Morgunblaðið - 23.06.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 33
þann að auka þjáningar þjóðarinnar. Þvinganirnar
hafa sennilega átt þátt í að halda Hussein í skefj-
um, en þær hafa bitnað hvað harðast á Írökum.
Nefnt hefur verið að helmingur barna í Írak þjáist
af næringarskorti og refsiaðgerðirnar hafi kostað
hálfa milljón barna lífið, þótt erfitt sé að segja um
það fyrir víst.
Það er aftur á móti erfitt að sjá hvernig Banda-
ríkjamenn ætla að fara að því að afla sér trausts
meðal þeirra hópa innan Íraks sem er í nöp við
leiðtogann. Ekki þarf að líta lengra en til Persa-
flóastríðsins til að greina ástæður þess að talsverð
tortryggni ríkir í garð Bandaríkjamanna. Þegar
Saddam Hussein réðist inn í Kúveit árið 1990 og
lagði landið undir sig með það fyrir augum að gera
Írak að öflugasta olíuveldinu við Persaflóa mis-
reiknaði hann sig hastarlega. Hussein hafði verið
nytsamur við að halda aftur af klerkaveldinu í Íran
og Vesturlönd höfðu til dæmis lítið sagt þegar
hann beitti eiturgasi á Kúrda í norðurhluta Íraks
er þeir gerðu uppreisn á níunda áratugnum, lét
fara fram fjöldaaftökur og þurrkaði 400 þorp út af
yfirborði jarðar. Talið er að 200 þúsund Kúrdar
hafi látið lífið í þessum aðgerðum Íraka. Vestur-
löndum var meira í mun að styðja hann í hinu
mannskæða stríði við Íran. Á áttunda áratugnum
gerðu Kúrdar uppreisn studdir Bandaríkjamönn-
um og Íranskeisara, en hún lognaðist út af þegar
stuðningurinn gufaði upp. Bandaríkjamenn voru
þó ekki á því að leyfa Hussein að sölsa undir sig of
mikil völd. Þegar Írakar réðust inn í Kúveit var í
skyndingu safnað saman bandamönnum og í jan-
úar 1991 hófst árásin á Írak. Framan af var engin
tilraun gerð til þess að espa almenning í Írak upp
gegn Hussein og hafði embættismönnum reyndar
verið bannað að ræða við fulltrúa andófshópa allar
götur frá árinu 1988. Fyrsta mánuðinn eftir að
loftárásirnar hófust gerðu Bandaríkjamenn enga
tilraun til að hvetja fólk til að rísa gegn stjórn
Husseins. Um miðjan febrúar snerist dæmið hins
vegar við og George Bush, forseti og faðir núver-
andi forseta, ávarpaði íbúa landsins beint og skor-
aði á „íraska herinn og írösku þjóðina að taka mál-
in í eigin hendur og neyða harðstjórann Saddam
Hussein til að víkja“. Ætlunin hafði verið að eggja
herinn til að grípa til sinna ráða en vísuninni til
þjóðarinnar var bætt við á síðustu stundu. Hún
hafði áhrif og fjöldi Íraka leit svo á að þeir hefðu
verið beðnir um að ganga í bandalagið gegn Sadd-
am Hussein.
Uppreisnin gegn
Saddam Hussein
Óbreyttum hermönn-
um hafði ekki litist á
blikuna þegar Persa-
flóastríðið hófst og
þegar var mikið um liðhlaupa. Hermennirnir voru
ekki á því að fórna lífi og limum fyrir landvinninga
forsetans. Þegar Hussein skipaði hernum að hörfa
leystist hann upp. Atburðarásinni er lýst í bókinni
„Out of the Ashes“ eftir Patrick Cockburn, sem
skrifað hefur í Financial Times og Independent og
var einn fárra blaðamanna í Bagdad meðan á
Flóabardaga stóð, og Andrew Cockburn, sem
skrifað hefur bækur um alþjóðamál og gert heim-
ildarmynd um Írak. Þar segir að síðustu dagana í
febrúar hafi hundruð þúsunda reiðra hermanna,
sem voru fullir gremju út í Hussein fyrir að etja
þeim út í stríð sem ekki var hægt að vinna,
streymt út úr Kúveit inn í Írak. Á hæla þeirra
komu Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra.
Hussein óttaðist í fyrstu að þeir myndu ekki láta
staðar numið fyrr en í Bagdad, en það reyndist
rangt og 28. febrúar lýsti Bush eldri yfir vopna-
hléi. Í Írak var hins vegar fjandinn laus. Her-
mennirnir komu inn í borgir og bæi, skutu á mynd-
ir af leiðtoganum og almennir borgarar tóku þátt.
