Morgunblaðið - 11.06.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.06.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Borgfirðingahátíð Leggjum áherslu á léttleika Borgfirðingahátíðverður haldin umnæstu helgi og má segja að flestu verði þar tjaldað til til að laða að gesti og gangandi. Hólm- fríður Sveinsdóttir er verkefnisstjóri hjá Borg- arbyggð og sér meðal ann- ars um Borgfirðingahátíð- ina. Hún svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins. Segðu okkur eitthvað nánar um hátíðina. „Við köllum hátíðina ein- faldlega Borgfirðingahá- tíð. Að hátíðinni standa fjögur sveitarfélög í Borg- arfirði; Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvít- ársíðuhreppur og Skorra- dalshreppur. Hún fer fram víða um Borgarfjörð dagana 14.– 17. júní, að þessu sinni þó aðallega í Borgarnesi og í Reykholtsdal.“ Hvað verður helst til hátíða- brigða? „Allt sem nöfnum tjáir að nefna, allt frá skiptimarkaði fyrir staka sokka upp í stórdansleik fyrir alla fjölskylduna. Hátíðin hefst form- lega föstudaginn 14. júní með svo- kölluðu Baðstofukvöldi í Loga- landi í Reykholtsdal. Á dagskránni þar eru Kaffibrúsa- karlarnir, Alina Dubik og Gerrit Schuil, Smaladrengirnir og Borg- firðingarnir Bjartmar Hannesson og Gísli Einarsson. Á laugardaginn verður heilmik- ið húllumhæ í Borgarnesi frá morgni fram á rauðanótt. Við byrjum á morgunverði í Skalla- grímsgarði og útimessu. Eftir há- degi verðum við með sannkallað markaðstorg á gamla íþróttavell- inum við Hyrnutorg. Fyrir utan ýmiss konar varning sem þar verður boðinn til sölu og kynning- ar verða ýmiss konar uppákomur. Karamellur munu svífa um loftin blá, Egilssaga verður flutt í ör- stuttri útgáfu af leikdeild Skalla- gríms, Lionsmenn munu standa fyrir fjörugu stóruppboði, Fimmta herdeildin treður upp, götuleikhús verður á staðnum, leiktæki fyrir börn og fleira og fleira. Bifhjólasýning verður við Shell- stöðina og hópakstur um Borgar- nes og Borgarfjörð. Í eftirmiðdag- inn verða Kiwanismenn með spennandi Spiderman-keppni fyr- ir krakka á öllum aldri og þá hefst líka árgangamót í götukörfubolta fyrir 30 ára og eldri, í umsjón körfuboltadeildar Skallagríms. Ég veit að brottfluttir Borgfirð- ingar eru nú í óðaönn að grafa upp gömlu körfuboltaskóna sína og dusta af þeim rykið. Ég er t.d. bú- in að finna mína og hlakka mikið til. Á laugardagskvöldið sláum við svo upp heljarmiklu fjölskyldu- balli í íþróttamiðstöðinni og munu hinir frægu Geirfuglar halda uppi stanslausu stuði fyrir alla aldurshópa. Afar langt er síðan síðast var slegið upp fjöl- skyldudansleik í Borg- arnesi og því margir mjög spenntir. Jafnframt verða dansiböll fyrir fullorðna öll kvöld- in. Sunnudagurinn verður á rólegri nótum. Þá verður m.a. boðið upp á skemmtilega menningardagskrá í Snorrastofu í Reykholti, Kvenna- hlaup ÍSÍ, margkonar gönguferð- ir, kajakleigu og fleira. Þjóðhátíð- ardagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um Borgarfjörð. Hátíðardagskrá verður í Loga- landi, Brautartungu og í Borgar- nesi. Í Borgarnesi verður byrjað með leikjum og sprelli á íþrótta- vellinum þar sem fallhlífarstökkv- arar svífa niður með íslenska fán- ann. Á eftir hátíðarguðsþjónustu verður skrúðganga niður í Skalla- grímsgarð þar sem verður hátíð- ardagskrá. Þennan dag hvetjum við alla til að bera höfuðfat til að skapa sérstaka hátíðarstemningu. Síðasta dagskráratriðið verður svo útiball með hljómsveitinni Úl- rik við íþróttamiðstöðina í Borg- arnesi að kvöldi 17. júní.