sjóinn ásamt ýmsum störfum í landi og vann þar lengst af hjá Vegagerðinni. Árið 1944 fluttist hann til Hornafjarðar og hóf búskap með eftirlifandi eig- inkonu sinni. Fyrst bjuggu þau á Vegamótum, síðan byggðu þau tví- býlishús ásamt Rósu systur hennar og Hafsteini Jónssyni við Höfða- veg á Hornafirði og þar bjuggu þau í rúm 40 ár eða þar til þau fluttust að Víkurbraut 30 í ágúst 2002. Guðmundur hefur dvalist á Hjúkrunarheimilinu á Hornafirði síðan 10. janúar 2002. Útför Guðmundar fer fram frá Hafnarkirkju á Hornafirði á morg- un, mánudaginn 3. júní, og hefst athöfnin klukkan 13.30. borg, f. 29.5. 1925, Ei- ríkur Kristján, f. 20.6. 1926, Sverrir, f. 9.5. 1928, d. 25.5. 1988, Þórður, f. 16.3. 1930, Kristín Guðríður, f. 9.5. 1931, d. 5.11. 1946, Garðar, f. 9.10. 1932, Geirlaug, f. 6.2. 1937, og Þröstur, f. 8.8. 1939. Hinn 26. maí 1947 giftist Guðmundur Jó- hönnu Lúvísu Þor- steinsdóttur frá Sléttaleiti í Suður- sveit, f. 13. janúar 1920. Börn þeirra eru: 1) Óskar Unnsteinn, f. 17.2. 1944, giftur Laufey Óskarsdóttur og eiga þau fjögur börn og átta barnabörn. 2) Erlingur Kristinn, f. 4.10 1946, kvæntur Kristínu Auði Gunnars- dóttur og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. 3) Þorgrímur, f. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Mummi, nú er komið að kveðjustund, ég vil með fáum orðum þakka þér fyrir það hve vel mér og dætrum mínum var tekið er við kom- um í fjölskylduna. Það var 1987 að ég flutti með dætur mínar þrjár til Hornafjarðar. Þar kynntist ég syni ykkar og við hófum búskap það sama ár. Við urðum strax hluti af Vega- mótafjölskyldunni. Minningarnar eru margar, ég man eftir því þegar þú bauðst mér fyrst upp í dans. Þú varst mikill dansmaður en ég kunni ekkert að dansa. Þú sagðir að það væri tími til kominn fyrir mig að læra það og ætlaðir að kenna mér, en, Mummi minn, það tókst ekki. Mikið var gaman að sjá ykkur Hönnu á dansgólfinu, þið voruð frá- bær saman. Það var alltaf gott að koma til ykkar, stelpurnar mínar eignuðust yndislega ömmu og afa og 1992 fæddist svo Stefán Lárus, yngsta barnabarnið ykkar. Í fyrra- sumar þegar þú gafst honum veiði- græjurnar þínar varð hann svo stolt- ur að vera treyst fyrir þeim og hann sagðist ætla að passa þær vel af því að afi gaf honum þær, og afi fer alltaf svo vel með allt. Ég þurfti aldrei að sanna mig fyrir þér, þú tókst mér strax opnum örm- um, því við vorum jú bæði úr Breið- dalnum og það var stór plús fyrir mig. Þú varst einstakt snyrtimenni, það sést best á öllu því sem þú komst nálægt. Hvergi var kastað til hend- inni, allt skyldi vera í röð og reglu. Minning þín lifir í huga okkar um ókomna tíð. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Hanna, megi góður Guð vera með þér. Þín tengdadóttir, Sigríður Lárusdóttir. Elsku afi. Þá er komið að kveðju- stund, minningarnar þjóta um hug- ann, árin sem ég bjó hjá þér og ömmu eru mér dýrmæt og ég er ykkur þakklátur fyrir þau. Sumarbústaðarferðirnar upp í Lón eru ógleymanlegar en þar eydd- um við mörgum stundum ég, þú og amma. Nú þegar ég fer með fjöl- skyldunni minni þangað koma ávallt upp minningar frá tímanum sem við áttum þar saman, meira að segja er litla húsið sem ég gerði fyrir einum 20 árum þar enn. Mér er það minnisstætt þegar ég fór í verkfærakassann þinn og skúff- urnar að þar áttu allir hlutir sérstak- an stað. Þetta lýsir því vel hve skipu- lagður þú varst. Svona reglusamir og skipulagðir menn eins og þú eru vandfundnir. Veturinn ’95 fluttum við Anna Björg á móti ykkur á Höfðaveginn. Þaðan mátti sjá þig og ömmu fá ykk- ur göngutúr reglulega, yfirleitt sama hringinn hönd í hönd og svo gerðir þú æfingarnar þínar á eftir. Sam- band