Morgunblaðið - 23.06.2002, Page 47

Morgunblaðið - 23.06.2002, Page 47
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 47 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni JÓNSMESSAN fer í hönd. Íþjóðarvitund Íslendinga varhún lengi mjög svo tengd yf-irskilvitlegum fyrirbærum, því aðfaranótt hennar áttu m.a. kýr að geta talað og selir far- ið úr hömum sínum. Var hún þannig talin ein af fjórum mögn- uðustu nóttum ársins, og er kannski enn; hinar voru jólanótt, nýársnótt og þrettándanótt. Um Jónsmessu, sem er 24. júní, eins og allir vita, segir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur í Sögu daganna: „Hún leysti af hólmi forna sól- hvarfahátíð í Róm, og virðist einnig á Norðurlöndum hafa komið í stað slíkr- ar veislu. Suður í Evrópu var Jóns- messa talin miðsumarsnótt og var mik- il alþýðuhátíð með brennum, dansi og svokölluðum nornamessum. Hérlendis var hátíðahald mun minna en í grann- löndunum. Kann að hafa ráðið nokkru að á þjóðveldisöld lenti dagurinn á miðjum alþingistímanum.“ Annað sem gerði það að verk- um, að minna var um tilstand hér á þessum degi en annars staðar í Evrópu, var m.a. skortur á eldi- við; að eyða því litla sem til var, í gleðibrennur á miðju sumri, hefur ekki þótt spaklegt. Einnig hefur það spilað inn í, að lítið var hér um drauga, púka, tröll og aðrar óvættir. Um það segir Árni Björnsson: „Á því gæti verið sú einfalda skýring að óvættir eru yfirleitt heldur ljós- fælnar verur. Því hlaut Jónsmessunótt á Íslandi að vera einhver óheppilegasti tími fyrir þvílíkt illþýði að vera á ferli eða yfirleitt að láta sjá sig... Þessi mis- munur gæti skýrt nokkuð þá eyðu í hefðbundnu íslensku skemmtanalífi sem sumum hefur í seinni tíð fundist átakanlegur, nefnilega að þar finnst enginn Jónsmessufagnaður... Auk þess olli strjálbýlið nokkru um á þessum árstíma sem öðrum.“ Aðfaranóttin sjálf var þó kröft- ug, eins og áður er nefnt. Margir tóku það ráð, hér sem erlendis, að velta sér allsberir í dögginni á Jónsmessunótt, sem átti að hafa sérstakan lækningarmátt, eða þá fóru að leita töfragrasa og nátt- úrusteina. Heiti dagsins er annars komið af nafni Jóhannesar skírara; þetta er fæðingardagur hans og messudagur. Áður fyrr nefndist hann í íslenskum heimildum Jóan baptisti eða skírari, og einnig Jón, með sömu viðurnöfnum. Í bókinni Nöfn Íslendinga, eftir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jóns- son frá Arnarvatni, segir um nafnið Jóhannes: „Nafnið er sótt til Biblíunnar og er hebreskt að uppruna... og merkir eig- inlega „guð hefur sýnt miskunn“... Af þessu nafni eru leidd nöfnin Jón, Jó- hann, Jens, Hannes, Hans.“ Og um nafnið Jón segir þar: „Það er stytting af Jóhannes eða Jó- hann. Það má hugsa sér þróunina þannig: Jóhannes>Jóhann>Jóan- >Jón.“ Jóhannes skírari var frændi Jesú í móðurætt og jafnaldri hans að kalla, ekki nema um sex mán- uðum eldri. Foreldrar hans voru þau Sakaría prestur og Elísabet, en hún var fram að því „óbyrja, og bæði voru þau hnigin að aldri,“ eins og segir í Lúkasarguðspjalli. Spámannlega köllun fékk hann árið 27 e. Kr. eða svo, hafandi þá verið lengstum í óbyggðum Jú- deu, bíðandi eftir merki frá Guði. Hann gekk þar um í klæðum úr úlfaldahári, gyrtur leðurbelti um lendar sér, og nærðist á engi- sprettum og villihunangi. Á settum tíma fór Jesús að hitta þennan frænda sinn, og