Morgunblaðið - 11.06.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.06.2002, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 13 ÞAÐ vantaði ekki líf í Laug- ardalshöll á laugardag þegar tuttugu og fjögur íþróttafélög kynntu þar starfsemi sína. Kynn- ingin var haldin í tengslum við Sportdag Landsbankans, sem fram fór sama dag. Á kynningunni gátu gestir og Morgunblaðið/Golli Kraftmik- il kynning í Höllinni Laugardalur gangandi viðað að sér upp- lýsingum um íþróttagreinar á borð við golf, fimleika, skák, körfubolta, knattspyrnu, hjólabretti og frjálsar íþrótt- ir svo eitthvað sé nefnt. Þekktar íþróttahetjur á borð við landsliðsmenn í handbolta veittu áhugasömum eig- inhandaráritun, hægt var að kanna golfhæfileikana á þar til gerðum púttbrautum og fjörkálfar gátu fengið útrás á trampólínum utan við Höll- ina. Hér er það Edda Blöndal sem kennir tveimur kraft- miklum strákum und- irstöðuatriðin í karate og eru þeir harðir í horn að taka af myndinni að dæma. að vera með timburhús sem væri fær- anlegt. Eftir að það brann sóttu þeir um að fá að byggja tveggja hæða steinhús en það er hins vegar ekki heimilt samkvæmt skipulagslögun- um.“ Sigurður segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að Ásgarður fái að byggja færanlegt timburhús í stað þess sem brann og á fundi hans og forsvars- manna Ásgarðs í gær hafi þetta verið rætt. Niðurstaða þess fundar hafi verið að Ásgarðsmenn hygðust sækja um byggingu slíks húss nú þegar. En hvað þá með framtíðarstarf- semi Ásmegin í Lækjarbotnum? „Það er mun flóknara mál sem við höfum sagt að við værum tilbúnir til að ræða. Það er dálítið mál að skipu- leggja íbúðabyggð svona langt í burtu frá bænum. Þarna verður allt starfs- fólk og allar íbúðir innan eins sveitar- félags að hafa sama rétt þannig að við yrðum að veita sömu þjónustu og annars staðar.“ Hann segir bæinn hins vegar tilbú- inn til að framlengja núverandi samn- ing þannig að hann gildi í tíu ár héðan í frá eða til ársins 2012. Hann segir ekki koma til greina að afgreiða deili- skipulag umrædds reitar þannig að hægt sé að tryggja framtíðarveru Ás- megin á svæðinu. „Maður deiliskipu- leggur ekki örlítinn skika þannig að öll byggð í kring verði síðar að taka tillit til hans heldur deiliskipuleggur maður stærra svæði og fellir þetta inn í þannig að vel fari með vegagerð, ræsum, lögnum og öðru slíku,“ segir hann. 2002 til 2003 er Reykjavíkurflugvöll- ur skilgreindur sem áætlunarflug- völlur í flokki I, þ.e. flugvöllur sem þjónar innanlandsflugumferð og er varaflugvöllur fyrir þotuumferð. Þá kemur fram í samkomulagi milli sam- gönguráðherra og borgarstjóra frá 1999 að Reykjavík verði miðstöð inn- anlandsflugs til 2016. Segir í greinargerð Skipulags- stofnunar að ríkisvaldið virðist ekki hafa markað stefnu um flugsamgöng- ur til jafnlangs tíma og gert er í að- alskipulagi Reykjavíkur, þ.e. til árs- ins 2024. „Þó liggur ekki fyrir að uppi séu áform af hálfu ríkisvaldsins um að leggja Reykjavíkurflugvöll niður sem miðstöð innanlandsflugs, flug- vallar fyrir æfinga-, kennslu- og einkaflug og varaflugvallar fyrir millilandaflug,“ segir í greinargerð- inni. Mælt með staðfestingu með fyrirvara Þá segir í greinargerðinni: „Skipu- lagsstofnun fellst [...] ekki á að sveit- arfélög á höfuðborgarsvæðinu geti tekið bindandi ákvörðun í svæðis- skipulagi um að leggja Reykjavíkur- flugvöll niður í áföngum á meðan ekki liggur annað fyrir af hálfu ríkisins en að miðstöð innanlandsflugs, varaflug- vallar millilandaflugs á SV-horninu og æfinga-, kennslu- og einkaflugs á höfuðborgarsvæðinu sé á Reykjavík- urflugvelli.“ Segir að öðru máli hefði gilt ef sett hefði verið fram almenn stefnuyfirlýsing um vilja sveitarfé- laganna til að vinna þessu máli braut- argengi hjá samgönguyfirvöldum. Segir að þannig virðist vera ósam- ræmi á milli stefnu svæðisskipulags- ins og stefnu samgönguyfirvalda á landsvísu og telur stofnunin af þeim sökum ekki unnt að mæla með stað- festingu Svæðisskipulags höfuðborg- arsvæðisins 2001–2024 hvað varðar stefnu um flugsamgöngur. „Skipu- lagsstofnun mælir því með því við umhverfisráðherra að Svæðisskipu- lag höfuðborgarsvæðisins 2001–2024 verði staðfest með fyrirvara um stefnumörkun sem tekur til Vatns- mýrarinnar og flugsamgangna,“ seg- ir í greinargerðinni. „Staðfesting stefnumörkunar svæðisskipulagsins um Vatnsmýri og flugsamgöngur sé háð því að fyrir liggi samkomulag Reykjavíkurborgar og samgöngu- ráðherra um landnotkun og flug- starfsemi á Reykjavíkurflugvelli út skipulagstímabilið 2001–2024.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.