Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ PÉTUR Már Ólafs- son, útgáfustjóri Vöku- Helgafells, skrifar þess- ar línur í Mbl. 20. janúar sl: „Halldór Laxness hafði enga eina lífsskoð- un alla sína ævi.“ Mun það ekki vera fjarri sanni. Undirritaður er þeirrar skoðunar að hann hafi aldrei verið verulega heittrúaður kaþólikki, né heldur heittrúaður kommún- isti, hins vegar var hann ákaflega heittrúaður Kiljanisti alla sína ævit- íð. Hann verður því víst seint sakaður um að hafa brugðist kiljanisma sínum, enda var hann yfirmáta sjálfblíninn maður. Ég þykist vita að þessi ummæli mín munu ekki falla í góðan jarðveg hjá Pétri Má Ólafssyni og öðrum sanntrúuðum Kiljanistum. Í hvert skipti sem þeir fjalla um Nóbelsverð- launahafann okkar finnst mér þeir tala eins og saklaus börn í sunnu- dagaskóla. Á átrúnaðargoð þeirra má aldrei falla neinn skuggi. Það er ekki ofmælt að Halldór Lax- ness hafi litið á starf sitt sem heilaga köllun, er hann sinnti af eldmóði og taumlausri ástríðu. Ég hugsa að það sé ekki ofmælt að hann hafi verið jafnháður pennanum og blómin dags- birtunni. Án hans hefði hann naumast getað þrifist. Að skrifa og skrifa æ meir og meir voru hans ær og kýr. Hann hafði jafnframt öll útispjót til að koma verkum sínum á framfæri. List- sköpun hans var ofar allri kröfu eins og títt er um flesta ef ekki alla sanna listamenn. Spurningin snerist því ekki fyrst og fremst um það hvernig hann gæti þjónað kaþólskunni eða kommúnismanum, heldur öfugt; hvernig þær „trúarskoðanir“ gætu þjónað honum og það er vert að und- irstrika það. Svona í framhjáhlaupi sakar ekki að geta þess að skáldbróðir hans, Gunnar Gunnarsson, mun hafa haft svipað viðhorf til ævistarfs síns og Halldór Laxness. Honum var það álíka mikið kappsmál og Halldóri að verk hans kæmust fyrir almennings- sjónir. Ég hugsa að flestum ef ekki öllum mönnum sé ljóst að honum var nokkuð hlýtt til Þjóðverja og það jafn- vel eftir valdatöku Hitlers og mér er spurn hvort ekki megi rekja þennan vinarhug hans sumpart ef ekki alfarið til þeirra vinsælda sem ritverk hans nutu meðal þýsku þjóðarinnar. Það er engan veginn fráleitt að ímynda sér það. Á unga aldri sá Halldór Laxness hag sínum best borgið í faðmi kaþ- ólsku kirkjunnar. Honum var veitt húsaskjól í klaustri, þar sem honum gafst tími og tóm til að gefa sig óskiptan að einasta hugðarefni sínu, þ.e.a.s. skriftum. Eftir að kommúnisminn fór að ber- ast út eins og eldur í sinu víða um heim, gekk fjöldi manna honum á hönd, þar á meðal ýmsir mennta- menn, rithöfundar og aðrir listamenn. Fyrir þá virtist hann hafa alveg ótrú- lega mikið aðdráttarafl. Halldór Kilj- an Laxness var engin undantekning. Enda þótt hann væri vissulega heill- aður af kennisetningum kommúnista eins og reyndar fjöldi annarra ungra manna, þá sá hann um leið sæng sína uppbreidda undir verndarvæng þeirra. Það var t.a.m. ekki ónýtt fyrir hann að eiga jafmikinn áhrifamann og Kristin E. Andrésson að bakhjarli. Eins og vænta mátti beið komm- únisminn skipbrot fyrst og síðast sök- um þess