er talið að fundi þeirra hafi borið saman við ána Jórdan, nærri þeim stað er heitir Deir Mar- Yuhanna (Qasr el-Yehud). Þeir ræðast við og Jesús tekur loks skírn af honum, og fer síðar um hann miklum viðurkenning- arorðum. Jóhannes skírari og María guðsmóðir eru einu kaþólsku dýr- lingarnir sem eiga fæðingardaga sína að messudögum; dán- ardagur, upptökudagur beina eða skrínlagning hefur ráðið vali í dæmum annarra. Jóhannes varð einnig fyrsti alþjóðlegi dýrlingur kirkjunnar í austri og vestri, eigi síðar en frá 4. öld. Margar kirkjur á Íslandi voru fyrrum helgaðar Jóhannesi skír- ara, ýmist einum eða með öðrum; hann var m.ö.o. nafndýrlingur sautján guðshúsa og vernd- ardýrlingur tíu. Mætti sem dæmi nefna hér Stað í Grunnavík, Bæg- isá í Hörgárdal, Saurbæ á Hval- fjarðarströnd og Viðey. Einnig voru myndir af honum í um tutt- ugu kirkjum hér á landi. Jónsmessa var numin úr tölu íslenskra helgidaga árið 1770. Í alþýðutrúnni lifði hún þó áfram, eins og margar fornar hátíðir úr kaþólskum tíma, sem lagðar höfðu verið niður upp úr siðbreyt- ingu. Enn má t.d. heyra af fólki, sem afklæðist og veltir sér nakið í dögg umræddrar nætur. Sam- kvæmt þjóðtrúnni átti slíkt að lækna kláða og átján önnur óhreinindi í holdi. Ekki er ólík- legt, að það atferli hafi orðið til af reynslu kynslóðanna, sem þekkti vel til hinna ýmsu jurta og virkni þeirra til góðs. Að lokum er þess að geta, að Jóhannes á sér aðra messu á dán- ardegi sínum, höfuðdegi, 29. ágúst. Jónsmessa sigurdur.aegisson@kirkjan.is Í huga flestra lands- manna er Jóns- messa á sumri æði merkilegur tími í almanaksárinu, sér í lagi aðfaranóttin; þá á margt undarlegt að gerast. En eins og Sigurður Æg- isson bendir hér á, vita þó færri, að umræddur dagur ber nafn af Jóhann- esi skírara. FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Þingflokki VG: „Þingflokkur Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs minnir á að óbyggðir Íslands og víðerni eru ein dýrmætasta auðlind Íslendinga. Vaxandi fjöldi nýtir náttúru landsins til útivistar, og hálendið, vötnin og árnar í öllum sínum margbreytileika eru undirstaða fyrir þróun ferða- þjónustu og afþreyingar í margvís- legum myndum. Óspillt náttúra, laus við skaðlega mengun, er jafnframt gildur þáttur í þeirri ímynd hollustu sem festa þarf í sessi af Íslandi og forsenda sjálfbærrar þróunar í byggðarlögum um land allt. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs lýsir þungum áhyggjum yfir stóriðjustefnu ríkis- stjórnarinnar og afleiðingum henn- ar, þar sem skammtímasjónarmið ráða ferðinni og vegið er að ofan- greindum gildum og alþjóðlegum leikreglum um náttúruvernd. Með blessun stjórnvalda er nú verið að undirbúa þreföldun álframleiðslu í risaverksmiðjum hérlendis, hjá ÍSAL, Norðuráli og á Reyðarfirði. Álfyrirtækjunum er lofað ókeypis losun gróðurhúsalofttegunda, en öðrum atvinnurekstri og almenningi ætlað að bera hita og þunga af sam- drætti í losun sem Ísland hefur skuldbundið sig til að hlíta sam- kvæmt Kyótóbókuninni. Stóriðjuá- formin kalla á stórvirkjanir og veitur á hálendinu með tilheyrandi raflín- um, samveitu stórfljóta og öðru raski sem gjörbreyta mun vatnafari og ásýnd landsins á stórum svæðum. Raforka sem þarf til vinnslu þeirra 800–900 þúsund áltonna á ári, sem nú er verið að leggja drög að, nemur um 12 teravattstundum, en