Morgunblaðið - 23.06.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.06.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Slökkviliðsmaður á Íslandier í nokkurri sérstöðu,segir Guðmundur VignirÓskarsson. „Hann sam-einar óvenju margt. Krafa er gerð til þess að hann sé lærður iðnaðarmaður eða hafi sambæri- lega menntun, síðan er honum gert að stunda sérhæft nám sem slökkviliðsmaður, sem stendur á fjórða ár og hefur stöðugt verið að aukast - tekur ekki síður til al- mennrar björgunarþjónustu, ekki bara slökkvistarfsins - og á því tímabili þarf hann jafnframt að stunda nám í sjúkraflutningum.“ Guðmundur Vignir bendir á að slíkur starfsmaður hafi bæði víð- tæka þekkingu og reynslu. Hann segir björgunarmenn erlendis vera sérhæfðari en við þekkjum. „Hér á Íslandi getur slökkviliðs- maðurinn bæði beitt kúbeini og um leið aðstoðað lækninn. Þess vegna er svo mikilvægt, að þetta litla þjóðfélag okkar beri gæfu til þess að nýta þessa fjölbreyttu þekkingu í sem víðustu samhengi sem hefur verið gert, sem betur fer. Kröf- urnar eru gífurlegar en við stönd- um mjög framarlega miðað við aðr- ar þjóðir að mínu mati, bæði faglega og félagslega, þó svo námið sé í einhverjum tilfellum lengra annars staðar.“ Mikill vilji fyrir breytingum Guðmundur Vignir hóf störf sem slökkviliðsmaður árið 1976 og var fulltrúi Slökkviliðs Reykjavíkur í stjórn Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar þegar sú hugmynd kviknaði að fagfélagi slökkviliðs- manna yrði breytt í fagstéttarfélag. „Gamla félagið var stofnað 1973, en um 1990 voru margir slökkvi- liðsmenn komnir á þá skoðun að erfitt yrði að reka fagfélagið í óbreyttu formi vegna þess að kröf- urnar voru orðnar svo miklar um alhliða þjónustu við félagsmenn.“ Þess var þá farið á leit við Guð- mund Vigni að hann stýrði vænt- anlegum breytingum „sem virtist mikill vilji fyrir og þörf á,“ eins og hann orðar það. „Þó voru skoðanir skiptar, sumir töldu betra að styrkja sig innan starfsmannafélag- anna og lappa upp á gamla fag- félagið en meirihluti var fyrir því að nýta okkur ný ákvæði í lögum og stofna svokallað fagstéttarfélag. Ég var upphaflega á því að við ætt- um að reyna að styrkja okkur inn- an starfsmannafélaganna en þegar ég skynjaði áhugann fyrir breyt- ingunum ákvað ég að slá til og leiða það sem ég vissi að yrði mikið verkefni.“ Hann gaf því kost á sér sem síð- asti formaður gamla fagfélagsins, „til þess að ganga frá því að það yrði lagt niður og stofnun nýs fag- stéttarfélags yrði undirbúin. Það félag hefði miklu víðari skírskotun og þar yrði endanlega gengið í það að sameina alla sjúkraflutninga- menn og slökkviliðsmenn á landinu með formlegum og skipulögðum hætti, um leið og upp yrði tekin miklu víðtækari starfsemi og ráðn- ing starfsfólks á skrifstofu og þar með stórefld öll þjónusta við fé- lagsmenn.“ En það gekk ekki átakalaust að stofna LSS. Guðmundur segir ríkið og sveitarfélögin ekki hafa talið slökkviliðsmenn uppfylla skilyrði laga þar að lútandi og bæri því að vera áfram innan gömlu starfs- mannafélaganna. „Um þetta reis mjög hörð samningsréttardeila. Starfsmannafélögin börðust við að halda slökkviliðsmönnunum inni og það reyndist okkur mjög erfiður slagur. Við vorum ekki bara að berjast við viðsemjandann heldur líka innan okkar raða.