Morgunblaðið - 11.06.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.06.2002, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 45 Þeir fiska sem róa Bátarnir frá Creek Company eru komnir 15% kynningarafsláttur á „Belly“- bátum til 17. júní. Þeir eru að fá'ann á Þingvallavatni í bátum frá Creek Company. Veiðihornið hefur umboð fyrir Creek Company á Íslandi og býður úrval báta frá þessum stærsta framleiðanda „Belly“- báta í Bandaríkjunum. Creek Company U-laga bátur. Vinsælasti báturinn okkar. 2 lofthólf, 420 denier nælon í ytra byrði. 3 geymsluhólf, D-hringir, stangafestingar og svunta. Vegur aðeins 3,5 kg. Lífstíðarábyrgð frá verksmiðju. Verð kr. 18.900. Við bjóðum frábært tilboðsverð til 17. júní, aðeins kr. 15.995. Creek Company O-laga bátur. Ódýr og vinsæll bát- ur. 2 lofthólf, 420 denier nælon í ytra byrði. 3 geymsluhólf, D-hringir, stangafestingar og svunta. Vegur aðeins um 3 kg. Lífstíðarábyrgð frá verk- smiðju. Verð kr. 15.500. Við bjóðum frábært til- boðsverð til 17. júní, aðeins kr. 12.995. Creek Company Sub 714 bátur. Stór, 7 feta U-laga bátur þar sem þú situr hátt. 3 lofthólf, 3 geymslu- hólf. 840 denier nælon ytra byrði. Innan við 10 kg. Loftdæla og árar fylgja. Lífstíðar ábyrgð frá verk- smiðju. Verð aðeins kr. 34.500. Flaggskipið frá Creek Company. ODC 816 er 8 feta tvíbytna, byggð á sterkri álgrind og gerð jafnt fyrir stöðuvötn sem straumvatn. 840 denier nælon í ytra byrði. 2 stór geymsluhólf og farangurspallur fyrir aftan sæti. Vegur aðeins um 20 kg. Loftdæla og árar fylgja. Lífstíðarábyrgð frá verksmiðju. Verð aðeins kr. 74.000. Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 - Síðumúli 8 - sími 568 8410 www.veidihornid.is Veiðihornið er opið alla daga vikunnar Veiðihornið, Hafnarstræti 5 Veiðihornið, Síðumúla 8 Í Veiðihorninu færðu líka sundfit, loftdælur, rekakkeri, netpoka undir aflann o.fl. frá Creek Company. Einnig Vac Rac stangafestingar á bílinn á aðeins kr. 8.995. Varstu búinn að ná þér í bækling Veiðihornsins? Þar sérð þú gott úrval okkar og mörg frábær tilboð sem Veiðihornið býður í sumar. Veiðihornið býður alltaf meira úrval og betra verð. Kíktu í heimsókn og láttu sannfærast. Við tökum vel á móti þér. EFTIRLIT var með um- ferð úr Grafarvogi um Gullinbrú og hjáleið vegna lokunar á Víkurvegi og gekk hún eins og smurð vél. Um helgina voru tíu ökumenn grunaðir um ölvun við akstur og alls voru 68 ökumenn stöðvaðir vegna hraðaksturs. Á Vesturlandsvegi mældist hraði einnar bifreiðarinnar 120 km/klst. og hraði annarrar á Breiðholtsbraut 118 km/klst. en þarna er hámarkshraði 70 km/klst. Fimm ökumenn voru stöðvaðir fyrir að hafa farið yfir á rauðu ljósi og 15 fyrir að hafa ekki virt stöðvunar- skyldu. Enn eru nokkrir á nagla- dekkjum og voru fimm ökumenn stöðvaðir vegna þess. Tilkynnt var um að kviknað hefði í bifreið snemma á föstudagsmorgun við verslunina Nóatún við Hátún. Starfsmenn Smith og Norland slökktu eldinn og hlaut einn þeirra lít- ilsháttar brunasár við slökkvistarfið. Talið er að kviknað hafi í út frá leiðslu að rafgeymi. Á föstudag var óskað eftir aðstoð lögreglu um kl. 14:30 við að leita að fimm ára gömlum dreng sem hafði farið að heiman um kl. 11:00 á föstu- dagsmorgun. Drengurinn sem býr í Grafarvogi kom í leitirnar um kl. 16:00 þá heill á húfi. Unglingspiltar stálu úr bíl Farið var inn í bifreið í austurborg- inni og tveimur ferðageislaspilurum stolið ásamt 13 geisladiskum. Í þessu sambandi er við hæfi að brýna enn einu sinni fyrir fólki að vera ekki með sýnileg verðmæti á lausu í bifreiðum sínum, það er meiri freisting fyrir þá sem brjótast inn í bifreiðar. Aðfaranótt laugardags, rétt eftir miðnætti, var tilkynnt um þrjá mjög ölvaða unga menn í vesturbænum sem gerðu sér það að leik að sparka öskutunnum niður og í allt sem á vegi þeirra varð. Voru þeir farnir er lög- reglan kom á staðinn. Einnig var til- kynnt um ungling sem væri ofurölvi að ganga í veg fyrir bifreiðar á Miklu- brautinni. Sá var farinn er lögreglan kom. Lögreglan stöðvaði bifreið í mið- borginni um svipað leyti og voru tveir handteknir grunaðir um sölu á fíkni- efnum. Í kjölfarið var farið í húsleit og var einn maður handtekinn þar til við- bótar. Lögreglan fór í nokkur hávaðaút- köll um helgina í heimahús bæði vegna ágreiningsmála og gleðskapar. Greiðlega gekk að eiga við fólk í flest- um tilvikum. Um þrjúleytið sá eigandi bifreiðar