á síðasta ári var raforkuframleiðsla til allra nota hérlendis samtals 8 tera- vattstundir. Stóriðjuáformin eru keyrð áfram af stjórnvöldum áður en lokið er vinnu við Rammaáætlun um greiningu virkjunarkosta hér- lendis. Bráðabirgðaniðurstöður Rammaáætlunar sem kynntar voru fyrir fáum dögum benda eindregið til að þeir virkjunarkostir sem nú eru efstir á blaði hjá Landsvirkjun, Norðlingaölduveita í Þjórsárverum og Kárahnjúkavirkjun, valdi alvar- legustu röskun á náttúrufari og um- hverfi af þeim möguleikum sem til skoðunar hafa verið hingað til. Þing- flokkur VG krefst þess að heildstæð vinna við Rammaáætlunina verði til lykta leidd og nýtt sem undirstaða fyrir stefnumörkun um verndun og nýtingu óbyggða Íslands, vatna- kerfa og jarðhitasvæða til langs tíma. Ótrúleg skammsýni einkennir vinnulag ríkisstjórnarinnar, sem auk umhverfisröskunar stefnir hagþró- un í hættu og kemur í veg fyrir möguleika til fjölþættrar at- vinnuþróunar og þjónustu um land allt. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs heitir á þjóðina að rísa til varnar náttúru og um- hverfi og fylkja sér um fjölþætta at- vinnuþróun á sjálfbærum forsend- um.“ Óspillt náttúra án mengunar gildur þáttur í ímynd hollustu VG lýsir áhyggjum yfir stór- iðjustefnu ríkisstjórnarinnar Í ÁR eru liðin tíu ár frá því að ráð- stefna Sameinuðu þjóðanna um um- hverfi og þróun var haldin í Rio de Janeiro. Af því tilefni halda Samein- uðu þjóðirnar leiðtogafund um sjálf- bæra þróun í Jóhannesarborg í Suður Afríku 26. ágúst til 4. september 2002. Forsætis-, utanríkis- og umhverf- isráðuneyti efna til kynningarfundar um leiðtogafundinn á Grand Hótel mánudaginn 24. júní 2002 kl. 14:00. Fundarstjóri er Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis- ins. Dagskrá: 14:00 Ólafur Davíðsson, ráðuneyt- isstjóri forsætisráðuneytisins: Tilurð og markmið leiðtogafundarins 14:10 Þórir Ibsen, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu: Málefnaaf- staða Íslands við undirbúning leið- togafundarins 14:25 Magnús Jóhannesson, ráðu- neytisstjóri umhverfisráðuneytisins: Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um sjálfbæra þróun 14:40 Stefán Gíslason, verkefnis- stjóri: Staðardagskrá 21 14:55 Fyrirspurnir og umræður Skráning þátttöku er í síma eða með tölvupósti: skraning@utn.stjr.is. Leiðtogafund- ur um sjálf- bæra þróun SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 23. júní kl. 23.00 til 01.00 verður frítt inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í til- efni af Jónsmessu. Við það tækifæri verður margt gert til skemmtunar og má þar nefna brennu, gítarspil og harmonikuleik. Trjálfur verður á vappi að segja sög- ur og tröll og annar ófögnuður verð- ur á sveimi. Spákona mun spá fyrir gestum og í kaffihúsinu verður boðið upp á kúmenkaffi og ástarpunga, segir í fréttatilkynningu. Jónsmessukvöld í Húsdýragarðinum Í TILEFNI af uppgræðsluátaki í ná- grenni Litlu kaffistofunnar efna samtökin Gróður fyrir fólk í Land- námi Ingólfs (GFF) og samstarfsað- ilar til stuttrar samkomu í Litlu kaffistofunni mánudaginn 24. júní kl. 9.30. Samkoman gengur undir nafn- inu „Trukk í uppgræðslu“ og er nú haldin annað árið í röð. Tilgangur samkomunnar er að vekja athygli á og kynna samstarfs- verkefni að uppgræðslu. Trukk í uppgræðslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.