“ „Átökin stóðu í tvö ár og í þessu ferli reyndi verulega á þolrifin. Við unnum vandað félagsmódel sem ég held að sé að mörgu leyti einstætt hér, og rúmar ólíka hagsmuni allra félaga; hvort sem menn eru slökkviliðsmenn á Keflavíkurflug- velli, landsbyggðinni eða Reykja- vík, hvort sem þeir eru í hlutastarfi eða aðalstarfi og hvort sem þeir eru sjúkraflutningamenn eða ekki. Á þessum tíu árum hefur oft sýnt sig að þetta módel hefur staðið tím- ans tönn.“ Baráttan stóð sem hæst vorið 1993 þegar slökkviliðs- og sjúkra- flutningamenn fóru í eftirminnilega mótmælagöngu í Reykjavík, þar sem forsætisráðherra var afhent yfirlýsing við Alþingishúsið og borgarstjóranum við Ráðhúsið. Um næstu áramót komst loks skriður á málin og vorið 1994 var gerður fyrsti kjarasamningurinn. „Þar með var komin endanleg staðfesting á því að við værum virt- ir og viðurkenndir sem fagstétt- arfélag. Samningurinn var að vísu ekki til að hrópa húrra fyrir. Við settum okkur það markmið að í þremur til fjórum samningum þró- uðum við þetta samningakerfi yfir í það að vera faglegt. Við höfum ein- mitt lagt áherslu á að þær kjara- bætur sem samið er um væru hvetjandi fyrir faglega framþróun og jafnhliða sett miklar innbyrðis kröfur í þeim efnum á félagsmenn, m.a. varðandi þrekþjálfun og sí- menntun og að vinna með viðsemj- andanum og stjórnendum slökkvi- liðanna að þessu sameiginlega verkefni að okkar mati. Þó oft hafi slegið í brýnu eins og gengur þá hefur meginmálið alltaf farið sam- an, að efla þjónustuna og styrkja faglega stöðu og ég held að þjón- ustan beri þess veruleg merki í dag hve miklar breytingar hafa orðið á tíu árum, hvort sem það eru sjúkraflutningar eða slökkvilið.“ Hérlendis eru um 300 slökkvi- liðsmenn í fullu starfi, allflestir á Reykjanesskaganum og Akureyri, og 1200 í hlutastarfi, aðallega slökkviliðsmenn í litlum og meðal stórum sveitarfélögum vítt og breitt um landið. Árið 1982 má segja að orðið hafi kaflaskil í sjúkraflutningaþjónustu í landinu með tilkomu svokallaðs neyðarbíls. Tólf slökkviliðsmenn sóttu nám á borgarspítala sem stóð yfir frá hausti til vors. Með náminu var m.a. látið á það reyna hvort slökkviliðsmenn hefðu eitthvað að gera í sjúkraflutninga yfirleitt þar sem sérhæfing og kröfur voru stöð- ugt að aukast ekki síst í heilbrigð- iskerfinu. Þetta var auðvitað alveg eðlileg spurning. En það þurfti að svara henni.“ Guðmundur segir námið hafa verið strangt en hann var einn þeirra er sóttu það en allir hafi staðið sig með sóma á prófi. Í kjöl- farið voru framangreindir slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamenn taldir fullfærir aðstoðarmenn lækna í bílnum og síðan þróast mál neyð- arbílsins áfram og Slökkvilið Reykjavíkur kemur á sambandi við háskólann í Pittsburgh í Bandaríkj- unum, varðandi alþjólega viður- kennt Paramedics nám í þessum fræðum. Sá sem fyrstur fór til náms í Pittsburg var Lárus Pet- ersen slökkviliðsmaður úr Reykja- vík „og hann dúxaði en þessi skóli er toppurinn í Bandaríkjunum í þessum efnum. Hann var auðvitað öðrum hvati; velgengni hans var vítamínsprauta fyrir hina.“ Faglegir þættir settir á oddinn Guðmundur segir það mikla gæfu að LSS hafi ætíð sett faglegu hliðina á oddinn. „Okkar prinsipp hefur verið að kjaramálin koma á eftir ef við stöndum okkur vel í starfi. Þegar við komum að samn- ingaborði byrjun við ekki á því að þrasa um krónurnar heldur förum við í gegnum fagleg áhersluefni sem þýða m.a. auknar kröfur á starfsstéttina og að það þarf að búa vel að þessum hóp kjaralega til þess að við fáum rétta efniviðinn til að uppfylla þessar kröfur. Þegar fjallað hefur verið um stefnumark- mið í þjónustunni setjumst við síð- an yfir það að takast á um kaup og kjör.