Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 49 Fyrirtæki til sölu  Langar þig í eigin rekstur. Höfum til sölu nokkur lítil en góð fyrir- tæki sem auðvelt er að byrja á. Jafnvel auðveldara en þú heldur.  Heildverslun með tæki og vörur fyrir byggingariðnaðinn. Ársvelta 130 m. kr. Góður hagnaður um margra ára skeið. Hagstætt verð.  Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 15 her- bergi. Ársvelta 20 m. kr. Möguleiki á 15 herbergjum til viðbótar og lítilli íbúð fyrir eiganda.  Lítil en vel þekkt heildverslun með iðnaðarvélar. Hentar vel fyrir 1—2 starfsmenn, sérstaklega smiði.  Verslun, bensínssala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið húsnæði. Mjög góður hagnaður. Ársvelta 180 m. kr. og vaxandi með hverju ári. Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.  Videósjoppa í Breiðholti með 5 m. kr. veltu á mánuði. Auðveld kaup.  Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. Gott tækifæri fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi.  Dagsöluturn í atvinnuhverfi með áherslu á léttar veitingar. Lítil en vaxandi velta og miklir möguleikar.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyr- irtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100— 1.000 m. kr.  N-1 bar í Keflavík. Til sölu eða leigu. Vinsæll skemmtistaður á besta stað í Keflavík.  Rótgróið veitingahús við Bláa lónið. Góður og vaxandi rekstur í eigin húsnæði.  Vel þekkt og vaxandi sérverslun með flísar. 50 m. kr. ársvelta. Góð umboð.  Veitingastaður í atvinnuhverfi. Mánaðarvelta 3 m. kr. á mánuði. Eingöngu opið virka daga kl. 7—17. Lágt verð — auðveld kaup.  Snyrtivörudeild úr heildverslun. Litalína sem er í nokkrum góðum verslunum og hægt er að efla. Hentugt fyrir konu sem hefur vit á snyrtivörum og langar í eigin rekstur. Lágt verð.  Sólbaðstofa í Garðabæ. Sú eina í bænum. 5 bekkir + naglastofa. Verð 6 m. kr. Góð greiðslukjör.  Skyndibitastaður í Kringlunni. Einstakt tækifæri.  Verksmiðja sem framleiðir gróðurmold o.fl. Góð viðskiptasam- bönd.  Þekkt kvenfataverslun í Skeifunni. Góð þýsk innkaupasambönd. Auðveld kaup.  Hlíðakjör. Söluturn í góðu húsnæði í Eskihlíð. Hentugt fyrir hjón. Auðveld kaup.  Góður og vaxandi söluturn í Grafarvogi. Velta 2,7 m. kr. á mánuði. Verð aðeins 4,5 m. kr.  Lítil smurbrauðsstofa með góð tæki og mikla möguleika.  Bílaverkstæði á góðum stað í Kópavogi. Hentugt fyrir tvo menn. Verð 2,5 m. kr.  Lítill sport „pub“ í Árbæjarhverfi. Einn besti tíminn framundan. Auðveld kaup.  Lúxus snyrtistofa í miðbænum. Gott tækifæri fyrir nýútskrifaðan snyrtifræðing. Eigandi til í að hafa umsjón sem meistari. Auðveld kaup.  Skemmtilegt fyrirtæki í afþreyingariðnaðinum sem búið er að byggja upp með öflugri markaðssetningu og öflun fastra við- skiptavina. Hentar bæði sem sérstakur rekstur eða í bland með öðrum rekstri.  Lítil rótgróin sólbaðsstofa í vesturbænum, 4 bekkir og stækkunar- möguleikar. Auðveld kaup.  Eitt af vinsælu veitingahúsum bæjarins. Mjög mikið að gera.  Heildverslun með þekkt fæðubótarefni sem aðallega eru seld í apótek. Ársvelta 20 m. kr.  Sérhæft fyrirtæki sem setur lakkvörn á bíla. Gott einkaumboð, tæki og lager. Hentugt fyrir tvo menn.  