í Grafarvogi, út um glugga heima hjá sér, unglingspilta standa fyrir utan bifreið sína. Hann fór út og voru þeir þá á bak og burt. Búið var að brjótast inn í bifreið hans og stela geislaspil- ara og hafði verið reynt að fara inn í aðra bifreið þar við hliðina. Gaf hann lögreglunni lýsingu á piltunum og voru þeir handteknir í hverfinu skömmu síðar og farið með þá á lög- reglustöð. Um sjöleytið kom öryggisvörður að manni sofandi innandyra á veitinga- stað einum í austurborginni, svo virð- ist sem staðurinn hafi verið ólæstur. Var hann fluttur á lögreglustöð til yf- irheyrslu en hann var mjög ölvaður. Rétt fyrir tvö á laugardag barst til- kynning um konu sem hefði slasast í göngu á Esjuna. Þarna höfðu vinnu- félagar verið í skemmtiferð. Konan var að renna sér niður snjóskafl en náði ekki að stöðva sig og lenti á grjóti. Var hún með eymsl á höfði og brjósti og átti erfitt með öndun. Kon- an var flutt með þyrlu á slysadeild í Fossvogi. Rétt fyrir sex á laugardag datt maður af reiðhjóli á Miklubrautinni og slasaðist hann á höfði. Skömmu síðar hringdi kona og sagði að hún hefði axlarbrotnað við það að detta um misfellu á gangstétt á Skólavörðustíg en hún hafði farið sjálf á slysadeildina í Fossvogi í skoðun. Skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags fékk lögreglan tilkynn- ingu um mann á gangi í miðborginni í nærbuxum og sokkum einum klæða. Þarna var um erlendan ferðamann að ræða sem að öllum líkindum hafði gengið í svefni, var honum ekið að gististaðnum þar sem hann bjó. Á sunnudagsmorgun fundu starfs- menn Sorpu tösku fulla af skotfærum sem þeir afhentu lögreglu. Um hádegisbilið fékk erlendur ferðamaður sér kríu á bekk í mið- borginni og á meðan hann svaf var jakkanum hans stolið með öllum skil- ríkjum og gjaldeyri að andvirði 55 þúsund krónur. Ekki góð landkynn- ing það. Lögreglan handtók mann sem hafði framvísað fölsuðum 5.000 kr. seðli. Mynd var fengin af grunuðum úr eftirlitskerfi sem var á staðnum. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar og seðillinn haldlagður. Úr dagbók lögreglu – 7.– 10. júní Útlendur svefn- gengill á sokkunum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi árétting frá stjórn Fé- lags íslenskra heimilislækna: „Stjórn Félags íslenskra heimilis- lækna áréttar, til að koma í veg fyrir misskilning, að heilsugæslulæknum verður greitt fyrir læknisvottorð í samræmi við úrskurð kjaranefndar 29. apríl sl. Í frétt af dómi héraðs- dóms Reykjavíkur frá 6. júní sl. í máli Félags íslenskra heimilislækna gegn íslenska ríkinu var kröfu fé- lagsins um ógildingu úrskurðar kjaranefndar frá 13. mars sl. hafnað. Stjórn félagsins tekur fram eftirfar- andi: Deilan um úrskurð kjaranefnd- ar stóð einungis um hvort ritun læknisvottorða teldist til aðalstarfs heilsugæslulækna eða væri auka- starf. Málið snérist ekki um heimild til gjaldtöku fyrir læknisvottorð heldur hvort heilsugæslulæknum sjálfum væri heimilt að ákveða þóknun fyrir þau vottorð sem þeir skrifa eða hvort það væri á valdsviði kjaranefndar að ákveða greiðslur fyrir þau. Niðurstaða héraðsdóms Reykja- víkur breytir engu um að heilsu- gæslulæknum verður greitt fyrir vottorðin í samræmi við úrskurð kjaranefndar. Hins vegar hafa heilsugæslulæknar ekkert um það að segja lengur hvernig gjaldtöku fyrir vottorð er háttað heldur er það ákvörðun heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra. Stjórn Félags íslenskra heimilis- lækna hefur ekki tekið ákvörðun um hvort dómi þessum verður áfrýjað til Hæstaréttar.“ Heilsugæslu- læknum greitt fyrir vottorð SUMARSTARFIÐ í Viðey byrjaði 1. júní, en þá hófust áætlunarferðir Viðeyjarferju og kaffihúsið í Viðeyj- arstofu var opnað. Kvöldgöngur verða farnar á þriðjudagskvöldum í sumar. Þær hefjast með siglingu yfir sundið kl. 19.30 og mun fyrsta ganga sumarsins verða farin í kvöld, þriðju- daginn 11. júní. Leiðsögnin er endur- gjaldslaus, aðeins þarf að borga ferjugjald sem er 500 kr. fyrir full- orðna og 250 kr. fyrir börn. Eyjan hefur að geyma marg- breytilega og langa sögu. Minjar allt frá 13. öld hafa fundist og eru sýni- legar í eyjunni. Síðasta mannvirkinu var komið upp árið 1990, en það er umhverfislistaverkið Áfangar (Mile- stones) eftir myndhöggvarann Rich- ard Serra. Farið verður um lista- verkið í kvöld, segir í fréttatilkynningu. Kvöldganga í Viðey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.