Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 56
FÓLK Í FRÉTTUM
56 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
RAPPMENNING á Íslandi ásér ekki langa sögu, a.m.k.ekki á yfirborðinu. Þó að
hundakúnstir Rottweilerhundanna
ættu að vera flestum kunnar eru
trúlega færri sem vita að hér á landi
starfar fjöldinn allur af rapphljóm-
sveitum og að sífellt fleiri menn og
konur nýta rappið til að ryðja út úr
sér rímum og koma boðskap sínum
á framfæri.
Sesar A er sem alfræðiorðabók
þegar kemur að umræðum um rapp,
lífsstílinn og tónlistina, bæði hér á
landi og erlendis. Hann gaf frá sér
plötuna Stormurinn á undan logn-
inu í fyrra og var hún fyrsta rapp-
skífan sem eingöngu er á íslensku. Í
samstarfi við Hitt sendir Sesar
núna frá sér safnplötu, fyrstu rapp-
safnplötu á Íslandi þar sem einungis
er rappað á hinu ástkæra ylhýra.
Liggur beinast við að spyrja
hvernig hugmyndin hafi kviknað að
því að leggjast í útgáfu á plötu sem
þessari?
„Ætli það sé ekki svona tveggja
ára gömul hugmynd hjá mér að gefa
út safnplötu með íslensku rappi.
Þegar ég fékk þessa hugmynd var
ekki beinlínis markaðsleg forsenda
fyrir hendi hér á landi þó að tónlist-
in hafi vissulega verið til staðar. Það
var svo í janúar síðastliðnum sem ég
talaði við þá hjá Eddu – miðlun og
útgáfu og þeir samþykktu að gefa út
diskinn. Þá hafði ísinn verið brotinn
fyrir útgáfu rapptónlistar á Íslandi,
bæði með plötunni minni og einnig
XXX Rottweilerhundanna.“
Allt of mikill pungsviti
– Hvaðan er nafnið Rímnamín
komið?
„Hugmyndin er komin frá Har-
aldi Civeleck sem hannaði umslag
plötunnar með aðstoð Sveinbjörns
Pálssonar, þeim hinum sömu og
hönnuðu umslag Stormsins á undan
logninu og hlutu fyrir viðurkenn-
ingu frá Félagi íslenskra teiknara.
Safnplötuumslög á Íslandi hafa
hingað til verið óttalega óspennandi
og engin hugmynd liggur að baki
þeim. Í staðinn fyrir að skíra plöt-
una „rapp.is“ eða eitthvað álíka kom
hann með þessa hugmynd. Rím-
namín er bætiefni, krukkan er í
raun platan og inni í henni er inni-
haldinu blandað saman. Ég er mjög
ánægður með útkomuna.“
– Hvernig valdirðu tónlistar-
mennina sem fram koma á plötunni?
„Ég byrjaði á að viða að mér upp-
tökum. Ég veit um allflesta sem eru
að stunda rapptónlist á Íslandi í
dag. Þegar ég var búinn að velja það
sem mér þótti mest spennandi rað-
aði ég því saman á plötu og afhenti
þeim hjá Eddu.“
– Er þetta rjóminn af íslenskum
rapptónlistarmönnum sem koma
fram á diskinum?
„Já ég myndi segja það. Það eru
nú samt fleiri sem ég hefði viljað
hafa með en komust ekki fyrir. En
jú, þetta sýnir vel breiddina í þessu í
dag. Lögin á diskinum eru á ís-
lensku, sem reyndar var í góðu sam-
ræmi við vilja útgefandans sem
lagði áherslu á að rappað væri á ís-
lensku.“
– Þetta eru allt strákar sem koma
fram á diskinum ekki satt?
„Jú, en ég vildi fá Freydísi Krist-
ófersdóttur sem vann Rímnaflæðið í
fyrra en það gekk ekki eftir. Stelp-
urnar eru í minnihluta í rappinu en
þær eru vissulega nokkrar í þessu.
Það voru þrjár til fjórar sem tóku
þátt í rímnaflæði núna síðast. Þetta
er nokkuð sem þarf að breyta, það
er allt of mikil pungsviti í þessu. “
Allir í víðum buxum
Eyjólfur, eða Sesar A, á tvö lög á
Rímnamín. Annað þeirra, „Verb-
alt“, flytur hann með bróður sínum,
Erpi, sem er einn Rottweiler-
hundanna og kallar sig Blazroca.
Hitt lagið heitir „Púsl“ en í því nýt-
ur Sesar A aðstoðar ekki ómerkari
tónlistarmanns en Skapta Ólafs.
Hvernig skyldi samstarf þeirra hafa
komið til?
„Skapti er gamall vinur fjölskyld-
innar og ég hef alltaf haft miklar
mætur á honum. Hann er með svo
sérstaklega fallega rödd.“
– Nú eruð þið bræðurnir báðir
mjög áberandi í sífellt vaxandi
rappheiminum hérlendis. Er þetta í
genunum eða bara sameiginlegur
lífsstíll?