“ Hann segir fólksflóttann úr stétt- inni hafa verið stöðvaðan. „Við bjuggum við mjög léleg launakjör fyrir stofnun fagstéttarfélgsins.“ Hann orðar það svo að fyrsti samningur LSS, 1994, hafi verið „hægur“ en síðan hafi smá þokast. „Í næsta samningi voru ákveðnir þættir lagaðir er lutu að kjörum stjórnenda; það hefðu verið erfiðir samningar því grunnlaun hins al- menna starfsmanns hefðu orðið að bíða en þá reyndi verulega á fé- lagsþroska félagsmanna og stóðust þeir prófið eins og ávallt þegar á hefur reynt. 1997 gerðum við fyrsta samning- inn sem tekur mið af faglegum að- stæðum og samningurinn vorið 2001 fylgir þeirri þróun ennfrekar eftir. Við teljum okkur hafa komið ágætlega út úr samningum en á móti erum við að skuldbinda okkur til að taka ákveðna sí- og endur- menntun fyrir utan reglubundinn vinnutíma, sem við teljum að sé annars vegar gott fyrir þjónustuna og hins vegar fyrir hvern og einn einstakling.“ Menntunarmál hafa breyst mikið á síðustu árum, t.d. með stofnun Brunamálaskólans. „Nú er mennt- unin samræmd og Brunamálaskól- inn er að fara yfir á næsta stig í haust á grundvelli lagabreytinga sem urðu 2001 og nýrrar reglu- gerðar. Nám við skólann mun stór- aukast og starfsemin eflast til muna. Miklar væntingar eru til þessara breytinga.“ LSS hefur verið aðili að rekstri Sjúkraflutningaskólans. Hann er í svolítilli biðstöðu eins og er, segir Guðmundur Vignir, en unnið er að því að koma honum yfir á háskóla- stig. LSS á fulltrúa í Brunamálaráði, æðstu stofnun í þessum málaflokki, „þar sem við komum með ábyrgum hætti að þeim málum sem eru til umfjöllunar hverju sinni,“ og síðan má nefna að forvarnir verða sífellt viðameiri í starfsemi félagsins. „Forvarnir slökkviliðsmanna eru þekktar á hverju heimili í dag og ég fullyrði að verkefni okkar á þessu sviði sé einstakt og er á þeirri skoðun að fleiri mættu vinna með sama hætti. Það að láta sig forvarnaverkefni varða, félagslega, hvar sem menn starfa, það færir hverri starfsstétt nýja vídd.“ Guðmundur Vignir segir slökkvi- liðs-og sjúkraflutningamenn hafa skynjað þörfina fyrir forvarnir mjög sterkt, og hvatinn sé líklega sá að þeir vinni undir lífshættu- legum kringumstæðum og oft við neikvæð starfsskilyrði. „Vettgang- ur vinnu þessara starfsstétta er að mörgu leyti í því umhverfi þar sem áföll og skelfing hafa átt sér stað. Við vitum að það skiptir máli að fólk hafi skilning á okkar störfum og leggjum áherslu á að almenn- ingur sé eins jákvæður og frekast er kostur. Það að koma í veg fyrir áföll er öllum efst í huga sem lenda í slíku og áhersla okkar á forvarnir er líklega sterkari vegna eðli starf- anna. Þegar nýja félagið var stofnað var ákveðið að leggja strax mikla áherslu á forvarnir og stórefla allt starf þar að lútandi og var almenn samstaða um það meðal fé- lagsmanna. Brunavarnaátakið byrj- aði árið 1985, og var fært yfir á annað stig við þessa félagsbreyt- ingu.“ Félagið stendur t.a.m. að árlegri eldvarnarviku í grunnskólum í des- Jafnvígir á að beita kúbeini og aðstoða lækna Tíu ár eru síðan Lands- samband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna var stofnað sem fagstéttarfélag. Skapti Hallgrímsson ræddi af því tilefni við Guðmund Vigni Óskarsson, sem hætt- ir nú sem formaður og framkvæmdastjóri LSS eftir að hafa gegnt embættinu frá upphafi. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.