Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 25
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 25 Járn + C vítamín fyrirbyggir járnskort. C-vítamínið eykur nýtingu járns. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum Verð kr. 49.950 M.v. 2 í íbúð, 3. júlí, vikuferð. Flug og gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.450. Verð kr. 49.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 3. júlí, 2 vikur. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.360. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Nú getur þú valið um eina eða tvær vikur á ótrúlegum kjörum á einn vinsælasta áfangastað Íslendinga í sólinni, Benidorm. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu 11 sætin Stökktu til Benidorm 3. júlí frá 39.865 Verð kr. 39.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 3. júlí, vikuferð. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860. VIÐ Íslendingar eigumláni að fagna í mörgutilliti. Á tyllidögum, viðnotalegt orðagjálfurráðamanna um bjarta framtíð með blóm í haga, verður manni jafnvel hugsað til annarra þjóða með nokkurri vorkunn. Aum- ingja þær. Hvað verður nú um alla þeirra drauma og þrár, þegar bjartsýnigljáðir Íslendingar fara sem logi yfir akur á mörkuð- um og menn- ingarsvæðum og leggja heim- inn að fótum sér? Eiga aðrar þjóðir enga almennilega leiðtoga sem geta velt sér og þjóð sinni upp úr gömlum kveðskap um djörfung og dug og snjókrýnd fjöll með bláum himni? Ég hef kannski ekki lagt næga rækt við að upplifa tyllidagaræður erlendis, en leyfi mér þó að fullyrða að meðal þjóða sem við teljum okk- ur skyldastar, megi lengi leita til að finna andlegar værðarvoðir í lík- ingu við þær sem fyrirmenn okkar leitast oft við að færa okkur í máli sínu. Það er kannski helst vestur í þeim risastóru, fjölmennu og sund- urleitu Bandaríkjum Norður-Am- eríku sem vart verður við eitthvað svipað. Eitt af því sem við Íslendingar getum sannarlega verið ánægðir með er sú staðreynd að við höfum verið með gáfað fólk í vinnu við það árum saman að finna íslensk orð yf- ir ný fyrirbæri og hugtök. Frá síð- ari árum er eitt slíkt orð mér einatt ofarlega í huga. Ekki vegna þess að það sé endilega snjallara en svo mörg önnur sem sköpuð hafa verið eða endurnýjuð, heldur vegna þess hve mér þykir það ótrúlega viðeig- andi um líf okkar í þessu landi. Þetta er orðið „sýndarveruleiki“. Þegar farið er um höfuðborgar- svæðið og eins þegar rýnt er í ýms- ar tölulegar hagfræðiupplýsingar ber fyrir augu þjóð og samfélag sem sannarlega nýtur blessunar undir sérpöntuðum bláum himni, umkringd snjókrýndum fjöllum í miklu úrvali. Velmegunin sem við blasir er þvílík að til að finna eitt- hvað svipað verður maður að aka skárri göturnar í Beverly Hills, þar sem eitthvert auðugasta fólk heims- ins dregur fram lífið undir fölleitu og sólbrunnu himinskæni og grillir varla í fjöllin fyrir mengun. Hér standa gljáfægðar glæsi- kerrur og jökulbúnir jeppar hlið við hlið á stórbrotnum listaverkum í hellulögn, fellihýsin, vélsleðarnir og nuddpottarnir í baksýn. Eigend- urnir sólbrúnir og sællegir allan ársins hring af stöðugum víking í útlandinu. Heilu hamraveggirnir af blikandi gleri blasa við í glæstum stórbyggingum yfir hraðvaxandi fyrirtæki. Það er ekki undarlegt að erlendir gestir sem hingað koma eigi erfitt með að trúa því að undir öllu þessu undursamlega eignasafni standi samfélag sem telur um 285 þúsund manns. Þarna er það sem hið dásamlega orð, „sýndarveruleiki“, kemur til sögunnar. Því það er einmitt orðið yfir þessa gullnu mynd sem birtist manni á götum og innkeyrslum og í ræðum veisluþreyttra fyrirmenna. Þegar aðrar staðreyndir og tölur eru skoðaðar en þær sem ég nefndi, kemur nefnilega í ljós að okkar fá- menna þjóð stendur í raun alls ekki undir glæsileikanum. Á bak við sýndarraunveruleik- ann er allt önnur mynd, þar sem langhrjáð fólk þarf að neyta klíku- skapar til að fá bót meina sinna og hinir sem eru klíkulausir eiga ein- faldlega ekki séns. Heimilin svamla í skuldafeni, fyrirtækin skila millj- arðatapi ár eftir ár, meira að segja seðlaprentun kvótakerfisins hefur ekki náð að laga stöðuna nema þá á erlendum bankareikningum útval- inna. Á bak við glansmyndina hamast eignafólk við að koma verðmætum sínum úr landi og helst sjálfum sér um leið. Á bak við glansmyndina er hnípin þjóð í vanda, sem hún hefur skapað sér sjálf með því að kaupa þessa sýndarveruleikamynd af sjálfri sér og leiðtogum sínum á raðgreiðslum. Kannski var það þess vegna sem við fögnuðum ekki meira en raun bar vitni á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Við vorum ekki að fagna neinu öðru en því að þann dag hófst nýtt kortatímabil. Hæ hó jibbí jei og nýtt kortatímabil HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Teikning/Andrés AÐALFRAMKVÆMDASTJÓRI UNESCO, Koichiro Matsuura, kem- ur til landsins í dag, sunnudag, í boði menntamálaráðherra og dvelst hér fram á þriðjudagsmorgun. Í heimsókn sinni mun aðalfram- kvæmdastjórinn hitta að máli Tóm- as Inga Olrich menntamálaráðherra og Sverri Hauk Gunnlaugsson, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðu- neytinu. Hann mun einnig heim- sækja Árnastofnun, þar sem Vé- steinn Ólason mun taka á móti honum, og Íslenska erfðagreiningu, þar sem hann mun njóta leiðsagnar Kára Stefánssonar. Auk þess mun Matsuura fara til Þingvalla en verið er að undirbúa umsókn Íslands um að Þingvellir komist á lista UNESCO yfir helstu menningar- og náttúruminjar heims. Loks mun Matsuura sitja boð forseta Íslands að Bessastöðum. Matsuura mun hitta Vigdísi Finn- bogadóttur, fyrrverandi forseta Ís- lands, en hún er velvildarsendiherra UNESCO fyrir tungumál og var til skamms tíma formaður þeirrar nefndar samtakanna sem fjallar um siðfræði vísindarannsókna (COM- EST). Mánudaginn 24. júní mun Koich- iro Matsuura sitja fyrir svörum í Þjóðmenningarhúsi en til þess fund- ar hafa verið boðaðir fulltrúar úr ís- lensku UNESCO-nefndinni, for- svarsmenn mennta-, vísinda- og menningarstofnana og samtaka sem láta sig þróunar- og mannréttinda- mál varða, svo og fulltrúar fjölmiðla. Íslendingar eiga sem kunnugt er fulltrúa í stjórn UNESCO um þess- ar mundir en það er Sveinn Ein- arsson leikstjóri. Aðalframkvæmda- stjóri UNESCO hingað til lands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.