að hann var reistur á barna- legri bjartsýni og þó einkum á takmarkaðri mannþekkingu. Hann hefði hugsanlega getað blessast, ef mannskepnunni hefði tekist að upp- ræta eigingirnina í brjósti sér. Svo einfalt er það. Það er alkunna að fyrir flesta ef ekki alla mikla andans menn hefur listgrein þeirra algjöran for- gang. Hún á hug þeirra allan. Fyrir hana lifa þeir og deyja og á hana einblína þeir af slíku of- stæki að mörgum finnst það jafnvel keyra um þverbak. Af þessu leiðir að hegðun þeirra getur stundum virst venju- legu fólki æði blöskran- leg. Þeir fara sjaldnast eftir settum reglum „siðaðs“ samfélags, enda oft mestu ólík- indatól. Þótt tína mætti til ótal dæmi um furðu- lega framkomu þeirra, ætla ég aðeins að minnast lítillega á tvö, sem eru þó að mínum dómi býsna sláandi. Norska leikskáldið víðfræga, Henrik Ibsen, var aldrei tíður gestur í húsi föður síns eftir að hann var kominn á fullorðinsár, öðru nær. Hann hafði nefnilega ekki látið sjá sig þar í hart- nær 40 ár eða ekki fyrr en við útför föður síns 1877. Hann hafði víst öðr- um fínni hnöppum að hneppa en að vera ómaka sig á því að heilsa upp á nánustu ættingja sína. Bertolt Brecht, sem sköpuð voru eins ákjósanleg starfsskilyrði og nokkur leikhúsmaður getur óskað sér hjá Berliner Ensemble í Austur- Berlín, þar sem hann var eins og kon- ungur í ríki sínu, var ekki heittrúaðri kommúnisti en svo að hann var með austurrískt vegabréf og lagði fé sitt inn á banka í Sviss. Það er alltaf gott að hafa vaðið fyrir neðan sig. Þótt ótrúlegt megi heita bauð Bertolt vin- um sínum, sem flestir voru mestu ólátabelgir, til drykkjuveislu inn á heimili móður sinnar strax daginn eftir andlát hennar 1920 og kórónaði svo allt saman með því að láta sig hverfa daginn fyrir jarðarför hennar. Hún hefði kannski búist við einhverju öðru af syni sínum Bertolt, sem var þó augasteinninn hennar. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son gerir sér mikinn mat úr því að Halldór Laxness hafi sagt „þjóð sinni“ ósatt og hefur hann lög að mæla að vissu marki, en hins vegar þykir mér orðalagið nokkuð kynlegt, ef ekki beinlínis hátíðlegt, vegna þess að maður hefur það ósjálfrátt á til- finningunni að hér sé verið að ræða um þjóðhöfðingja á borð við forsætis- ráðherra, sem er ábyrgur gagnvart þjóð sinni en ekki óbreyttan ríkis- borgara, sem vinnur fyrir sér með rit- störfum. Vandlæting doktorsins leynir sér þó ekki. Það má eflaust bæði þakka Hall- dóri Laxness fyrir margt og kenna honum sömuleiðis um margt, en er ekki fulllangt gengið að saka hann hálfpartinn um að hafa fundið upp lygina, liggur mér við að segja. Hefur hún ekki fylgt mannskepnunni frá örófi alda og þá einkum stjórnmála- mönnum? Það hlýtur að vera erfitt fyrir menn að horfa upp á það, þegar átrúnargoði þeirra er steypt af stalli. Menn eru skiljanlega lengi að jafna sig eftir slíkt áfall og slík vonbrigði og á þetta jafnt við venjulegt fólk sem yf- irburðarmann eins og Halldór Lax- ness. Eftir orðum doktorsins að dæma ann hann sannleikanum af heilum hug. Sannleikurinn