Morgunblaðið - 11.06.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 47
Kringlunni - sími 581 2300
Í MIKLU ÚRVALI
STÆRÐIR M - 4XL
SUMARFATNAÐUR
Academy of
Multimedia Design
Kolding - Danmörku
Fjölmiðlunarhönnuður
• Tveggja ára alhliða nám í:
Grafískri hönnun
Viðmótshönnun
Samskiptarannsóknum
Verkefnastjórnun og
viðskiptahagfræði
• Enskukennsla
• Stuðningur við erlenda
nemendur:
Ráðgjöf
Húsnæði og fæði
Félagslíf
• Staðsett í Kolding sem er miðsvæðis í Danmörku.
Þar er ávallt mikið um að vera á sviði menningar
og mennta.
• Nemendur frá Norðurlöndunum þurfa engin
skólagjöld að greiða. Námið heyrir undir hið
opinbera danska menntakerfi.
• Kennsla hefst í september 2002
Mætið á upplýsingafund í Reykjavík.
föstudaginn 14. júní kl. 13.00 á Radisson SAS
Saga Hótel, við Hagatorg, 107 Reykjavík, salur D.
Tilkynnið þátttöku í e-pósti til jsk@ceukolding.dk.
Nánari upplýsingar fást á vefsíðunni
www.multimediedesigner.com eða hjá
Jens Skov í síma +45 793 20100. Einnig er hægt
að senda tölvupóst til jsk@ceukolding.dk
Að kunna skil á samskiptum
í hinum nýja miðli
S
ko
vv
an
ge
n
28
-
6
00
0
K
ol
d
in
g
-
E
-m
ai
l:
ce
uk
ol
d
in
g@
ce
uk
ol
d
in
g.
d
k
Verð kr. 39.865
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára.
Flug, gisting, skattar, 27. júní, viku-
ferð. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860.
Verð kr. 49.865
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára.
Flug, gisting, skattar, 27. júní, 2 vikur.
Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.360.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til
Mallorca þann 27. júní í eina eða tvær vikur. Beint flug með
Heimsferðum á þennan einstaka áfangastað. Þú bókar núna, og tryggir
þér síðustu sætin, og þremur dögum fyrir brottför hringjum við í þig og
tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar
þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Síðustu sætin
Stökktu til
Mallorca
27. júní
frá 39.865
Gjafavara – matar- og kaffistell .
All ir verðflokkar.
- Gæðavara
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
HAPPDRÆTTI Krabba-
meinsfélagsins hefur frá upp-
hafi verið ein veigamesta tekju-
lind krabbameinssamtakanna
hér á landi og stuðlað að upp-
byggingu þeirra og þróun.
Fræðsla um krabbamein og
krabbameinsvarnir, útgáfa
fræðslurita, tóbaksvarnir í
skólum, stuðningur við krabba-
meinssjúklinga, leit að krabba-
meinum og rannsóknir eru allt
þættir í starfsemi félagsins sem
byggjast á fjárhagsstuðningi
við félagið, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Í sumarhappdrættinu fá
karlmenn heimsendan miða.
Vinningar eru 152 talsins að
verðmæti 17.789.000 kr. Aðal-
vinningurinn er Peugeot 307
XS, frá Bernhard efh., að verð-
mæti tæplega átján hundruð
þúsund kr. Annar aðalvinning-
urinn er bifreið eða greiðsla
upp í íbúð að verðmæti
1.000.000. 150 vinningar eru í
formi úttekta hjá ferðaskrif-
stofu eða verslun, hver að verð-
mæti kr. 100.000.
Dregið verður í happdrætt-
inu 17. júní. Vinningarnir eru
skattfrjálsir, segir í fréttinni.
Miðar eru einnig til sölu á
skrifstofu Krabbameinsfélags-
ins í Skógarhlíð 8.
Sumar-
happdrætti
Krabba-
meins-
félagsins
KRAMHÚSIÐ heldur námskeið fyr-
ir börn á aldrinum 5 til 10 ára, dag-
ana 18. – 20. júní. Á námskeiðinu
kynnast börnin heimi frumbyggja í
Ástralíu. Kennari verður Francis
Firebrace frá Ástralíu.
Tónlistarmaðurinn Brian Birchall
kennir börnunum m.a. að búa til
ástralska blásturshljóðfærið did-
eridoo og leika á það. Kennarar
Kramhússins munu túlka og leiða
börnin í gegnum starfið. Skipt verð-
ur í tvo aldurshópa.
Námskeiðið er 16 klukkustundir
og kostar kr. 5.500, 15% systkinaaf-
sláttur. Innifalið er allt efni, s.s.
málning, efni til hljóðfærasmíði svo
og matur og drykkur, segir í frétta-
tilkynningu.
Innritun og nánari upplýsingar í
Kramhúsinu.
Námskeið
fyrir börn í
Kramhúsinu
ÚTISVEFN íslenskra barna, þjón-
usta við nýbúa í ung- og smá-
barnavernd og dáleiðsla hvers-
dagsins eru dæmi um efni sem
tekin eru til umfjöllunar í nýút-
kominni bók, Framtíðarsýn innan
heilsugæslunnar, sem gefin er út
af Rannsóknarstofnun í Hjúkr-
unarfræði og Háskólaútgáfunni.
Í henni er að finna 28 greinar
um málefni er snerta heilsugæslu-
hjúkrun og er hún beint innlegg í
umræðuna um heilsugæslu í land-
inu, að sögn annars ritstjórans,
Herdísar Sveinsdóttur, dósents við
HÍ og formanns Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga. Ari Nyysti,
verkefnisstjóri Rannsóknarstofn-
unarinnar er einnig ritstjóri.
„Bókin gefur breiða sýn á það
sem er að gerast innan heilsugæsl-
unnar. Hér er mikið af efni sem
ætti að höfða til almennings í
bland við sérhæfðara efni ætlað
heilbrigðisstarfsfólki,“ segir Her-
dís. Meðal annars er fjallað um
málefni eins og skólahjúkrun, ung-
linga og þjónustu heilsugæslu,
stefnumótun og umönnun aldr-
aðra.
Bókin byggist á erindum sem
flutt voru á ráðstefnu um heilsu-
gæsluhjúkrun sem haldin var síð-
asta haust en hún var haldin í
minningu dr. Guðrúnar Marteins-
dóttur, dósents í hjúkrunarfræði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ritstjórar bókarinnar, Herdís Sveinsdóttir, dósent við HÍ og formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og Ari Nyysti, verkefnisstjóri
Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræðum.
Birta framtíðarsýn
innan heilsugæslunnar