Morgunblaðið - 23.06.2002, Síða 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þjóðtrú og þjóðhættir á Jónsmessu
Kynngimögnuð
Jónsmessunótt
JÓNSMESSAN,messa Jóhannesarskírara, er á morgun,
mánudag. Áður fyrr var
24. júní talinn lengsti dag-
ur ársins samkvæmt
gömlu tímatali en nú er
hann talinn vera 21. júní.
Jónsmessan var ákveðin af
Rómarkirkjunni á þáver-
andi lengsta degi ársins,
enda eru sumarhátíðir al-
gengar um alla Evrópu.
Hins vegar var Jóns-
messufögnuður smærri í
sniðum hér á landi, en að-
faranóttin, Jónsmessu-
nóttin, talin kynngimögn-
uð. Af því tilefni er vert að
rifja upp hvers vegna nótt-
in hefur yfir sér þann dul-
arljóma sem flestir hafa
heyrt um. Morgunblaðið
ræddi við Pálínu Björgu Snorra-
dóttur, nema í þjóðfræði og
starfsmann þjóðháttadeildar
Þjóðminjasafns, um Jónsmess-
una.
Jónsmessan var mikil hátíð fyrr
á öldum, ekki satt?
„Jú, í kaþólskum sið var hún
haldin hátíðleg og meira að segja
var hún ekki numin úr helgidaga-
skrá fyrr en árið 1770, ásamt átta
öðrum dögum. Hins vegar hafa
ætíð verið hátíðahöld um þetta
leyti árs á norðurhveli vegna
lengsta sólargangs. Í heiðnum sið
var haldið sumarblót á sumarsól-
stöðum. Það var ein af fjórum
höfuðhátíðum ársins og þegar
norrænar þjóðir tóku kristni voru
þessi blót tengd kristnum hátíð-
um, samanber jólin og Jónsmess-
una.“
Voru hátíðahöld hér heima
áþekk hátíðahöldum erlendis?
„Nei, erlendis einkenndust há-
tíðahöldin af svalli, dansi og
brennum, jafnvel nornamessum,
en hér heima var hátíðin á sama
tíma og fundur Alþingis á Þing-
völlum og hefur ef til vill minna
orðið úr gleðskap manna í sveitum
vegna þess. Aftur á móti var Al-
þingi mikil samkoma með
skemmtun og hátíðleika. Hvað
varðar brennurnar eru ekki til
neinar heimildir um að þær hafi
verið haldnar hér á landi á Jóns-
messu, og gæti það meðal annars
stafað af skorti á eldiviði og birt-
unni um miðjan júní.“
Hafa einhvern tímann verið
haldnar sérstakar Jónsmessuhá-
tíðir?
„Já, á 4. og 5. áratug 20. aldar
voru haldnar nokkrar Jónsmessu-
hátíðir, bæði á vegum ungliðasam-
taka stjórnmálaflokka og annarra
félaga. Þær hátíðir voru til dæmis
haldnar í Hljómskálagarðinum
1940, en einnig upp um sveitir.
Þessar hátíðir voru nokkurs kon-
ar forverar útihátíðanna um versl-
unarmannahelgina sem við þekkj-
um í dag en þær lögðust af eftir að
17. júní var valinn þjóðhátíðar-
dagur og aðeins vika varð á milli
hátíða. Þá féll Jónsmessan í
skuggann af þjóðhátíðinni.“
Jónsmessunóttin
þykir kynngimögnuð.
Hvað á þá að gerast?
„Þá leikur náttúran
við hvurn sinn fingur
en minna er um púka
og þess háttar hindurvitni vegna
birtunnar. Einnig sofa tröll sem
fastast á Jónsmessunótt og þess
vegna er auðvelt að leika á þau þá.
Mjög gott er að fara á fjöll og tína
grös um nóttina, enda eiga þau að
vera hlaðin sérstökum krafti um
þetta leyti. Meðal annars má finna
fjögurra laufa smára sem þá kall-
ast lásagras og getur opnað hvaða
lás sem er og brönugras vekur
ástir og stillir ósamlyndi hjóna,
einkum ef það er tínt með fjöru á
Jónsmessu.“
Hvers vegna er það einmitt
þessi nótt sem fær slíka eigin-
leika?
„Jónsmessunóttin er önnur
tveggja nátta ársins þar sem mað-
urinn öðlast tækifæri til einstakr-
ar upplifunar. Hin nóttin er ný-
ársnótt, sem er landsmönnum
ávallt eftirminnileg. Kýrnar tala á
báðum nóttum, einnig fara selir úr
hamnum, og menn geta setið á
krossgötum og hitt álfa, svo dæmi
séu nefnd. Kynngi þessara nátta
tengist hamskiptum sólarinnar
við að vera hæst eða lægst á lofti.
Keltnesk þjóðtrú segir að við
tímamót sem þessi geti hulan milli
okkar heims og annars horfið, og
okkar þjóðtrú er í sama anda.“
En að velta sér upp úr dögg-
inni?
„Allir þekkja þjóðtrúna um að
gott sé að velta sér upp úr gras-
dögginni á Jónsmessunótt enda á
hún að lækna mann af kláða og
átján öðrum kvillum. Samt verður
að hafa í huga að láta döggina
þorna á sér, ekki þurrka hana af.
Einnig þekkist að ganga berum
fótum í dögginni í sama tilgangi.
