Morgunblaðið - 11.06.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.06.2002, Blaðsíða 26
NORSK skólalúðrasveit verður í heimsókn hjá Skólahljómsveit Kópavogs dagana 11. til 19. júní. Sveitin kemur frá Þrándheimi og heitir Berg og Singsaker Skole- korps. Þrándheimur er vinabær Kópavogs og er heimsókn þessi til- komin vegna þeirra tengsla. Stjórnandi Berg og Singsaker skolekorps er Stein Jakobsen sem hefur stjórnað sveitinni í 37 ár en hún á 50 ára afmæli á þessu ári og er ferðin farin af því tilefni. 50 hljóðfæraleikarar á aldrinum 7–19 ára eru í Berg og Singsaker skolekorps og með þeim koma 30 foreldrar og fararstjórar. Hljóm- sveitin mun ferðast víða, m.a. skoða Gullfoss og Geysi, fara í Bláa lónið og fl. Á föstudaginn gengur hljóm- sveitin skrúðgöngu frá Iðnó kl. 15 inn á Ingólfstorg þar sem haldnir verða stuttir tónleikar og á sunnu- daginn verða tónleikar í Fjöl- skyldugarðinum kl. 13.30. Aðaltónleikar ferðarinnar verða svo á laugardaginn þegar Berg og Singsaker Skolekorps og Skóla- hljómsveit Kópavogs halda sam- eiginlega tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 14. Þar munu sveitirnar spila hvor í sínu lagi og ljúka svo tónleikunum með því að spila sameiginlega nokkur norsk og íslensk lög. Aðgangur er ókeyp- is. Þá mun hljómsveitin taka þátt í hátíðahöldum 17. júní í Kópavogi bæði með skrúðgöngu og tónleik- um. Norsk skóla- lúðrasveit í heimsókn LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kennsludiskur á íslensku · Opna / Vistunaraðferðir / Útskýringar · Verkfærin · sýnt hvernig verkfærin vinna og hvað þau gera. · Verkfæraspjöldin · Layer / Navigator / Paths / History / Actions. · Viðmótsstillingar · Reglustika / Hjálparlínur / Mynsturfyllingar / Burstaval. · Ljósmyndavinnsla · Skanner / Flytja inn / Stafræn myndavél / Netframköllun. · Ýmsar aðgerðir · Edit > Stroke / Transform · Image > Size / Canvas / Extract / Liquify. · Select > Colour range / Modify / Similar / Filterar. · Litakerfin · Photoshop vinna · Litabókin / Samsettar myndir / Stimpill / Lýsing / Dekking. · Vinna með skugga / Ljósmyndir í texta · Texta effektar. Og margt fleira. Á Photoshop kennsludisknum er farið í Eftirfarandi: Útsö lustað i r- -vers lan i r Hans Petersen Kr ing lunn i Smára l ind Laugaveg i 178 Netvers lun- www.to lvuv i rkn i .net Nánar i upp lýs ingar www.f jarkenns la . i s F jarkenns la Lyngás i 18 210 Garðabæ Sími: 511 4510 f jarkenns la@fjarkenns la . i s og póstkrö fusend ingar Sjálfsnám af bestu gerð BANDARÍSKA ljóðskáld- ið og háskólaprófessorinn Bruce Noll flytur í kvöld dagskrá í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum sem hann nefnir Pure Grass. Dag- skráin er byggð á verkum ljóðskáldsins Walts Whit- mans og sögð fram með leikrænu ívafi. Dagskráin, sem er um klukkustund- arlöng, fer fram á ensku og hefst kl. 21. „Walt Whitman er af ýmsum fræðimönnum tal- inn faðir amerískrar nú- tímaljóðlistar. Einstakur tíll hans, í bland við per- sónulegt innihald verk- anna, átti þátt í að um- bylta ljóðagerð þar í landi. Tilraunir Whitmans til að skapa sérstakt ritform fyrir hina nýlýðfrjálsu þjóð sína tókust ein- staklega vel og bera viðvarandi vinsældir hans vitni um þann ár- angur. Enn þann dag í dag er ekki hægt að ljúka