Morgunblaðið - 23.06.2002, Side 40
MINNINGAR
40 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Carl WilhelmKristinsson fædd-
ist í Reykjavík 12.
september 1923.
Hann lést í sumarbú-
stað sínum 14. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Jónína
Guðjónsdóttir, f. 8.10.
1890, d. 17.1. 1967, og
Kristinn Óskar Krist-
jánsson, f. 7.10. 1899,
d. 25.8. 1958. Carl var
fimmti í röð sex
bræðra. Bræður hans
eru: Ólafur, f. 1912, d.
1999, Karl, f. 1914, d.
1993, Níels K. Svane, f. 1918, d.
2000, Carlo, f. 1919, d. 1923, og
Marteinn, sem er einn eftirlifandi
þeirra bræðra, f. 1928. Carl kvænt-
ist 8. september 1945 eftirlifandi
konu sinni Elísabetu Jónsdóttur, f.
í Reykjavík 8.9. 1924. Foreldrar
hennar voru Elísabet Bjarnadótt-
ir, f. 1.10. 1880, d. 6.3. 1956, og Jón
Guðmundsson, f. 24.11. 1875, d.
25.10. 1949. Börn Elísabetar og
Carls eru: 1) Jón Óskar bókari, f.
2.1. 1946, kvæntur Sigþrúði K.
Gunnarsdóttur, f. 20.2. 1948, þau
eiga tvo syni; Róbert Örn, kvæntur
Aðalheiði Rúnarsdóttur, þau eiga
tvær dætur, og Karl Ómar, kvænt-
ur Berglindi
Tryggvadóttur, þau
eiga þrjú börn; 2)
Anna S., f. 18.1. 1948,
gift Jóni Ágústssyni,
f. 22.10. 1945, þau
eiga tvær dætur, El-
ísabetu, sem á einn
son og Lindu Björk;
3) Pétur Árni, f. 12.4.
1949, kvæntist Sig-
ríði Friðriksdóttur, f.
5.7.1951, þau skildu,
dætur þeirra eru:
Guðrún, sambýlis-
maður Haukur Þór
Sveinsson, þau eiga
tvo syni, Selma, í sambúð með
Guðmundi Þórðarsyni, þau eiga
einn son. Sambýliskona Péturs er
Kristín Sveinsdóttir, dóttir þeirra
er Arna.
Carl lærði ungur bifvélavirkjun
og starfaði við þá iðn um tuttugu
ára skeið eða fram til ársins 1962
hjá Agli Vilhjálmssyni hf. og N.K.
Svane, bróður sínum. Árið 1962
hóf hann störf sem sölumaður hjá
Skeljungi hf. og lauk þar starfs-
degi sínum árið 1994.
Útför Carls fer fram frá Grens-
áskirkju á morgun, mánudaginn
24. júní, og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Það er svo skrýtið að hugsa til
þess að Daddi afi sé fallinn frá. Upp
rifjast allar þær samverustundir sem
áttum við með honum. Ferðirnar í
sumarbústaðinn þar sem gott var að
koma og þar tóku Daddi og Elsa vel á
móti okkur og sáu til þess að enginn
væri svangur því stanslaust var eitt-
hvað gott á eldhúsborðinu. Þau undu
sér vel í bústaðnum á Laugarvatni og
þar kvaddi Daddi þennan heim.
Heimili þeirra í Stóragerði var líka
vinsæll staður þar sem barnabarna-
börnin vissu að Daddi afi (prakkari)
myndi leika við þau og oft varð úr því
mikið fjör.
Oft var á dagskránni að kíkja rétt
við í Stóragerði en það endaði alltaf í
kaffi og kvöldmat þar sem Daddi og
Elsa skelltu veislu á borðið á met-
tíma.
Daddi var góður maður, hress,
ákveðinn og hafði mjög gaman af fót-
bolta. Hann var vel giftur og eign-
aðist með Elsu sinni þrjú börn og eru
barnabörnin sjö og barnabarnabörn-
in níu. Munu þau öll sakna hans sárt.
Við kveðjum þig með þessum fáu
orðum og þökkum þér innilega fyrir
allt.
Við lofum að hugsa vel um Elsu
ömmu.
Hvíl í friði.
Þinn
Róbert Örn, Heiða,
Elsa Ruth og Lilja Ragna.
