Morgunblaðið - 25.06.2002, Page 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MMC Pajero 3200 GLS diesel, f.
skr.d. 16.06. 2000, ek. 58 þ. km.,
5 d., sjálfsk., 33" breyttur,
leðurinnrétting, varadekkshlíf,
dráttarkrókur o.fl. Verð 4.580.000
Nánari upplýsingar
hjá Bílaþingi.
Opnunartímar: Mánud.-föstud.
kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16.
Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is
Netfang: bilathing@hekla.is
FORSVARSMENN fyrirtækja og
stofnana vildu í lok apríl og fyrri
hluta maí fækka starfsfólki um 400
til 500 manns eða sem nemur um
0,4% af starfandi fólki í landinu.
Kemur þetta fram í skýrslu Vinnu-
málastofnunar um könnun hjá 534
fyrirtækjum, 287 á höfuðborgar-
svæðinu og 247 á landsbyggðinni.
Vinnuveitendur vildu einkum fækka
fólki í samgöngum og flutningum,
fjármálaþjónustu, verslun og við-
gerðarþjónustu. Þeir vildu hins veg-
ar fjölga í byggingariðnaði.
Horfur í atvinnumálum eru taldar
nokkuð bjartar fyrir sumarið, segir
í skýrslunni. Í apríl var atvinnuleysi
2,6% en 2,5% í maí. Reiknað er með
svipuðu atvinnuleysi í nóvember.
Fram kemur í skýrslunni að at-
vinnuleysi hefur aukist á þessu ári
og er þar gert ráð fyrir að meðal-
talsatvinnuleysi ársins verði 2,3%
en það hefur verið um 1,3 til 1,4%
síðustu tvö árin. Segir að atvinnu-
leysið virðist ætla að verða meira en
gert var ráð fyrir í spá Vinnumála-
stofnunar í desember síðastliðnum
sem hljóðaði uppá 2,1%.
Könnunin náði til flestra atvinnu-
greina en ekki til opinberrar stjórn-
sýslu eða fræðslustarfsemi, að litlu
leyti til heilbrigðisþjónustu og land-
búnaður var að mestu undanskilinn.
Fjöldi starfsmanna fyrirtækja sem
rætt var við er um 20% af þeim sem
starfa í atvinnugreinunum sem
könnunin náði til.
Munur á stórum
fyrirtækjum og litlum
Í skýrslu Vinnumálastofnunar
kemur fram að nokkur munur er á
eftirspurn eftir vinnuafli eftir lands-
hlutum. Á höfuðborgarsvæðinu
vildu vinnuveitendur fækka um
0,8% af starfandi fólki en á lands-
byggðinni vildu atvinnurekendur
fjölga um 0,3%. Kemur munurinn
einkum fram í iðnaði þar sem vilji
var til fjölgunar á landsbyggðinni
en því var öfugt farið á höfuðborg-
arsvæðinu. „Þá kemur vilji til fækk-
unar starfsfólks í verslun og við-
gerðarþjónustu einkum fram á
höfuðborgarsvæðinu, og vilji til
fjölgunar í þjónustu birtist einkum
á landsbyggðinni.“
Þá kemur fram að mikill munur
er milli stórra fyrirtækja og lítilla.
Þar sem starfsmenn eru 10 eða
fleiri vildu forsvarsmenn fækka
starfsmönnum en vilji var til fjölg-
unar starfsfólks lítilla fyrirtækja. Sé
litið til sumarsins segja forsvars-
menn 32% fyrirtækja að starfs-
mönnum muni fjölga yfir sumarið
en 9% telja að starfsfólk sitt verði
færra. Fjölgunin er mest áberandi í
ferðaþjónustu.
Yfir 60% forsvarsmanna fyrir-
tækja og stofnana segjast munu
ráða sumarafleysingafólk til starfa í
sumar og er ekki munur að ráði eft-
ir greinum eða landshlutum. Um
6% töldu að skortur á fólki til sum-
arafleysinga yrði til vandræða.
Spurt var í könnuninni um fjölda
þeirra sem ráða á og miðað við það
er búist við að 10 til 15 þúsund
manns verði ráðnir í sumarafleys-
ingar á landinu öllu. Varðandi fram-
haldið töldu nærri 19% forsvars-
manna að starfsmenn yrðu færri í
nóvember en í apríl-maí en 15%
töldu að þeir yrðu fleiri.
„Almenn virðast forsvarsmenn
fyrirtækja og stofnana vera nokkuð
bjartsýnir hvað varðar verkefna-
stöðu næsta vetrar, en meira en
fjórðungur þeirra telur að meira
verði að gera næsta vetur en var
síðasta vetur, en aðeins um 12% að
minna verði að gera. Nánast enginn
munur er á atvinnugreinum hvað
þetta varðar, nema hvað fyrirtæki í
byggingariðnaði skera sig úr, en
þar telja yfir 40% að verkefni næsta
vetrar verði minni en síðasta vetur
og aðeins 12% að meira verði um-
leikis,“ segir í skýrslunni.
