Morgunblaðið - 11.06.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN
34 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HINN 26. apríl 2000
var undirritaður
samningur Landspít-
ala – háskólasjúkra-
húss og Barnavernd-
arstofu um þjónustu
barna- og unglinga-
geðdeildar. Markmið
samningsins var að
tryggja börnum og
unglingum með geð-
raskanir, vímuefna-
vanda og hegðunar-
truflanir eins skjóta,
góða og örugga þjón-
ustu og frekast væri
kostur. Samningsaðil-
ar skuldbundu sig til
að vinna sameiginlega
að þessu markmiði með nánu sam-
starfi sín á milli. Samningurinn tók
gildi 1. júní sama ár og var til
tveggja ára. Með bréfi dagsettu 27.
febrúar sl. sagði forstjóri Barna-
verndarstofu samningnum upp, að
höfðu samráði við félagsmálaráðu-
neytið, og óskaði eftir viðræðum
um gerð nýs samnings, sem tæki
mið af fenginni reynslu. Hver er þá
reynslan?
Ánægja með þjónustu BUGL
Eins og réttilega kemur fram í
grein Ólafs Ó. Guðmundssonar, yf-
irlæknis BUGL, í Morgunblaðinu 4.
júní sl. er það samdóma álit þeirra
sem að þjónustusamningnum
standa að jákvæð áhrif hans hafi
verið ótvíræð og skilað sér í bættri
þjónustu við börn og unglinga með
geðraskanir, vímuefnavanda og
hegðunartruflanir. Með auknu sam-
starfi meðferðarheimilisins Stuðla
og unglingadeildar BUGL hafa
samskipti orðið skýrari á milli þess-
ara stofnana sem hefur lagt grunn
að bættri þjónustu við fyrrnefndan
hóp. Eins og kemur fram í grein yf-
irlæknisins er regluleg þjónusta
barnageðlæknis og hjúkrunarfræð-
ings af unglingadeild BUGL við
Stuðla tryggð með þjónustusamn-
ingnum ásamt vaktþjónustu barna-
geðlækna og hjúkrunarfræðinga
allan sólarhringinn. Meðferðar-
heimili Barnaverndarstofu hafa
einnig notið góðs af samningnum,
m.a. hafa unglingar sem þar hafa
dvalist fengið forgang varðandi inn-
lagnir á unglingadeildina og einnig
hefur starfsfólk unglingadeildar
farið á heimilin til að veita faglega
ráðgjöf um meðferð.
Framkvæmd samningsins
Þjónustusamningur BUGL hefur
verið nokkuð til umræðu í fjölmiðl-
um undanfarna daga. Í þeirri um-
ræðu hefur gætt misskilnings og
því nauðsynlegt að geta nokkurra
þeirra þátta sem lúta að þjónustu
BUGL við Barnaverndarstofu.
Ráðstöfun þess fjármagns sem ætl-
að var til þjónustunnar hefur í einu
og öllu verið í samræmi við mark-
mið og ákvæði þjónustusamnings-
ins. Aðilum var ljóst að styrkja
þyrfti stöðu og starfsemi unglinga-
deildar á BUGL til þess að taka við
aukinni starfsemi og var það gert
m.a. með því að bæta aðstöðu til
móttöku bráðsjúkra, með sólar-
hringsþjónustu hjúkrunarfræðinga,
fjölgun starfsmanna og aukinni
starfsaðstöðu. Eins og getið er hér
að framan var bakvaktaþjónusta
sérfræðinga BUGL styrkt verulega
og sérfræðiþjónustu og ráðgjöf
komið á í samstarfi við meðferð-
arheimilið Stuðla og unglingadeild
BUGL auk þeirrar þjónustu sem al-
mennt er veitt á BUGL s.s. göngu-
deild, sérfræðilegar rannsóknir
o.s.frv. Samstarf og samhæfing
flókinnar og sérhæfðrar starfsemi
samningsaðila er vandasöm og ekki
alltaf auðvelt að kostnaðargreina
hvern þátt samstarfsins. Þjónusta
BUGL hefur aukist verulega á
þeim tveimur árum sem samning-
urinn hefur varað, sem m.a. sést á
mikilli aukningu innlagna á ung-
lingadeild BUGL. Þeir fjármunir
sem um ræðir hafa að sjálfsögðu
einungis verið nýttir til þessarar
þjónustu og hafa alls ekki verið not-
aðir til að mæta meintum sparnað-
araðgerðum á LSH enda hefur
BUGL verið hlíft við þeim aðhalds-
aðgerðum sem geðsvið og reyndar
önnur svið LSH hafa sætt á und-
anförnum árum.
Lokaorð
Það er ljóst að af fenginni
reynslu er afar mikilvægt að aðilar
endurnýi umræddan þjónustu-
samning. Sú reynsla sem orðið hef-
ur af samningnum og því samstarfi
sem hann hefur stuðlað að milli
þeirra aðila sem annast umrædda
þjónustu fyrir börn og ungmenni
hefur að mestu verið jákvæð og al-
menn ánægja með þá samvinnu.
Tveggja ára reynsla af framkvæmd
samningsins hefur leitt í ljós nokk-
ur atriði sem aðilar hafa þegar rætt
um og hægt er að leysa með ná-
kvæmari ákvæðum í nýjum samn-
ingi milli aðila. Þjónustusamning-
urinn var og er mikið framfaraspor
að okkar mati og flestra sem að
honum hafa komið. Við teljum að
það varði mjög miklu að hann verði
í senn endurnýjaður og bættur og í
ljósi þeirrar miklu skörunar sem oft
er á milli heilbrigðis- og félagsþjón-
ustu teljum við mjög æskilegt að
stuðlað sé í auknum mæli að sam-
starfssamningum milli þessara
tveggja þýðingarmiklu málaflokka.
Þjónustusamn-
ingur BUGL
Eydís
Sveinbjarnardóttir
Höfundar eru sviðsstjórar
á geðsviði.
Sjúkrastofnanir
Þjónustusamningurinn,
segja Eydís Sveinbjarn-
ardóttir og Hannes Pét-
ursson, var og er mikið
framfaraspor.
Hannes
Pétursson
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122