“ Helsti tilgangur með hátíðinni og helstu áherslur? „Tilgangurinn er í raun marg- þættur. Fyrst og fremst er til- gangurinn þó að Borgfirðingar geri sér og gestum sínum glaðan dag. Við leggjum áherslu á létt- leika og lítið verður um formleg- heit. Jafnframt má segja að það sé markmið okkar að fá sem flesta brottflutta Borgfirðinga til að koma á heimaslóðir þessa daga.“ Hafið þið haldið svona hátíð áð- ur? „Þetta er í þriðja sinn sem há- tíðin er haldin og nýtur hún vax- andi vinsælda. Borgfirðingahátíð er alveg örugglega búin að festa sig í sessi.“ Skiptimarkaður fyrir staka sokka … er mikið úrval? „Þú getur rétt ímyndað þér. Samkvæmt tiltölulega áreiðanleg- um heimildum eru að meðaltali sjö stakir sokkar á hverju heimili. Þannig má ætla að á þúsund heim- ilum séu 7.000 stakir sokkar. Við munum leitast við að finna þessum einmana sokkum göngufélaga.“ Eru Borgfirðingar sjálfir jákvæðir gagn- vart svona hátíð? „Já, mjög. Það hefur verið afar gott að leita til íbúanna, félaga- samtaka og fyrirtækja og allir eru af vilja gerðir til að gera þesa há- tíð sem skemmtilegasta. Í raun kom það mér skemmtilega á óvart hvað allir voru fúsir til að leggja hönd á plóginn. Yfirskrift hátíð- arinnar er Fljúgum hærra og það munum við svo sannarlega gera um næstu helgi.“ Hólmfríður Sveinsdóttir  Hólmfríður Sveinsdóttir fædd- ist á Akranesi 18. júní 1967. Alin upp í Borgarnesi. Stúdent frá FV 1988 og er með BA-próf í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands 1994. Starfaði hjá Vinnumála- stofnun 1994–99 og hjá Iðn- tæknistofnun 2000–2001. Hefur starfað sem verkefnisstjóri hjá Borgarbyggð frá nóvember 2001. Gera sér og gestum glaðan dag Sjáumst í landsmálahringnum við tækifæri, hr. Davíð. ÞAÐ er sami dróminn yfir laxveið- inni. Laxá í Aðaldal og Laxá í Kjós voru opnaðar í gærmorgun og var veiði lítil. Einn kom úr Laxá nyrðra og undir hádegi var sömu sögu að segja í Kjósinni, einn kominn á land. Þá var líkt á komið með Kjarrá sem var opnuð síðastliðinn föstudag. Hópurinn sem hóf veiðarnar veiddi til sunnudagskvölds og var afrakst- urinn aðeins tveir laxar. Ókominn „Það er reytingur af laxi hérna en hann hefur tekið illa. Það kom einn úr Laxfossi að sunnan á maðk og annar slapp af flugu í fossinum að norðan. Það voru laxar hér fyrir helgi sem eru greinilega gengnir fram ána, en það er erfitt að finna þá. Þó hefur sést lax í Bugðu,“ sagði Ásgeir Heiðar, fulltrúi leigutaka í Laxá í Kjós, í gærmorgun. Gunnar Gíslason, leiðsögumaður við Þverá/Kjarrá, sagði laxinn greinilega ekki kominn í Kjarrána. „Við fórum að vísu lítið inn fyrir Eyrar, en menn voru duglegir að fara um og reyna. Þessir tveir sem veiddust komu úr Efri-Johnson og Réttarhyl, 11 og 12 punda. Við heyrðum að eitthvað hefði glæðst í Þveránni, t.d. veiddust 4–5 laxar á sunnudagsmorguninn,“ sagði Gunn- ar. Skást í Blöndu Eins og stundum síðustu sumur er júníveiðin skást í Blöndu. Hollið sem opnaði ána 5. júní fékk 9 laxa á einum og hálfum degi. Síðan hefur verið reytingsveiði. Allt eru þetta boltafiskar, 10 til 13 pund. Miðfjarðará verður opnuð næsta laugardag. Um helgina sáust nokkr- ir vænir fiskar bæði í Efri-Kistu og Hlíðarfossi í Vesturá og eru menn því eftirvæntingarfullir að opna ána. Lítil veiði í Laxá í Aðal- dal og Kjós fyrsta daginn Aðalsteinn Jónsson með 11 punda hrygnu úr Efri-Johnson í Kjarrá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.