bókmenntafræðiá- fanga í bandarísku skólakerfi án þess að nemendur hafi lesið ljóð eftir Walt Whitman,“ segir í kynn- ingu. Bruce Alan Noll, sem er frá Albuquerque í Nýju-Mexíkó, hefur lengi verið heillaður af verkum Whitmans. „Verk Whitmans hafa sérstakt lag á að frelsa mannsandann. Orð hans syngja sinn söng jafn tært í dag og þau gerðu fyrir eitt hundrað árum, jafnvel enn tærar. Þau bera vott um djúpt innsæi og fela í sér sannleika sem höfðar til fólks á öllum tímum,“ segir Noll. Um þrjátíu ára skeið hefur Noll verið óþreyt- andi að kynna verk Whit- mans. Hann hefur lagt á minnið stóran hluta verks- ins Leaves of Grass og fléttar það saman við dag- skrána. Undanfarin ár hef- ur Noll flutt Pure Grass fyrir þúsundir manna í flestum ríkjum Bandaríkj- anna og komið fram fyrir hönd Walt Whitman-stofnunarinn- ar í Camden, á rithöfundaþingum og víðar. Til eru íslenskar þýðingar á ljóð- um Walts Whitmans, m.a. þýðing Sigurðar A. Magnússonar á ljóða- bálknum Song of myself eða Söng- urinn um sjálfan mig. Bókaútgáfan Bjartur gaf verkið út árið 1994. Flutningur Bruce Nolls í Kaffi- leikhúsinu er frumflutningur á Pure Grass í Evrópu. Húsið er op- ið frá kl. 20.30. Miðaverð er kr. 1.000. Dagskrá byggð á verkum Whitmans Bruce Noll Walt Whitman HAFI menn ekki ennþá lagt leið sína í Gallerí i8 við Klapparstíg, til að sjá þar sýningu Ólafs Elíassonar, er ekki til nokkurs að bíða. Ólafur er án efa skærasta íslenska nafnið í alþjóð- legri samtímalist, og sá listamaður sem einna dýpst kafar í fyrirbæri sjónar og áhorfs. Ólafur hefur aldrei misst sjónar á þræðinum sem liggur frá klassískum athugunum Giotto til gagnrýni Man- et og Degas á sannsýni sjáaldursins. Að því leytinu er hann nútímalegur impressjónisti. Hann heldur áfram að velta fyrir sér auganu og því hvernig sjónin virkar. Þetta gæti hljómað sem leiðigjarn leikur ef sú staðreynd lægi ekki fyrir að enginn sér eins og annar og enginn veit í raun hvernig hlutveruleikinn lítur út nákvæmlega. Sú vitneskja að augað nemi allt á hvolfi og þurfi heilabúið til að um- snúa því á réttan veg er orðin býsna gömul. Hitt er einnig gömul sannindi að auga okkar er sem linsa, ófært um að ná öllum hlutum skýrt. Einungis það sem við beinum at- hygli okkar að öðlast þá skerpu sem nægir okkur til að draga af sæmilega ályktun. Og þó vitum við að hversu vel sem við brýnum sjónina er okkur ómögulegt að sjá nema yfirborð til- verunnar. Innviðir allra hluta eru okkur ósýnilegir nema því aðeins að við séum svo heppnir að húðin sé gagnsæ. Þá er af og frá að augað nái að nema þá smámuni sem þó skipta öllu máli fyrir samsetningu og gangvirki veraldarinnar. Í öllum tilvikum þörfnumst við hjálpartækja af hvers konar toga til að skilja heimsmynd- ina, sem við erum þó langt frá að skilja til fullnustu. Það er því einsýnt að Ólafur á sér óendanlegt svið til að moða úr sem er þetta ómerkilega, en ofurmikilvæga skynfæri, augað, og allur sá óendanlegi heimur fyrir- bæra sem á því brýtur. Í i8 tekur hann fremur afslappaða afstöðu til kringumstæðna. Hann færir okkur inn fyrir sjónarsviðið, ekki ósvipað því að við værum hellisbúarnir hans Platóns að reyna að átta okkur á tilverunni í heimi ljóssins. Ósjálfrátt verður manni hugsað til Beckett og öryrkja hans, þar sem