Morgunblaðið - 23.06.2002, Side 28

Morgunblaðið - 23.06.2002, Side 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SEINNI hluti sýningarinnar Ak- ureyri í myndlist stendur yfir í þess- um höfuðstað Norðurlands um þessar mundir. Fyrri sýningin, sem sett var upp í safninu á liðnu ári, beindi at- hygli gesta að verkum listamanna bú- settra á Akureyri, en að þessu sinni er sjónum beint að 23 brottfluttum Ak- ureyringum, sem og listamönnum sem dvalið hafa til lengri tíma í bæn- um. Listamennirnir eiga enda margir hverjir fátt sameiginlegt – utan bæj- artengslanna og þess að enginn þeirra hefur enn náð fimmtugsaldri. Líkt og við er að búast er svo stór hópur kemur saman er sýningin fjöl- breytileg á að líta. Málverk, skúlptúr- ar, ljósmyndir, teikningar og innsetn- ingar eiga öll sína fulltrúa og verkin ná yfir jafnt fígúratífa sem abstrakt- list, hefðbundna sem óhefðbundna list, auk þess sem húmorinn, kald- hæðnin og innileikinn skipa einnig sinn sess. Þannig nær húmorísk ádeila Gunnars Kristinssonar á æsku- og fegurðardýrkun nútímans að vekja sýningargesti til umhugsunar, en listamaðurinn hefur sett saman bók ljósmynda er skopast að fullkomnun- aráráttu okkar og benda á það óraunsæi sem í henni felst. Allsérstök innsetning Haralds Inga Haraldsson- ar, Codhead IV study for a bronze, vekur þá óneitanlega einnig athygli. Í verkinu, sem er allt að því súrrealískt, hefur Haraldur Ingi manngert þorsk- inn sem situr klæddur með bók í hendi í hægindastól í stofu sinni. En þorskurinn er að sögn listamannsins „íslenskastur“ líkt og sauðkindin var, þrátt fyrir að hann sé nú að mestu seldur úr landi. Verk Kristínar Gunnlaugsdóttur byggist þá á enn öðrum forsendum, en listakonan sækir bæði myndmál sitt og stílbrögð í íkonahefð ítalskrar kirkjulistar á miðöldum þótt fram- andi landslag og skuggaspil hafi nú bæstvið. Fínleg lita- og pensilnotkun gerir viðfangsefni Kristínar – þrjá hesta í íslenskri náttúru – allt að því brothætt ásýndar líkt og annað myndefni í verkum listakonunnar. Vel hefur verið vandað til bæði frá- gangs og uppsetningar á sýningunni Akureyri í myndlist II. Upphenging- arnar eru vel grundvallaðar og hefur hverju verki verið veitt nægjanlegt rými til að hægt sé að virða það fyrir sér án utanaðkomandi áreitis. Fyrir vikið ná verkin líka að vinna betur saman innan hvers rýmis þótt lista- mennirnir kunni annars að fylgja ólíkum straumum og stefnum í list- sköpun sinni. Þannig ná til að mynda verk þeirra Gústavs Geirs Bollasonar og Sig- tryggs Baldvinssonar að deila rými án árekstra þrátt fyrir ólík efnistök. En í Rétthyrndu augnatilliti Gústavs Geirs er myndrýmið sundurgreint og endursmíðað úr ljósmyndum og upp- drætti, á meðan Blettóttar rendur með skýjafari eftir Sigtrygg Bald- vinsson byggist á sjónrænum blekk- ingum sem ekki eru algengur fylgi- fiskur módernískrar abstraktlistar og bera færni listamannsins vitni. Þar liggur net grárra dropa, líkt og regn- ið, á lóðréttum röndum hins skærlita striga. Mislit áferðin veitir verkinu síðan bæði dýpt og hreyfingu og virð- ist sléttur striginn fyrir vikið orpinn af bleytu dropanna. Þessu sama rými deilir einnig Völ- undarhús hugans eftir Hólmfríði Harðardóttur. Verk hennar er stór- skemmtilegur loftskúlptúr, sem ekki nær þó að njóta sín nógu vel í safninu vegna ónógrar lofthæðar. Völundar- hús hugans minnir um margt á aust- ræna rithandarlist og eykur efnis- notkun listakonunnar – en verkið er unnið úr viði og pappír – enn frekar á hin austrænu áhrif. Er á heildina er litið er sýningin Akureyri í myndlist II vel úr garði gerð og telur gagnrýnandi hana efa- lítið metnaðarfyllstu sýningu sem hann hefur séð í safninu. Vandvirkn- islega unnin sýningarskrá og merk- ingar verka eru auk þess til fyrir- myndar og auka enn frekar, ásamt vel ígrunduðu skipulagi, á þann metnað sem einkennir sýninguna alla. Það skín líka alls staðar skýrlega í