Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Eyjólfur E. Kol-beins fæddist í Bygggarði á Sel- tjarnarnesi 31. maí 1929. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni föstudagsins 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eyjólfur E. Kolbeins frá Staðarbakka í Miðfirði, f. 24.1. 1894, d. 11.1. 1947, og Ásta Helgadóttir frá Lykkju á Akranesi, f. 9.10. 1902, d. 18.7. 1996. Systur hans eru: Þórey, f. 5.2. 1927, d. 30.9. 1997; Lilja Krist- ín, f. 10.4. 1928; Andrea Halla, f. 2.7. 1930; og Ásta, f. 25.1. 1933. Eyjólfur kvæntist 25.11. 1954 Ernu Kristinsdóttur frá Eyri á Arnarstapa, f. 25.11. 1934. For- eldrar hennar voru Kristinn Sig- mundsson, f. 11.8. 1907, d. 1.1. 1980, og Karólína Kolbeinsdóttir, f. 13.6. 1909, d. 27.9. 2001. Börn Eyjólfs og Ernu eru 1) Eyjólfur Kristinn, f. 20.9. 1954, var kvænt- ur Hildi Guðlaugsdóttur, f. 10.4. 1958. Börn þeirra eru Halla Hjör- dís og Eyjólfur. Þau slitu samvist- um. Nú kvæntur Elínu Brynju Hilmarsdóttur, f. 29.7. 1968. Son- ur þeirra Davíð Ernir, börn Elínar Brynju eru Andri Kristinn og Tan- ya Sjöfn. 2) Elín Karólína, f. 20.2. 1959, gift Ottó Vestmann Guðjóns- syni, f. 17.8. 1958. Dætur þeirra Erna Kristín og Andrea Lilja. 3) Árni, f. 4.8. 1967. Kvæntur Ágústu Hrönn, f. 14.3. 1971. Börn þeirra Arndís Ásta, Ísak Arnar og Eva Kolbrún. Eyjólfur ólst upp á Bygggörðum á Sel- tjarnarnesi. Ungur að árum hóf hann störf hjá Eimskipa- félagi Íslands og starfaði við almenna verkamannavinnu og verkstjórn í 35 ár. Síðan starfaði hann sem birgða- vörður á Hótel Sögu í 20 ár eða til 70 ára aldurs. Eftir það starfaði hann við ýmis störf í fjölskyldufyr- irtækinu Sængurfataversluninni Verinu á meðan heilsa leyfði. Eyj- ólfur var mjög félagslyndur. Hann var meðal stofnenda Slysavarna- deildarinnar Bjarna Pálssonar og var þar í stjórn í mörg ár. Einnig var hann í stjórn Framsóknar- félagsins á Seltjarnarnesi. Hann söng með Selkórnum og var for- maður hans um árabil. Hann lét ekki margt fram hjá sér fara í fé- lags- og menningarlífi Seltirninga. Eyjólfur bjó á Seltjarnarnesi til árs- ins 1995 að hann fluttist ásamt konu sinni á Þorragötu 9 í Reykjavík. Útför Eyjólfs verður gerð frá Seltjarnarneskirkju á morgun, mánudaginn 24. júní, og hefst at- höfnin klukkan 15. Ég hef þekkt Eyjólf tengdaföður minn, eða Kolla eins hann var jafnan nefndur, lengi. Kolli og Erna hafa verið góðir vinir foreldra minna frá því ég var barnungur. Seinna meir kynntumst ég og Elín dóttir Kolla nánar og giftum okkur. Kolli hefur verið mér meira en tengdafaðir, hann hefur verið góður vinur sem gott hefur verið að leita til. Hann var afar hjálpsamur og var alltaf á hjólum í kringum börnin, tengdabörnin og barnabörnin. Barnabörnin eiga eftir að sakna þess er afi þeirra birtist, alltaf á sama tíma með kaffibrauð. Hann sagði þeim sögur og söng fyrir þau og var þeim besti afi sem hægt er að hugsa sér. Kolli var alltaf vinnusamur og sama hvort það var eitthvað sem þurfti að gera heima hjá börnum eða í sumarbústaðnum var hann alltaf með hönd í bagga. Hann var vel liðinn í vinnu vegna þess að hann vildi hafa allt í röð og reglu og ef eitthvað þurfti að gera þá var það gert strax. Það eru mörg handtökin sem hann á með mér og mínum í mínu húsi. Það voru skemmtlegir dagar sem við átt- um þegar sumarbústaður fjölskyld- unnar var byggður en Kolli gerði það mögulegt að bústaðurinn varð til. Mér eru einnig minnistæðar fjöl- margar sumarleyfisferðir