Spurn eftir erlendu vinnuafli frá
löndum utan Evrópska efnahags-
svæðisins hefur dregist saman síð-
ustu mánuði. Gefin voru út 206 ný
tímabundin atvinnuleyfi frá janúar
til maí en 760 á sama tíma árið áð-
ur.
Vildu fækka fólki á höfuðborgarsvæðinu en fjölga á landsbyggðinni
Vilja fækka fólki í sam-
göngum og flutningum
TILKYNNT var um bruna í ein-
býlishúsi á Álfhólsvegi 38 um tíu-
leytið í gærmorgun. Slökkvilið höf-
uðborgarsvæðisins var kallað á
vettvang og tókst að koma í veg
fyrir stórbruna en efri hæð húss-
ins skemmdist þó mikið af eldi.
Öldruð kona var í húsinu er eld-
urinn kviknaði en hana sakaði
ekki.
Um tíma var talið að barn væri
inni í húsinu en það reyndist ekki
vera raunin.
Slökkviliðsmenn þurftu að rífa
þiljur og klæðningar í þaki til að
komast fyrir glæður og við leit
inni í húsinu fékk lögreglumaður
snert af reykeitrun og var fluttur
á sjúkrahús.
Að sögn slökkviliðs mun eldur-
inn hafa kviknað á efri hæð húss-
ins en reykur stóð út um glugga
þar þegar að var komið. Allt til-
tækt lið slökkviliðs var sent á vett-
vang. Þegar reykkafarar höfðu
gengið úr skugga um að enginn
væri inni í húsinu hófst slökkvi-
starf og að því búnu var reykræst.
Að sögn lögreglu eru eldsupptök
ókunn en unnið er að rannsókn
málsins.
Bruni í húsi í Kópavogi
Efri hæð
hússins
mikið
skemmd
Morgunblaðið/Júlíus
Efri hæð hússins skemmdist mikið að innanverðu í brunanum.
ÞAÐ er ekki dónalegt útsýnið hjá
þessum litla herramanni sem
spókaði sig ásamt mömmu sinni í
miðbænum í góða veðrinu. Sterk-
ir litir hafa löngum höfðað til
fólks af hans stærðargráðu og
kannski það sé þess vegna sem
hann tekur þann kostinn að snúa
í átt að litríkum stjúpunum á
meðan mamma hans virðir fyrir
sér mannlífið í borginni.
Morgunblaðið/Arnaldur
Lokkandi
litir
TVEIR karlmenn, bræður á átt-
ræðisaldri, voru í gær dæmdir til
að greiða dóttur annars þeirra
skaðabætur vegna slyss sem hún
varð fyrir ásamt systur sinni í júní
1991. Konurnar voru 22 og 23 ára
þegar þær féllu af húsþaki birgða-
skemmu graskögglaverksmiðju í
eigu mannanna, en stúlkurnar
voru þar starfsmenn. Þær voru að
mála þakið þegar málningarfatan
féll um koll og þær runnu í máln-
ingunni og fram af þakinu. Fallið
var um fimm metrar og komu
systurnar niður standandi á mal-
arplan fyrir neðan. Sú eldri hæl-
brotnaði og hlaut 10% varanlega
örorku.
Mennirnir voru dæmdir sameig-
inlega til að greiða eldri konunni
tæpar 5,2 milljónir króna auk
vaxta.
Dómurinn komst að þeirri nið-
urstöðu að mönnunum hafi sem
vinnuveitendum systranna borið
að tryggja öryggi þeirra og við-
hafa nauðsynlegar varúðarráðstaf-
anir. Viðhlítandi verkstjórn og eft-
irlit hafi skort. „Vanræksla á því
var sýnu alvarlegri þar sem við
verkið vann ungt fólk sem hafði
ekki mikla reynslu af málningar-
vinnu af þessu tagi og því var rík
þörf á sérstakri aðgæslu,“ segir í
dómnum. Þá var litið til þess að
mennirnir hefðu getað með lítilli
fyrirhöfn komið í veg fyrir slys
með því að treysta stöðugleika
málningarfötunnar og koma fyrir
fallvörnum, en slysið var rakið til
skorts á fallvörnum og ótrausts
umbúnaðar málningarfötunnar.
Greta Baldursdóttir, héraðs-
dómari í Reykjavík, kvað upp
dóminn. Reimar Pétursson hdl.
flutti málið fyrir hönd konunnar
en héraðsdómslögmennirnir Guð-
jón Ólafur Ólafsson og Hlynur
Jónsson voru til varnar fyrir
bræðurna.
Bætur
fyrir
vinnuslys
árið 1991