Morgunblaðið - 23.06.2002, Side 48
48 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
,,BJARTAR nætur í júní“ er árleg
tónlistarhátíð sem Óperustúdíó
Austurlands stendur fyrir. Hún
var nú haldin í
fjórða sinn og er
orðin gildur
þáttur í menn-
ingarlífi Austur-
lands. Á dagskrá
að þessu sinni
voru fjórar óp-
erusýningar á
Eiðum, tónleikar
Kammerkórs
Austurlands í
Egilsstaðakirkju og Mozart-tón-
listarveisla í Eskifjarðarkirkju,
alls sex viðburðir á jafnmörgum
dögum, 8. til13. júní. Eftir eins
dags hlé var síðan haldið til
Reykjavíkur og óperan „Cosi fan
tutte“ sýnd hér í Borgarleikhúsinu
tvisvar um helgina 15.-16. júní.
Starfseminni eystra hefur verið
góður gaumur gefinn í Morgun-
blaðinu. Þannig hef ég úr fjarlægð
fylgst með þessum ótrúlegu at-
burðum sem hafa verið að gerast á
bernskuslóðum mínum austur á
Héraði, undrast þann stórhug,
áræði og metnað sem þar kemur
fram og dáðst að þeirri bjartsýni,
útsjónarsemi og atorku sem slík
framkvæmd hlýtur að krefjast við
þær aðstæður sem þar eru.
Ingveldur G. Ólafsdóttir hefur
skrifað í Morgunblaðið ágætar um-
sagnir um báðar óperu-frumsýn-
ingarnar á Eiðum. Þær voru tvær,
því að tvískipað er í hvert hlutverk
óperunnar. Þar þarf ekki um að
bæta. Hins vegar finnst mér óp-
eruheimsóknin til Reykjavíkur
hafa vakið minni viðbrögð en
vænta mátti og ástæða var til. Því
get ég ekki orða bundist.
„Cosi fan tutte“ er ekki
„stærsta“ ópera Mozarts, en
kannski er hún einhver hin vand-
meðfarnasta. Þar er ekkert
stjörnuhlutverk. Persónurnar eru
sex, öll hlutverkin álíka stór, gera
öll miklar kröfur til söngvaranna,
bæði í söng og leik, og umfram allt
í samleik og samsöng. Þetta er
kallað „ensemble“ á erlendum mál-
um, en á íslensku er ekkert orð til
um það. Það felur í sér fullkomna
samhæfingu, ekki aðeins í rytma
og raddbeitingu, heldur einnig í
skilningi á viðfangsefninu og við-
horfi til þess. Hér vill oft skorta á,
jafnvel í stóru óperuhúsunum sem
einatt treysta á stjörnurnar til að
bera uppi sýningar sínar.
Í þessu kom sýningin í Borg-
arleikhúsinu verulega á óvart. Þótt
raddirnar séu nokkuð misjafnlega
þroskaðar, sumir söngvararnir
kornungir nemendur en aðrir
fullnuma söngvarar, jafnvel með
talsverða reynslu að baki, var
heildarsvipur sýningarinnar svo
samfelldur og hreinn að það hlaut
að vekja undrun og aðdáun. Þetta
greip áheyrandann þegar í upp-
hafsatriðinu og hélt allt til enda. Í
heild var sýningin afar fagmann-
leg, laus við þá hnökra sem
kannski hefði mátt vænta eins og
hér var í pottinn búið; í stuttu máli
mjög sannfærandi, falleg og hríf-
andi.
Töframaðurinn sem hér veifaði
sprota sínum og er driffjöðrin á
bak við „Bjartar nætur í júní“ er
Keith Reed, söngkennari við Tón-
listarskólann á Egilsstöðum. Hann
er fjölmenntaður tónlistarmaður
og þaulreyndur óperusöngvari
sjálfur. Af tólf söngvurum í tví-
settum söngvarahópi sýningarinn-
ar er meira en helmingur nem-
endur eða fyrrverandi nemendur
hans. Margir hafa tekið þátt í fyrri
sýningum „Bjartra nátta“ og má
kannski segja að þeir hafi alist upp
í Óperustúdíói Austurlands. Allt
liðið hefur Keith æft frá grunni í
hlutverkum sínum, ásamt hljóm-
sveitinni sem skipuð er fólki úr
ýmsum áttum. Svo er hann leik-
stjóri sýningarinnar og hljómsveit-
arstjóri og loks aðalhöfundur leik-
myndar. Bæði leikstjórn og
leikmynd byggjast á óvenjulegum
og skemmtilegum hugmyndum
sem fara efninu vel. Leiksviðið er
taflborð sem hæfir þeirri svika-
myllu sem í leiknum felst. En
barnið sem býr í hjarta hvers
manns – og hverrar persónu leiks-
ins – er gert sýnilegt. Börnin lífga
sviðið og sýninguna án þess að
draga athygli frá því sem máli
skiptir.
Til þess að hrinda af stokkum og
koma í höfn svo miklu fyrirtæki
sem Óperustúdíó Austurlands er
þarf að huga að fleira en hinu list-
ræna. Formaður samtakanna er
Ásta Bryndís Schram. Hún er líka
framkvæmdastjóri hátíðarinnar og
sýningarstjóri óperunnar. Hún
skrifar grein í leikskrána þar sem
hún telur upp og þakkar fjölda
„lykilmanna“ sem lagt hafa mál-
efninu lið og sumir gengið svo
langt að taka sér sumarfrí til þess
að vinna sjálfboðavinnu fyrir óp-
eruna. Hugsjónastarf með slíkan
stuðning að baki á framtíðina fyrir
sér. Megi því vel farnast.
JÓN ÞÓRARINSSON,
tónskáld.
Björt nótt í
Borgarleikhúsi
Frá Jóni Þórarinssyni:
Jón
Þórarinsson
Málarar - Múrarar - Píparar - Smiðir
Dúkarar - Rafvirkjar - Ræstitæknar
Vertu í góðum höndum!
Eitt númer - 511 1707
www.handlaginn.is
handlaginn@handlaginn.is