okkar út um landið okkar og á erlendri grund. Þetta voru skemmtilegar ferðir og ekkert var skemmtilegra en að bregða sér á kaffihús og fá sér kaffi með vel útilátinni tertusneið. Við ferðuðumst mikið hér innan- lands og vorum oft í bændagistingu, sem okkur þótti báðum afar skemmti- legt. Maður fær skemmtilegt sjónar- horn á land og þjóð að gista hjá fólki sem gjörþekkir sveitina sína og sög- urnar. Kolli hafði unun af að spjalla við fólkið um heima og geima, hann hafði ekki hvað síst gaman af að segja frá sjálfum sér, hvar hann ynni og af fjölskyldunni. Af þessu spruttu skemmtilegar umræður sem stóðu oft lengi. Ég á eftir að sakna alls þessa. Kolli var félagslyndur og var þátt- takandi í nær öllu félagsstarfi á Sel- tjarnarnesi. Hann fór á öll böll sem haldin voru í Félagsheimili Seltjarn- arness á gullaldarárum þess. Þá voru böll allt upp í vikulega. Félögin á Nesinu voru með það sem fjáraflanir á sínum tíma. Þá mætti Kolli með Ernu sína og dansaði ballið út og í lok dansleiks ók hann öllum þeim sem vildu far heim tíl sín, þetta gat hann þar sem hann notaði ekki áfengi. Þetta voru skemmtileg ár. Ég kveð með trega góðan vin, en ég veit að hann þjáist ekki meir og fyrir það er ég þakklátur. Ottó V. Guðjónsson. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast honum tengdapabba mín- um fyrir 15 árum. Og þó að hægt væri að dásama Kolla í bak og fyrir, fyrir mannkosti og trúmennsku, þá langar mig að þakka fyrir afann og afahlut- verkið sem ég var svo gæfusöm að njóta í gegnum börnin mín; Arndísi Ástu, Ísak Arnar og Evu Kollu. Það var nefnilega svo með afa Kolla og börnin að þau soguðust hvert að öðru með ótrúlegum krafti. Þau voru ekki gömul börnin þegar þau voru búin að reikna það út að bestu líkurnar á að vera tekin upp, borin um húsið eða að láta snúast í kringum sig voru einmitt hjá afa Kolla. Afi Kolli var ótrúlega lipur maður í umgengni, alltaf boðinn og búinn til að aðstoða og hjálplegur með ein- dæmum. Undanfarin ár hefur hann oftar en ekki verið sá sem sótti börnin á leikskólann. Komið svo í kaffi með bakkelsi úr bakaríinu. Snúðar og ,,kisumjólk“ voru þá oftar en ekki með í farteskinu og annað af óskalista barnanna. Það voru notalegar stundir sem við áttum saman, þar sem börnin töluðu afa hreint í kaf en honum þótti það nú ekki leiðinlegt. Þó að oft vær- um við í ró og næði að spjalla þá var það nú þannig að gestagangurinn í kringum afakomurnar var nokkuð mikill. Þar átti afi marga aðdáendur, bæði börn og fullorðna. Liprari barnapíu og vinsælli er erfitt að finna, sem endalaust nennti að bía og söngla fyrir minnstu börnin. Allar þær ljúfu minningar sem hann gaf okkur, óteljandi samveru- stundir í sumó, ógleymanlegu sum- arfríin saman bæði hér á landi og er- lendis og síðast en ekki síst þessi hversdagslegu samskipti sem ég sakna mun mest. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ágústa. Sálin, hún líður í ljósvakaheiminn, en líkamans svipur í draumageiminn burt, – inn á dalalönd dularbleik. Þar dregur hann ást undir töfranna þak, sæt eins og ilmur af sólvermdu rjóðri sár eins og vorþrá í ungum gróðri og öflug sem fjallbrjóstsins andartak. (Einar Ben.) 14. júní. Klukkan og síminn hringja um leið. Eyjólfur tilkynnir okkur and- lát Kolla. Skrítið. Sest niður og drekk morgunkaffið. Maður segir ekki neitt. Getur það ekki. Minningarnar koma hver á fætur annari. Minningar sem ekki er hægt að öllu leyti að deila með öðrum, því þær eru í raun