Aðra lækningakrafta má líka
finna, til dæmis náttúrusteina
með lækningarmætti. Það er líka
hægt að ná sér í lausnasteina,
óskasteina og hulinhjálmssteina á
Jónsmessu, en ýmsar kúnstir þarf
að til að ná þeim.
En ástamálin, ráðast þau á
Jónsmessunótt?
„Stúlkur gat dreymt
verðandi maka sína
með því að sofa með
grös undir kodda sem
tínd voru á miðnætti á
Jónsmessunótt og ef eggjahvíta
var látin standa í glasi með vatni
um Jónsmessunótt sagði lagið á
hvítunni til um þá atvinnu sem
bóndaefnið stundaði.“
Í tilefni Jónsmessunnar fer fólk
í gönguferðir og skoðunarferðir í
náttúrunni og má þar nefna eina
sem farin var í Hafnarfirði á
föstudagskvöld, auk kvöldgöngu
frá Árbæjarsafni í kvöld kl. 10.
Pálína Björg Snorradóttir
Pálína Björg Snorradóttir
fæddist í Reykjavík 1980 og ólst
upp á Suðureyri við Súganda-
fjörð. Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
vorið 2000 og stundar nú nám í
þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Hún starfar á þjóðháttadeild
Þjóðminjasafns Íslands við þjóð-
háttasöfnun og -skráningu. Pál-
ína býr með unnusta sínum,
Svavari Knúti Kristinssyni,
heimspekingi og tónlistarmanni,
og eiga þau saman eina dóttur,
Dagbjörtu Lilju.
Best að leita
grasa og
steina í nótt
Það virðast öll bolabrögð vera leyfileg í Evrópuglímunni.
SAMEINUÐU þjóðirnar hafa til-
einkað árið 2002 fjöllum og því
hafa Landvernd og Nátt-
úrufræðistofnun Íslands tekið
höndum saman um kynning-
arstarf til að vekja athygli á mik-
ilvægi fjalla fyrir íslensku þjóð-
ina.
Jón Gunnar Ottósson, forstjóri
Náttúrufræðistofnunar Íslands,
segir að mikilvægt sé að vekja at-
hygli á mikilvægi fjalla, ekki ein-
göngu í umhverfislegu tilliti,
heldur einnig í vistkerfinu. Sam-
einuðu þjóðirnar hafi sett á fót
margvísleg verkefni til að vekja
athygli á umhverfisþáttum og því
sem lýtur að félagslegum þáttum
og stjórnmálum, verkefni eins og
t.d. fjöll og fátækt og fjöll og
stríð. Margvíslegar ógnir steðji að
fjöllum og ástæða sé til að vekja
athygli á þeim. Mikilvægi þeirra
felist ekki síst í vatnabúskapnum
og leggi SÞ sérstaka áherslu á
það.
Hafandi í huga mikilvægi fjalla
fyrir Íslendinga í landfræðilegum,
félagslegum og tilfinningalegum
skilningi hafi Landvernd og Nátt-
úrufræðistofnun sett af stað nokk-
ur verkefni til að minna á þýðingu
fjallanna.
Í fyrsta lagi hefur verið gefið út
stórt veggspjald með mynd af
Herðubreið og verður því dreift
um allt land.
Í öðru lagi hefur verið opnuð
heimasíðan www.landvernd.is/
arfjalla2002 eða www.ni.is/
arfjalla2002, með margvíslegu
efni sem tengist ári fjalla. Þar má
m.a. nefna happdrætti fyrir al-
menning til að vekja áhuga al-
mennings á verkefninu en þrautin
felst í því að finna nöfn á 10 fjöll-
um og ganga á eitt þeirra í sum-
ar.
Öllum grunnskólum landsins
verður sent kynningarbréf í sum-
ar og verður lagt til að einstakir
bekkir taki þátt í verkefninu og
gangi síðan á eitthvert fjall.
Júníblað Kríunnar, fréttabréfs
Landverndar, er helgað átakinu
og er því dreift í um 3.000 eintök-
um á bókasöfn, stofnanir og skóla
og í október er síðan stefnt að
fjallaráðstefnu með myndrænni
framsetningu.
Stöðugt verður bætt við efni á
heimasíðuna og er vonast til að fá
þar upplýsingar frá almenningi til
birtingar. Nú er þar m.a. efni um
gerðir fjalla á Íslandi eftir Lovísu
Ásbjörnsdóttur og Helga Torfa-
son, jarðfræðinga hjá Nátt-
úrufræðistofnun, grein um mál-
verk af Herðubreið eftir Hörpu
Þórisdóttur, listfræðing hjá Lista-
safni Íslands, pistill um fjöll eftir
Matthías Johannessen rithöfund,
yfirlit um fjallagróður eftir Eyþór
Einarsson, grasafræðing hjá Nátt-
úrufræðistofnun, samantekt um
átrúnað á fjöll og íbúa fjalla eftir
Árna Björnsson þjóðháttafræðing,
grein um Herðubreið eftir Ingvar
Teitsson lækni, Freysteinn Sig-
urðsson, jarðfræðingur hjá Orku-
stofnun, fjallar um hálendið og
vatnið og Tómas Einarsson, fyrr-
verandi kennari, segir frá útivist
á fjöllum og í óbyggðum.
Árið 2002 tileinkað fjöllum hjá Sameinuðu þjóðunum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Athygli vakin á mikilvægi fjalla