Morgunblaðið - 23.06.2002, Side 20
20 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ofan átti því varla við þegar til kast-
anna kom.
En öðru máli gilti í árdaga, þegar
straumöndin öðlaðist sérkenni sín.
Herma sagnir að fyrrum hafi
straumöndin verið lítið fyrir augað,
en það átti eftir að breytast.
Nótt eina var blómálfur nokkur á
ferð í erindagjörðum einhverra
óskilgreindra máttarvalda. En hver
sem þau voru, þá var erindi hans
svo brýnt að hann mátti fara fram á
aðstoð dýra merkurinnar til þess að
komast á leiðarenda. Hann kom að
straumharðri á og því úr vöndu að
ráða. Hann kom að straumand-
arkollu sem svaf á eggjum sínum.
Snerti hann kollinn á henni með
þremur fingrum og er hún vaknaði
bað hann um aðstoð við að komast
yfir fljótið.
Straumöndin sagði það sjálfsagt
að hjálpa sendiboðanum, en hún
gæti ekki farið af eggjunum. Aftur á
móti myndi bóndi hennar fagna því
að mega leika sér í strengjum ár-
innar. Vísaði hún síðan á straum-
andarstegg sem sat sofandi á ár-
bakkanum.
Straumöndin tók erindi blóm-
álfsins vel og bauð honum að setjast
á bak sér og var síðan spyrnt frá
landi.
En einhvers staðar úti í iðuköst-
unum, rann baneitruð gedda upp úr
djúpinu, beit í straumöndina og
reyndi að færa hana á kaf. Tókst
öndinni með herkjum að sleppa úr
vel tenntum kjaftinum og koma álf-
inum yfir á hinn bakkann. En
steggurinn var hroðalegur yfir að
líta, hamurinn allur brunninn af
eitri geddunnar og þá sagði álf-
urinn, „illa ertu leikinn bróðir…“
Hann sagði raunar meira, einmitt
að hann gæti bætt skaðann. Hann
sveipaði síðan klæði yfir stegginn,
mælti nokkur vel valin töfraorð og
svipti klæðinu síðan af. Stóð þá
straumandarblikinn á bakkanum í
svo glæsilegum búningi að annað
eins er varla til, a.m.k. ekki hér á
landi. Hann synti sprækur og end-
urnærður til baka til að sýna kerlu
sinni og tók þá eftir því að sjálf var
hún breytt frá því sem verið hafði.
Hún bar nú þrjá ljósa bletti á
hnakka, fingraför álfsins.
við konungshirðir miðalda. Það voru
sprelligosar sem endasentust um
sali íklæddir vægt til orða tekið lit-
skrúðugum búningum. Réðu þar
ríkjum grænir, blágrænir og rauðir
litir og það eru einmitt einkenn-
islitir straumandarblikans.
Þetta er amerísk tegund, þ.e.a.s.
Ísland er eina landið í Evrópi þar
sem hún verpir, en hún er þekkt
vestan hafs. Alls verpa hérlendis
þrjár tegundir með þessa sérstöðu,
hinar eru húsönd og himbrimi.
Straumöndin hefur stöðu fugla-
tegundar „í nokkurri hættu“ sam-
kvæmt skilgreiningu válista Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands.
Hún verpir víða um land og varp-
stofninn er talinn 3-4.000 pör.
Straumöndin er mjög straumsækin,
unir sér varla nema þar sem
straum- og iðuköst eru hvað mest.
Á vetrum eru þær við sjávarsíðuna,
gjarnan undan grýttum og klett-
óttum ströndum, þar sem brim-
aldan lemur fast. Enda er gamalt
nafn á straumönd brimdúfa.
Á sumrin, við árnar, er straum-
öndin svo algerlega háð og tengd
ánni sinni, að hún fylgir hverri
beygju er hún flýgur, styttir sér
aldrei leið yfir fast land. Og ef brýr
verða á vegi hennar, flýgur hún
undir brúna frekar en yfir hana.
Grátt ertu leikinn bróðir
Björn Hjaltason strengir net sín
yfir Bugðu og veit sem er, að ef net-
ið er neðan við krappa beygju, þá
nær hann fuglum. Það er mikið lagt
á lítinn fugl að lenda í slíkum
hremmingum, en merkilegt að sjá
hvað fuglarnir voru rólegir í netinu
og síðar í höndum Björns á meðan
vísindin voru viðhöfð. Setningin að
BJÖRN Hjaltason er ekkifuglafræðingur. Hann erbókbindari í Prentsmiðj-unni Odda og „vinnurþar sínar vaktir“, eins og
hann komst að orði. En fuglar og
allt þeirra líf og tilstand er hans
helsta áhugamál og það svo mjög,
að hann hefur tekið upp á umfangs-
miklum vísindarannsóknum á sín-
um eftirlætisfugli, straumöndinni.
Björn er ættaður frá Kiðafelli í
Kjós og þekkir fuglinn því vel, en
hann hreiðrar um sig á bökkum
Kiðafellsár, Bugðu og Laxár og
andæfir og leikur listir sínar í
straumum þeirra og strengjum.
Á hverju vori veiðir Björn
straumendur í net við Bugðu,
merkir þær og vegur. Það eru fjög-
ur ár síðan þessar athuganir leik-
mannsins hófust og á dögunum
merkti hann sína 100. straumönd.
Þegar blaðamenn Morgunblaðsins
sátu hjá honum og biðu straum-
andaflugs við netgopann tjáði hann
þeim að enn hefði enginn merktur
fugl skilað sér, en það væri ekki að
marka, merkingar og skráningar
sem þeim fylgja standi gjarnan yfir
árum saman. Svo gerðist það hins
vegar daginn eftir fundinn með
Birni að hann fann merkta straum-
önd í fyrsta skipti utan síns merk-
ingarsvæðis. Ekki hafði hún þó
flutt sig langt, því straumöndina
fann hann í litlum hópi á Leirvogsá
ofanverðri.
Amerísk tegund
Straumöndin er einn fallegasti
fugl landsins og litasamsetningin á
karlfuglinum nánast geggjuð.
Enska nafnið yfir straumönd er
Harlequin, sem var nafn hirðfifla
Straumandarhópur á fullri ferð niður Bugðu. Skömmu seinna héngu fjórar þeirra fastar í netinu.
Netið strengt.
Straumsækið hirðfífl
„Illa ertu leikinn bróðir“ er mikilvæg setning úr fornri þjóðsögu um það
hvernig straumöndin hreppti ótrúlegt fjaðurskraut sitt. Setningin gat einnig
vel átt við hlutskipti þeirra straumanda sem lentu í neti Björns Hjaltasonar
við Bugðu í Kjós á dögunum. Engin hætta var þó á ferðum, eins og Guð-
mundur Guðjónsson og Árni Sæberg fundu út er þeir hittu Björn í Kjósinni.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is