Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SKOSKA strandgæslan kom áhöfn seglskútunnar Delis til bjargar um 200 mílur norður af Írlandi 17. júní síðastliðinn en Gestur Gestsson, Ís- lendingur búsettur í Dublin, er eig- andi skútunnar. Gestur var ásamt tveimur Írum á leið til Patreksfjarðar, en heilagur Patrekur er í hávegum hafður á Ír- landi og þótti því Gesti og írskri áhöfn hans við hæfi að Patreksfjörð- ur yrði fyrir valinu sem áfangastaður á Íslandi. „Bæði ég og áhöfnin erum áhuga- menn um siglingar og höfum margra ára reynslu í að sigla á þessum slóð- um. Við vorum búnir að vera í þrjá daga á sjónum milli Norður-Írlands og Skotlands. Veðurspáin var góð en að kvöldi 16. júní var ég á leið niður í koju þegar þessi mikla vindhviða kom skyndilega og það var kominn stormur eins og hendi væri veifað,“ lýsir Gestur. Hann bendir á að engin viðvörun hafi verið gefin í veðurfréttum og segir að ef hann hefði haft einhverja nasasjón af veðrinu þá hefði hann snúið við eða reynt að sigla skútunni burt. Veðrið kom hins vegar öllum í opna skjöldu og urðu nokkrar skemmdir á nálægum eyjum. „Ölduhæðin minnti mig helst á að við værum staddir uppi á tólf hæða blokk. Það er í raun erfitt að lýsa þessu, þar sem það var enginn fyr- irvari og við höfðum engan tíma til að undirbúa okkur. Við vorum þrír í áhöfn, ég, Paul Hich og David McGlowghlin, og náðum við að halda ró okkar enda allir vanir siglinga- menn sem höfum reynslu af slæmu veðri,“ heldur hann áfram. Hann bætir við að þessi stormur hafi verið það versta sem þeir hafi lent í og sök- um mikillar vindhæðar og hávaða í rokinu gátu þeir ekki kallað sín á milli. Þá hafi þeir notast við fingra- mál. Stórbrot færði skútuna í kaf Að sögn Gests óskuðu þeir eftir aðstoð, norskur togari heyrði kallið en kom ekki fyrr en sex klukkutím- um síðar þar sem hann var það langt í burtu. Hann segir að það hafi verið ákveðið að reyna að koma taug yfir í togarann þannig að hann gæti togað skútuna til sín og segir jafnframt að ekki hefði þýtt að setja út björgunar- bát því að hann hefði fokið. Gestur lýsir að það hafi tekið þrjá til fjóra tíma að koma tauginni fyrir, en á meðan á því stóð fengu þeir yfir sig stórbrot sem færði skútuna í kaf. „Ég var frammi á bátnum að festa taugina þegar skyndilega varð logn. Ég vissi hvað var í aðsigi og festi mig niður við grindverk framan á skip- inu. Það er yfirleitt logn á undan stórbroti.“ Báturinn fór algerlega í kaf og að Gests sögn náði sjórinn honum við háls. Hann segir það erfitt að lýsa eigin hugsunum við þessar aðstæður en öll hugsun beindist að því að bjarga sér úr aðstæðunum. Annað brot fylgdi ekki og þó að það tæki langan tíma náði skútan að rétta sig við. Gestur segir að norski togarinn hafi ávallt verið við hliðina á skút- unni en áhöfn hans hafi ekkert getað gert. Tólf klukkutímum eftir að kall- að hafði verið eftir aðstoð kom þyrla frá skosku strandgæslunni og tók hún yfir björgunaraðgerðirnar. Hann segir erfitt að tímasetja hlut- ina en í heildina hafi þeir staðið í bar- áttu við veðrið í tæpan sólarhring. Höfðu tíu mínútur til að komast upp í þyrluna Að hans sögn var þetta langt flug og varð þyrlan að taka eldsneyti á leiðinni. Það voru því aðeins tíu mín- útur sem þeir höfðu til að komast upp í þyrluna. „Það vildi svo illa til að þegar að hún sendi línuna niður flæktist