tilfinning- ar. Góður afi og þægilegur tengda- pabbi. Minningar sem ég geymi fyrir mig og er þakklát fyrir að hafa eign- ast. Nú er komið að kveðjustund. Erna, þinn styrkur þessa síðustu daga er aðdáunarverður. Ég votta þér, Eyjólfi, Ellu, Árna og fjölskyld- um ykkar samúð mína. Hildur. Í dag kveðjum við afa Kolla. Við minnumst hans sem hins full- komna afa. Dálæti hans á börnum var með eindæmum, ef afi Kolli var á staðnum þá var hann yfirleitt með eitthvert barnabarnið í fanginu. Hann fangaði athygli okkar með því að syngja, lesa eða kenna okkur vísur. Þegar við hugsum um afa Kolla koma ýmsar skemmtilegar minning- ar upp í hugann. Hann var alltaf að snúast í kringum alla og minnumst við þess sérstaklega hvað okkur fannst sniðugt að gefa honum viska- stykki í jólagjöf. Ástæðan var einfald- lega sú að í hvert skipti sem fjölskyld- an kom saman að borða eða til þess eins að drekka kaffi, þá var afi ekki lengi að skella viskastykki á öxlina og byrja að vaska upp. Ekki má gleyma því að í hvert skipti þegar við kvödd- um þá fór hann alltaf í skápinn bakvið hurðina og náði í hvítt Wrigleys tyggjó eða marglitað mentos og ekki skipti máli hvort við vorum fjögurra ára eða tvítug, alltaf fengum við nest- ið okkar. Einnig voru ferðir hans í Björnsbakarí vinsælar því þá máttum við búast við því að hann kæmi í heim- sókn með rúnstykki og marmara- köku. Svona var hann afi, alltaf að gleðja aðra. Við kveðjum afa Kolla með söknuði en minningarnar munu hlýja okkur um ókomna tíð. Halla, Eyjólfur og Valdimar. Við eigum bágt með að trúa því að afi Kolli sé farinn frá okkur og það er með miklum söknuði sem við setj- umst niður til að skrifa nokkur orð. Það er svo margt sem við viljum segja enda áttum við mjög góðan afa, en erfitt er að koma því á blað. Við komum inn í fjölskylduna fyrir sjö árum og afi tók strax á móti okkur með mikilli hlýju eins og við hefðum alltaf verið barnabörnin hans. Alltaf sýndi hann okkur sömu ást og um- hyggju og litla bróður okkar sem var barnabarn hans. Við munum ekki eftir afa öðruvísi en brosandi að grínast eða með góðlátlega stríðni. Hann kom alltaf hlaupandi ef einhver af okkur krökkunum fór að skæla eða meiddi sig. Hann var oftast með eitthvert afabarnið í fanginu rugg- andi, syngjandi eða spjallandi. Alltaf var hann á þönum í kringum okkur ef það var eitthvað sem hann gat gert fyr- ir okkur. Afi og amma áttu það oft til að fara með barnabörnin upp í sumarbústað og voru þá stundum þrjú þeirra fjög- urra ára eða yngri, þá var sko gaman. Þetta voru sannkallaðar ævintýraferð- ir, við vorum að „hjálpa þeim“ við gróð- urinn og moka möl. Síðan var farið í nestisferðir í eins langa göngu og litlir fætur gátu farið, farið í heita pottinn, grillað og yngstu börnin oft svæfð af afa sínum sem söng þau í svefn. Um síðustu páska þegar öll fjöl- skyldan var saman komin upp í sum- arbústað var afi orðinn mikið lasinn, samt var hann alltaf að brasa eitthvað, hann vildi alltaf hafa mikið að gera en samt gaf hann sér alltaf tíma til að kíkja oft í heimsókn til okkar allra. Hann var yndislegur maður sem við elskuðum mjög heitt og missirinn er mikill. Löng þá sjúkdómslegan verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn læknar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kristófer Pétursson.) Guð blessi minningu afa Kolla, hún mun lifa að eilífu. Andri Kristinn, Tanya Sjöfn og Davíð Ernir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Elsku