Morgunblaðið - 23.06.2002, Side 27

Morgunblaðið - 23.06.2002, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 27 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Stökktu til Costa del Sol 10. júlí frá kr. 39.865 Verð kr. 49.950 M.v. 2 í íbúð, 10. júlí, vikuferð. Flug og gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.450. Verð kr. 49.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 10. júlí, 2 vikur. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.360. Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 10. júlí í eina eða tvær vikur. Hér getur þú notið hins besta í sumarfríinu á þessum einstaka áfangastað. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu sætin Verð kr. 39.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 10. júlí, vikuferð. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.860. Stærðfræðinámskeið fyrir þá sem eru að byrja í háskóla Tilgangur námskeiðsins er að undirbúa þátttakendur undir árangursríkt háskólanám. Farið er vandlega yfir öll mikilvægustu atriðin í námsefni framhaldsskólanna og algeng verkefni leyst. Aðaláherslan er lögð á algebru, lausn jafna, teikningu falla og diffrun og heildun. Námskeiðið hefst laugard. 6. júlí og lýkur laugard. 10. ágúst. Kennt er alla laugardaga frá kl. 9-12.30. Nánari upplýsingar og skráning í síma 551 5593. Vertu með og tryggðu þér forskot! Vel menntaðir og vanir kennarar. Tölvu- og stærðfræðiþjónustan Brautarholti 4a, Reykjavík. Hann var bankamaður. Hefur hvorki lært myndlist né leiklist, hvað þá kvikmyndagerð en hefur þó haft lifibrauð af list í aldarfjórðung; hefur verið í lausamennsku þann tíma. Starfað sjálfstætt, sem sagt. Myndlistarsýningar Arnar Inga eru orðnar margar, hann kennir þá listgrein í eigin skóla á Ak- ureyri, hefur að auki stýrt mörgum leikritum og fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd var frumsýnd fyrir nokkrum dögum. Örn Ingi þorir. Fer oft ótroðnar slóðir. Hann segir listamönnum nauðsynlegt að mæta mótþróa. Sköpunargleðin aukist. „Ég er atvinnu- maður í mótbyr. Ef menn eru ekki í vandræðum verða þeir að búa sér þau til frekar en vera vand- ræðalausir. Ég er sjálfum mér alltaf mjög erfiður; sífellt að setja mér ný stór markmið.“ Treystir sér ekki til að svara því hvort hann hafi gaman af því að storka fólki, en kveðst sólginn í allt nýtt: Keypti t.d. þrjár bílategundir fyrstur manna í höfuðstað Norðurlands. Hann sat á sama stólnum í innheimtudeild Landsbankans á Akureyri í ellefu ár. Segist engan áhuga hafa haft á að færa sig á milli stóla, eins og svo margir bankamenn, og þegar honum var boðin deildarstjórastaða ákvað hann frek- ar að hætta. Var orðinn forfallinn í myndlistinni og hjól- aði stundum heim í hádeginu – til að geta mál- að í tólf mínútur. Nú eru nákvæmlega 25 ár síðan hann stóð upp úr bankastólnum og ákvað að helga sig listinni. Margir töldu manninn galinn. „Þarna höfðu Akureyringar eignast fyrsta veruleika- firrta einstaklinginn! Það voru ýmsir sem reyndu að tala um fyrir mér, meira að segja prestar. En ég var ákveðinn í að leigja mér vinnuaðstöðu og láta á þetta reyna. Svo hefur bara allt ræst sem ég hef viljað.“ Hann segist stundum hafa verið kallaður Gjörn Ingi eftir að hann kynnti Akureyringum gjörningalist fyrir margt löngu. Hafði aldrei séð gjörning þegar hann framdi sinn fyrsta. Las um fyrirbærið og fannst það einfaldlega ögrandi. Hann hefur oft gagnrýnt stjórn menningar- mála á Akureyri. „Það er skelfilegt, eiginlega hrollvekja, að búa í bæ þar sem hæstu menn- ingarstyrkir eru 100 þúsund krónur og ég skil reyndar ekki hvers vegna fólk tekur við þeim.“ Til samanburðar nefnir hann Hafnarfjarð- arbæ, „sem stendur mjög vel að menningar- málum,“ en hæstu styrkir þar eru margfalt hærri en á Akureyri, „og austur á Héraði eru hæstu styrkir tvær og hálf milljón.“ Fyrir nýafstaðnar bæjarstjórnarkosningar fékkst enginn flokkur til að tala um menningarhús, segir hann. „Við höfum verið blekkt, en það er ekki við neinn sérstakan að sakast. Og ég skal fúslega viðurkenna að bæjaryfirvöldum er vorkunn því þau voru plötuð út í Listagilið á sínum tíma.“ Er sem sagt á þeirri skoðun að í stað þess að dreifa hús- næði undir menninguna eins og raun ber vitni hefði átt að byggja „reisulegt og fallegt menningarhús, við hafið, sem jafnvel væri hægt að sigla inn í, þar væri bryggja og þaðan lyfta upp í menninguna, þar sem væri torg og veitingahús og svo leikhús í eina átt, myndlist í aðra og tónlistarsalur í enn aðra. Svo hefði Ríkisútvarpið mátt hafa þarna aðstöðu; þetta yrði öflugur heimur menningarinnar, í stað þess að setja hana niður hér og þar, austur vestur norður og suður. Ég hef áður gagnrýnt Listagilið og fleira og ekki fengið neitt sérstakt gott fyrir. Enda fór ég í tíu ára þagnarbindindi, en með þessum orðum er ég búinn að rjúfa það.