1. mars náði uppreisnin til Basra, sem liggur á
mótum fljótanna Efrat og Tígris. Þar gekk fólk
berserksgang og réðst meðal annars á höfuðstöðv-
ar Baath-flokksins. Gegnt skrifstofum borgar-
stjórans fannst neðanjarðarfangelsi þar sem
nokkur hundruð fangar höfðu verið látnir dúsa,
sumir svo lengi að þeir hrópuðu „Niður með al-
Bakr“, sem var forseti Íraks á undan Hussein,
þegar þeir þustu út á götur Basra. Brátt hafði upp-
reisnin borist til hinna heilögu borga Kerbala,
Najaf og Kufa. Veldi Husseins virtist ekki aðeins
vera að hrynja í suðurhluta landsins, í norðri risu
Kúrdar upp undir forustu Massouds Barzanis,
leiðtoga KDP, og Jalals Talabanis, leiðtoga PUK.
Kúrdarnir sóttu einnig hratt fram. Í borginni Sul-
aimaniya fundu þeir ummerki um grimmd stjórn-
arinnar líkt og uppreisnarmenn höfðu gert í
Basra. Í höfuðstöðvum öryggislögreglunnar voru
pyntingarklefar með járnkrókum, píanóvír og öðr-
um tækjum, sem voru ötuð blóði. Í sumum her-
bergjanna fundu uppreisnarmennirnir konur og
börn, sem höfðu verið kyrkt. Á einum stað hafði
eyra verið neglt á vegg. Þarna voru einnig fangar,
sem höfðu verið innilokaðir neðanjarðar í meira en
áratug. Mannfjöldinn réðst á 400 liðsmenn Huss-
eins, sem höfðu ætlað að leita skjóls í byggingunni
þegar uppreisnin hófst, og myrti þá alla. Tveimur
vikum eftir að uppreisnin hófst höfðu Kúrdarnir
náð olíuborginni Kirkuk á sitt vald. Saddam Huss-
ein hafði misst völd í fjórtán af átján héruðum
landsins og Bandaríkjamenn voru þess fullvissir
að enginn leiðtogi gæti haldið út slíkt áfall. Upp-
reisnin var hins vegar óskipulögð, sérstaklega í
suðri, þar sem ekki bætti úr skák að skyndilega
birtust á veggjum stórar myndir af Khomeini,
erkiklerki og leiðtoga Írans. Tengingin við íslam
og byltinguna í Íran einangraði uppreisnarmenn.
Súnní-múslímar, Kúrdar og kristnir menn óttuð-
ust hugmyndir um íslamska byltingu og þær féllu
Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra ekki
heldur í geð. Sumir af andstæðingum Husseins
telja meira að segja að hann hafi sjálfur látið út-
sendara sína hengja upp myndirnar af Khomeini
til þess að tengja uppreisnina við Íran.
Leiðtogar uppreisnarinnar í suðri gerðu sér
grein fyrir því að þeir myndu engu fá áorkað án
stuðnings Bandaríkjamanna og gerðu því út leið-
angur að ræða við bandaríska herinn. Sú för var
ekki til fjár. Svarið var að Bandaríkjamenn myndu
ekki styðja shíta, sem væru í slagtogi við Írana.
Þegar Hussein hóf gagnsókn var fyrirstaðan lítil. Í
bókinni eftir Andrew Cockburn og Patrick Cock-
burn lýsir einn uppreisnarmanna því þegar olíu er
hellt úr þyrlu yfir flýjandi uppreisnarmenn og eld-
ur lagður að þeim: „Okkur var sagt að Bandaríkja-
menn myndu styðja okkur. En ég sá með mínum
eigin augum bandarískar vélar fljúga yfir þyrl-
unum. Við áttum von á hjálp þeirra, en nú sáum við
þá fylgjast með endalokum okkar milli Najaf og
Kerbala. Þeir tóku myndir og vissu nákvæmlega
hvað var að gerast.“
Uppreisnarmennirnir í norðri gátu ekki heldur
haldið feng sínum. Þeir voru komnir niður úr fjöll-
unum og höfðu náð borgunum Kirkuk og Abril á
sléttunum fyrir neðan fjöllin en gátu ekki varið
þær þegar Hussein hóf gagnsókn. Írakar vörpuðu
hveiti yfir flýjandi Kúrda til þess að skapa skelf-
ingu. Þetta bragð heppnaðist fullkomlega því að
efnavopnaárásirnar nokkrum árum áður voru
mönnum í fersku minni. Talið er að ein milljón
Kúrda hafi flúið til Írans og Tyrklands. Sagt er að
Hussein hafi staðið svo tæpt að þegar honum hafði
tekist að kveða niður uppreisnirnar hafi hermenn
hans aðeins átt eftir 270 þúsund kúlur í Kalashn-
ikov-rifflana sína, sem hefðu aðeins dugað tvo
daga til viðbótar.