mun gera yður frjálsa, þó tæplega nýfrjálshyggju- menn. Það er á doktornum að heyra að sjálfstæðismenn séu upp til hópa sannleiksunnandi fólk, en andstæð- ingar þeirra hins vegar ótíndir ósann- indamenn ef ekki beinlínis þorparar, sem gætu farið með allt til helvítis kæmust þeir til valda og fengju öllu að ráða. Í grein eftir doktorinn sem birtist í Mbl. 20. janúar sl. stendur þetta með- al annarra orða: „Þeir menn, sem gerðu íslenskri alþýðu mest gagn voru stjórnmálamenn eins og Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson o.s.frv.“ „Er þetta ekki hverju orði sannara? Ha?“ hefði Halldór Laxness ef til vill getað hváð með sínum sér- staka raddblæ væri hann enn meðal vor og látið þar við sitja. Fyrir hverjar kosningar klingir hin gamla tugga áróðursmeistara Sjálf- stæðisflokksins í eyrum landsmanna að flokkur þeirra sé flokkur allra stétta. Ekki ber á öðru að margir trúi þessu eins og nýju neti. Þessi tugga er svo lífseig og mögnuð að jafnvel vonsviknir og fyrrverandi sjálfstæð- ismenn eins og Sverrir Hermannsson og Ólafur F. Magnússon kyngja henni með bestu lyst. Fjármálaráðherra staðhæfir að 2/3 hlutar af tekjum lífeyrisþega skuli ekki vera skattlagðir sem fjármagns- tekjur þ.e. 10% og klykkir svo út með því að það sé lögum samkvæmt, en þegar betur er að gáð er það hvorki lögum né sannleikanum samkvæmt. Á sínum tíma fullyrti Drífa Hjart- ardóttir (Sjálfstæðiflokki) á Alþingi landsmanna og það af mikilli kok- hreysti að fátækt væri óþekkt fyrir- bæri hér á landi. Fróðlegt væri að heyra viðbrögð hennar við löngum biðröðum hjá Mæðrastyrksnefnd ný- verið. Eftir yfirlýsingu lögmannsins Jóns Steinars Gunnlaugssonar að dæma kom ríkisstjórn Íslands hvergi nærri minnisblaðinu margumrædda. Þetta var eingöngu virðingarvert framtak hugmyndaríkra kontórista í ýmsum ráðuneytum. Oft má satt kyrrt liggja en í þessu tilviki væri ef til vill nær að segja: Best er að láta ósatt kyrrt liggja, hæstvirtur hæstaréttarlög- maður. Ýmsum vill verða fótaskortur á beinni braut sannleikans eins og t.d. sjálfu átrúnaðargoði lögmannsins, hæstvirtum forætisráðherra vorum, Davíð Oddssyni. Rétt er að benda á að lygin lifir góðu lífi innan allra stjórnmálaflokka, en mér virðist líf- skilyrði hennar þó hvergi vera betri en hjá stærsta stjórnmálaflokki landsins. Með þessum orðum lýkur dæmisögum mínum af sannleiksást sjálfstæðismanna. Vendum nú okkar kvæði í kross og snúum okkur frá örbirgð landsmanna til væntanlegra allsnægta þeirra. Málefni sem doktorinn berst fyrir með oddi og egg. Það virðist vera heitasta ósk hans að Íslendingar verði ríkasta þjóð í heimi, hvað sem það kostar. Vissulega slær enginn hendinni á móti batnandi efnahag sér til handa, en í beinu framhaldi af þessu langar mig til að minnast á skoðanakönnun, sem gerð var í Bandaríkjunum fyrir mörgum ára- tugum og snerist um hverjir væru hamingjusamastir miðað við tekjur og niðurstaðan var sú að það væru þeir sem voru með tekjur rétt fyrir ofan meðallag. Eins og áður hefur verið sagt er það heitasta ósk dr. Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar að Íslendingar verði ríkasta þjóð í heimi, en mín er aftur á móti sú að hún verði sú hamingjusamasta. Auð- legð og auðna er sitthvað. KILJAN, KAÞÓLSKA, KOMM- ÚNISMI OG SANNLEIKUR Höfundur er skólastjóri Málaskóla Halldórs. Það er heitasta ósk dr. Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar að Íslendingar verði rík- asta þjóð í heimi, segir Halldór Þorsteinsson, en mín er aftur á móti sú að hún verði sú ham- ingjusamasta. Auðlegð og auðna er sitthvað. Halldór Þorsteinsson MINNINGAR ✝ Ásta Árnadóttirfæddist í Reykja- vík 6. júlí 1911. Hún lést 4. júní síðastlið- inn. Hún var dóttir Árna, skipstjóra á Ísafirði, Jónssonar, húsmanns á Sæbóli í Sléttuhreppi, Jóa- kimssonar. Móðir Árna var Sigurfljóð, dóttir Sakaríasar bónda í Stakkadal, Guðlaugssonar, bónda í Efri-Miðvík, Jónssonar. Móðir Sigurfljóðar var Björg Árnadóttir bónda og hreppstjóra á Látrum, Halldórs- sonar, og konu hans, Ástu Guð- mundsdóttur, prests á stað í Að- alvík, Sigurðssonar. Móðir Ástu Árnadóttur var Þorbjörg Magn- úsdóttir, bónda á Gaul í Staðar- sveit, Jónassonar, og konu hans, Ingunnar, dóttur Jóns bónda í Belgsholtskoti, Sveinssonar. Móðir Jóns var Vigdís Ólafsdótt- ir, lögréttumanns á Lundum, Jónssonar. Foreldrar Ástu voru nýflutt til Reykjavíkur frá Ísafirði, þegar Ásta fæddist. Fyrir áttu þau tvö börn, Geirþrúði, d. í Reykjavík 1932, og Ólaf, d. 1992. Ásta naut foreldra sinna ekki lengi. Árni faðir hennar fórst með togaran- um Fieldmarshall Robertson í Halaveðrinu mikla snemma í febrúar 1925 og móðir hennar lést 30. maí sama ár. Hún naut þó góðs atlætis hjá systur sinni, Geirþrúði, þau sjö ár sem hún lifði eftir dauða foreldranna og síðar hjá Ólafi bróður sínum og eiginkonu hans, Herdísi Björns- dóttur. En þetta voru erfiðir tímar og valkostir ekki margir fyrir efnalitla unga stúlku. Ásta lærði kjólasaum og vann talsvert við sauma og þá m.a. í Dan- mörku. Ung kynnt- ist hún Gunnari Stefánssyni frá Ósi á Skógarströnd, sem þá var við nám í Háskóla Íslands. Þau giftust og eign- uðust tvö börn. En hjónabandsárin urðu ekki mörg, Gunnar fórst 31. janúar 1951 með flugvélinni Glitfaxa, sem var á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Börn Ástu og Gunnars eru: 1) Árni Stefán, f. á Ísafirði 1940, kvæntur Hrefnu Filippusdóttur. Þau eiga tvær dætur, Sigríði Ástu, gift Rúnari Aðalsteinssyni, þau eiga einn son, og Gunnhildi; 2) Valgerður Þorbjörg, f. í Reykjavík 1942, gift Jónasi Friðrikssyni, þau eru búsett í Seattle í Bandaríkjunum. Þau eiga þrjá syni, Gunnar, Frið- rik og Jónas, sem allir eru kvæntir bandarískum konum og eiga tvö börn hver. Ásta byrjaði fljótlega að starfa hjá Mjólkursamsölu Reykjavíkur og veitti forstöðu tveimur versl- unum í borginni. Þegar kraftarn- ir leyfðu ekki lengur burð á þungum brúsum og mjólkur- grindum fékk hún starf í mötu- neyti Landsbankans og vann þar fram á eftirlaunaaldur. Síðustu æviárin bjó hún á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ. Útför Ástu Árnadóttur var gerð 7. júní