ykkar hjóna var einstakt. Áróra Dröfn, langafabarn þitt, fæddist ’99, hún var fljót að komast upp á lagið með að fá athygli afa með smáboltaleik. Hún skilur það ekki í dag að afi sé farinn en við munum ábyrgjast það að minning þín mun lifa í huga hennar. Elsku afi, þín er sárt saknað, takk fyrir allt. Elsku amma. Við biðjum góðan Guð að styrkja þig og varðveita. Missir þinn er mikill. Ykkar Ívar Smári og fjölskylda. Elsku afi og langafi. Með þessum fátæklegu orðum viljum við kveðja þig: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku amma og langamma, megi Guð styrkja þig í sorginni. Þín Elsa Lára, Sigrún Ólöf, Helga Jóna, Stefán Lárus og fjölskyldur. Nú kveðjum við þig, elsku afi, það er erfitt, en við vitum að þú ert kom- inn á stað þar sem þér líður vel. Það var alltaf gott að koma til ykkar ömmu hvort sem það var heima hjá ykkur eða í sumarbústaðnum. Það var oft gaman að fylgjast með þér þegar þú varst að gera eitthvað, allt gert pottþétt sem þú tókst þér fyrir hendur, og allir hlutir skyldu vera í röð og reglu og á sínum réttu stöð- um. Þú varst mikill dansmaður og hafðir yndi af því að dansa gömlu dansana. Stundum þegar maður kom í heimsókn til ykkar voruð þið amma að fá ykkur snúning í stofunni við harmonikutónlist. Okkur þykir svo vænt um að þú skyldir hafa haldið á Kristófer okkar undir skírn á ættarmóti í Öræfum fyrir fimm árum og við eigum aldrei eftir að gleyma þeim degi. Þegar við komum til þín á hjúkr- unarheimilið skömmu áður en þú kvaddir þennan heim gafstu okkur svo fallegt bros eins lasinn og þú varst, sem við munum ávallt geyma ásamt öllum góðu minningunum sem við eigum um þig og munum við varðveita þær vel. Elsku afi, við vitum að þú ferð aldrei langt frá okkur. Guð geymi þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku amma, guð gefi þér styrk í sorginni og varðveiti þig í náinni framtíð. Guðrún Ósk og fjölskylda. Okkur langar að skrifa nokkur orð til að minnast afa okkar og langafa, Guðmundar Þorgrímssonar. Afi, eða „langafi á Höfn“ eins og hann var jafnan kallaður á okkar heimili, var eins og svo margir menn af hans kynslóð vinnusamur með eindæmum en einnig þekktur fyrir ýmiss konar sérvisku. Afi bjó með ömmu á Höfðaveginum mestan hluta ævi sinnar, eða þar til þau fluttu í íbúðir aldraðra fyrir tæpu ári. Það var allt- af sérstakt og heimilislegt að heim- sækja þau á Höfðaveginn. Afi var yf- irleitt að þvo bílinn, slá blettinn eða einhvers staðar á bílnum. Afi var líka mikill dansmaður og dansaði við hvert tækifæri á meðan hann hafði heilsu til. Við munum hlýja okkur við minninguna um hann dansandi við ömmu undir dynjandi harmoniku- slætti, t.d. niðri á bryggju á hátíð á Höfn og í brúðkaupinu okkar fyrir fjórum árum. Auk þess að vera fóta- lipur minnist Halldís þess hve afi hafi verið einstaklega liðugur. Í einni heimsókn okkar til hans fyrir tveim- ur árum er hann lá á hjúkrunarheim- ilinu lét hann sig ekki muna um að reyna við fimleikaæfingarnar sem hún sýndi honum og áður en við viss- um af var hann kominn langt niður í spíkat. Stundir okkar með afa síðustu ár- in hafa ekki orðið eins margar og við hefðum gjarnan viljað sökum búsetu okkar erlendis en við höfum vissu- lega notið þeirra þegar þær bar upp á. Okkur er sérstaklega mikilvægt að hafa átt með honum stund viku GUÐMUNDUR ÞORGRÍMSSON                                                  "              !       "   #  $    %  $ &   $'   '(()                                      !  "    !   # $  % &  !" #$ % &' ()* #*  $  +,  ' ()*   * $ -$ % .  #$ /(0# (  ( 1$% !$ 2' 3 +  $$ #$ /3  / /(*4 (  #5  +   $ #$  $ 4"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.