Hvaða afleið-
ingar hefði það
haft að steypa
Hussein?
Það voru ýmsar ástæð-
ur fyrir því að Banda-
ríkjamenn og banda-
menn þeirra héldu
ekki áfram þótt Bush
eldri hafi strax eftir að
átökunum lauk sagt að
hann fyndi ekki fyrir sigurvímu á meðan Hussein
væri enn við völd. Bush hefur ávallt svarað spurn-
ingunni um það hvers vegna hann fór ekki alla leið
til Bagdad á þann veg að samþykktir Sameinuðu
þjóðanna hefðu aðeins leyft frelsun Kúveits. Hern-
aðaraðgerðirnar gegn Írökum hefðu verið gerðar í
krafti þeirra samþykkta og því hefði hann lagalega
ekki getað gengið lengra. Þess utan hefði mót-
spyrna Íraka orðið meiri ef herir bandamanna
hefðu ráðist inn í Írak og hefðu þeir lagt Bagdad
undir sig hefði það kostað hernám um ókominn
tíma. En meira bjó að baki. Ef bandamenn hefðu
ráðist inn í Írak og steypt Hussein hefðu þeir þurft
að koma á nýrri stjórn áður en þeir drægju sig til
baka. Það hefði óhjákvæmilega orðið að vera með
lýðræðislegum hætti og slík vinnubrögð hefðu get-
að valdið vandræðum í vinveittum arabaríkjum á
svæðinu. Lýðræði í Írak gæti reynst smitandi.
Persaflóastríðið hefði hins vegar snúist um að við-
halda ríkjandi valdajafnvægi í Mið-Austurlöndum
en ekki útbreiðslu lýðræðis.
Bandaríkjamenn höfðu aðra ástæðu til að styðja
ekki uppreisnarmenn. Þeir töldu að uppreisn í
landinu myndi óhjákvæmilega leiða til þess að það
liðaðist í sundur. Þar með fengju Íranar færi á að
komast í lykilstöðu og Sýrlendingar sömuleiðis.
Eina hjálpin sem Bandaríkjamenn veittu var í
norðri. Um miðjan apríl 1991 sendi Bush herinn til
að koma á griðasvæði til að vernda flóttamenn úr
röðum Kúrda fyrir herjum Husseins. Bush varði
hins vegar ákall sitt til írösku þjóðarinnar: „Held
ég að hægt sé að sakast við Bandaríkjamenn fyrir
að leggja til að íraska þjóðin taki málin í eigin
hendur vegna þess að sumir hafi talið að þar með
væri gefið í skyn að Bandaríkin myndu styðja þá
hernaðarlega? Það var ekki satt. Við gáfum það
aldrei í skyn.“
Þremur mánuðum eftir að Flóabardaga lauk
gaf Bush út skipun til CIA um að hefja leynilegar
aðgerðir til þess að „skapa aðstæður til að koma
Saddam Hussein frá völdum“.
Áhersla Bandaríkjamanna á að bola Hussein frá
völdum jaðrar við þráhyggju og víða heyrist sú
gagnrýni um þessar mundir að George Bush yngri
eigi að einbeita sér að því að stilla til friðar milli
Ísraela og Palestínumanna. Sá ágreiningur valdi
nógu miklum óstöðugleika, þótt ekki sé látið til
skarar skríða gegn Írökum. Nú síðast skoraði Bill
Clinton, fyrrverandi forseti, á eftirmann sinn að
veita friðarumleitunum milli Ísraela og Palestínu-
manna forgang. Bush virðist hins vegar staðráð-
inn í því að koma Saddam Hussein frá völdum,
hver sem eftirleikurinn verður.
Morgunblaðið/Sverrir
Vaðið í Suðurá í Mosfellsdal.
Þvinganirnar hafa
sennilega átt þátt í
að halda Hussein í
skefjum en þær hafa
bitnað hvað harðast
á Írökum. Nefnt hef-
ur verið að helm-
ingur barna í Írak
þjáist af næring-
arskorti og refsiað-
gerðirnar hafi kost-
að hálfa milljón
barna lífið, þótt erf-
itt sé að segja um
það fyrir víst.
Laugardagur 22. júní