Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALLT gekk að óskum ífyrstu veiðiferð Stíg-anda VE 77, sem er nýttog glæsilegt togskip út-gerðarfyrirtækisins Stíganda ehf. í Vestmannaeyjum. Í jómfrúarveiðiferðinni var haldið á karfamiðin á Reykjaneshrygg og síðan til Bremerhaven í Þýskalandi þar sem 140 tonn af karfa voru seld á fiskmarkaði. „Nú vonum við bara og biðjum til þess sem öllu ræður að nýja skipinu megi hlotnast farsæld og gengið verði stígandi upp frá þessu eftir mjög svo erfitt síðasta ár,“ segir Þorsteinn Viktorsson, framkvæmdastjóri Stíganda ehf. Óhætt er að segja að útgerðin hafi mátt þola ýmislegt í fyrra, en á því ári tapaði útgerðin dómsmáli vegna hlutaskipta auk þess sem tvö skipa fyrirtækisins sukku svo af hlaust mannskaði. Annars vegar sökk nýja skipið í höfn kínversku skipasmíðastöðvar- innar í Guangzhou í mars 2001 og lést þá einn kínverskur starfsmaður stöðvarinnar. Hinsvegar fórst Ófeigur II, 138 brúttólesta stálbát- ur, undan Vík í Mýrdal aðfaranótt 5. desember 2001 með einum manni, en átta var bjargað úr gúmbjörg- unarbát um borð í Danska Pétur VE. Sá skipskaði var sá þriðji í sögu útgerðarinnar þar sem Ófeigsnafnið kemur við sögu, en árið 1943 fórst Ófeigur VE með allri áhöfn, sem í voru fjórir menn, og Ófeigur III VE strandaði við Þorlákshöfn í ársbyrj- un 1988. Þegar svo farið er að rýna í hver afdrif þeirra Ófeiga hafa orðið sem útgerðin hefur selt frá sér í gegnum tíðina, kemur í ljós að allir hafa þeir farist utan einn. „Í ljósi fyrri harmleikja og skaða, sem útgerðin hefur orðið fyrir, var ákveðið að nýja skipið skyldi ekki bera Ófeigsnafnið. Ég tel samt sem áður að skipskaðarnir tengist ekki nafninu á neinn hátt. Ófeigarnir hafa allir verið mjög fengsælir. Samt sem áður ákváðu eigendurnir að nýja skipið skyldi bera sama nafn og útgerðin, Stígandi, en skip með því nafni tengdist útgerðinni hér á árum áður og var í eigu föðurafa míns, Helga Bergvinssonar,“ segir Þorsteinn, sem er fjórði ættliðurinn til að stýra fjölskyldufyrirtækinu. Straumhvörf og kvótakaup Langafi Þorsteins, Jón Ólafsson frá Hólmi í Vestmannaeyjum, stofn- aði útgerðarfyrirtækið árið 1916 með kaupum á 8,5 rúmlesta bát frá Mjóafirði sem smíðaður hafði verið í Danmörku. Fjórum árum síðar var báturinn seldur og eikarbáturinn Ófeigur VE 217 keyptur, 12,4 rúm- lesta með 22 hestafla aðalvél. Árið 1935 bættist Ófeigur II VE 324 við, en sá var 22 rúmlestir með 60 hest- afla aðalvél. Jón frá Hólmi dó árið 1946 og í kjölfarið keypti tengda- sonur hans Þorsteinn Sigurðsson frá Blátindi og Ólafur Sigurðsson skipstjóri frá Skuld Ófeig II af dán- arbúi Jóns. Útgerð þeirra félaga þótti ein- staklega vel heppnuð meðan báðir lifðu og létu þeir m.a. smíða tvo ný- tísku stálfiskibáta, annan í Hollandi og hinn í Austur-Þýskalandi. Ófeig- ur III VE 325, sem var fyrsti stál- fiskibátur sem smíðaður var fyrir Íslendinga, kom skipið frá Hollandi árið 1955. Hann var 55 rúmlestir með 220 hestafla aðalvél og eftir lengingu á Akranesi tíu árum síðar fór hann upp í 86 rúmlestir. Nýr Ófeigur II VE 324 kom svo frá Austur-Þýskalandi árið 1959, 100 rúmlesta með 400 hestafla aðalvél. Haustið 1983 keypti útgerðin 103 rúmlesta bát, Árna í Görðum VE, sem fékk nafnið Ófeigur VE 324. Eftir að Ófeigur III strandaði við Þorlákshöfn, opnaðist tækifæri til að byggja nýtt og öflugt skip í stað- inn án þess að kaupa úreldingu á móti. Hafist var handa við nýsmíði á frambyggðum togbát í Svíþjóð sem kom nýr til landsins árið 1990. „Þetta skip, sem svo fórst í des- ember síðastliðnum, olli straum- hvörfum í útgerðarsögu fyrirtækis- ins þar sem hin skipin voru að heita má orðin börn síns tíma. Skipið var í raun alltof öflugt fyrir þær veiði- heimildir, sem við höfðum þá yfir að ráða, og upphófst nú sá tími þegar menn tóku að viða að sér auknum aflaheimildum til að vega upp á móti árlegum aflamarksskerðingum. Á áratugnum 1990–2000 keyptum við aflaheimildir fyrir um 320 milljónir króna óframreiknað til að halda í horfinu. Þrátt fyrir öll þessi kvóta- kaup, sitjum við uppi með þá stað- reynd að við höfum verið skertir í bolfisktonnum talið meira en sem nemur þeim tonnafjölda sem var á skipinu árið 1990, eða áður en af stað var farið. Við fengum rúmlega 500 tonna bolfiskkvóta í úthlutun árið 1990, en