Morgunblaðið - 11.06.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.06.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Borgfirðingahátíð Leggjum áherslu á léttleika Borgfirðingahátíðverður haldin umnæstu helgi og má segja að flestu verði þar tjaldað til til að laða að gesti og gangandi. Hólm- fríður Sveinsdóttir er verkefnisstjóri hjá Borg- arbyggð og sér meðal ann- ars um Borgfirðingahátíð- ina. Hún svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins. Segðu okkur eitthvað nánar um hátíðina. „Við köllum hátíðina ein- faldlega Borgfirðingahá- tíð. Að hátíðinni standa fjögur sveitarfélög í Borg- arfirði; Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvít- ársíðuhreppur og Skorra- dalshreppur. Hún fer fram víða um Borgarfjörð dagana 14.– 17. júní, að þessu sinni þó aðallega í Borgarnesi og í Reykholtsdal.“ Hvað verður helst til hátíða- brigða? „Allt sem nöfnum tjáir að nefna, allt frá skiptimarkaði fyrir staka sokka upp í stórdansleik fyrir alla fjölskylduna. Hátíðin hefst form- lega föstudaginn 14. júní með svo- kölluðu Baðstofukvöldi í Loga- landi í Reykholtsdal. Á dagskránni þar eru Kaffibrúsa- karlarnir, Alina Dubik og Gerrit Schuil, Smaladrengirnir og Borg- firðingarnir Bjartmar Hannesson og Gísli Einarsson. Á laugardaginn verður heilmik- ið húllumhæ í Borgarnesi frá morgni fram á rauðanótt. Við byrjum á morgunverði í Skalla- grímsgarði og útimessu. Eftir há- degi verðum við með sannkallað markaðstorg á gamla íþróttavell- inum við Hyrnutorg. Fyrir utan ýmiss konar varning sem þar verður boðinn til sölu og kynning- ar verða ýmiss konar uppákomur. Karamellur munu svífa um loftin blá, Egilssaga verður flutt í ör- stuttri útgáfu af leikdeild Skalla- gríms, Lionsmenn munu standa fyrir fjörugu stóruppboði, Fimmta herdeildin treður upp, götuleikhús verður á staðnum, leiktæki fyrir börn og fleira og fleira. Bifhjólasýning verður við Shell- stöðina og hópakstur um Borgar- nes og Borgarfjörð. Í eftirmiðdag- inn verða Kiwanismenn með spennandi Spiderman-keppni fyr- ir krakka á öllum aldri og þá hefst líka árgangamót í götukörfubolta fyrir 30 ára og eldri, í umsjón körfuboltadeildar Skallagríms. Ég veit að brottfluttir Borgfirð- ingar eru nú í óðaönn að grafa upp gömlu körfuboltaskóna sína og dusta af þeim rykið. Ég er t.d. bú- in að finna mína og hlakka mikið til. Á laugardagskvöldið sláum við svo upp heljarmiklu fjölskyldu- balli í íþróttamiðstöðinni og munu hinir frægu Geirfuglar halda uppi stanslausu stuði fyrir alla aldurshópa. Afar langt er síðan síðast var slegið upp fjöl- skyldudansleik í Borg- arnesi og því margir mjög spenntir. Jafnframt verða dansiböll fyrir fullorðna öll kvöld- in. Sunnudagurinn verður á rólegri nótum. Þá verður m.a. boðið upp á skemmtilega menningardagskrá í Snorrastofu í Reykholti, Kvenna- hlaup ÍSÍ, margkonar gönguferð- ir, kajakleigu og fleira. Þjóðhátíð- ardagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um Borgarfjörð. Hátíðardagskrá verður í Loga- landi, Brautartungu og í Borgar- nesi. Í Borgarnesi verður byrjað með leikjum og sprelli á íþrótta- vellinum þar sem fallhlífarstökkv- arar svífa niður með íslenska fán- ann. Á eftir hátíðarguðsþjónustu verður skrúðganga niður í Skalla- grímsgarð þar sem verður hátíð- ardagskrá. Þennan dag hvetjum við alla til að bera höfuðfat til að skapa sérstaka hátíðarstemningu. Síðasta dagskráratriðið verður svo útiball með hljómsveitinni Úl- rik við íþróttamiðstöðina í Borg- arnesi að kvöldi 17. júní.