gegn að skipuleggjendur sýningarinnar hafa lagt metnað sinn í að gera hinum brottfluttu listamönnum hátt undir höfði. Því er vel þess virði að koma við í Listasafninu á Akureyri á hringferð- inni um landið þetta sumarið. Brottfluttir Akureyringar Morgunblaðið/Kristján Verk Kristínar Gunnlaugsdóttur. MYNDLIST Listasafnið á Akureyri Á sýningunni eiga verk listamennirnir: Ásmundur Ásmundsson, Birgir Snæbjörn Birgisson, Brynhildur Kristinsdóttir, Guð- mundur Oddur Magnússon, Gunnar Krist- insson, Gústav Geir Bollason, Haraldur Ingi Haraldsson, Hlynur Hallsson, Hólm- fríður Harðardóttir, Jónas Viðar, Jóní Jónsdóttir, Kristinn E. Hrafnsson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Kristján Steingrímur Jónsson, Páll Sólnes, Pétur Örn Frið- riksson, Sigtryggur Baldvinsson, Sig- urbjörn Jónsson, Sigurður Árni Sigurðs- son, Snorri Ásmundsson, Sólveig Baldursdóttir, Valborg Salóme Ingólfs- dóttir og Þorvaldur Þorsteinsson. Sýn- ingin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13–18. Henni lýkur 21. júlí. AKUREYRI Í MYNDLIST II – SAMSÝNING 23 MYNDLISTARMANNA Codhead IV, a study for a bronze eftir Harald Inga Haraldsson. Anna Sigríður Einarsdóttir NORDIC Network er samsýning átta norrænna leirlistamanna í sýn- ingasal Gallerís Reykjavíkur. Yfir sýningunni er léttur og nýstárlegur blær sem sýnir vel hve víðtæk leir- listin getur verið sem miðill. Hingað kemur sýningin frá Grimmerhus- safninu í Middelfart á Fjóni en sú sýning var eftirtekja mánaðarlang- rar samdrykkju á Guldagergård, keramikverkstæði í Skælskør á Vestur-Sjálandi. Ætlunin var að kynna nýútskrifaða leirlistamenn fyrir kollegum sínum, norrænum og alþjóðlegum. Það sem strax vekur eftirtekt er tilraunakenndur andinn sem svífur yfir vötnum. Það er ekki beinlínis hægt að segja að áttamenningarnir séu mjög náttúrulegir í stefnu sinni, né nátengdir nytjalistarstefnunni. Að vísu eru þær Ina Sander Nielsen, frá Danmörku, og Carolyn Linda Jeans, frá Íslandi, uppteknar af gagnsæi leirsins og þar með mögu- leika hans sem ljósgjafa. Nielsen hannar fínlegar keramikhúfur utan um ljósið meðan Carolyn Linda nýtir hrjúft hraun sem undirstöðu halog- en-lampa sem hún felur síðan hug- vitssamlega undir hálfgagnsæjum kúpli. Þá má segja að smellin snakkvél Ingelu Jonasson, frá Svíþjóð, sé vissulega nytjahlutur. Hún minnir okkur á þá ómældu möguleika sem fólgnir eru í leirnum sem bygging- arefni í nánustu framtíð. Ef til vill eigum við eftir að sjá leirinn leysa stálið af hólmi í ýmsum veigamiklum atriðum. Að vísu má telja barnagull Helgu Birgisdóttur, hins Íslendings- ins í sýningunni, til nytjahluta. Hún vísar til barnagælunnar alkunnu, eftir Jóhann Sigurjónsson, í tveim verkum þar sem hún býr til leikföng fyrir yngstu börnin, og fellir inn í dæmigerðan sandkassa annars veg- ar og leggur í hinu á mjúkan, brydd- aðan svæfil. Í hróplegri andstöðu við leikföngin er sprengjukassi hennar, fullur af keramiksprengjum, sem hryssingsleg áminning um þann heim þar sem börnin okkar fæðast. Meðal annarra athyglisverðra verka á sýningunni má nefna dropa og bletti Heidi Sachmann, og smá- höggmyndir Anders Ruhwald, en bæði koma frá Danmörku. Áferð verka Sachmann, og litaraft eru undraverð, sem og kúlulaga form hennar. Ljósbláir og gripvænir smá- munir Ruhwald eru einnig mjög leik- rænir og lausir við allan klunnaskap. Í sömu átt halda ígulkera- og dufl- kúlur Svíans Ann-Charlotte Ohlsson, en út úr broddunum hanga jurtir sem minna sumpart á sjávar- gróður, en eru ef til vill bara potta- jurtir, svo ekki væri úr vegi að telja hana til nytjalistarmanna. Lestina rekur Ruth Moen frá Nor- egi. Morgunverðarborð hennar eru súrrealísk í orðsins fyllstu merkingu. Mjólkurfernur, eggjaskurn, eggja- hvíta, mennskir olnbogar og smá- gerð húsdýr kasta okkur inn í kyn- lega veröld þar sem ekkert er rökrænt og allt getur gerst. Það verður að telja þetta einhverja