Morgunblaðið - 23.06.2002, Side 23

Morgunblaðið - 23.06.2002, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 23 Komdu á Landsmót! Allir bestu hestarnir á einum sta› Icelandair töltkeppni • Gæ›ingakeppni • Kapprei›ar • Ræktunarbú • Kynbótas‡ningar Landsmót hestamanna á Vindheimamelum í Skagafir›i 2. - 7. júl í 2002 Stuðmenn • Papar • KK og Magnús • Karlakórinn Heimir • Álftagerðisbræður • Fjöldasöngur • Leikvöllur • Barnapössun • Næg tjaldstæði EF MAÐUR vill kynnastannarri þjóð held ég aðþað sé mikilvægt aðreyna að sjá hana meðaugum listamanna henn- ar sjálfrar,“ segir sendiherra Spán- ar á Íslandi, Eduardo Garrigues, sem hefur aðsetur í Ósló þar sem hann er einnig sendiherra lands síns í Noregi. Hann er mikill áhugamaður um menningarlegt samstarf þjóðanna, tók við embætt- inu í desember en hefur oft komið hingað til lands enda hafa umsvif spænsku utanríkisþjónustunnar verið óvenju mikil undanfarna mánuði vegna þess að þeir gegna forystu í Evrópusambandinu þetta misserið. Sendiherrann efnir til móttöku á morgun, mánudag, í Ás- mundarsafni í tilefni af nafndegi Jóhanns Karls konungs, 24. júní, en Spánverjar halda upp á daginn sem annan af tveimur þjóðhátíð- ardögum sínum. „Ég hef mikinn áhuga á menn- ingarmálum og fannst það geta verið góð hugmynd að fagna deg- inum í listasafni hér á Íslandi. Hinn þjóðhátíðardagurinn er 12. október, sama dag og Kólumbus fann Ameríku. En auðvitað veit ég vel að víkingarnir voru þar á undan Kólumbusi,“ segir Garrigues og brosir. „Ég sá athyglisvert leikrit í gær um líf Guðríðar Þorbjarn- ardóttur, landnámskonunnar í Am- eríku. Þar er mikið sagt frá Vín- landi og sögunni um fund þess.“ Hann segir samskiptin á sviði menningar milli þjóðanna mjög góð. „Ég veit að áhuginn á spænsk- unámi hérlendis fer vaxandi og ég á gott samstarf við Margréti Jóns- dóttur prófessor sem stýrir deild rómanskra tungumála í Háskóla Íslands. Við vonum að hægt verði fljótlega að gefa út nýja íslensk- spænska orðabók, slíkt rit er mik- ilvægt tæki í tungumálanámi. Við höfum einnig tekið þátt í Listahátíð í Reykjavík, þar hafa spænskir listamenn lagt fram sinn skerf og við gerum okkur vonir um að hægt verða að hleypa af stokkunum spænskri kvikmyndahátíð. Það mál er enn í bígerð en mér skilst að ef til vill verði þar m.a. sýndar nýjar myndir eftir Pedro Almodovar. Ég er mjög hrifinn af því hvað menningu er gert hátt undir höfði hér í Reykjavík og á öllu Íslandi. Borgin er tiltölulega lítil en hér er fjöldi góðra safna. Ég skoðaði ný- lega verk Ásmundar Stefánssonar, Kjarvals og fleiri málara frá 20. öld. Sjálfur hef ég skrifað nokkrar bækur, meðal annars Babilonia sem byggist á gamalli goðsögn um Gilgames, hjá mér heitir hetjan Gil Gomez. Sameiginlegar goðsagnir eru mjög spennandi og þess vegna hef ég mikinn áhuga á Íslendinga- sögunum ykkar og þeim áhrifum sem norræn rit hafa haft á evr- ópskar bókmenntir. Þú getur því ímyndað þér hvort mér finnist ekki við hæfi að vera sendiherra á sjálf- um vettvangi sagnanna! Sumar þeirra hafa verið þýddar á spænsku en mikið er enn óunnið í þeim efnum. Sem stendur er ég að lesa Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness og hún er frábær, sam- bærileg við Hundrað ára einsemd Gabriels Garcia Marques, ég efast ekki um að margir hafi áður tekið eftir því.“ Garrigues minnist á samskipti á öðrum sviðum, segist vita að marg- ir Íslendingar fari í sumarleyfi til Spánar. „Við seljum ykkur líka vín og kaupum af ykkur saltfisk. Þetta eru ágæt skipti, baccalao er ekki bara vinsæll í Portúgal heldur líka á Spáni. Þessi viðskipti hafa verið nokkuð stöðug en ég er viss um að margt má samt bæta og auka á þeim vettvangi.“ Fiskimið – og fótboltaraunir Garrigues er spurður hvort hann viti að oft sé rætt um að spænskir togaraeigendur myndu krefjast að- gangs að íslenskum fiskimiðum ef Íslendingar reyndu að semja um aðild að ESB. Hann svarar, eins og sönnum stjórnarerindreka sæmir, að víst hafi hann heyrt minnst á það en vilji ekki tjá sig mikið um þau mál. „Stundum er ekki allt sem sýnist og þið ættuð að hafa í huga að ekki er víst að þeir sem þið takið mest eftir núna myndu reynast ykkur erfiðastir í þessum efnum. Ég skil vel að þið verðið að verja fiskimiðin ykkar vegna þess að þau eru ein helsta auðlind þjóðarinnar en ég held að alltaf sé hægt að finna lausnir á öllum málum,“ segir hann og segist halda að Spánverjar séu ekki líklegir til að hindra inngöngu Íslendinga ef þau mál kæmust á dagskrá. „Stuðningur við ESB er meiri á Spáni en víðast hvar í sambandinu og við myndum aldrei standa í vegi fyrir inngöngu annarra þjóða. Kannski er kominn tími til að leita frumlegra lausna á vandamálunum sem kunna að fylgja stækkun. En ég er enginn trúboði í þessum efn- um, engan á að beita þrýstingi, hver þjóð verður að finna sína lausn og þið eruð nú þegar hluti af samstarfinu í Evrópu með aðild ykkar að Evrópska efnahagssvæð- inu. Ég trúi ekki á fullyrðingar um að sumir séu úti og aðrir inni, hægt er að finna millilausn og alltaf verður að virða vilja almennings í hverju landi.“ Er rætt var við sendiherrann var nýlokið leik Spánverja og Suður- Kóreumanna í Heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu með tapi landa hans í vítaspyrnukeppni. Hann sagðist vissulega hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum og var ósáttur við að mark hefði verið dæmt af sínum mönnum. „Full- komlega löglegt mark. En svona er þetta víst og við verðum að bera okkur vel. Okkur gengur örugglega betur næst,“ segir Eduardo Garr- igues, sendiherra Spánar á Íslandi. Gott að vera á sjálf- um vettvangi sagnanna Sendiherra Spánar í heimsókn á Íslandi, Eduardo Garrigues, er áhugamaður um aukin menningarleg tengsl milli þjóðanna og er sjálfur rithöfundur. Hann segir einnig að það séu góð skipti að selja okkur vín í staðinn fyrir saltfisk. Morgunblaðið/Jim Smart Eduardo Garrigues, sendiherra Spánar: „En auðvitað veit ég vel að víkingarnir voru þar á undan Kólumbusi.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.