höfum verið skertir um rúm 600 tonn í bolfiskinum á síðustu tólf árum. Ekki síst í þessu ljósi leiðist mér allt tal um gjafakvóta. Umræðan í kringum sjávarútveginn er alltof neikvæð. Útgerðir fengu í upphafi kvótakerfisins ákveðinn grunn til að byggja á, byggðan á veiðireynslu án þess að hann hafi verið nógu mikill til að gera út á ársgrundvelli, enda lagði Halldór Ásgrímsson þáver- andi sjávarútvegsráðherra til á að- alfundi LÍÚ á Akureyri að þeir, sem væru ungir í greininni, keyptu þá eldri út því úthlutaður kvóti dygði engan veginn fyrir allan flotann,“ segir Þorsteinn. Heildarþorskígildiskvóti fyrir- tækisins er nú um 1.300 tonn, þar af er uppistaðan karfi. Hús og eignir að veði Ólafur skipstjóri lést um aldur fram árið 1969 og hélt Þorsteinn rekstrinum áfram fram til ársloka 1973 er tengdasynir hans, þeir Vikt- or Helgason og Sigurður Elíasson, tóku við. Sigurður dró sig hinsvegar út úr fyrirtækinu um áramótin 1986/ 1987 og hafa hjónin Viktor Helga- son og Stefanía Þorsteinsdóttir, eig- inkona hans, verið einir eigenda síð- an. Þau eiga þrjá syni og er Þorsteinn, núverandi framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, þeirra elstur. Næstur kemur Helgi Berg Viktors- son, sem vinnur hjá blikksmiðjunni Glófaxa í Reykjavík, og yngstur er Gunnar Berg Viktorsson, atvinnu- maður í handbolta hjá París SG. „Í dag er mitt starf að sjá um dag- legan rekstur fyrirtækisins, en auð- vitað tek ég engar róttækar ákvarð- anir án vitundar eigendanna, foreldra minna,“ segir Þorsteinn, sem fæddur er árið 1963 og er iðn- rekstrarfræðingur af útvegssviði Tækniskóla Íslands að mennt. Við hlið hans á skrifstofunni starfar eig- inkonan DíannaEinarsdóttir, sem séð hefur um fjárreiður og bókhald í áratug. Eftir að þeir svilar Viktor og Sig- urður tóku við útgerðinni, upphófst mikið erfiðleikatímabil í sjávarút- vegi hér á landi og voru aflabrögð í ofanálag mjög döpur þó ekki sé meira sagt. Þeir ákváðu því á þess- um tímapunkti að selja bæði fiski- skipin sem þeir voru þá með í rekstri, Ófeigana sem byggðir höfðu verið í Hollandi og Austur-Þýska- landi, enda voru þeir með allt sitt bundið í þessum rekstri og höfðu lagt hús sín og eignir að veði. „Það finnast hinsvegar aldrei neinir kaupendur þegar illa árar, en þeir náðu engu að síður að losa sig við annað skipið, hinn austur-þýska Ófeig II. Verðbólgan sá á þessum árum mjög vel um að éta upp sölu- verðmæti eigna og telja margir, sem losuðu sig út úr greininni á þessum árum, það hafa verið sín mestu mis- tök. Það, sem svo varð til þess að hjálpa mönnum út úr þessum erf- iðleikatímum, var þegar hægt var að fara að gáma fiskinn og senda hann á markað erlendis. Sú þróun hafði þær afleiðingar að fiskverðið fór að breytast og hagurinn að vænkast, sérstaklega hjá þeim sem voru eingöngu í útgerð, enda höfðu þeir, sem voru bæði með útgerð og fiskvinnslu á sinni könnu, getað náð virðisauka út úr vinnsluþættinum,“ segir Þorsteinn. Karfaveiðar á Reykjaneshrygg Nýja skipið Stígandi VE 77, sem er 54 metrar að lengd og 11,2 metr- ar að breidd, kom fánum prýddur til heimahafnar í Vestmannaeyjum þann 18. mars síðastliðinn eftir 36 daga siglingu frá Kína. Smíðin hefur Öll áföll hljóta að hafa til Morgunblaðið/Sigurgeir Karlinn í brúnni á Stíganda VE er Guðmann Magnússon. Morgunblaðið/Sigurgeir Eigendur Stíganda ásamt nokkrum fjölskyldumeðlimum og skipstjóra á Bása- skersbryggju í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Helgi Berg Viktorsson, Guðmann Magnússon skipstjóri, hjónin Viktor Helgason og Stefanía Þorsteinsdóttir og hjónin Díanna Einarsdóttir og Þorsteinn Viktorsson, núverandi fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Fyrir framan stendur Lea Helgadóttir. Stígandi ehf. í Vestmanna- eyjum er líklega elsta starf- andi fjölskyldufyrirtækið í útgerð þar í bæ. Nýlega kom til heimahafnar nýtt togskip, sem eigendurnir létu byggja fyrir sig í Kína. Þorsteinn Viktorsson fram- kvæmdastjóri sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að ákveðið hefði verið í ljósi sögunnar að nefna skipið Stíganda en ekki Ófeig, eins og öll skip fyrirtækisins hafa heitið til þessa. Nýja tog- og túnfiskveiðiskipið Stígandi er 54 metrar að lengd og 11,2 metrar á breidd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.