Rótgróin deild úr fyrirtæki, sala mælibúnaðar fyrir framleiðslu- og matvælafyrirtæki. Framlegð 5 m. kr. á ári.  Verslunin Dýrið, Laugavegi. Sérstök verslun með mikla mögu- leika.  Myndbandaleiga á Akureyri. Góð staðsetning. Skipti möguleg. Sími 533 4300, GSM 820 8658 Grafarvogskirkja. Sunnudagur: Bænahóp- ur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 587 9070. Vídalínskirkja. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9-12 ára drengi í Kirkjuhvoli á mánu- dögum kl. 17.30 í umsjón KFUM. Lágafellskirkja. Mánudagur: Al-Anon-fund- ur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánu- dagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld, sunnu- dag, kl. 19.30. Hvammstangakirkja. KFUM&K-starf kirkj- unnar í Hrakhólum mánudag kl. 17.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Vegurinn. Opið hús kl. 20 í kvöld, farið verður í Efesusbréfið og eru allir velkomnir í spjall. Minnum á að í sumar eru sam- komur Vegarins á fimmtudögum kl. 20. Fíladelfía. Almenn samkoma sunnudag kl. 20. Ræðumaður Erling Magnússon. Lof- gjörðarhópur Fíladelfíu syngur. Allir hjart- anlega velkomnir. KEFAS, Vatnsendabletti 601. Samkoma sunnudag kl. 14. Ármann J. Pálsson talar. Bænastund fyrir samkomu kl. 13.30. Lof- gjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1-7 ára börn. Þriðjud.: Bænastund kl. 20.30. Miðvikud.: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lofgjörð og orð guðs rætt. Allir velkomnir. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, mánudagskvöldið 24. júní kl. 20. Skúli Svavarsson kristniboði sér um fundarefn- ið. Allir karlmenn velkomnir. Safnaðarstarf HELDUR hefur hallað undan fæti hjá íslensku landsliðunum á Evrópu- mótinu í brids í síðustu umferðunum. Í opna flokknum var Ísland í 4.–5. sæti eftir fimm fyrstu keppnisdag- ana og byrjaði raunar þann sjötta á að vinna sigur á liði Frakka í 15. um- ferð, 16:14, en þótt helstu stjörnur Frakka vanti er liðið greinilega sterkt og til alls líklegt. Í 16. umferð mættu Íslendingar Ísraelsmönnum á sýningartöflu og þar gekk flest Ís- lendingum í mót, niðurstaðan varð 24:6 fyrir Ísrael. Í 17. umferð töpuðu Íslendingar fyrir Írum, 12:18, og voru þá í 11. sæti með 280 stig. Ítalir hafa náð 48 stiga forskoti á næstu þjóðir, hafa 367 stig, en Búlgarar og Norðmenn eru með 319 stig. Hol- lendingar hafa 309, Spánverjar 306, Ísraelsmenn 305, Frakkar 300, Pól- verjar 299, Rússar 286 og Tyrkir 281. Í kvennaflokki hefur frammistaða íslenska liðsins verið þokkaleg. Liðið tapaði fyrir Spánverjum 14:16 í 5. umferð, og fyrir Írum 9:21 í 6. um- ferð en vann Ungverja 16:14 í 7. um- ferð. Eftir það var liðið í 11. sæti með 103 stig en Þjóðverjar, með 154 stig, og Englendingar, með 150 stig, virð- ast ætla að berjast um titilinn. Næst- ir koma Danir með 137 og Svíar með 130. Þetta var spennandi spil í leik Ís- lendinga og Ísraelsmanna í opnum flokki: Norður ♠ KD82 ♥ 10976 ♦ K964 ♣D Vestur Austur ♠ G1074 ♠ 43 ♥ D5 ♥ 843 ♦ ÁD1083 ♦ G752 ♣95 ♣K862 Suður ♠ Á96 ♥ ÁKG3 ♦ -- ♣ÁG10743 Suður opnaði á 1 laufi við bæði borð og eftir tígulsögn vesturs og úttekt- ardobl norðurs tóku suðurspilararn- ir hvor sinn