Elsku langafi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Vaktu, minn Jesús, vaktu’ í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson.)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Takk fyrir allt, Guð geymi þig.
Jón Óskar, Sunna Björk
og Sóley Edda.
CARL WILHELM
KRISTINSSON
✝ Ingibjörg Narfa-dóttir fæddist í
Hverakoti í Gríms-
nesi 13. júní 1900.
Hún lést á hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi 7. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Narfi
Gíslason, bóndi í
Hverakoti síðar ráðs-
maður í Skálholti, og
Guðríður Þorkels-
dóttir, húsfreyja í
Hverakoti. Bræður
Ingibjargar voru
Gísli, Þorkell og Guð-
laugur Narfasynir og eru þeir allir
látnir. Ingibjörg giftist árið 1925
Frímanni Kristófer Schram Ingv-
arssyni símamanni, f. 20.4. 1898, d.
24.7. 1976. Börn Ingibjargar og
Frímanns eru Árni símaverkstjóri,
f. 26.5. 1926, d. 21.10. 1992, kona
hans var Ragna Ólafsdóttir og
eignuðust þau tvö börn; Dóra Guð-
ríður, f. 4.3. 1929,
maður hennar var
Helgi Jensson yfir-
umsjónarmaður, f.
13.4 1929, þau eign-
uðust fjögur börn;
Katrín, f. 11.1 1931,
hennar maður var
Ágúst Sigfússon bif-
reiðastjóri, f. 30.8.
1914, þau eignuðust
tvö börn; Ögmundur
símaverkstjóri, f.
31.1 1932, hans kona
var Auðbjörg Péturs-
dóttir, og á hann tvö
börn. Öll tengdabörn
Ingibjargar eru látin.
Ingibjörg og Frímann bjuggu
allan sinn búskap í Reykjavík,
lengst af á Grettisgötu 53a. Eftir
lát eiginmanns síns flutti Ingibjörg
að Hófgerði 20 í Kópavogi og hélt
heimili með Katrínu dóttur sinni.
Útför Ingibjargar hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Látin er í hárri elli elskuleg
amma okkar, Ingibjörg Narfadótt-
ir. Lífshlaup hennar var um margt
ótrúlegt, hún lifði alla tuttugustu
öldina, en fyrstu mánuðirnir í lífi
hennar voru á nítjándu öldinni og
þeir síðustu á þeirri tuttugustu og
fyrstu.
Engin kynslóð í veraldarsögunni
hefur upplifað aðrar eins breyting-
ar og hennar kynslóð, hún fæddist í
torfbæ en lést á hjúkrunarheimili
þar sem farsímanotkun og gervi-
hnattarsjónvarp er hluti af lífsmát-
anum.
Hún var um fermingu þegar
fyrri heimsstyrjöldin skall á og átti
orðið stálpuð og uppkomin börn
þegar þeirri seinni lauk.
Þó að amma hafi lengst af búið
við ágæta heilsu og sterkan lífsvilja
var langlífi hennar keypt dýru
verði, eiginmaður hennar lést fyrir
rúmum aldarfjórðungi, einnig eru
horfin sjónum í þessari jarðvist
elsti sonur hennar, Árni, og öll
tengdabörnin ásamt öllum öðrum
ættingum og vinum af hennar kyn-
slóð.
En lífið hélt áfram að hafa til-
gang, nýir afkomendur voru lagðir
í fang hennar og þá urðu aftur
aldnar hendur styrkar um stund.
En nú síðustu mánuði tapaði lífið lit
sínum, slæm inflúensa á útmánuð-
um dró úr henni mikinn kraft og
síðustu vikurnar fjaraði líf hennar
út þegar lífsviljinn og þrekið hvarf.
Grímsnesið var hennar sveit. Þar
fæddist hún í fallega dalverpinu
sem þá var kennt við bæinn Hvera-
kot en er nú þekkt undir nafninu
Sólheimar sem merkiskonan Sess-
elja Sigmundsdóttir gaf staðnum
þegar hún stofnaði þar barnaheim-
ili. Tæplega hafa ungu hjónin sem
þar stofnuðu heimili um aldamótin
1900 látið sér detta í hug hvernig
umhorfs yrði á jörðinni hundrað ár-
um síðar, blómlegt þorp þar sem
merkilegt starf er unnið í þágu fatl-
aðra og með virkri þátttöku þeirra.