hún í mastrinu og það tók þrjár mínútur að losa hana. Það var stanslaust kall- að á okkur og okkur sagt að flýta okkur. Ég var síðastur og hafði tvær mínútur,“ bætir Gestur við og lýsir því hversu skrýtin tilfinning það hafi verið að komast upp í þyrluna. Flugið til Stornoway, næstu eyju, tók eina klukkustund og fjörutíu mínútur, að sögn Gests, og þurfti þyrlan að fljúga við sjóinn til að spara eldsneyti. Hann leggur áherslu á hversu vel hafi verið tekið á móti þeim en í þyrlunni biðu þurr föt, matur og áfallahjálp. Hann segir að starfi strandgæslunnar hafi lokið þegar lent var á Stornoway, en heimamenn sáu um alla aðhlynningu og gerðu þeir það í sjálfboðastarfi. Gestur og félagar sluppu ótrúlega vel og voru aðeins illa marðir á baki og öxlum. Hvar skútan er niðurkomin nú veit hann ekki en segir að þeir hafi verið sammála um það eftir á að skútan Delis hafi verið einstök skúta því að fáar seglskútur hefðu þolað slíkan stórsjó. Gestur Gestsson, íslenskur skútueigandi, í sjávarháska við Írland ásamt tveimur írskum félögum Ölduhæðin jafnaðist á við tólf hæða blokk Skoska strandgæslan bjargaði Gesti og félögum hans um borð en þessi mynd er tekin úr þyrlunni þar sem hún sveimaði yfir skútunni. Áhöfnin hafði einungis 10 mínútur til þess að komast um borð í þyrluna. LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í fyrrinótt mann við Vesturberg í Breiðholti sem búinn var að brjótast inn í þrjá bíla. Til mannsins sást þar sem hann var að athafna sig við bíl- ana. Að sögn lögreglunnar urðu eng- ar skemmdir á bílunum og er ekki ljóst hvort maðurinn tók nokkuð úr þeim við innbrotin. Braust inn í þrjá bíla „MÉR líst því miður ekki nógu vel á skýrsluna og ég varð fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Rúna Jónsdóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Stíga- móta, um skýrslu nefndar um við- brögð við klámi og vændi sem kynnt var í fyrradag. Hún segir þó jákvætt að nefndin leggi til að ekki verði lengur refsivert að stunda vændi til framfærslu en þetta hafi verið löngu tímabær leiðrétting á miklu ranglæti og dugi hvergi nærri til. Rúna hefur margt við skýrsluna að athuga. Hún segir það undarlegt- að skilja á milli vændis og kláms og leyfa hið síðarnefnda. Það sé sam- dóma álit þeirra sem starfa innan Stígamóta, samtakanna Nordnet sem berjast gegn klámi og vændi og kynjafræðinga á Norðurlöndunum, að klám og vændi séu mismunandi myndir af hinu sama, kynferðisof- beldi. „Mér finnst ekki rökrétt að skilja þarna á milli. Annars vegar vill nefndin leyfa klám, án þess að spyrja við hvaða aðstæður konurnar sem seldar eru í klámiðnaðinum búa. Hins vegar viðurkennir nefndin að þær konur sem stunda vændi á Ís- landi séu fórnarlömb ýmiss konar aðstæðna,“ segir Rúna. Hún undrast þær yfirlýsingar nefndarinnar að ekki hafi verið sýnt fram á skaðsemi kláms. Ekkert hafi verið nefnt um skaðsemi kláms fyrir þær konur sem nýttar eru í þessum iðnaði. „Það eru oft sömu konurnar sem eru í klám- iðnaðinum og vændisiðnaðinum. Það eru engin skýr mörk þarna á milli,“ segir hún. „Mér finnst líka merkilegt að ef nefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu að konur í vændi séu fórnarlömb aðstæðna, að nefndin skuli þá ekki halda röksemdafærsl- unni áfram og athuga hver beri ábyrgðina.