„Ætli þetta sé ekki eins og í fé-
lagsfræðinni þar sem helmingurinn
kemur frá umhverfinu og helming-
urinn úr erfðum. Karl faðir minn er
kvæðamaður og skáld, meðlimur í
kvæðamannafélaginu Iðunni. Afi
var líka kvæðamaður og forfeður
okkar á Ströndum kváðu hver ann-
an í kútinn iðulega.“
– Er rappið ekki bara nútíma-
kveðskapur?
„Jú, pabbi heldur því fram að
rappið sé í rauninni nútímaútgáfa af
þulunni gömlu. Ég er alveg sam-
mála því. Hún er svo sterk í okkur,
þessi íslenska kvæðamenning.“
– Nú er rappmenningin á Íslandi
tiltölulega ný af nálinni, ekki satt?
„Ja, hún er tiltölulega ný af nál-
inni ofanjarðar, skulum við segja.
Ég byrjaði að skrifa texta fyrir 12–
13 árum. Þar áður kynntist ég hipp
hoppi úti í Danmörku gegnum
Electric Boogie og síðar Graffiti.
Þegar ég fór að skrifa texta var eng-
inn í kringum mig að gera það sama
nema Erpur bróðir. Það var svo
ekki fyrr en fyrir fimm árum að
maður fóra að frétta að Subterrani-
an og Quarashi væru að gera eitt-
hvað svipað.
Þegar tókst að markaðssetja
rappið í Bandaríkjunum, og það fór
að höfða til fjöldans með Wu Tang
Clan og fleirum, varð rappið hér
heima að einhvers konar bólu. Allir
fara að ganga í víðum buxum og það
varð auðveldara að markaðssetja
þetta fyrir fjöldann. En eins og
flestar bólur endist það stutt. Það er
því ekki nema síðustu 2–3 ár sem
rappið hefur verið sýnilegt hér á
landi. Ef bróðir minn hefði ekki far-
ið að skrifa texta eins og ég hefði ég
sennilega hætt þessu enda verið
svolítið eins og að mæta á æfingar
hjá fótboltaliði sem maður er einn í.
“
Textarnir eru lykillinn
– Í þremur lögum á Rímnamíni er
notast við búta úr eldri lögum, t.d.
„Þrek og tár“ og „Ekkert mál“ sem
Grýlurnar gerðu frægt. Þessi hefð
virðist svolítið ríkjandi í rappheim-
inum, hver er ástæðan fyrir því?
„Þetta liggur í rótum þess þegar
hipp-hopp verður til. Þetta varð að
vissri menningu í Bronx-hverfinu í
Bandaríkjunum. Þá voru menn með
tvo plötuspilara og bjuggu til nýja
tónlist úr því sem var til fyrir. Menn
tóku gömlu fönkplöturnar með
James Brown og fleirum og fram-
lengdu takt sem þeir höfðu á sömu
plötunni á báðum plötuspilurunum.
Þannig bjuggu þeir til ný lög með
því að endurtaka alltaf sama taktinn
úr lögunum. Þetta er eiginlega
kjarninn í tónlistinni, þessi síend-
urtekni taktur. Margt af þessu
gamla tónlistarformi á borð við fönk
hefur lifnað við með tilkomi rapps-
ins með tónlistarmönnum á borð við
Dr. Dre.
Þetta er samt alltaf spurning um
vinnubrögð hvers og eins. Ef þú
tekur mína plötu til dæmis þá heyr-
ist aðeins á einum stað að þar er á
ferðinni glefsa úr öðru lagi. Hitt eru
meira svona hljómar sem ég tek
héðan og þaðan og raða saman al-
veg upp á nýtt. Mér finnst frekar
ókynþokkafullt þegar fólk tekur allt
að átta takta úr einhverju lagi, það
er allt of auðvelt, of lítil fyrirhöfn.
Til dæmis það sem Puff Daddy hef-
ur gert, að fá leyfi fyrir heilu lagi og
rappa það svo allt upp á nýtt. Mér
finnst það ömurlegt, það er bara
eins og karókí.“
– Það vekur athygli að öll lögin á
diskinum eru á íslensku. Er rapp á
íslensku komið til að vera?
„Þróunin hefur verið í þá átt. Árið
1998 var eitt af fjórtán lögunum í
Rímnaflæðikeppninni á íslensku en
í ár voru ekki nema tveir af fjórtán
sem röppuðu á ensku. Það hefur
verið gefin út safnpalata áður af
þessu tagi sem var öll á ensku. Ég
held að hún hafi ekki náð til fjöldans
bæði vegna þess að ekki var búið að
brjóta ísinn fyrir rappmenningu á
Íslandi og svo getur fólk tengt sig
betur við tónlistina ef textinn er á
móðurmáli þess. Textarnir við lögin
eru lykillinn inn í þennan rappheim.
Það er svo mikið af slangri og stæl-
um í þessu, þar sem þetta kemur
beint af götunni, og því skiptir
miklu máli að hafa þennan lykil. Ís-
lendingar vilja líka fylgjast með,
það er ekki hægt að segja hvað sem
er. Ég hef heyrt fólk vera að fetta
fingur út í lög þar sem kemur fyrir
kannski ein málfarsvilla í viðlaginu
og þar fram eftir götunum. Íslend-
ingum er einfaldlega í blóð borið að
passa upp á tungumálið.“
– En er það ekki svolítið á ykkar
ábyrgð að passa upp á málið ef þið
eruð rímnakveðendur samtímans?
