Morgunblaðið - 25.06.2002, Qupperneq 2
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Þrjár Chinook-þyrlur voru í gær dregnar frá hafnarbakkanum í Njarð-
vík og upp á Keflavíkurflugvöll vegna Samvarðar 2002.
ÆFING sprengjusérfræðinga frá
fimm löndum fer fram á Keflavík-
urflugvelli samhliða björgunar-
æfingu Atlantshafsbandalagsins,
Samverði 2002, undir stjórn Land-
helgisgæslunnar. Þá verða stórar
flutningaþyrlur Bandaríkjahers af
gerðinni CH-47, Chinook, nýttar
til verkefna víða um land líkt og
undanfarin ár, að því er segir í
fréttatilkynningu frá varnarliðinu.
Sprengjudeild Landhelgisgæslu
Íslands sér nú alfarið um
sprengjueyðingu fyrir varnarliðið
en sprengjudeildin þar var lögð
niður í kjölfarið á sérstökum
samningi. Þátttakendur í æfingu
sprengjusérfræðinganna eru frá
Eistlandi, Bretlandi, Danmörku
og Bandaríkjunum, auk Íslands.
Klukkan 11.30 í dag mun stór
flutningaþyrla leggja tvo 22
metra langa brúarbita sem vega 5
og 8 tonn yfir gjá hjá Haugs-
vörðugjá við Sandvík á Reykja-
nesi. Verkið er liður í verkefninu
„Brú milli heimsálfa“ þar sem
ætlunin er að brúa á milli jarð-
skorpufleka. Flutningaþyrlurnar
verða við störf næstu daga á Snæ-
fellsnesi, í Vestmannaeyjum og
Þórsmörk.
Æfing sprengju-
sérfræðinga
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isÍslandsmeistararnir
enn á botninum/B9
Eiður Smári á förum
frá Chelsea/B1
12 SÍÐUR48 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM
BILUN varð í löndunarbúnaði
Norðuráls snemma í júní, en eitt skip
bíður löndunar og er líklegt að það
taki um viku til viðbótar að gera við
búnaðinn.
Að sögn Ragnars Guðmundsson-
ar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs
Norðuráls, kom skipið til landsins
frá Suður-Ameríku og hefur það
beðið í mynni Hvalfjarðar síðan 18.
júní en skipið flytur súrál.
„Ný vél í löndunarbúnaðinum bil-
aði og það þurfti að senda hana utan
til Kanada til viðgerðar en vélin
verður tilbúin í næstu viku og þá er
áætlað að þeir geti byrjað að losa
skipið,“ segir hann. Hann bendir á að
engin hætta sé á ferðum þó að skipið
bíði fyrir utan Akranes og bætir við
að skipið sé áberandi sjón þarna í
mynni Hvalfjarðar en súrálsskip séu
mjög stór. Umræddur búnaður var
settur upp árið 1998 og segir Ragnar
að hann hafi ekki bilað áður. „Það
kom í ljós við prófun 12. júní að bún-
aðurinn var bilaður og þá var hann
sendur strax til viðgerðar í Kanada,“
segir hann.
Aðspurður hvort biluninni fylgi
mikill kostnaðarauki segir Ragnar
að það þurfi að borga biðtíma á skip-
inu en það sé ekkert stórvægilegt.
Hann segist engar upphæðir geta
nefnt í því sambandi á þessari
stundu en segir þetta samt ekki stór-
ar tölur í rekstri Norðuráls. Hann
telur að bilunin muni ekki hafa nein
áhrif á starfsemi Norðuráls, nægar
súrálsbirgðir séu til og þar af leið-
andi verði engin stöðvun í rekstri.
Bilun í löndunarbúnaði Norðuráls
Bíður löndun-
ar í Hvalfirði
Nauðlending á
Skarðsströnd
Skrúfan send
til rannsóknar
RANNSÓKNARNEFND flugslysa
vinnur nú að rannsókn á hvað olli
því að hreyfilblað í eins hreyfils vél
af gerðinni Jodel, TF-ULF, brotn-
aði í flugi á föstudagskvöld. Vélin
nauðlenti með tveimur mönnum
innanborðs við bæinn Á á Skarðs-
strönd við Breiðafjörð og sakaði
hvorugan.
Að sögn Þormóðs Þormóðssonar,
rannsóknarstjóra hjá RNF, hefur
skrúfan verið send til Iðntækni-
stofnunar til rannsóknar. Hann seg-
ir flugmennina hafa brugðist hár-
rétt við þar sem þeir einbeittu sér
að því að fljúga flugvélinni og fundu
hentugan stað til nauðlendingar.