Kolli. Þegar ég kvaddi þig mánudaginn 10. júní þá vissi ég ekki að ég væri að kveðja þig í síðasta sinn. Ég hefði kysst þig svo miklu meira og faðmað þig fastar ef ég hefði vitað það. Ég var að skreppa í stutta 5 daga ferð og við ætluðum að hittast svo hress og kát aftur. Auðvitað vissi ég að þú værir veikur en það hvarflaði ekki að mér að þú færir svo skyndi- lega. Ég var bara 5 ára þegar þú komst inn í mitt líf. Þú komst með henni Ernu systur vestur á Stapa. Hvað það var alltaf spennandi og skemmtilegt þegar þið komuð. Þú tókst þátt í öllu með okkur, bæði leik og starfi. Þú varst alltaf svo mikill prakkari og tókst upp á ýmsum prakkarastrikum. Þið komuð á hverju sumri, fyrst á Stapa og svo til Ólafsvíkur, og alltaf var sprellað og eitthvað skemmtilegt gert saman. Svo fluttum við til Reykjavíkur og heimili ykkar Ernu hefur verið eins og mitt annað heimili. Já, við höfum í gegnum árin tekið þátt í sorg og gleði saman. Síðustu ár- in höfum við fjölskyldurnar dvalið saman eina viku á ári á Stapa. Þessar samverustundir eru mér ógleyman- legar. Fyrir nokkrum vikum sátum við saman úti á svölum hjá þér og þú hafðir á orði hversu gaman væri nú að skreppa vestur, ég jankaði því og sagði: við förum í sumar. En áður en að því kom, Kolli minn, þá varst þú kallaður annað. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér, allir vinirnir og ættingjarnir sem farnir voru á undan þér. Já, þú átt marga vini á báðum stöðum. Vini sem þótti svo vænt um þig og sakna þín mikið hér á jörðu og svo aðra sem fagna þér hin- um megin. Elsku Erna, Eyjólfur, Brynja, Ella Kæja, Otti, Árni, Gústa og fjölskyld- ur, missir ykkar er mikill og megi Guð gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Guð geymi þig kæri vinur Margrét Kristinsdóttir (Magga). Eyjólfur var hressilegur blær í þessu lífi, það gat alveg gustað um hann en hann gat líka alveg farið hægt og hljótt ef með þurfti. Heiðarlegur, tryggur og einlægur í framgöngu og langt frá því að vera skoðanalaus á mönnum eða málefn- um. Ungur strákur sem var að komast á unglingsárin hafði strítt harkalega strák einum, sem Eyjólfur þekkti vel. Það líkaði Eyjólfi illa og hringdi í gerandann og sagði honum að svona höguðu menn sér bara alls ekki. Var þetta gert af snerpu og rétt- sýni af Eyjólfs hálfu og þegar samtal- inu var að ljúka og gerandinn búinn að skammast sín nóg, sagði Eyjólfur: „Jæja, þetta er búið mál, þetta má ekki koma fyrir aftur“ og svo stóð. Gerandinn hafði fengið sína dýr- mætu lexíu og gleymir henni aldrei og minnist hennar sem góðverks af Eyj- ólfs hálfu og kennslustund í því hvernig fólk skal umgangast hvort annað. Það var ekkert verið að pakka hlut- unum inn í einhverjar orðaumbúðir eða verið að fara í kringum hlutina eins og heitan graut, það var gengið beint til verks. Og þannig gaf Eyjólfur öðru sam- ferðafólki sínu í þessu lífi gjafir með nærveru sinni. Á Hótel Sögu, þar sem Eyjólfur starfaði lengi sem kjallaravörður, var hann einn af hornsteinunum. Tryggur og hjálpsamur styðjandi hótelsins og starfsmannafélagsins og alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd og vílaði ekki fyrir sér aukaviðvik eða margs konar stuðning og var sko ekk- ert að telja það eftir sér. Kom fram eins við alla og í minn- ingunni er brosið hans og nærveran, sterk áminning um kærleika til handa öðrum. Tíðindunum um krabbameinið tók hann af æðruleysi, sagði hverjum sem heyra vildi og leiðarljósið hans var að