„Jú að sjálfsögðu. Maður er alltaf
með það bak við eyrað, að gera eins
rétt og maður getur.“
Rímnakveðskapur
nútímans
Á mánudaginn gaf Hitt, hjá Eddu – miðlun og útgáfu, út Rímnamín
þar sem rjómi íslenskra rapptónlistarmanna lætur til sín taka.
Birta Björnsdóttir hitti umsjónarmann útgáfunnar, Eyjólf Eyvind-
arson, sem einnig er þekktur undir listamannsnafninu Sesar A.
Safndiskurinn Rímnamín inniheldur lög helstu rapphljómsveita landsins
Svona er hið frumlega
útlit Rímnamíns.
birta@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart
„Textarnir við lögin eru lykillinn inn í þennan rapp-heim. Það er
svo mikið af slangri og stælum í þessu, þar sem þetta kemur beint
af götunni, og því skiptir miklu máli að hafa þennan lykil,“ segir
Eyjólfur meðal annars um rappið.
Bent & 7Berg/Drykkja
Ágúst Bent eða Bent er liðsmað-
ur hljómsveitarinnar XXX
Rottweilerhunda. 7Berg heitir
réttu nafni Örn Trönsberg, en þeir
félegar eru báðir úr Árbænum.
Sækópah (Sesar A
& Blazroca)/ Verbalt
Bræðurnir Eyjólfur og Erpur
Eyvindarsynir skipa dúettinn
Sækópah. Þeir bjuggu í Kópavog-
inum þegar lagið var samið, en
nafnið vísar til V.K.óp eða vestur-
bæjar Kópavogs og Kópavogshæl-
isins.
Afkvæmi Guðanna/
Upp með hendurnar
Afkvæmi Guðanna eru Elvar
Gunnarsson, Kristján Þór Matt-
híasson, Páll Þorsteinsson og
Hjörtur Már Reynisson. Elvar var
áður liðsmaður Rottweiler-
hundanna. Afkvæmin gáfu út plötu
fyrir síðustu jól og spannar lífaldur
sveitarinnar tæp tvö ár.
XXX Rottweilerhundar/
Rabics Canis
Rottweilerhundarnir sigruðu í
Músíktilraunum Tónabæjar árið
2000 og gáfu fyrir síðustu jól sína
fyrstu breiðskífu. Hljómsveitina
skipa þeir Lúðvík, Eiríkur, Erpur
Þ.E., Ágúst Bent og Þorsteinn
Lár. Nafnið á laginu, „Rabics Can-
is“, er tekið úr latínu og merkir
hundsæði og á það víst vel við hér.
Sesar A ásamt
Skapta Ólafs/ Púsl
Sesar A er eins og áður hefur
komið fram Eyjólfur Eyvindarson.
Í laginu nýtur hann liðsinnis hins
góðkunna söngvara og trommu-
leikara Skapta Ólafssonar.
Forgotten Lores/
Þegar ég sé mic
Forgotten Lores eru rappararn-
ir Byrkir B, Diddi Felixog Class
Bje auk plötusnúðanna Intro og
Ben B. Þeir hafa starfað saman í
um tvö ár en áður voru þeir Diddi
og Benni í Bounce Brothers ásamt
fleirum.
Móri/ Hljóðtæknir
Móri er ekki gefinn fyrir að flíka
skírnarnafni sínu og gengur einnig
undir nöfnunum Stóri stafur og
Springerinn. Delfi gerir tónlistina
fyrir Móra.
Skytturnar/ Ef ég væri Jesú
Þeir Hlynur Ingólfsson, Sigurð-
ur Kristinn Sigtryggsson takt-
smiður, Heimir Björnsson, Styrm-
ir Hauksson og Gunnar Líndal
Sigurðsson eru skytturnar fimm.
Þeir eru frá Akureyri og hafa gefið
út eina plötu.
Vivid Brain/
Vont en það versnar
Jón Magnús Arnarsson kallar
sig Vivid Brain. Hann sigraði í
Rímnaflæði árið 2000.
Bæjarins bestu/Rappari
Þeir Daníel Ólafsson og Halldór
Halldórsson kalla sig Bæjarins
bestu. Þeir eru 16 og 17 ára.
Diplomatics/Dagurinn í gær
Diplómatarnir eru Mikael Arn-
arson, Andri Birgisson og Kristján
Martinsson. Þeir eru úr Hafnar-
firði og lentu í öðru sæti í Rímna-
flæðikeppninni í fyrra.
Messías MC/
Viltu með mér vaka
Messías MC er Stefán Ólafsson.
Í laginu fær hann lánaðan lagbút
úr hinu ódauðlega „Þrek og tár“
sem Haukur Morthens og Erla
Þorsteinsdóttir fluttu áður. Stefán
er úr Biskupstungum en býr í
Reykjavík.
Rímnamín
Innihaldslýsing