pólinn. Ísraelsmaðurinn lét sér 4 hjörtu nægja eftir stutta könnun en Bjarni Einarsson stökk beint í 6 hjörtu! Vestur spilaði út tígulás og blindur var hvorki betri né verri en við mátti búast. Eftir að hafa trompað tígulás þurfti Bjarni að velja spilaleið en úr nokkrum var að velja og erfitt að meta í fljótu bragði hver er best. Það kom til greina að taka ÁK í hjarta og reyna síðan að trompa lauf tvívegis í þeirri von að kóngurinn birtist; eða taka ÁK í hjarta og taka síðan laufa- ás og trompsvína laufi. Eins og sést hefðu þessar áætlanir gengið upp því hjartadrottningin kemur önnur nið- ur og sagnhafi getur einfaldlega gef- ið einn slag á lauf. En Bjarni ákvað að byrja á að fría lauflitinn og eiga síðan í bakhöndinni að svína fyrir hjartadrottningu. Hann tók laufaás í öðrum slag og spilaði laufagosa og henti tígli í borði. Austur drap með kóng og spil- aði laufi til baka og vestur fékk á trompdrottninguna. Einn niður og Íslendingar töpuðu 11 stigum í stað þess að græða jafnmörg. Fljúgandi Færeyingar Færeyingar eru nú í fyrsta skipti með á Evrópumóti en þeir fengu sér- stakan styrk frá Evrópusambandinu svo að þessi draumur þeirra gæti orðið að veruleika. Færeyska brids- sambandið réð danska blaðamann- inn Sven Novrup sem landsliðsþjálf- ara bæði í opnum flokki og kvennaflokki og hann hefur skipu- lagt bæði bridsæfingar og líkams- þjálfun að íslenskri fyrirmynd. Færeyingarnir eru neðarlega á mótinu eins og er en þeir hafa samt náð ágætis úrslitum gegn sterkum þjóðum í Salsomaggiore. Þeir unnu meðal annars Rússa 18:12 og töpuðu 10:20 fyrir Frökkum og Pólverjum sem þurftu svo sannarlega að hafa fyrir sigrinum. Novrup segir að Bogi Simonsen og Roi Joensen hafi lengi átt sér þann draum að spila gegn Adam Zmudz- inski og Cecari Balicki, helstu stjörnum Pólverja, og í Salsomagg- iore rættist sá draumur. Þeir Bogi og Roi voru þó hvergi bangnir eins og þetta spil ber með sér. Norður gefur, allir á hættu. Norður ♠ D43 ♥ G42 ♦ 1075 ♣D754 Vestur Austur ♠ 876 ♠ ÁG1092 ♥ ÁK109875 ♥ D ♦ 9 ♦ G62 ♣K9 ♣ÁG32 Suður ♠ K5 ♥ 63 ♦ ÁKD843 ♣1086 Balicki í austur opnaði á spaða. Bogi í suður ákvað að hræra svolítið upp í sögnum og sagði því 1 grand þótt spilastyrkurinn og skiptingin væru ekki samkvæmt bókinni (þeir Bogi og Roi spila ekki svonefnt „kómík- grand“ þar sem 1 grand er annað- hvort sterkt eða langur litur og lítil spil). Zmudzinski í vestur doblaði til að sýna einn lit og síðan sögðu allir pass! Hefði Zmudzinski farið eftir regl- unni góðu og spilað út fjórða hæsta spilinu í lengsta og besta lit hefði þessi undarlegi lokasamningur farið 1400 niður. En hann lyfti hjartaás og nú var hjartagosinn í blindum skyndilega orðinn að fyrirstöðu. Bogi fékk því 7 slagi, 180 til Fær- eyinga sem sögðu og unnu 4 spaða í AV við hitt borðið. „Þú tókst eftir því að ég átti hjartafyrirstöðu,“ sagði Roi við fé- laga sinn. Ísraelsmenn reyndust erfiðir viðureignar BRIDS Evrópumótið í brids er haldið í Salso- maggiore á Ítalíu, dagana 16.–29. júní. Ísland tekur þátt í opnum flokki og kvennaflokki. Heimasíða mótsins er http://www.eurobridge.org Guðm. Sv. Hermannsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.