“ Hann hefur fengist við margt í áranna rás. Segir fólk á sínum aldri oft farið að huga að því hvað það eigi að gera við þann tíma sem eftir er í lífinu, en sú hugsun sé röng. „Það sem á að gerast kemur upp í hendurnar á manni. Maður getur ekki stjórnað því hvað er gott og hvað vont; fólk verður bara að lifa lífinu með fangið opið...“ Hann hefur jafnan verið með fullt fangið og segir sér líða afskaplega vel og jafnan hafa gert, þótt sumir telji hann þrúgaðan af því að hann sé ekki í neinni klíku. Það yrði hins vegar það síðasta sem hann gerði; að ganga í slíkan félagsskap. „Um miðjan níunda áratuginn var hringt í mig frá Kópaskeri. Þar var framfarasinnaður skóla- stjóri, Pétur Þorsteinsson, sem spurði hvort ég væri ekki tilbúinn að koma til hans í skólann. Ég spurði hvort hann væri brjálaður. Ég hefði aldrei verið í skóla sjálfur og gæti ekki kennt. Hann sagði bara: Ég veit þú getur þetta og það varð úr að ég fór og var hjá honum í þrjár vikur.“ Það spurðist út, „eins og vatn sem flæðir í rétta átt,“ og Örn Ingi hefur leiðbeint nemendum og kennurum víða um land, „með mínum eigin aðferð- um sem eru fyrst og fremst að gera eins konar áætlun, oftast nær er hún samt sem áður frjáls, og að undirbúa það ekki áður með kennurum hvernig á að meðhöndla nemendur heldur frekar að nem- endur fái að meðhöndla kennarana. Fái að gera það sem þeim dettur í hug innan þess ramma sem þeim er gefinn. Sumum kennurum þótti óþægilegt að mæta á mánudagsmorgni og vita ekki hvað þeir ættu að gera en í lokin hefur undantekningarlaust verið mikil gleði og játningar um að þetta hafi verið lær- dómsríkt. Og í kjölfarið var ég beðinn um að stjórna ýmsum afmælishátíðum sveitarfélaga og það var býsna „töff“, vægast sagt.“ Þá hefur hann sett upp margar leiksýningar. „Það kom þannig til að ég var í fjögur ár hjá Leikfélagi Akureyrar við að gera leikmyndir. Byrj- aði á flóknu verkefni fyrir Svein Einarsson; honum var ráðlagt að láta engan græningja fást við það en ég var samt spurður og þegar ég kom inn í leik- húsið var eins og ég hefði alltaf átt heima þar. Ég hafði aldrei unnið í leikhúsi áður.“ Hann sat gjarnan fyrir aftan leikstjórann á æf- ingum og kveðst oft hafa komið með hugmyndir um það sem gæti gerst á sviðinu. Og þeim var yfirleitt tekið vel. Einhverju sinni var sagt við Örn Inga að ekki mætti örva hann því þá yrði hann óviðráðanlegur. Og það að hugmyndir hans þóttu nothæfar í leik- húsinu var örvun „sem fyrir mig var illviðráðan- leg“. Hann varð að reyna sig á þessu sviði. Að því kom að hann skrifaði leikrit fyrir leik- félagið á Blönduósi og var spurður hvort hann gæti hugsanlega leikstýrt því. Hann hélt það nú! Greip tækifærið og hefur síðan leikstýrt víða, m.a. Músa- gildrunni og Kardemommubænum. Nú er það bíómynd; hvers vegna í ósköpunum? Hann segist hafa gert fjölda sjónvarpsþátta en þegar tómarúm hafi orðið á því sviði hafi hann lang- að að kaupa sér litla en góða upptökuvél. „Þá hafði ég ekki tekið upp eina sekúndu á svona vél; ekki einu sinni handleikið hana. En ég las leiðbeining- arnar og horfði á vélina í tvær til þrjár vikur. Ég bý mig rosalega vel undir allt; með aga og virðingu fyrir hlutunum. Magna mig upp eins og ég sé að klífa fjall eða takast á við eitthvað ofboðslegt. Þeg- ar ég ætla að fara að mála og hef ekki gert það lengi verð ég stundum að sópa gólf í tvo til þrjá daga eða gera eitthvað allt annað en að mála.“ Svo eignaðist hann „alvöru“ kvikmyndatökuvél og að lokum ákvað hann að gera kvikmynd. Fékk hóp unglinga á ýmsum aldri til liðs við sig og afurð- in, Gildran, er nú sýnd í Borgarbíói á Akureyri. Hann vonast til að í framhaldi verði fleiri kvik- myndir gerðar á Norðurlandi. „Þegar ég settist loksins niður og skrifaði hand- ritið að kvikmyndinni var ég argur út í puttana því þeir voru ekki nógu fljótir! Þá sá ég allar senurnar fyrir mér og þurfti engu að breyta.“ Hann skrifaði handritið sjálfur, leikstýrði, mynd- aði, klippti og sá um hljóðið. Var vandræðalegur þegar hann ræddi þetta við Jóhann bíóstjóra í Borgarbíói, en þegar listamanninum var vinsam- lega bent á að margir helstu leikstjórar í Banda- ríkjunum væru farnir að vinna sínar myndir sjálfir í tölvunni heima áttaði Örn Ingi sig á skynsemi þessa. „Áður var þetta ekki hægt; tæknin var svo lang- sótt, tafsöm og sérhæfð. En nú eru svona vinnubrögð sjálfsögð. Ég hugsaði með mér að auðvitað færi ég ekki að bjóða neinum að mála málverk með mér...“ Býr til vandræði frek- ar en vera laus við þau Eftir Skapta Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti skapti@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.