Þeirra eigin lífshamingja á
staðnum varði ekki lengi því
langamma okkar, Guðríður Þor-
kelsdóttir, var á besta aldri þegar
hún hrasaði í hverinn, sem kotið
var kennt við, þegar hún var þar
við þvotta og fékk af því mein sem
dró hana til dauða nokkrum árum
síðar.
Heimilisfaðirinn, Narfi Gíslason,
stóð því einn uppi með fjögur börn
þar af tvö kornung, ömmu og Guð-
laug, en eldri bræðurnir tveir, Gísli
og Þorkell, voru þá á unglingsaldri.
Nú tók við nýr kafli í sögu ömmu,
heimilið í Hverakoti var leyst upp
þrátt fyrir annálaðan dugnað bónd-
ans og sæmdarhjónin Gunnlaugur
Þorsteinsson hreppstjóri og Soffía
Skúladóttir á Kiðjabergi tóku hana
í fóstur. Alla ævi talaði hún um
þessi hjón og fjölskyldu þeirra með
mikilli ástúð og virðingu.
Þar var hlúð af mildi og kærleika
að litlu telpunni. Narfi faðir hennar
var um tíma vinnumaður þar til að
létta henni þessi miklu umskipti en
fór síðan sem ráðsmaður að Skál-
holti til Skúla Árnasonar héraðs-
læknis. Þaðan gat hann fylgst með
og aðstoðað börn sín sem að þeirra
tíma samhjálp dreifðust um sveit-
ina.
Narfa er minnst sem hægláts
þrekmanns með ótrúlega seiglu og
styrk við erfiðar aðstæður.
Á þessa eiginleika hefur reynt í
lífi hans og greinilega hefur amma
erft ýmsa eðlisþætti hans.
Árin á Kiðjabergi voru góð, þar
var stórbýli á þeirra tíma mæli-
kvaða og mikill menningarbragur,
börn voru þar fóstruð og hlúð var
að gamalmennum og þau Gunn-
laugur og Soffía reyndust ömmu af-
ar vel. Sem dæmi má nefna að þau
buðu henni að stunda það nám sem
hugurinn hneigðist til, það hefur
tæplega verið algengt ekki síst í
ljósi þess að þau áttu mörg börn
sem öll héldu til náms.
Amma þurfti ekki að hugsa sig
lengi um og valdi orgelnám en hún
var alla tíð söngvin og tónelsk.
Sjálfsagt hefði verið skynsamlegra
að sumra mati að stunda hagnýtara
nám á þeim tíma, svo sem heim-
ilisfræðí eða saumanám, en svona
var amma, efnisleg gæði skiptu
minna máli en þau andlegu.
Líklega hefur Soffíu og ömmu
ekki rennt í grun á þessum árum að
þær ættu eftir að mægjast en eldri
dóttir ömmu og dóttursonur Helga
Skúlasonar, bónda á Herríðarhóli í
Rangárvallasýslu, bróðir Soffíu,
kynntust tæpri hálfri öld eftir að
amma kom sem barn að Kiðjabergi
og eru þau foreldrar okkar sem
þessar línur rita.
Amma kynntist afa, Frímanni
Ingvarssyni, í sveitinni þeirra,
hann bjó þá á Þóroddsstöðum með
foreldrum sínum og systkinum og
felldu þau hugi saman. Hann hafði
alla góða kosti til að bera og amma
þótti sérlega glæsileg ung stúlka,
lífsglöð og skemmtileg. Fríðleik og
reisn sem einkenndu hana hélt hún
alla tíð.
Þau gengu í hjónaband árið 1925
sem varði í rúm fimmtíu ár eða þar
til afi lést 1976.
Á þessum árum voru, þrátt fyrir
blómlegt líf í sveitum landsins,
hafnir þeir miklu fólksflutningar
sem settu svip sinn á millistríðs-
árin. Atvinnan og aðstaðan í þétt-
býlinu soguðu til sín ungt fólk eins
og sterkur segull.
Ísland var að breytast úr sveita-
samfélagi í borgarsamfélag.
Amma og afi fylgdu þessum
straumi og fluttu til Reykjavíkur.