“ Helsti tilgangur með hátíðinni og helstu áherslur? „Tilgangurinn er í raun marg- þættur. Fyrst og fremst er til- gangurinn þó að Borgfirðingar geri sér og gestum sínum glaðan dag. Við leggjum áherslu á létt- leika og lítið verður um formleg- heit. Jafnframt má segja að það sé markmið okkar að fá sem flesta brottflutta Borgfirðinga til að koma á heimaslóðir þessa daga.“ Hafið þið haldið svona hátíð áð- ur? „Þetta er í þriðja sinn sem há- tíðin er haldin og nýtur hún vax- andi vinsælda. Borgfirðingahátíð er alveg örugglega búin að festa sig í sessi.“ Skiptimarkaður fyrir staka sokka … er mikið úrval? „Þú getur rétt ímyndað þér. Samkvæmt tiltölulega áreiðanleg- um heimildum eru að meðaltali sjö stakir sokkar á hverju heimili. Þannig má ætla að á þúsund heim- ilum séu 7.000 stakir sokkar. Við munum leitast við að finna þessum einmana sokkum göngufélaga.“ Eru Borgfirðingar sjálfir jákvæðir gagn- vart svona hátíð? „Já, mjög. Það hefur verið afar gott að leita til íbúanna, félaga- samtaka og fyrirtækja og allir eru af vilja gerðir til að gera þesa há- tíð sem skemmtilegasta. Í raun kom það mér skemmtilega á óvart hvað allir voru fúsir til að leggja hönd á plóginn. Yfirskrift hátíð- arinnar er Fljúgum hærra og það munum við svo sannarlega gera um næstu helgi.“ Hólmfríður Sveinsdóttir  Hólmfríður Sveinsdóttir fædd- ist á Akranesi 18. júní 1967. Alin upp í Borgarnesi. Stúdent frá FV 1988 og er með BA-próf í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands 1994. Starfaði hjá Vinnumála- stofnun 1994–99 og hjá Iðn- tæknistofnun 2000–2001. Hefur starfað sem verkefnisstjóri hjá Borgarbyggð frá nóvember 2001. Gera sér og gestum glaðan dag Sjáumst í landsmálahringnum við tækifæri, hr. Davíð. ÞAÐ er sami dróminn yfir laxveið- inni. Laxá í Aðaldal og Laxá í Kjós voru opnaðar í gærmorgun og var veiði lítil. Einn kom úr Laxá nyrðra og undir hádegi var sömu sögu að segja í Kjósinni, einn kominn á land. Þá var líkt á komið með Kjarrá sem var opnuð síðastliðinn föstudag. Hópurinn sem hóf veiðarnar veiddi til sunnudagskvölds og var afrakst- urinn aðeins tveir laxar. Ókominn „Það er reytingur af laxi hérna en hann hefur tekið illa. Það kom einn úr Laxfossi að sunnan á maðk og annar slapp af flugu í fossinum að norðan. Það voru laxar hér fyrir helgi sem eru greinilega gengnir fram ána, en það er erfitt að finna þá. Þó hefur sést lax í Bugðu,“ sagði Ásgeir Heiðar, fulltrúi leigutaka í Laxá í Kjós, í gærmorgun. Gunnar Gíslason, leiðsögumaður við Þverá/Kjarrá, sagði laxinn greinilega ekki kominn í Kjarrána. „Við fórum að vísu lítið inn fyrir Eyrar, en menn voru duglegir að fara um og reyna. Þessir tveir sem veiddust komu úr Efri-Johnson og Réttarhyl, 11 og 12 punda. Við heyrðum að eitthvað hefði glæðst í Þveránni, t.d. veiddust 4–5 laxar á sunnudagsmorguninn,“ sagði Gunn- ar. Skást í Blöndu Eins og stundum síðustu sumur er júníveiðin skást í Blöndu. Hollið sem opnaði ána 5. júní fékk 9 laxa á einum og hálfum degi. Síðan hefur verið reytingsveiði. Allt eru þetta boltafiskar, 10 til 13 pund. Miðfjarðará verður opnuð næsta laugardag. Um helgina sáust nokkr- ir vænir fiskar bæði í Efri-Kistu og Hlíðarfossi í Vesturá og eru menn því eftirvæntingarfullir að opna ána. Lítil veiði í Laxá í Aðal- dal og Kjós fyrsta daginn Aðalsteinn Jónsson með 11 punda hrygnu úr Efri-Johnson í Kjarrá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.