Að sögn Þormóðs miðast rann-
sóknin að því að komast að hvers
vegna skrúfan brotnaði og verður
það gert í samráði við samstarfs-
aðila RNF í Bandaríkjunum, sem
rannsaka tildrög flugslysa, og fram-
leiðanda vélarinnar.
VIÐRÆÐUR um aðkomu nýrra
fjárfesta að Fréttablaðinu hafa átt
sér stað undanfarna daga og segir
Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri
blaðsins, að þær gangi vel og tíðinda
sé að vænta á allra næstu dögum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins fóru starfsmenn Frétta-
blaðsins í setuverkfall í gær, vegna
vangreiddra launa, en Gunnar Smári
segir að þegar hann hafi komið á
skrifstofu blaðsins um sexleytið í
gær hafi blaðamenn verið við störf.
Hann lagði áherslu á að Fréttablaðið
kæmi út í dag, en í gær heyrðust víða
þær raddir að blaðið kæmi ekki út
sökum setuverkfallsins, m.a. frá
starfsmönnum ritstjórnar sem rætt
var við.
Hann segir ekkert hægt að segja
til um það á þessari stundu hverjir
hinir nýju fjárfestar séu en ítrekar
að viðræðurnar gangi vel og að hver
áfanginn á fætur öðrum sé að baki.
Gunnar Smári segist sannfærður um
að gengið verði frá öllum lausum
endum í rekstri, enda skuldi Frétta-
blaðið ekki miklar upphæðir heldur
skuldi þær á óþægilegum stöðum.
„Ég held að það fari enginn með
skarðan hlut frá borði,“ segir hann.
Ekki náðist í Eyjólf Sveinsson, út-
gáfustjóra Fréttablaðsins, þegar
Morgunblaðið reyndi að ná tali af
honum í gær og Brynjólfur Þór Guð-
mundsson, trúnaðarmaður starfs-
manna Fréttablaðsins, vildi ekki tjá
sig um málið.
Rætt um aðkomu
nýrra fjárfesta
Fréttablaðið kemur út í dag
HEYSKAPUR er nú hafinn af
fullum krafti. Á bænum Sökku í
Svarfaðardal var verið að snúa
heyi þegar ljósmyndarinn átti leið
hjá og er ekki annað að sjá en að
sprettan hafi verið bæði væn og
græn að þessu sinni.
Morgunblaðið/RAX
Heyjað
um
hásumar
Ók ölvaður á
150 km hraða
LÖGREGLAN í Hafnarfirði hafði
afskipti af 31 ökumanni um helgina
vegna umferðarlagabrota, þar af 14
vegna hraðaksturs. Sá sem hraðast
ók var mældur á 150 km hraða á
Reykjanesbraut í Garðabæ og er
hann grunaður um ölvun við akstur.
Fram kemur í dagbók lögreglunn-
ar eftir helgina að helgin hafi verið
hefðbundin í umdæmi lögreglunnar í
Hafnarfirði, Garðabæ og Bessa-
staðahreppi.
Sex umferðaróhöpp voru tilkynnt
til lögreglunnar um helgina. Ekki
urðu slys á fólki í fimm þeirra en á
föstudag slasaðist ökumaður bifreið-
ar sem lenti í árekstri á mótum
Fjarðarhrauns og Hólshrauns í
Hafnarfirði. Hann var fluttur á
slysadeild í sjúkrabifreið.
Alls voru fjórir ökumenn teknir
grunaðir um ölvun við akstur.
Reykjanesbraut
Stjórn Símans
Ræddi
ráðningu
nýs forstjóra
STJÓRN Landssímans kom saman
til fundar síðdegis í gær og sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
stóð stjórnarfundurinn fram á kvöld.
Á fundinum var samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins rætt um
ráðningu nýs forstjóra Símans, en
seint í gærkvöld reyndist ekki unnt
að afla neinna fregna af stjórnar-
fundinum, hvorki um það hvern stóð
til að ráða sem forstjóra, né hvort
ráðningin var afráðin á ofangreind-
um fundi.
Bílvelta á
Kjalvegi
BÍLVELTA varð á Kjalvegi,
tíu kílómetra frá Blönduvirkj-
un, um sjöleytið í gærkvöldi.
Að sögn lögreglunnar á
Blönduósi missti ökumaður
fólksbifreiðar stjórn á bifreið-
inni í lausamöl og fór hún einn
hring og lenti öfugt. Engin slys
urðu á fólki en lögreglan segir
að bifreiðin sé ónýt.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