Morgunblaðið - 11.06.2002, Blaðsíða 22
ERLENT
22 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Dugguvogi 4
Veggjakrot kostar einstaklinga og sveitarfélög
mikla fjármuni og fyrirhöfn á hverju ári.
Nú hefur Slippfélagið sett á markað sérstaka
Krotvörn sem veitir hvers konar veggjakroti öflugt
viðnám. Eftir að vörnin hefur verið borin á er í
langflestum tilfellum nóg að smúla ósómann burt
með vatni og endurnýja svo vörnina með einni
yfirferð.
Haltu veggjunum hreinum á einfaldan hátt með
Krotvörn frá Slippfélaginu.
N
O
N
N
I O
G
M
A
N
N
I |
Y
D
D
A
•
N
M
06
48
6
•
si
a.
is
YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, stokkaði upp í heimastjórn
sinni á sunnudag eftir að margir Pal-
estínumenn og ráðamenn á Vestur-
löndum höfðu lagt fast að honum að
koma á pólitískum umbótum. Ísrael-
ar lýstu uppstokkuninni sem „sýnd-
armennsku“ og palestínskir stjórn-
málaskýrendur sögðu hana
ófullnægjandi.
Fyrsta fundi nýju heimastjórnar-
innar var frestað í gær eftir að fleiri
en 70 skriðdrekar voru sendir inn í
Ramallah og umkringdu höfuðstöðv-
ar Yassers Arafats. Jarðýtur Ísr-
aelshers hrúguðu upp grjótmulning-
um við inngang höfuðstöðvanna til að
loka honum. Saeb Erakat, aðalsamn-
ingamaður heimastjórnarinnar, sagði
að Arafat væri „á lífi en í hættu“.
Fregnir hermdu að einn Palestínu-
maður hefði beðið bana í aðgerðum
hersins í Ramallah og tveir særst. Að
minnsta kosti 27 Palestínumenn voru
handteknir.
„Ekki sú breyting sem
fólkið vill sjá“
Ráðherrum heimastjórnarinnar
var fækkað úr 31 í 21. Fimm nýir
menn voru skipaðir í stjórnina og
tveir þeirra eiga að fara með mikil-
vægustu málaflokkana, öryggis- og
fjármál. Gagnrýnin á heimastjórnina
hefur einkum beinst að frammistöðu
hennar í þessum málaflokkum.
Að öðru leyti voru breytingarnar
álitnar óverulegar og yfirborðs-
kenndar. „Ég tel ekki að þetta sé sú
breyting sem fólkið vill,“ sagði palest-
ínski aðstoðarráðherrann Jihad Waz-
ir. „Þetta er miklu fremur aðlögun en
umbætur. Samt er þettta skref í rétta
átt.“
Hagfræðingurinn Salam Fayyad,
fulltrúi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðn-
um í Jerúsalem síðustu árin, varð fyr-
ir valinu sem fjármálaráðherra og
talið er að með því að skipa hann í
stjórnina sé Arafat að bregðast við
ásökunum um spillingu hennar og
óstjórn í fjármálum. Embættismenn í
Ísrael hafa lengi sakað heimastjórn-
ina um að hafa séð róttækum hreyf-
ingum fyrir peningum og byssum.
Arafat skipaði einnig 73 ára gaml-
an fyrrverandi herforingja, Abdel
Razak Yehiyed, í embætti innanrík-
isráðherra, sem á að „fara með ör-
yggismál á svæðum Palestínumanna
og hafa eftirlit með öllum öryggis-
stofnunum“, að sögn talsmanns
heimastjórnarinnar.
Arafat hefur sjálfur farið með ör-
yggismálin í heimastjórninni frá því
að hún var stofnuð fyrir átta árum.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Ísr-
ael hafa lagt fast að honum að koma á
umbótum á öryggissveitum Palest-
ínumanna til að koma í veg fyrir
hryðjuverk í Ísrael.
Yehiyed fékk herþjálfun í Sýrlandi
og var lengi foringi í palestínskum út-
lagaher í Jórdaníu. Hann er oft lang-
dvölum utan palestínsku sjálfstjórn-
arsvæðanna vegna eiginkonu sinnar
sem á við alvarleg veikindi að stríða.
Margir telja að með því að velja
Yehiyeh í embætti innanríkisráð-
herra vilji Arafat láta líta út fyrir að
hann hafi falið nýjum manni að
breyta öryggissveitunum en hann
hyggist sjálfur stjórna þeim á bak við
tjöldin. „Yehiyeh er nýr í stjórninni,
en hann kann að hlýða skipunum,“
sagði palestínski stjórnmálafræðing-
urinn Khalil Shikaki.
Binyamin Ben Eliezer, varnar-
málaráðherra Ísraels, sagði að með
því að velja Yehiyeh hefði Arafat sýnt
að honum væri ekki alvara með lof-
orðum um umbætur á öryggissveit-
unum. „Þessi maður er fulltrúi eld-
gömlu kynslóðarinnar,“ sagði Ben
Eliezer um nýja ráðherrann.
Danny Naveh, ráðherra án ráðu-
neytis í stjórn Ísraels og flokksbróðir
Ariels Sharons forsætisráðherra,
lýsti uppstokkun Arafats á heima-
stjórninni sem „sýndarmennsku“.