Þar fæddust börnin þeirra fimm en
einn dreng misstu þau í fæðingu.
Heimili héldu þau á nokkrum
stöðum í ört stækkandi borg en
skömmu eftir 1930 festu þau kaup á
litlu bakhúsi við Grettisgötu þar
sem þau bjuggu lengst af og við af-
komendur þeirra kenndu þau við að
barnasið. Amma og afi á Grettó
hétu þau í munni okkar barna-
barnanna.
Í þessu litla húsi sem afi málaði
rautt með hvítum gluggum og
grænu þaki var borgarvin ættingja
og vina þeirra ömmu, þar var alltaf
heitt á könnunni og meðlæti eins og
hver gat í sig látið. En þótt allur
viðurgjörningur væri góður sóttu
menn, konur og börn ekki síður í
félagsskap þeirra, því þau voru
bæði afburða skemmtileg og hlý-
leg. Glaðværð og gamanyrði endur-
ómuðu í litla húsinu. Gestrisni
þeirra var víðkunn, ættingar og
vinir úr sveitinni komu þar til gist-
ingar eða til að hitta þau.
Við barnabörnin dáðum þau og
fátt var skemmtilegra en heimsókn
á Grettó.
Þar sáum við settlegar sveita-
maddömur sem drukku kaffi af
undirskálinni, skemmtilega og káta
karla sem tóku í nefið og voru með
yfirvararskegg eins og fatabursta.
Einnig komu í heimsókn ýmsir
kynlegir kvistir sem þau hjónin löð-
uðu að sér og sýndu ekki minni
sóma en öðrum gestum.
Afi hafði alltaf fasta vinnu jafn-
vel í dýpstu kreppunni sem marga
lék illa, lengst af starfaði hann hjá
Bæjarsímanum og var vel þekktur
og einkar vel látinn eins og nærri
má geta. Þau komust því alltaf vel
af eins og sagt er en engan áhuga
höfðu þau á því að safna digrum
sjóðum sem mölur og ryð fá grand-
að.
Í stað þess sýndu þau mikinn
höfðingsskap og oft var stungið
seðli í lófa námsmanna í afkom-
endahópnum eða góðar gjafir gefn-
ar við ýmis tækifæri.
Bílar voru fram yfir miðja öld
ekki almenningseign en gamli Will-
ysinn þeirra var óspart nýttur í
þágu stórfjölskyldunnar og margar
ferðir farnar út á land á þeirra veg-
um. Einkum var vinsælt að fara
austur í sveitina þeirra. Stundum
voru þetta uppgripaferðir fyrir þau
börn sem fóru með því venjan var
að safna saman glerflöskum sem
aðrir ferðalangar höfðu grýtt út um
bílglugga. Þessar flöskur seldu þau
og fengum við krakkarnir andvirð-
ið.
Í minningunni sjáum við þetta
fyrir okkur, afi sá um vinstri veg-
brún og fylgdist með glerjum sín
megin, amma dekkaði hægri kant
og frán barnsaugu í aftursætinu
sáu til þess að engin verðmæti færu
fram hjá þeim.
Eftir að við fluttum með foreldr-
um okkar í Kópavoginn voru þau
ólöt að koma í heimsókn þangað
enda bjuggu tvö elstu börn þeirra
hlið við hlið á Borgarholtsbraut-
inni. Þegar fréttir bárust eins og
eldur í sinu um að þau væru komin
var gert hlé á skemmtilegustu
barnaleikjum til að hlaupa heim og
fagna þeim.
Um langt árabil meðan heilsa og
þrek leyfði störfuðu þau í kristi-
legum söfnuði fyrst kenndum við
Austurgötu í Hafnarfirði og síðar
við Hörgshlíð í Reykjavík. Ef upp
komu alvarleg veikindi í fjölskyld-
unni var jafnan leitað til þessa
bænheita safnaðar sem ræktaði
sína trú og vann í kyrrþey óeig-
ingjarnt og fórnfúst starf.
Þegar þau voru orðin roskin
sýndu þau enn hve samhent og
ósérhlífin þau voru þegar þau tóku
sonarson sinn að sér í samvinnu við
yngsta son sinn og tóku fullan þátt
í umönnun og uppeldi barnsins.