síðastliðinn. Ásta Árnadóttir, tengdamóðir mín, var að mörgu leyti sérstæð kona, mótuð af harðri lífsbaráttu kynslóðarinnar, sem fæddist skömmu eftir aldamótin næstsíð- ustu. Í hennar veröld var ekkert gefið, ekkert sjálfsagt né einfalt og auðvelt. Ungur hugur skynjaði harða lífsbaráttu og í orðanna fyllstu merkingu var baráttan fyrir brauðinu daglegur veruleiki. Ólög gengu yfir og æskudraumurinn um hamingju, lífshægindi, öryggi og áfallalítið líf leystist upp og hvarf út í fjarskann. Ung dó móðir, faðir hvarf í haf í hörðu Halaveðri og systir, sem tók við uppeldishlutverkinu, lést langt um aldur fram. Eftir varð góður bróðir, Ólafur Árnason símritari, sem veitti ungri systur aðstoð, alúð og uppeldi, eins og geta leyfði. Svo birtist ungur og fallegur maður, Gunnar Stefánsson, tengdafaðir minn, sem ég aldrei sá né kynntist. Kjarkur æskunnar, þorið og efa- leysið, og kannski sakleysið, gerði hjónabandið að sjálfsagðri og ein- faldri ákvörðun. Bjartsýni og peningaflæði stríðs- áranna breytti heiminum á Íslandi. Ung hjón tóku trú á lífið, menntun varð ástríða, án möguleika til lengri tíma hjá mörgum. Fátæktin tók við í lok styrjaldar en tvö börn fædd- ust áður en henni lauk, piltur og stúlka. Gunnari var ekki ætlað langt líf; hann lést í flugslysi nokkrum árum eftir fæðingu barnanna. Þá hófst hið eiginlega stríð tengdamóður minnar. Hús- næðisleysi eftirstríðsáranna í höf- uðborginni varð mesta skelfing fólks með sjálfstæða hugsun og sterka réttlætiskennd. Þeir, sem ekki höfðu eignast þak yfir höfuðið, voru ofurseldir húseig- endum eða borgaryfirvöldum. Á fyrri hluta ævinnar urðu leiguíbúð- irnar margar og öryggisleysið mik- ið. Fátt nútímafólk þekkir slíkt, sem betur fer. Á þessum árum áttu konur ekki marga kosti. Tengdamóðir mín hafði lært kjólasaum og naut þess að nokkru. Ekkjubætur voru nán- ast óþekktar og peningar ekki til. Hlutskiptið varð erfið vinna, þræl- dómur í mjólkurbúðum, sem hún veitti forstöðu. Burður þungra mjólkurbrúsa og kassa sleit líkam- anum og bætti á verki og gigt, sem varð hennar þungbærasta mein ætíð síðan. En allt hafðist þetta með aðstoð góðs venslafólks og vina. Smátt og smátt hægðist um og eftir að brauðstritinu lauk átti hún fremur góða daga, einkum síðustu árin þegar hún naut einstaklega góðrar umönnunar starfsfólks í Skógarbæ í Reykjavík, sem vert er að þakka af innileik. – Og afrakstur lífsins hennar Ástu eru tvö börn, fimm barnabörn og sjö barnabarnabörn. Ekki slakur árangur það. Það er stundum talað um hvers- dagshetjur, þegar einstaklingar hafa ekki komist til mikilla metorða á veraldlega vísu. Ásta var ein af þessum hversdagshetjum, sem lét aldrei bugast, hvarflaði ekki frá skoðunum sínum og hafði sterkan vilja. Hún verður öllum minnis- stæð, sem henni kynntust. Ég vil með þessum orðum þakka henni samfylgdina og biðja Guð að gæta hennar á nýjum vegum í nýjum heimi. Hrefna Filippusdóttir. ÁSTA ÁRNADÓTTIR ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minningargreina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.