taka því sem að höndum bæri eins og það væri. Mér þykir sárt að geta ekki fylgt þessum góða samferðarmanni til grafar en bið Guð að blessa minn- inguna um hann og blessa og styrkja hana Ernu eiginkonu Eyjólfs, sem var hans styrka stoð, börnin þeirra, tengdabörnin, barnabörnin, systkini Eyjólfs og alla fjölskylduna og vinina í þeirra sorg og söknuði. Sigurður Arnarson, Bandaríkjunum. Fallinn er frá vinur minn Eyjólfur Kolbeins. Eyjólf og konu hans Ernu hef ég þekkt um alllangt skeið. Þau hafa verið meðal minna bestu sam- verkamanna í félagsstörfum um ára- bil. Það var gott að umgangast Eyjólf og vinna með honum. Alúðlegri og kurteisari mann hef ég vart kynnst. Hann hafði jákvæða lund og hafði þann eiginleika að hrífa fólk með sér með sérstakri háttvísi. Eyjólfur Kolbeins hefur nánast frá stofnun Framsóknarfélags Seltjarn- arness verið einn af máttarstólpum þess. Lengi var hann í stjórn félags- ins og stundum formaður. Hann sótt- ist sjálfur ekki eftir vegtyllum en hvatti þeim mun meir til dáða þá sem stóðu í eldlínunni á hverjum tíma. Ég kynntist Eyjólfi Kolbeins þegar mín stjórnmálaafskipti hófust á Seltjarn- arnesi laust fyrir 1990. Þá hafði verið tekin sú ákvörðun að bjóða fram Nes- listann í fyrsta skipti. Í kosningastarfi okkar var Eyjólfur reiðubúinn að taka hvað það að sér sem gera þurfti. Hann skipulagði starfið og tók þátt í því af mikilli fórnfýsi. Eyjólfur hafði þegar ég kynntist honum yfir 30 ára reynslu af stjórnmálastarfi og kosn- ingum. Hann átti mikinn þátt í fræg- um sigri Framsóknarmanna á Sel- tjarnarnesi árið 1962 þegar 2 fulltrúar fengust kjörnir í hrepps- nefnd sem í þá daga var 5 manna. Þau hjón Eyjólfur og Erna Kolbeins tóku virkan þátt í öllu félagsstarfi Framsóknarflokksins á Seltjarnarnes- inu. Eftir að Eyjólfur og Erna fluttu til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum tóku þau áfram þátt í starfi okkar. Þegar ég lít til baka rifjast upp kosningastarf, þorrablót og góugleði þar sem Eyjólf- ur starfaði og skemmti sér meðal vina. Erna og Eyjólfur voru afar samhent hjón. Þau studdu hvort annað í fé- lagsstörfunum. Erna hefur verið mikill drifkraftur í félagsstarfi á Nesinu. Sat lengi í sóknarnefnd og var formaður kvenfélagsins um tíma. Í öllum þessum störfum studdi Eyjólfur konu sína af miklum krafti. Nú við leiðarlok vil ég þakka Eyjólfi mikilvægt framlag hans til starfa okk- ar framsóknarmanna á Seltjarnarnesi og afar góð og eftirminnileg kynni. Ég votta Ernu, börnum þeirra hjóna, barnabörnum og öðrum ætt- ingjum og vinum mína innilegustu samúð. Siv Friðleifsdóttir. Kveðja frá kvenfélaginu Seltjörn Í litlu bæjarfélagi eins og Seltjarn- arnes er skiptir miklu máli að vel tak- ist til við stofnun þeirra félaga sem beita sér fyrir velgjörðarmálum eins og við stofnun kvenfélagsins í bæn- um, en það var stofnað 3. apríl 1968. Fljótlega valdist til forustu Erna Kristinsdóttir Kolbeins og stýrði hún félaginu í á annan áratug. Félagið blómstraði á þessum árum og mörg og knýjandi verkefni voru tekin fyrir. Það er margt hér í bæjarfélaginu sem kvenfélagið hefur til heilla unnið. Allt hefur þetta krafist útsjónarsemi og mikillar vinnu. Öll þau ár sem Erna var formaður og í forustusveit voru ótal verkefni framkvæmd. Eiginmaður hennar, Eyjólfur E. Kolbeins, kom þar oft við sögu og annaðist verkefni sem hann leysti af hendi með dugnaði sínum og vandvirkni. EYJÓLFUR E. KOLBEINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.