þeir reyna af veikum mætti að átta sig á þeim torkennilegu skuggamyndum sem fyrir þeim flökta. Inn úr myrkvuðum salnum berst okkur birta að utan gegnum linsulaga kýrauga sem snýr hlutun- um við. Á öðrum vegg birtist fer- hyrningur frá ljóskastara og fjar- víddarlöguð hliðarljós sem saman byggja upp gluggalaga varp á veggn- um. Svo merkilega sem það hljómar þá eru einfaldar samsetningar Ólafs ótrúlega margræðar og, manni ligg- ur við að segja, útsmognar. Það er til dæmis ekki fyrr en gesturinn hefur lokað á eftir sér að hann sér allt í einu ofan í kjallara gallerísins með hjálp speglavirkis listamannsins. Það sem jafnan er hulið sjónum okkar – skrif- stofan og starfsliðið – er nú öllum augljóst sem framhjá fara. Það merkilega við árangur Ólafs Elíassonar er hve auðvelt hann á með að hvíla í stöðunni. Verk hans í i8 er laust við alla þörf listamannsins fyrir að toppa sig. Þó er enginn þurrabúðarblær á samsetningunni. Hún vex við hverja skoðun og virðist leiða í ljós stöðugt nýja hlið á sjón- rænni skynjun okkar. Það væri synd að ganga framhjá sýningasalnum án þess að líta þar inn til að njóta sam- setninga Ólafs Elíassonar með eigin augum. Frá sýningu i8 á skynrænum samsetningum Ólafs Elíassonar. MYNDLIST Gallerí i8 Til 22. júní. Opið þriðjudaga til laug- ardaga frá kl. 13–17. BLÖNDUÐ TÆKNI ÓLAFUR ELÍASSON Sjón og sjónarmið Halldór Björn Runólfsson Morgunblaðið/Kristinn Inn úr myrkvuðum salnum berst okkur birta að utan gegnum linsulaga kýrauga sem snýr hlutunum við. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd: „Í Morgunblaðinu föstudaginn 31. maí s.l. skrifar Jón Ásgeirsson gagnrýni um tónleika Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, þar sem ein- leikari í Fiðlukonsert Sibeliusar var konsertmeistari hljómsveitarinnar, Guðný Guðmundsdóttir. Við undirrituð viljum mótmæla skrifum gagnrýnandans um leik Guðnýjar. Við vorum svo ánægð að sjá og heyra Guðnýju koma fram og leika þennan stórbrotna fiðlu- konsert af slíkri festu og öryggi sem raun bar vitni. Við teljum um- mæli gagnrýnandans bæði niðrandi og beinlínis röng, því að Guðný hafði auðheyrilega undirbúið sig vel, hafði verkið vel á valdi sínu og sýndi auk þess bæði dýpt og inn- lifun í túlkun þess. Halldór Haraldsson, Haukur Guðlaugsson, Guðrún Birgisdóttir, Karólína Eiríksdóttir, Mist Þorkelsdóttir, Stefán Edelstein.“ Athugasemd við tónlistar- gagnrýni ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ JPV ÚTGÁFA hefur gengið frá út- gáfusamningi við Steidl forlagið í Þýskalandi um útgáfu á skáldævi- sögu Guðbergs Bergssonar, Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar. Þetta er fyrra bindi skáldævisögu Guðbergs sem kom fyrst út á ís- lensku árið 1997. Fyrir bókina hlaut Guðbergur Bergsson Íslensku bókmenntaverð- launin árið 1998 og Menningarverð- laun DV fyrir bókmenntir. Hún var jafnframt tilnefnd til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs og Aris- teion verðlaunanna. Steidl forlagið hefur áður gefið út fjórar bækur eftir Guðberg en for- lagið gefur m.a. út bækur Günthers Grass. Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar hefur áður verið seld útgefendum í Brasilíu og á Spáni. Seld til Þýskalands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.