at- hyglisverðustu sýningu sem haldin hefur verið í Galleríi Reykjavík. Norræn leirlist MYNDLIST Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg Til 26. júní. Opið virka daga frá kl. 12–18 en laugardaga frá kl. 11–16. LEIRLIST ÁTTA NORRÆNIR LEIRLISTARMENN Morgunblaðið/Golli Eitt af verkunum á samsýningu norrænna listamanna í Galleríi Reykjavík. Halldór Björn Runólfsson KARLAKÓRINN Þrestir var stofnaður árið 1912 og var Friðrik Bjarnason fyrsti stjórnandi kórs- ins. Kórfélagar og stjórnandi nú, Jón Kristinn Cortes, vildu halda upp á afmælið með veglegu tón- leikahaldi, stofnuðu til samkeppni um frumsamdar tónsmíðar og síð- ast en ekki síst efndu þeir til nor- ræns karlakóramóts. Í þéttsetnu íþróttahúsi Hafnfirðinga í Kapla- krika var haldin mikil söngveisla þar sem komu fram átta karlakór- ar, fjórir íslenskir og jafnmargir norrænir. Það vakti nokkra at- hygli að t.d. Karlakór Reykjavík- ur, Karlakór Keflavíkur og aðrir nágrannakórar af Suðurlandi, sem og hinir söngglöðu karlakór- ar norðanmanna mættu ekki til leiks. Karlakórinn Þrestir hófu hátíðina með því að syngja Svein- ar kátir syngið eftir Ludwig Spohr, sem var upphafslagið á fyrstu tónleikum Þrasta árið 1912. Þá fór fram afhending verð- launa í tónsmíðakeppni þeirri sem Þrestir stofnuðu til og afhenti Lúðvík Geirsson, nýkjörinn bæj- arstjóri Hafnarfjarðar, verðlaun- in. 1. verðlaun féllu í hlut Olivers Kentish, fyrir verk sem hann nefnir Stökur. Önnur verðlaun hlaut Tryggvi M. Baldursson fyr- ir verk sem hann nefnir Mangald- ur og þriðju verðlaun fékk Rík- arður Örn Pálsson en verk hans nefnist Díli. Karlakórinn Þrestir innsiglaði þessa athöfn með lag- inu Brosandi land eftir Nordblom, sem er trúlega einnig eitt af fyrstu viðfangsefnum Þrasta. Kór eldri Þrasta hóf svo tón- leikaveisluna og söng undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar þrjú lög og sýndi að Þrestir eiga sér sögu fyrir góðan söng. Annar í röðinni var Karlakórinn Stefnir undir stjórn Atla Guðlaugssonar við undirleik Sigurðar Marteins- sonar og sungu þeir m.a. tvö ís- lensk lög, Hrossarétt eftir söng- stjórann og Rósina eftir Friðrik Jónsson. Þriðji íslenski þátttak- andinn var Karlakórinn Lóuþræl- ar, undir stjórn Ólafar Pálsdóttur við undirleik Elínborgar Sigur- geirsdóttur. Lóuþrælar sungu af þokka Maríuerluna eftir Guð- mund St. Sigurðsson og Íslands lag við tónlist eftir þýsk-finnska tónskáldið Fredrik Pacius (1809– 1891) en þetta lag hefur sömu stöðu meðal Finna og Ísland ögr- um skorið hjá Íslendingum, sem eins konar varaþjóðsöngur. Sænsk-finnski kórinn Jacobstadt Sångerbröder undir stjórn Patrik Wingren, sérkennilegs stjórn- anda, og norski kórinn Sandessjø- en Mannskor, undir stjórn Alf Jan Sørhaug, geta vart talist í flokki með bestu þarlendum karlakórum en sá síðarnefndi var eini gestakórinn sem söng ís- lenskt lag, Smávinir fagrir eftir Jón Nordal. Eftir hlé sungu Fóstbræður, Orphei Dränger og Þrestir með miklum glæsibrag og saman sungu íslensku kórarnir Í útsæ rísa Íslands fjöll eftir Pál Ísólfs- son undir stjórn Jón Kristins Cortes við undirleik Hólmfríðar Sigurðardóttur. Tónleikunum lauk með samsöng allra kóranna og hófst sá samsöngur á tvísöngs- laginu Ísland farsældafrón, er Jón Kristinn Cortes stjórnaði en hann stjórnaði einnig lokasöng tónleikanna, sem var Þú álfu vorr- ar yngsta land eftir Sigfús Ein- arsson. Samsöngur kóranna var glæsilegt niðurlag á vel heppnaðri afmælishátíð og má því vel óska Þröstum til hamingju, ekki síst með þann góða árangur sem þeir hafa náð og þar með tekið sér stöðu í hópi bestu karlakóra okk- ar Íslendinga. Karlakórsveisla TÓNLIST Kaplakriki Fram komu kórar frá Finnlandi, Sví- þjóð og Noregi ásamt nokkrum ís- lenskum karlakórum, til að samfagna 90 ára starfsafmæli karlakórsins Þrasta, í Hafnarfirði. Laugardagurinn 15. júní, 2002. NORRÆNT KARLAKÓRAMÓT Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.