Amma missti mikið þegar afi dó
árið 1976 en bjó áfram á Grett-
isgötunni í nokkur ár.
Hún flutti síðan í Kópavoginn til
yngri dóttur sinnar og hélt heimili
með henni allt fram á þetta ár.
Alltaf var gaman að koma í Hóf-
gerðið og hitta þær mæðgur, gest-
risnin sú sama og forðum og glað-
værð og gamanyrði aldrei langt
undan.
Oft var gömlum myndaalbúmum
flett undir leiðsögn ömmu og löngu
liðin andlit fest í minni, þannig brú-
aði hún bilið milli þeirra sem látnir
eru og okkar sem eftir lifa.
Sambýli þeirra Katrínar móður-
systur okkar og ömmu gekk vel,
lengst af studdu þær hvor aðra,
báðar orðnar ekkjur fyrir löngu.
Amma var ótrúlega hress fram á
þetta ár en eðlilega reyndi mikið á
dætur hennar sem bjuggu í ná-
grenni hvor við aðra og aðstoðuðu
hana þessi síðustu æviár.
Síðustu mánuðina var amma á
sjúkrastofnunum, á Landakoti og í
Sunnuhlíð. Starfsfólki þar er vottað
þakklæti fyrir umönnunina sem
einkenndist af hlýju og virðingu
fyrir gömlu konunni.
Langri ævi er lokið, jarðvistin
sem hófst fyrir eitt hundrað og
tveimur árum hefur runnið sitt
skeið. Við kveðjum hana í bili með
söknuði en hún mun uppskera eins
og hún hefur til sáð. Farðu í friði,
elsku amma, og hafðu þökk fyrir
allt.
Barnabörnin á Borgó.
Hún Imba amma er farin. Þetta
er staðreynd sem erfitt er fyrir
okkur, sem eftir lifum, að meðtaka.
En amma var orðin þreytt eftir
langa vegferð og líður eflaust ósköp
vel, nú þegar hún hefur fengið
hvíldina. Hún trúði því statt og
stöðugt að Guð myndi styðja hana í
gegnum hvað sem er og taka vel á
móti henni þegar hennar tími kæmi
og við erum þess fullviss að svo sé.
Amma var líka svo skemmtileg,
hver myndi ekki vilja hafa hana hjá
sér?
Amma var lengst af kölluð
„amma á Grettó“, þar sem hún átti
heima á Grettisgötunni, og harð-
neitaði að láta kalla sig langömmu.
„Ég er ekkert löng, svo það á ekk-
ert að kalla mig langömmu“, sagði
hún á sinn kankvísa hátt. Á Grettó
var gott og gaman að koma, amma
hafði yndi af að spjalla við gesti,
hversu lágir sem þeir voru í loftinu,
og hún átti líka oftast eitthvert
góðgæti upp í litla munna. Eftir að
hún flutti í Kópavoginn fórum við
að kalla hana Imbu ömmu, sem
henni líkaði ágætlega. Gestrisnin
var áfram við lýði, þaðan fór maður
úttroðinn af kökum, gosi, og öðru
góðgæti úr skápum ömmu og Kötu,
með bros á vör eftir gott spjall.
Amma var ákveðin og sjálfstæð
kona og vildi ekki láta aðra hafa
fyrir sér. Hún var ekki hrifin af að
þurfa að leggjast inn á hjúkrunar-
deild sína síðustu mánuði, en lét þó
vel af þjónustunni í Sunnuhlíð.
Ánægðust var hún með að ná að
lifa til að sjá þær Snædísi, Alenku,
Tinnu og Nönnu Fanneyju fermdar
og að kjósa í sveitarstjórnakosn-
ingum í vor. Það lýsir best hógværð
ömmu að hún vildi að útför hennar
yrði gerð í kyrrþey, með aðeins
nánustu ættingja viðstadda. Nú
hvílir líkami hennar við hlið langafa
Frímanns, en sál hennar er vafalít-
ið í góðum félagsskap margra
kærra vina og ættingja, í himnarík-
inu hennar langþráða.
Vertu sæl, elsku Imba amma, við
hittumst vonandi aftur þegar okkar
tími kemur. Með kærri kveðju, þín
Ragna, Árni Jónas og Snædís.
INGIBJÖRG
NARFADÓTTIR