„Arafat er búinn að vera, það er eng-
inn möguleiki á að samningaviðræður
verði hafnar að nýju á meðan hann er
við völd.“
Kosningar í janúar
Yasser Abed Rabbo, upplýsinga-
málaráðherra heimastjórnarinnar,
sagði að efnt yrði til forseta- og þing-
kosninga í janúar og sveitarstjórna-
kosninga í haust. Frá því að heima-
stjórnin var stofnuð árið 1994 hafa
kosningar aðeins einu sinni verið
haldnar á sjálfstjórnarsvæðum Pal-
estínumanna, árið 1996, og margir
Palestínumenn líta svo á að mikil-
vægustu umbæturnar felist í því að
þjóðin fái að kjósa aftur.
Stuðningurinn við Arafat meðal
Palestínumanna hefur minnkað veru-
lega á síðustu misserum. Aðeins 35%
sögðust styðja hann í skoðanakönnun
sem gerð var fyrir þremur vikum, en
hann naut stuðnings tæps helmings
Palestínumanna fyrir tveimur árum,
áður en átök Ísraela og Palestínu-
manna hófust, og 75% árið 1996.
„Palestínumenn vilja óspillta
stjórn,“ sagði Shikaki, palestínski
stjórnmálafræðingurinn. „Arafat
stendur ekki í stykkinu sem leiðtogi
nú þegar mikil þörf er á öflugri for-
ystu og fólk er reitt við hann. Jafnvel
þegar hann er neyddur til að aðhafast
eitthvað reynir hann að gera eins yf-
irborðskenndar breytingar og nokk-
ur kostur er.“
Leiðtogi Palestínumanna stokkar upp í heimastjórninni og fækkar ráðherrunum
Uppstokkun
Arafats sögð
ófullnægjandi
ÍSRAELSKIR lögreglumenn
stöðva Palestínumenn sem
reyndu að koma í veg fyrir að
Ísraelar hæfu byggingarfram-
kvæmdir á landi í eigu Palest-
ínumanna í Austur-Jerúsalem.
Palestínumennirnir segjast vera
með skjöl sem sanni að þeir eigi
landið og ætla að leita réttar síns
fyrir dómstólum.
Reuters
Framkvæmdum Ísraela mótmælt
Ramallah, Jerúsalem. AP, Los Angeles Times, AFP.
TUGIR gesta sátu í gær opinn fund
félaganna Ísland-Palestína og Sam-
taka herstöðvaandstæðinga í Húsi
málarans í Reykjavík um ástandið
fyrir botni Miðjarðarhafs. Tveir
ungir menn, Stefán Þorgrímsson og
Hrafnkell Brynjarsson, sem báðir
hafa dvalist á átakasvæðunum í
Palestínu, sögðu frá reynslu sinni.
Þeir voru við hjálparstörf á vegum
fyrrnefnda félagsins og eru báðir
miðnefndarmenn í því síðarnefnda.
Að sögn Viðars Þorsteinssonar,
ritara Íslands-Palestínu, sem einnig
hefur farið til svæðisins, hafa nú
alls tíu Íslendingar farið þangað á
vegum félagsins. Auk þess sem þeir
hafa veitt aðstoð með því að fylgja
hjúkrunarfræðingum sem færðu
fólki lyf og fylgja slösuðum á
sjúkrahús segja þeir félagar að
markmiðið sé ekki síður að veita
ákveðna vernd með nærverunni;
ísraelskir hermenn gangi ekki jafn
hart að Palestínumönnum ef þeir
eru í fylgd útlendinga.
Þeir Hrafnkell og Stefán lýstu
framferði hermannanna með ófögr-
um orðum, Palestínumönnum væri
sýnd óvirðing með margvíslegum
hætti, sennilega til að reyna að
brjóta niður siðferðisþrek og bar-
áttukjarkinn. Fjölskyldumyndir séu
rifnar af veggjunum, húsmunir
brotnir. Skriðdrekum væri ekið vís-
vitandi á leigubíla og verslanir í
borgum Palestínumanna. Ef mynd
af Yasser Arafat, leiðtoga Palest-
ínu, sæist á vegg á heimili væru íbú-
arnir reknir út og húsið sprengt.
Hrafnkell var í hópi erlendra sjálf-
boðaliða sem var handtekinn í
Nablus en sleppt eftir nokkurt þóf.
Stefán fór til svæðisins 1. maí og
kom til borganna Nablus, Ramallah
og Gaza, en með honum var Þorkell
Þorkelsson, ljósmyndari á Morg-
unblaðinu og hittu þeir félagar Ara-
fat í byrgi hans ásamt fleira fólki.
Stefán var spurður hvort sjálf-
boðaliðarnir væru í hættu en hann
svaraði því til að þeir gætu verið
það þar sem til átaka kæmi en al-
mennt væri ekki hættulegra að
vera í landinu en að „ganga niður í
miðbæ klukkan þrjú. Og það er
miklu meira um skotárásir í Banda-
ríkjunum en í Ísrael.“ Sjálfur sagð-
ist Stefán hafa verið smeykastur við
að vera á ferli í hverfum gyðinga og
í nánd við kaffihús þeirra, en marg-
ir sjálfsmorðingjar hafa sprengt sig
við veitingastaði. Viðar skýrði frá
því að ekki væri vitað til að neinn
erlendu sjálfboðaliðanna hefði orð-
ið fyrir skoti.
Morgunblaðið/Þorkell
Frá fundinum í Húsi málarans. F.v. Viðar Þorsteinsson, Stefán Þor-
grímsson og Hrafnkell Brynjarsson.
„Veitum vernd
með nærverunni“