“ Í skýrslunni sé ekki get- ið um að þær sem stunda vændi séu fórnarlömb þeirra sem kaupa þær og selja. Engar tillögur séu settar fram sem varða kaupendurna sem haldi uppi klám- og vændisiðnaðinum. Lög eru skilaboð til samfélagsins Hún saknar þess ennfremur að nefndin skyldi ekki hafa þor til þess að fara að dæmi Svía og banna kaup á kynlífsþjónustu. Aðspurð um þau rök nefndarinnar að með því að banna kaup á vændi yrði erfitt að fá kaupendurna til þess að bera vitni bendir Rúna á að lögin hafi víðtæk- ara gildi en að refsa einstaklingum sem brjóta þau. „Lög eru skilaboð til samfélagsins um hvað er rétt og rangt,“ segir Rúna. Vændi hafi verið og sé enn refsivert en hún viti ekki til þess að það hafi hindrað konur í að leita sér hjálpar. Annar tvískinnung- ur í niðurstöðum nefndarinnar sé sá að konur verði ekki sekar fyrir lög- um ef þær selja sig, svo framarlega sem þær gera það ekki á almanna- færi. Þá vilji nefndin að nektarstaðir verði ekki of þétt saman, ekki í mið- bæjum o.s.frv. Rúna segir að þetta bendi til þess að nefndin telji að vændi og nektarstaðir séu í lagi, svo lengi sem slíkt sé ekki sýnilegt. Þetta séu kolröng skilaboð. Hún fagnar því á hinn bóginn að nefndin hafi lagt til að einkadans verði bann- aður. Rúna Jónsdóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Stígamóta Klám og vændi eru mismun- andi myndir af því sama STEFÁN Ólafur Jónsson frá Akur- eyri og Jóhanna Ása Evensen frá Blönduósi nutu þess að baða sig í lauginni á Hveravöllum á sumarsól- stöðum. Þótt fremur kalt væri í veðri var laugin hlý og ornaði bað- gestum. Skálarnir voru opnaðir í síðustu viku og hefur aðsóknin verið frem- ur róleg það sem af er. Að sögn skálavarða Ferðafélags Íslands má reikna með, samkvæmt reynslu fyrri ára, að straumur ferðamanna um Hveravelli aukist þegar nær dregur mánaðamótum. Morgunblaðið/RAX Á sumarsól- stöðum SVARTUR kassi eða ökuriti sem kominn er á markað hérlendis og mælir aksturslag og hraða í bifreið- um hefur bætt aksturslag starfs- manna hjá fyrirtækjum þar sem hann hefur verið notaður, að sögn upplýsingafulltrúa umferðarráðs. Nokkur pitsu- og póstfyrirtæki hafa þegar tekið búnaðinn í notkun en hann er íslensk hönnun, þróaður af ND á Íslandi. Fyrirtækið fékk styrk til verkefnisins frá rannsókn- arráði umferðaröryggismála fyrir rúmu ári. Að sögn Sigurðar Helgasonar, upplýsingafulltrúa Umferðarráðs, er mikill fengur að tækinu. Sigurður segist vita til þess að fleiri fyrirtæki séu farin að sýna búnaðinum áhuga sem fylgist bæði með ef ökumenn aka of hratt eða ef upp koma klögu- mál í umferðinni. Búnaðurinn, sem byggður er á GPS-tækni, er örlítill svartur kassi sem tengdur er í bílinn og þaðan við tölvu. Með því móti er hægt að sjá aksturlag viðkomandi ökumanns og eru öll frávik í akstri hans greind. Frávik getur táknað að menn aki of hratt, taki of skarpar beygjur, bremsi snöggt o.s.frv. „Staðreyndin er sú að það getur verið skemmtilegast að setja þetta í bílinn og láta ekki ökumann vita af því. Lesa svo af mælinum og segja honum frá því og lesa svo aftur eftir viku,“ segir Sigurður. Hann segir að munurinn sé ótrú- legur og nefnir sem dæmi að lengi hafi verið vitað að mikil tjón verða á bílaflota pitsufyrirtækja. Eftir að tækinu hafi verið komið fyrir sé það aftur á móti metnaðarmál starfs- manna að fá sem fæstar aðfinnslur. Svartur kassi í bíla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.